Morgunblaðið - 30.03.1994, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 30.03.1994, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1994 KNATTSPYRNA Sjö leikmenn Arsenalá hættusvæði Tveirfengu að sjá gula spjaidið þegar Arsenal náði jöfnu, 1:1, gegn St. Germain í París LEIKMENN Arsenal gerðu góða ferðtil Parísar, þer sem þeir náðu jafntefli, 1:1, gegn París St. Germain í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Evrópukeppni bikarhafa. Tveir leikmenn Lundúnarliðsins fengu að sjá gula spjaldið, Tony Adams og Paul Merson, þannig að nú eru sjö leikmenn liðsins komnir á hættusvæðið með gul spjöld og eiga yfir höfði sér leikbann, ef þeir fá annað spjaldið. Reuter lan Wright gerði mark Arsenal í 1:1 jafntefli gegn PSG í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Evrópukeppninnar í París í gær. Þetta var 31. mark hans á tímabilinu og í fyrsta sinn sem hann leikur með Arsenal á útivelli í Evrópu- keppni. Hér hefur hann betur í baráttu við franska leikma/ininn Jean Luc Sassus. Wimbledon skellti Blackburn Mm FOLX ■ SÆNSKI landsliðsmaðurinn í handknattleik, Robert Andersson, sem leikur með Bayer Dormagen í Þýskalandi, meiddist illa á hné um helgina — krossbönd slitnuðu. Hann verður frá keppni í hálft ár. Kristján Arason tekur við þjálfun Dormagen næsta keppnistímabil. I FÁTT getur komið í veg fyrir að Kiel verði þýskur meistari í handknattleik í ár. Liðið hefur þriggja stiga forskot, eftir stórsig- ur, 26:19, á Scharnhausen. ■ RON Atklnson var ánægður, þegar Aston Villa sigraði Manc- hester United í úrslitum ensku deildarbikarkeppninnar og tryggði BggH sér þar með UEFA- FráBob sæti, en gleðin var Hennessy ekki eins mikil, þeg- i Englandi ar Doug Ellis, for- maður félagsins, til- kynnti honum að hann fengi ekki meira en 250.000 pund til að kaupa nýja leikmenn. ■ VILLA skuldar tvær millj. punda vegna leikmannaskipta síð- *>' ústu 18 mánuði og félagið áætlar að eyða liðlega 500 millj. kr. í stúku- endurbætur í sumar. „Hann verður að selja menn ef hann ætlar að kaupa,“ sagði Ellis. ■ UM 13 milljónir manna sáu bikarleik Villa og United í beinni sjónvarpsútsendingu hjá ITV sjón- varpsstöðinni. United tekur á móti Liverpool í kvöld og er uppselt, en eftir kvöldið hafa meira en millj- ón manns greitt aðgangseyri til að sjá United í vetur. -NÉ HANS Segers, markvörður Wimbledon, hefur gert nýjan þriggja ára samning við félagið, en hann hefur verið hjá því í fimm ár. ■ ÞÓRÐUR Guðjónsson lék fyrstu 70 mín. með Bochum, þegar félagið tapaði, 2:3, fyrir Mainz um sl. helgi. Bochum komst í 2:0 eftir aðeins tvær mín. ■ UWE Wegmann skoraði bæði mörk Bochum með langskotum. Félagið hefur nú sjö stiga forskot í 2. deildarkeppninni. ■ BERTI Vogts, landsliðsþjálfari Þýskalands, heldur enn þeim möguleika opnum, að Rudi Völler, miðherji Marseille, gefi kost á sér á ný í landsliðið og leiki í HM í — Bandaríkjunum. ■ JÚRGEN Klinsmann, miðheiji Mónakó, er nú tilbúinn að breyta til og leika á Spáni. Barcelona og Real Madrid hafa sýnt áhuga á að fá hann. Ef Klinsmann fer frá Mónakó, hefur félagið áhuga á að fá Brian Laudrup. ■ ARSENAL hefur einnig áhuga á að fá Brian Laudrup til að stjóma miðvallarspilinu hjá sér. Arsenal á eftir heimaleik sinn, tii að tryggja sér rétt til að leika úrslitaleikinn í Kaupmanna- höfn gegn Benfica eða Parma, sem léku í Lissabon í gærkvöldi og lauk viðureigninni með sigri Benfica, 2:1. 