Morgunblaðið - 30.03.1994, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1994
Guðrún Alberts-
dóttir — Minning
Fædd 13. janúar 1947
Dáin 23. mars 1994
Með harm í hjarta kveð ég elsku-
lega svilkonu mína og kæra vinkonu.
Það stendur einhvers staðar, að þeg-
ar þú sért sorgmæddur skulir þú
skoða hug þinn og þú sjáir að það
sem sé sorg þín var í raun gleði þín.
Þetta er svo satt, því nú í róti hug-
ans hlaðast upp minningar frá svo
mörgum samverustundum. Við skoð-
um myndir og brosum og segjum
„munið þið ..." og það er svo ljúfsárt
að riíja upp minningarnar.
Eg minnist Gunnu minnar er ég
hitti hana í fyrsta sinn fyrir um 26
árum, hún og Eddi með rúmlega
ársgamlan frumburðinn. Ég minnist
allra heimsókna okkar Óla til þeirra
„í gamla daga“, þegar spilað var
fram á rauða nótt. Ég minnist Gunnu
sem móður drengjanna sinna. Hún
var mamman sem alltaf var nærri
þegar þeir þurftu á henni að halda.
Ég minnist hennar sem Gunnu hans
Edda, sem bjó honum og drengjunum
svo fallegt og hlýlegt heimili. Ég
minnist hennar sem yndislegs ferða-
félaga. Okkur leið svo vei saman
innan um vínviðinn í Móseldalnum
og í sumaryl í Portúgal. Ég minnist
hlýju hennar til barnanna okkar Óla
og einlægrar umhyggju. Ég minnist
hennar á sjúkrabeði, rólegrar og yfir-
vegaðrar, er hún boðaði til sín ást-
vini og kvaddi þá. Ég minnist hlýrrar
handar hennar sem ég strauk við
sjúkrabeð og síðustu orða hennar við
mig: „Þakka þér fyrir, Alma mín.“
Ég segi á móti, þakka þér, elsku
Gunna mín, fyrir vináttu þína og
elsku til okkar allra. Það er harmur
í hjarta, en ljúft er að minnast og
reyna að brosa gegnum tárin. Guð
veri með Gunnu minni. Ég mun ætíð
minnast hennar.
Alma Möller.
Elskuleg tengdadóttir okkar, Guð-
rún Albertsdóttir, er látin aðeins 47
ára að aldri, eftir erfiða baráttu við
illvígan sjúkdóm. Hún kom inn í líf
okkar sem fyrsta tengdadóttir okk-
ar, og sáum við strax góða kosti
hennar sem á lífsleiðinni komu enn
betur í ljós, bæði í blíðu og stríðu.
Oft höfum við í gegnum árin dáðst
að hve Guðrún hugsaði vel um dreng-
ina sína þijá og þeirra heimili, ásamt
Edvard syni okkar, og fáum við það
seint fullþakkað. Guðrún var ávallt
trygg okkur og voru samskiptin við
hana mikil, að heita má daglega hitt-
umst við eða töluðumst við. Hún var
einkar Ijúf og þægileg í allri um-
gengni og var ætíð jafn ánægjulegt
að vera í nálægð hennar og þeirra
allra. Það var okkur þungt áfall að
heyra um sjúkdóm hennar. Guðrún
tók sjúkdómi sínum af hógværð og
stillingu og bar hann ekki á torg.
Upp úr öllum minningunum stend-
ur þó minningin um elskulega
tengdadóttur sem öllum vildi svo vel.
Elsku Eddi, Óli Pétur, Viktor,
Bjöm Ingi, Viktoría og Kristbjöm,
Guð veri með ykkur og veiti ykkur
styrk við fráfall Guðrúnar okkar.
Kristbjörg og Ólafur Jensen.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
þvi nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og Ijúfa engla geyma
öll bömin þín, svo blundi rótt.
(M. Joch.)
í dag verður jarðsett í Reykjavík
vinkona okkar Guðrún Albertsdóttir,
sem lést 23. mars eftir langvinn veik-
indi.
Gunnu kynntumst við fyrst al-
mennilega þegar þau Eddi fóru að
draga sig saman en Elín og Gunna
höfðu þó þekkst lítillega áður í Haga-
skóla á sama tíma. Strax varð þessi
kvartett mjög samrýndur og vinskap-
urinn náinn, og ekki laust við að lífs-
munstur beggja para mótaðist eilítið
hvort af hinu. Þannig giftu Eddi og
Gunna sig í september ’66 en við í
október sama ár og síðan komu börn-
in á svipuðum tíma, enda gaman að
því gert og talað um samræmdar
aðgerðir. Margar góðar minningar
eigum við frá þessum fyrstu árum
okkar sem nú verða enn dýrmætari.
