Morgunblaðið - 30.03.1994, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 30.03.1994, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1994 . HASKOLABIO SÍMI 22140 Háskólabíó STÆRSTA BIOIÐ. ALLIR SALIR ERU FYRSTA FLOKKS. * K * X y P 7 OSKARSVERÐLAUs LISTISCHINDLERS BESTA MYND BESTILEIKSTJÓRI BESTA HANDRIT BESTA FRUMSAMDA TÓNLIST BESTA KVIKMYNDATAKA BESTA KLIPPING # |§ m —SUINIfflSUSI Leikstjóri Steven Spielberg Saga þýska iðjuhöldsins Oskars Schindler sem bjargaði 1100 gyðingum úr klóm nasista. Þeir sem komust á lista Schindlers voru hólpnir, hinna beið dauðinn. Aðalhlutverk Liam Neeson, Ben Kingsley og Ralph Fiennes. Bönnuð innan 16 ára. Miðaverð 600 kr. SÝND KL. 5 OG 9 BLAR TROIS COULEURS LEII I GULLNA LJÓNIÐ ) líi'sta inyndin ú kvikniymialiátíAinni í Fcneyjuin. Juliette Kinoeiie besta leikktman K R Fyrsta myndin í trílógíu eftir Krzysztof Kieslowski (Tvöfalt líf Veróniku). Myndirnar draga nöfn sín af litunum í franska fánanum, bláum, hvítum og rauðum - táknum frelsis, jafn- réttis og braeðralags. Bláa myndin skartar Juliette Binoche og var hún valin besta leikko- nan á hátiðinni í Feneyjum og hlaut einnig frönsku César verðlaunin. Hinn stórkostlega tónsmið Zbigniew Preisner þekkjum við úr Veróniku- SÝND KL. 5, 7, 9 OG 11 LÍF MITT Ung hjón (Michael Keaton og Nichole Kidman) eiga von á sínu fyrsta barni þegar þau frétta að Bob er með krabbamein og mun ekki lifa að sjá frumburðinn. Bob byrjar að taka upp á myndband atburði úr lífi sínu svo barnið viti eitthvað um pabba sinn. (gegnum myndavélina sér hann líf sitt í öðru Ijósi. SÝND KL. 6.50, 9 OG 11.15. Sýnd kl. 5, 7 og 9. / NAFN/ FÖÐURINS ★★★★ MBL ★★★★ H.H. PRESSAN / # ' ★ ★★★ Ö.M. TÍMINN ★ ★M J.K. EINTAK IN THE NAME OF THE FATHER Guilford fjórmenningarnir sátu 15 ár sakiaus í fangelsi og breska réttarkerfið þverskallast enn við að veita þeim uppreisn æru. SÝND KL. 5, 9 og 11. Bönnuð innan 14 ára. VANRÆKT F R Á HÖRLJNDLJM GHOST LÍ/MITT KVIMA THOMI'SON 135 MÍN. I’H I E POSTLKTIIWAITK VOR ENDURSÝND VEGNA FJÖLDA ÁSKORANA. Dönsk gamanmynd af bestu sort. Sýnd kl. 5. Newton fjölskyldan er að fara í hundana! Hver man ekki eftir einni vinsælustu fjölskyldumynd seinni ára Beethoven, nú er framhaldið komið og fjölskyldan hefur stækkað. Beethoven er frábær grínmynd sem öll fjölskyldan hefur gaman af. Aðalhlutverk Charles Grodin, Bonnie Hunt. sérfivert andartak í viðbót er eiííft... MICHAEL KEATON NICO MV Ll KIDMAN IMNIKL DAY-LKWÍS Allra þjóða inúítar Kvikmyndir Sæbjöm Valdimarsson Saga bíó: Skuggi úlfsins - Shadow of the Wolf Leikstjóri Jacques Dorfman. Handrit Dorfman, byggt á skáld- sögunni Agaguk. Kvikmynda- tökustjóri Billy Williams. Tónlist Maurice Jarre. Aðalleikendur Lou Diamond Phillips, Toshiru Mifune, Jennifer Tilly, Bernard- Pierre Donnadieau, Donald Sutherland. Frönsk/kanadísk. Vision 1992. Skáldsagan Agaguk varð vinsæl á sfnum tíma og lögðu Kanadamenn og Frakkar talsvert í púkkið við kvikmyndagerðina. Enda Ijóst að hún yrði dýr og vandasörn og krefð- ist virðingar fyrir viðfangsefninu. Sögusviðið eru frostköld og fjarlæg Norðurhéruðin í Kanada, efnið sam- skipti hvítra manna og frumbyggj- anna, inúítanna, breytingarnar á lífsviðhorfum þeirra, þverrandi tenjgslin við fortíðina og trúna. I stuttu máli sagt þá hafa flest góð fyrirheit farið forgörðum og útkoman bágborin, sýningarnar sjálfsagt í þeim tilgangi að vekja athygli á titlinum áður en hann verður gefin út á myndbandi. Það eina sem stendur uppúr er kvik- myndatakan, en umhverfíð vita- skuld draumur hvers einasta töku- manns og Billy Williams ( Gandhi, On Golden Pod, gamalreyndur í hettunni. Lou Diamond Phillips leik- ur aðalpersónuna, Agaguk, son höfðingjans (Toshiro Mifune), sem tekinn er að spillast með árunum og hneigjast að eldvatni hvíta mannsins. Hrekur hann þennan einkason sinn í útlegð er hann rís gegn honum vegna samskipta við þá hvítu sem endar með því að Agaguk drepur einn þeirra. Myndin er lýjandi mistök og í hópi þeirra aulalegustu sem sést hafa lengi. Einhver hentistefna virðist ráða hvað árstíðimar skiptir, ýmist sumar eða vetur og afleitum stúdíótökunum stirðlega fléttað inní staðartökurnar. Frumbyggjamir ryðja úr sér eigin máli, annars ensku, ef sá gállinnn er á þeim. Hinn litríkasti hópur fer með hlut- verk hinna stoltu frumbyggja; Mexíkómenn, indjána, engilsaxa og Japana, auk inúítanna sjálfra. Und- antekningarlaust leikur þessi söfn- uður hrikalega og þeim framleið- anda tæpast sjálfrátt sem stokkar þessum mannskap saman. Mifune er vorkunnarverður, Lou Phillips Diamond slær persónulegt met í afleitum leik, og er þá mikið sagt, en enginn þó verri en Jennifer Tilly sem er blátt áfram óþolandi, einkum er hún opnar munninn og hefur raust sina með ámátlegum kok- hljóðum sem eru móðgun við gjör- vallan norðurhjarann. Inúítar eiga betra skilið. Það er ekki nóg með að hlutverkum þeirra sé misþyrmt af óhæfum leikurum (undanskiljum Mifune, þó hann sé ömurlegur hér), heldur er trú þeirra og menning fótum troðin af illa kunnandi hand- ritshöfundum. Yfir öllu gúmilaðinu dottar svo leikstjórinn Dorfman og vandséð hvert atriða hans er afleit- ast. Það tekur á taugarnar að sjá Phillips berhentan í gaddinum, Tilly gaula fyrir frumburð sinn - ekki er fæðingarsenan betri, þó slær lík- lega hvaladrápið einvígið við úlfinn allt annað út, en af nógu er að taka. Þó blundar einhver undarlegur metnaður einhversstaðar í fjarska.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.