Morgunblaðið - 30.03.1994, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 30.03.1994, Blaðsíða 40
40 félk í fréttum MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1994 E VROPU SÖNG V AKEPPNIN Telur íslenska lag- ið sigurstranglegt Eg tel að ísland eigi mjög góða möguleika í Evrópusöngva- keppninni að þessu sinni og satt best að segja finnst mér líklegt að lagið sigri,“ sagði Frank McNamara í samtali við Morgun- blaðið. Frank er íri og hingað kominn til að útsetja lag Friðriks Karlssonar, Nætur, en það verður framlag íslands til Evrópusöngva- keppninnar í Dyflinni á írlandi þann 30. apríl. Morgunblaðið náði tali af honum í Stúdíó Sýrlandi um liðna helgi, þegar verið var að leggja lokahönd á hljóðritun lagsins. Frank er enginn nýgræðingur í heimi Evrópusöngvakeppninnar, því hann útsetti sigurlag íra árið 1992 og endurtók leikinn í fyrra. Um aðdraganda þess að hann er hingað kominn sagðist hann hafa hitt Jakob Magnússon menningar- fulltrúa þegar keppnin var haldin í Málmey í Svíþjóð fyrir tveimur árum og endumýjað kynnin við hann á Irlandi í fyrra. „Við rædd- um þann möguleika að ég útsetti lagið fyrir ísland í ár og það varð úr, eftir að ég hafði heyrt lagið, Ég þekkti lítið til Friðriks og Siggu, sem syngur lagið, en vissi þó hver þau voru, enda voru þau bæði í Malmö fyrir tveimur árum.“ Enginn rígur milli íra og íslendinga Frank var inntur eftir því hvort hann fengi ekki óblíðar móttökur heima á Irlandi, þegar hann út- setti nú lag fyrir aðra þjóð en sína eigin. „Ég held að landar mínir hafi engar áhyggjur af því, enda er enginn rígur á milli þessara þjóða,“ svarar hann. „írska lagið er mjög einfalt í sniðum í ár og krefst ekki mikilla útsetninga, svo þar er ég ekki að snúa baki við löndum mínum. Það hefur hins vegar vakið athygli í fjöimiðlum á írlandi að ég starfa nú með ís- lenska hópnum, en í útvarpsþætti í írska útvarpinu í síðustu viku var mér óskað gæfu og gengis og það fylgdi með að vonandi hreppti ís- lenska lagið 2. sætið! írar ætla sér því að vinna enn á ný,(_gn ég er ákveðinn I því sama fyrir íslands hönd.“ Frank segir að lag Friðriks hafi tekið nokkrum breytingum í út- setningu. „Lagið er núna meira Friðrik Karlsson lagahöfundur, Frank McNamara útsetjari og Sigríð- ur Beinteinsdóttir söngkona luku við hljóðritun á Iaginu Nætur V Stúdíó Sýrlandi um helgina. lifandi en áður, ekki eins og stúdíó- útgáfa. Það er hins vegar töluverð- ur vandi að útsetja lag, sem má ekki vera meira en 3 mínútur, því það setur manni miklar skorður. Ég set mig aftur á móti ekki í neinar sérstakar Eurovision-steil- ingar við útsetninguna, ég hefði alltaf útsett lagið á þennan hátt.“ Samvinna við Siggu Frank er ekkert að skafa utan af hlutunum þegar kemur að áliti hans á íslenska laginu og flytjand- anum, Sigríði Beinteinsdóttur. „Lagið á alla möguleika á sigri og Sigga er frábær söngkona. Eg hika ekki við að fullyrða að fáar söngkonur í heimi eru jafn góðar og ég ætla að gera mitt til að heimurinn fái að kynnast rödd hennar. Við eigum örugglega eftir að starfa meira saman að tónlist og ég hef þegar lagt drög að slíkri samvinnu þégar Siggá kemur til trlands." í' t’í'f: :r Lassie veitir „eiginhandarárit- un“. GOÐHUNDAR * Attunda kynslóð af Lassie Góðkur.ningi