Við minnumst margra veiði- og
skemmtiferða, vítt og breitt um land-
ið. Til dæmis munum við eftir veiði-
ferð í Hrútafjarðará sumarið 1970
þegar þið Elín voruð báðar ófrískar
og spiluðuð nokkur hundruð rommí
í veiðikofanum enda vitlaust veður
allan tímann en karlarnir veiddu vel
á meðan - reyndar svo vel að þið
þurftuð að keyra um nágrennið ti!
að reyna að koma aflanum í verð,
áður en hann skemmdist í kælislaus-
um veiðikofanum. Og undir spilunum
kyijuðu Simon og Garfunkel á gamla
ferðaspilarann sem reyndar var ónot-
hæfur á eftir. Margar ferðir af þessu
tagi væri hægt að rifja upp en við
látum þessa nægja. Þó er okkur ofar-
lega í huga ferðin sem við fórum í
tilefni silfurbrúðkaupanna til Lond-
on, en þið ekki þar sem veikindin
voru byijuð.
Við minnumst með þakklæti þess
æðruleysis sem þú sýndir þegar þú
hvattir okkur til að fara þó þið kæm-
ust ekki með í þetta sinn.
Við vitum raunar að þetta var
ekki það eina sem þið þurftuð að
neita ykkur um, því drengirnir þurftu
sitt og hjá þér voru þeir alltaf í fyrsta
sæti.
Oft dáðumst við að þér fyrir kjark-
inn og dugnaðinn á fyrstu búskapar-
árunum þegar Óli Pétur dvaldist
heima. Og eftir að hann komst á
Kópavogshælið tók við félagsstarf
hjá styrktarfélaginu og allar heim-
sóknirnar.
Þú gekkst að þínum störfum með
þinni alkunnu ró og æðruleysi og við
heyrðum þig ekki kvarta. Enda þykj-
umst við menn að meiru að hafa átt
þig að vini.
Elsku Eddi, Óli Pétur, Viktor
Gunnar, Björn Ingi og aðrir ættingj-
ar og vinir. Missir ykkar er mikill.
Við sendum ykkur innilegar samúð-
arkveðjur og biðjum Guð að gefa
ykkur styrk í sorginni.
Guð blessi minningu Guðrúnar
Albertsdóttur.
Nonni og Elín.
Guðrún mágkona okkar er látin
langt um aldur fram. Það bíður okk-
ar allra að kveðja einhvem dag, hve-
nær það verður ræður Drottinn einn.
Sárt er að kveðja hana Guðrúnu, hún
varð aðeins 47 ára og er erfítt að
skilja hví hún fékk svo stuttan tíma
á meðal okkar.
Við bræðumir kynntumst Gunnu
fljótt og vel eftir að hún og Eddi bróð-
ir fóm að vera saman. Við urðum
góðir vinir hennar og hélst sú vinátta
alla tíð. Gunna og Eddi giftust ung
árið 1966, hún var 19 ára, og hann
21. Árinu seinna eignuðust þau sinn
fyrsta dreng, Ólaf Pétur, og var hann
jafnframt fyrsta bamabarn foreldra
okkar. ÓIi Pétur þarfnaðist meiri
umönnunar en gengur og gerist sök-
um fötlunar sinnar. Gunna og Eddi
létu aldrei deigan síga við þá erfíð-
leika sem fylgja fötlun ungs drengs
og naut Óli Pétur þess að eiga góða
móður eins og Gunna var. Fleiri
drengir bættust við, Viktor Gunnar
árið 1970, og svo Bjöm Ingi 1976,
báðir frískir og ijörlegir strákar.
Gunna helgaði krafta sína uppeldi
sona sinna þriggja og var húsmóðir
alla tíð. Hún var kraftmikil kona og
eftir að Óli Pétur fluttist inn á annað
heimili, Kópavogshæli, sinnti hún
honum þar alltaf af alúð, samvisku-
semi og mikilli ástúð. Þessa sama
nutu og feðgamir í Dvergabakka.