48 þús. áhorfendur voru á Parc des Princes-leikvanginum í gær, þar sem Parísarliðið hefur ekki tapað lik síðan í ágúst 1993 — leikið 26 deildarleiki án taps, sex Evrópuleiki og þijá franska bikarleiki. Arsenal komst yfir með marki Ian Wright á 35. mín., en hann skoraði með skaila. Varnarmenn Arsenal sofnuðu síðan á verðinum í upphafi seinni hálfleiks, en þá skoraði Knattspyrnumaður Frakk- lands, hinn 26 ára David Ginola, eftir hornspymu. Arsenal hefur leikið átta leiki í röð án þess að tapa, en félagið tapaði síðast deild- arleik 18. desember. „Til að vinna lið eins og Arse- nal, þarf að leika mjög hratt. En okkur tókst það ekki í þessum leik og því fór sem fór,“ sagði Paul Le Guen, fyrirliði P.S.G. Miðvallar- leikmaðurinn Vincent Guerin sagði að franska liðið ætti enn mögu- leika á að komast áfram. „Ég tel að möguleikar okkar á sigri á Highbury séu 40 prósent og því má búast við að ferð okkar til Englands verði erfið,“ sagði hann. Alls voru þrír Evrópuleikir leiknir í gærkvöldi og komu sam- tals 200 þús. áhorfendur á þá, sem er svipaður áhorfendafjöldi og á öllumleikjum 1. deildarkeppninnar á íslandi sl. þijú ár. Blackburn náði ekki að skjótast upp að hlið Manchester United í gærkvöldi, þegar leikmenn liðsins sóttu hina baráttuglöðu leikmenn Wimbledon heim. Leikmenn Wimbledon gerðu út um leikinn undir lokin, þegar þeir skoruðu þijú mörk og tryggðu sér sigur, 4:1. Þar með minnkuðu möguleikar Black- burn á að næla sér í Englandsmeist- aratitilinn, en leikmenn liðsins geta þó huggað sig við að Manchester United á eftir að heimsækja Wimbledon, en heimavöllur Lund- únarliðsins hefur oft verið hálfgerð- ur kirkjugarður fyrir „stóru" félög- in. Þetta var aðeins annar ósigur Blackburn í síðustu átján leikjum liðsins. Jason Wilcox skoraði fyrir liðið eftir 15. min., en John Fashanu jafnaði, 1:1, fimm mín. eftir leikhlé. Norðmaðurinn Henning Berg hjá Blackburn skoraði sjálfsmark á 75. mín. og við það hrundi leikur liðsins og Wimbledon bætti tveimur mörk- um við. Þetta var í fyrsta skipti sem Blackburn fær á sig fjögur mörk í vetur og ósigurinn var sá stærðsti sl. þijú keppnistímabil. Andy Cole skoraði fyrir Newc- astle, 3:0, gegn Norwich og var hann fyrsti leikmaður félagsins til að skora 30 deildarmörk í sjö ár. Nýju leikmennimir hjá Manc- hester City, Paul Walsh og Þjóðveij- inn Uwe Rosler skoruðu báðir sín fyrstu mörk fyrir félagið, sem náði jöfnu, 2:2, í Ipswich. GrahamTaylor þjátfar Úlfana Graham Taylor, fyrrum landsliðsþjálfari Englands í knattspyrnu, tók við stjórninni hjá Wolverhampton Wanderes í gær, en hann gerði þriggja ára samning við félagið. Úlfarnir buðu Taylor velkominn í gærkvöldi, með því að leggja Bolton að velli, 3:1, á útivelli. Graham Turner hætti hjá Wolves fyrir hálfum mánuði eftir að hafa verið við stjómvölinn í sjö og hálft ár, en undir hans stjóm fór liðið úr fjórðu í 1. deild, þar sem það er nú. Taylor var stjóri hjá Lincoln, kom