yngstu kynslóðar- innai, góðhundurinn Lassie, heiðraði gesti veitingahússins „Planet Hollywood" fyrir skömmu með nærveru sinni. Setti hann, eða öllu heldur hún, spormark sitt í blauta steypu á gólfi veitingahúss- ins, sem er í eigu nokkurra valin- kunnra stórleikara og má nefna Bruce Willis og Sly Stallone. Lassie var þarna komin í tilefni af því að 50 ár eru liðin síðan hún sló í gegn í kvikmyndinni „Lassie come Home“. Allar götur síðan hafa verið sýndir rúmlega 600 þættir um þessa stjörnu í sjón- varpi. Það þarf vart að taka fram að Lassie sem hér um ræðir var ekki á stjái fyrir 50 árum. Núver- andi Lassie er áttunda kynslóðin síðan fyrsti Lassie, sem raunar hét Pal, kom fram í fyrrgreindri kvik- mynd um Lassie. Olivia Newton-John og Matt Lattanzi. Þátttakendur í Fegurðarsamkeppni Reykjavíkur 1994 ásamt framkvæmdastjóra keppninnar Esther Finnbogad. og veitingamönnunum þeim Úlfari Finnbjörnssyni og Agnari Jóhannssyni. FEGURÐ FeRiirðardísum boðið í mat Stúlkumar 14 sem taka þátt Fep-urðarsamkeDDni Revkia Fegurðarsamkeppni Reykja- víkur 1994, hafa verið að undirbúa sig fyrir keppnina. Stúlkunum var boðið til kvöldverðar á veitinga- húsinu Jónatan Livingstone mávi, við Tryggvagötu eitt kvöldið. Þeir Úlfar Finnbjömsson og Agnar Jóhannsson veitingamenn tóku vel á móti hópnum og voru stúlkurnar síðan allar kvaddar með rauðri rós frá Stefánsblómum. Eftir heim- sóknina á Mávinn hélt hópurinn í Casablanca. Þátttakendur í Fegurðarsam- keppni Reykjavíkur koma víðs vegar að af höfuðborgarsvæðinu. Næstu daga mun hópurinn verða við stífar æfingar fram að úrslita- kvöldinu sem haldið verður á Hót- el íslandi annan í páskum. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Úlfar Finnbjörnsson veitingamaður afhendir stúlkunum rauða rós með kveðju frá Stefánsblómum. SLÚÐUR Matt þarf meira rými Astralska söngkonan kunna Olivia Newton-John og eiginmaður hennar Matt Lattanzi era alls ekki í þann mund að skilja eins og ráða hefur mátt af frá- sögnum ýmissa blaða beggja vegna Atlantsála. Þvert á móti segir Olivia, sem gerði garðinn hvað frægastan í kvikmyndinni „Grease“, að nú fyrst viti þau Matti hversu mjög þau elski hvort annað og nú sé loksins hægt að lifa lífínu þar sem hún hefur kné- sett krabbameinið sem hrjáði hana síðustu árin. Varðandi meintan skilnað sagði Olivia, að umtalið hefði leikið dótt- ur þeirra hjóna grátt og það hefði oft komið fyrir að hún hefði kom- ið grátandi heim úr skólanum eft- ir að skólafélagarnir hefðu strítt henni vegna þessa. Dóttirin, sem heitir Chloe, er átta ára gömul. Þá telur Olivia að það kunni að hafa villt um fyrir fréttamönnum, að Matt hefur reist veglegt hús á landareign þeirra hjóna í Nýju Suður Wales í Ástralíu. Blöðin hafa sagt að hann ætli að flytja þangað, en það er rangt. Matt þarf einfaldlega meira pláss. „Þannig er mál með vexti, að ég er meira gefín fyrir kyrrð og ró en Matt sem vill gjaman halda vinum sínum gleðskap. Ég vil síst af öllu fara að þrengja að honum í þeim efnum og því er það góð lausn hjá honum að halda veislurn- ar sínar í nýja húsinu. Þá getur hann skemmt sér eins lengi fram eftir nóttu og hann kærir sig um, en á meðan getum við Chloe sofíð vært.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.