Eddi og Gunna hófu sinn búskap
í íbúð á Háaleitisbrautinni og bjuggu
þar í nokkur ár, en stækkuðu síðan
við sig og voru meðal fyrstu íbúa í
Breiðholtinu og hafa búið þar síðan
og unað hag sínum vel. Það var ávallt
gaman að koma f heimsókn til Gunnu
hvort sem um var að ræða afmæli,
jóla- eða gamlársdagsboð enda
Gunna hinn mesti listakokkur. Hin
síðari ár fóru þau hjónin nánast ár-
lega til útlanda og nutu þau þess til
hins ýtrasta að ferðast um hin ýmsu
lönd. Ferðir innanlands hafa í gegn-
um árin verið ótaídar e'n'da Eddi á
kafí í veiðiskap og fóm þau iðulega
saman í hinar ýmsu veiðiár.
Við minnumst margra ferða með
Gunnu, bæði erlendis og þó sérstak-
lega innanlands og var þá gjarnan
dvalið í orlofshúsum rafvirkja í Ölf-
usborgum og í Svignaskarði. Fannst
Gunnu gaman að fara í slíkar ferðir
og naut hún þeirra mjög.
Gunna var hógvær, vingjarnleg
kona sem fór ekki í manngreinarálit.
Til hennar var alltaf hægt að leita
og fá góð ráð hjá og hún virtist
ætíð geta greint hismið frá kjaman-
um. Argaþras og vesen lét hún öðrum
eftir og óvini átti hún enga. Samt
var hún þannig kona að allir tóku
mark á henni og hlustuðu á.
Gott hefði verið að hafa hana á
meðal okkar lengur. Nú verðum við
að láta minningarnar um góða mág-
konu duga hér eftir. Þær minningar
eru margar og allar eru þær góðar.
Við sendum bróður okkar Edvard,
sonum þeirra, Viktoríu móður Guð-
rúnar og öllum ættingjum inniieg-
ustu samúðarkveðjur við fráfall Guð-
rúnar Albertsdóttur mágkonu okkar.
Ólafur Valur, Halldór og
Sveinn Valdimar Ólafssynir.
Sá sem eftir lifir
deyr þeim sem deyr
en hinn dáni lifir
í hjarta og minni
manna er hans sakna.
Þeir eru himnamir
honum yfir.
(Hannes Pétursson)
Við systkinin viljum þakka Gunnu
fyrir hvað hún var alltaf góð við
okkur og var mikil vinkona okkar.
Við minnumst sérstaklega ferðanna
sem við fórum saman til útlanda og
hvað Gunnu leið vel þá og hvað
okkur þótti öllum skemmtilegt að
vera saman. Við vitum að núna líður
Gunnu vel og við munum alltaf
sakna hennar mikið.
Vala Björg Ólafsdóttir,
Ólafur Jens Ólafsson.
Við eigum bágt með að trúa því
að hún Gunna sé dáin, og að við
getum ekki lengur heimsótt hana í
Dvergabakkann.
Gunna var svo gestrisin, lánaði
okkur spóiur og fylgdist vel með
hvað væri vinsælast hveiju sinni og
svo var hún svo góður vinur okkar.
Við viljum þakka þér fyrir allar
þær gjafir sem þú hefur komið með
til okkar færandi hendi. Fötn af
strákunum sem voru orðin of lítil á
þá, svo vel með farin, gátum við
einnig notað dótið þeirra og íþrótta-
fatnað sem þeir voru hættir að nota.
Þú hefur vel vakað yfir velferð
strákanna þinna.
Við söknum þín. Megi Guð geyma
þig. Við viljum þakka þér fyrir allt
og allt.
Nú legg ég augun aftur,
ó Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vöm í nótt.
Æ, virzt mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(S. Egilsson.)
Sæmundur Ari og
Svanur Þór Halldórssynir.
Mig langar að minnast í fáeinum
orðum elskulegrar frænku minnar
og vinkonu Guðrúnar Albertsdóttur
(Gunnu), en hún lést á Landspítal-
anum 23. mars síðastliðinn eftir
stutta lengu vegna erfíðra veikinda
sem gerðu vart við sig fyrir rúmum
tveimur árum. Gunna náði að eiga
eitt gott ár eftir að veikindin gerðu
vart við sig. Síðara árið var erfítt
bæði fyrir Gunnu og alla hennar nán-
ustu, einkum þó Edda og drengina,
sem stóðu við hlið hennar, hlúðu að
henni og hjúkruðu til hinstu stundar.
Guðrún var dóttir hjónanna Jó-
hannesar Alberts Kristjánssonar,
sem er látinn fyrir nokkrum árum,
og föðursystur minnar Viktoríu Guð-
mundsdóttur. Guðrún átti einn bróð-
ur, Kristbjörn, kennara í Njarðvíkum.