Watford úr fjórðu í 1. deild og Aston Villa úr annarri deild í annað sæti í 1. deild 1990 áður en hann tók við landsliðinu eftir HM 1990. Hann sagði landsliðs- þjálfarastarfínu lausu í nóvem- ber s.l. þegar fyrir lá að England yrði ekki í úrslitakeppni HM í Bandaríkjunum. „Takmarkið hjá mér er að koma félaginu í úrvals- deildina og gera liðið aftur að einu af þeim bestu í heiminum. Það komu fá lið til greina hjá mér, en þetta er eitt þeirra," sagði Taylor. SKIÐAMOTISLANDS Allir þeir bestu með Skíðamót íslands, það 56. í röð- inni, verður sett í Siglufjarðar- kirkju kl. 20.30 í kvöld. 70 keppend- ur er skráðir til leiks og eru allir bestu skíðamenn Islands þar á með- al. Keppni hefst síðan á morgun kl. 10 og verður þá keppt í stórsvigi karla. Mótinu lýkur á páskadag. Mótsstjóri landsmótsins er Rögnvald- ur Þórðarson. Hann sagði að undir- búningur mótsins hafi byijað í febr- úar með kosningu mótsstjórnar. Keppendur verða 50 í alpagreinum og 20 í normæum greinum og koma þeir frá Reykjavík, Akureyri, Isafirði, Ólafsfirði, Dalvík, Austfjörðum auk siglfirsku keppendanna. Ólympíufararnir fimm, Kristinn Björnsson, Haukur Amórsson, Ásta Halldórsdóttir, Daníel Jakobsson og Rögnvaldur Ingþórsson verða meðal keppenda. Auk þess þeir Vilhelm Þorsteinsson, Amór Gunnarsson og Sigurgeir Svavarsson sem börðust um ólympíusæti fyrri í vetur og vilja þeir ömgglega sýna-hvað í þeim býr. Skíðamót íslands er í augum Sigl- firðinga meira en keppnin ein því ætíð myndast viss stemmning í kring- um mótið um páskahátíðarnar. Dag-skrá mótsins: Miðvikudagur 30. mars: Mótið sett í Siglufjarðarkirkju kl. 20.30. Fimmtudagur 31. mars: Stórsvig karla, fyrri ferð, kl. 10.00 Svig kvenna, fyrri ferð, kl. 11.00 15 km ganga karla kl. 13.00 10 km ganga pilta kl. 13.00 5 km ganga kvenna kl. 13.00 Stórsvig karla, síðari ferð, kl. 13.00 Svig kvenna, síðari ferð, kl. 14.00 Föstudagur 1. apríl: 3 X 10 km boðganga karla kl. 13.00 Laugardagur 2. apríl: Stökk kl. 10.00 Stórsvig kvenna, fyrri ferð, kl. 10.00 Svig karla, fyrri ferð, kl. 10.45 Stórsvig kvenna, síðari ferð, kl. 13.00 Svig karla, síðari ferð, kl. 13.45 Ganga í norrænni tvíkeppni kl. 15.00 Sunnudagur 3. apríl: Samhliðasvig karla og kvenna kl. 10.00 30 km ganga karla kl. 13.00 15 km ganga pilta kl. 13.00 7,5 km ganga kvenna kl. 13.00 Morgunblaðið/Árni Sæberg Sex ungir róðramenn, sem hafa æft reglulega í vetur — einu sinni á dag, eru farnir til Posgrun í Noregi, þar sem þeir verða í æfingabúðum um páskana með norskum unglingum. Hér er um að ræða fimm 17 ára nemendur úr Kvennaskólanum og einn úr MR. Þjálfari ræðaranna er Italinn Leone Tingnelli, fyrrum landsliðsmaður Italíu, en fararstjóri er Jón Magnús Jónsson. Það eru ár og dagar síðan róður hefur verið æfður reglulega hér á landi, eða síðast 1950. Á myndinni fyrir ofan er Tingnelli að ýta úr. vörn frá Nauthólsvík á leið út á Fossvoginn til æfinga. Ræðarar bótsins eru Jón Einar Sverrisson, stýrimaður, Ármann K. Jónsson, Geir Steinþórsson, Guðmundur Gísli Ingólfsson og Róbert Örn Arnarsson. Friðrik Örn Guðmundsson var í landi, enda tekur báturinn ekki nema fimm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.