Það er erfítt að hugsa sér lífið án
Gunnu. Ég hef þekkt hana síðan ég
man eftir mér. Hún var árinu eldri
en ég og kenndi mér margt. Mínar
fyrstu minningar um hana eru frá
því að ég sat í hraðferð Austurbær-
Vesturbær með pabba og mömmu á
leið í Faxaskjólið úr Barmahlíðinni.
Að fara til Gunnu var eins og krakk-
arnir myndu segja í dag, toppurinn
á tilverunni.
Það er margs að minnast, til dæm-
is frá því við lékum okkur í fjörunni
í Faxaskjólinu og æstum upp öldum-
ar, sprengdum þara, söfnuðum skelj-
um og kuðungum. Hún kenndi mér
snúsnú og að sippa og marga aðra
leiki. Við styttum hvor annarri stund-
ir er önnur hvor var lasin, spiluðum
á spil eða lásum hvor fyrir aðra.
Minningar um öll bréfín sem voru
skrifuð þegar við vorum í sveit, ég
fyrir norðan og hún fyrir austan.
Ferðinar í Tívolíið eða bíóin á sunnu-
dögum, alltaf fórum við saman. Sum-
arið þegar fjölskylda hennar fluttist
í Hátúnið og íbúðin þeirra var þar
sem mamma mín átti heima sín
fyrstu ár, en bærinn var þá löngu
kominn í eyði. Sumrin þegar við
unnum saman á Elliheimilinu Grund,
þá létum við okkur dreyma og margt
var brallað.
Ég gæti haldið svona áfram því
að minningamar hrannast upp.
Gunna lauk prófi úr Verslunar-
deild Hagaskólans vorið 1964. Hún
fór þá um sumarið í skóla til Dan-
merkur. Þegar heim kom hóf hún
störf á skrifstofunni hjá Opal, þar
sem hún starfaði þar til hún stofnaði
sitt eigið heimili með eiginmanni sín-
um, Edvard Ólafssyni, á Háaleitis-
brautinni haustið 1966. Þar bjuggu
þau í nokkur ár, en síðan lá leið
þeirra í Breiðholtið, í Dvergabakka
32, þar sem þau bjuggu síðan.
Gunna var bæði mikil húsmóðir
og móðir, hún gaf fjölskyldunni allan
sinn tíma. Þau Eddi áttu saman fal-
legt heimili þar sem allt var í röð
og reglu. Hver hlutur á sínum stað.
Allt gert af mikilli natni. Þannig var
Gunna, hún gerði allt vel. Gunna og
Eddi áttu saman þijá drengi. Elstur
er Ólafur Pétur, sem vegna fótlunar
sinnar hefur orðið að dvelja á sjúkra-
stofnun. Þangað lá leið fjölskyldunn-
ar um hveija helgi. Erfítt hlýtur að
hafa verið að horfa upp á barnið sitt
veikt, en aldrei kvartaði Gunna, hún
tók öllu með æðruleysi og reyndi að
Okkur langar til að minnast ömmu
Laugu nú þegar hún er öll. Hún var
fædd í Dölunum en bjó með afa
Hermanni á Litla-Skarði í Stafholtst-
ungum þar til að þau brugðu búi
vegna veikinda hans og fluttu á
mölina. Aldrei fundum við fyrir því
að hún saknaði beint sveitarinnar
enda var hún þannig manneskja sem
mætir örlögum sínum með stóískri
ró. Þau afí bjuggu alla tíð í Miðtúni
6 eftir að þau fluttu til Reykjavíkur
og foreldrar okkar einnig. Við dóttur-
börnin í kjallaranum fengum eitt af
öðru inni í híbýlum hennar uppi á
lofti og vorum við og Pétur, yngsti
sonur hennar, sem systkini.
Amma var af gamla skólanum og
stjanaði endalaust við okkur. Aldrei
gleymist hversu mikla umhyggju hún
bar fyrir útliti okkar strákanna og
það gladdi hana ósegjanlega mikið
þegar við komum frá rakaranum
herraklipptir. Hún dekraði við okkur
með stöðugum bakstri, sérstaklega
pönnukökum og virtist alltaf hafa
tíma til að sinna okkur. Samt vann
hún lengstum úti og hefur eflaust
oft verið ansi þreytt en aldrei heyrð-
ist hún kvarta. Amma hafði látlausar
áhyggjur af því að við værum ekki
sjá björtu hliðarnar. Næstur er Vikt-
or Gunnar, hann nemur viðskipta-
fræði við Háskóla íslands, og yngst-
ur er Björn Ingi, nemi í Verslunar-
skóla íslands.
I dag þegar ég kveð mína elsku-
legu frænku, er gott til þess að hugsa
að aldrei hafí neinn skugga borið á
vinskap okkar í þessi 46 ár, enda
var hún traustur og góður vinur, sem
hægt var að trúa fyrir öllu sínu. Hún
kunni að hlusta og vandaði til alls
sem hún gaf. Það er érfítt að sætta
sig við að eiga aidrei eftir að heyra
ljúfa rödd hennar í símanum eða fá
hlýtt faðmlag og bros.
Elsku Eddi, Óli Pétur, Viktor,
Bjöm Ingi, Viktoría og aðrir ættingj-
ar og vinir, Guð gefí okkur styrk til
að standast þessa erfíðu raun. Elsku
Gunnu mína kveð ég og fjölskylda
mín með þökk fyrir allt. Guð blessi
þig og geymi.
Valgerður Olafsdóttir.
Jafnvel þegar maður veit að vin-
kona manns er að beijast við skæðan
sjúkdóm sem getur leitt til dauða þá
setur mann hljóðan þegar fréttin um
andlátið berst. Þannig fór fyrir okkur
öllum, þegar við fréttum að Gunna
væri látin.
Við fylgdumst með veikindum
hennar og baráttu fyrir lífinu, hæg-
læti hennar og æðruleysi, þegar sjúk-
dómurinn sótti fastar á hana. Aldrei
kvartaði hún eða bar sig upp við
aðra. Öll baráttan fór fram í hljóði.
En líf hennar var ekki alltaf hljóðl-
átt, því við eigum öll minningar um
dillandi hlátur hennar á skemmtileg-
um stundum í vina- og veiðihópnum.
í mörgum Fjaðrafoksferðunum var
hlegið svo dátt við matarborðin, að
menn gleymdu matnum og fengu
harðsperrur í kviðinn af hlátrinum
einum saman. Þá skemmti Gunna
sér manna best. Hún hafði kannski
ekki hátt í umræðum hópsins, en hún
sagði heldur aldrei styggðaryrði um
nokkurn mann.
Nú hefur þessi óijúfanlega heild,
sem þau hjónin Eddi og Gunna skip-
uðu innan hópsins okkar verið rofin,
þar sem annar aðilinn hefur verið
kallaður í burtu á undan hinum.
Þetta er fyrsta skarðið sem kemur í
vina- og veiðihópinn okkar og senni-
lega er öllum brugðið. Þó dauðinn
sé það eina sem við eigum alltaf víst
í lífinu, þá erum við alltaf óviðbúin
kalli hans.
Elsku Eddi. Við skynjum hversu
mikill söknuður þinn og sorg er og
vottum þér og sonum þínum okkar
dýpstu samúð. Megi blessun og frið-
ur fylgja Gunnu þar sem hún dvelur
nú og við getum öll verið viss um
að hún fylgist með okkur við veiðam-
ar í sumar.
Vinarkveðja frá
Fjaðrafokshópnum.
nógu vel haldin og þá sérstaklega
Pétur sem henni fannst alltof lyst-
arlítill. Upp í hugann kemur kaffítími
þar sem við sátum „börn ömmu“
orðin fullorðin og farin að heiman
og hún ber fram kökur og pönsur. í
lok kaffítímans sjáum við að hún er
ósjálfrátt búin að ýta öllu bakkelsi
að Pétri og er það í hálfhring framan
við bollann hans. Þetta er lítið dæmi
um að hún var bæði sofín og vakin
í umhyggju sinni fyrir okkur krökk-
unum.
Við vorum afar lánsöm að fá að
alast upp í svo nánum tengslum við
afa Hermann og ömmu Laugu í Mið-
túninu. Það var gott veganesti fyrir
lífið að njóta umhyggju ömmu og
betur held ég að við búum að þeiin
löngu stundum sem fóru í að kveð-
ast á við afa en ef þær hefðu farið
í sjónvarpsgláp.
Með þessum fátæklegu orðum vilj-
um við kveðja ömmu okkar. Nú þeg-
ar hún er farin fyllist maður söknuði
en þó er þakklætið í fyrirrúmi fyrir
allt sem hún var okkur. Sálin fyllist
virðingu fyrir þessari æðrulausu sí-
vinnandi konu sem ætíð hélt reisn
sinni sem einn aðal máttarstólpinn í
stórfjölskyldunni í Miðtúni 6.
Blessuð sé minning hennar.
Skarphéðinri og Elsa.
Guðlaug Klemens-
dóttir — Minning
Fædd 28. nóvember 1906
Dáin 16. mars 1994