Morgunblaðið - 30.03.1994, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1994
47
Hertur steinbítur og ástarpungar
Frá Benedikt Lafleur:
ÞVÍ FER fjarri að hér sé verið að
lýsa kræsilegri mataruppskrift. Um
er að ræða sjálfan inngang Kvenna-
klúbbsins að svonefndum „heitum
kvöldum" á Hótel íslandi, sem mikið
hafa verið í sviðsljósinu að undan-
förnu.
Eins og flestir lansmenn hafa tek-
ið eftir, hafa þessi „heitu kvöld“
verið kynnt, að hluta, með auglýs-
ingu af manni nokkrum sem er við
það að girða niður um sig buxurnar
undir nafninu: American male. Það
sem vakti hins vegar fyrst hjá mér
athygli á umræddu fyrirbæri, var
grein sem birtist í DV helgina
19.-20. mars sl., þar sem því er
lýst þegar karlmenn koma fram,
dansandi og eggjandi og tína af sér
spjarirnar uns þeir standa með ein-
hvers konar pungskýlur einar klæða,
ganga um og dilla sér, meðal annars
upp á borðum við mikla hrifningu
viðstaddra kvenna. Myndir af uppá-
komunni eru látnar fylgja greininni
og er ekki annað að sjá en að sum-
ir gestanna hálf slefi yfir ósköpun-
um, eins og þeir hafi aldrei séð hálf-
nakinn karlmann áður, hvað þá nak-
inn! Þá er látið í veðri vaka, að það
falli vel í kramið hjá viðkomandi
sýnendum eða „folum“, eins og þeir
hafa verið nefndir, að læða pen-
ingableðlum inn undir pungskýlu
þeirra.
Ekki get ég skilið skemmtan af
þessu tagi, né þá hrifningu sem hún
vekur hjá viðstöddum konum. Það
er helst að ég gruni þær um ein-
hvers konar kynferðislega bælingu
eða jafnvel kynsvelti, sem þær hafa
þá orðið fyrir annars staðar, en þó
vil ég ekkert um það fjölyrða að svo
komnu máli.
Og ekki minnist ég þess, að hafa
orðið áður vitni að þeim kroppasýn-
ingum, sem hér um ræðir, hérlendis
(fyrir utan einhvers konar leðjuslagi
eða þá fegurðarsamkeppnir, sem eru
af öðru sauðahúsi og venjulega hald-
in fyrir bæði kynin, nema þá helst
einkapartý í heimahúsum sem undir-
ritaður hefur aðeins heyrt um en
ekki séð með berum augum). Væri
gaman að sjá hvemig kvenþjóðin
brygðist við ef íslenskir karlmenn
tækju upp á því fyrir opnum tjöldum,
að halda sams konar kroppasýningar
með hálfberum konum, dansandi
upp á borðum, til að taka við pening-
um sem smeygt væri bak við falda
líkamshluta hér og þar um kropp
þeirra eins og um hreina og klára
viðskiptavöru væri að ræða. Eg ef-
Frá Gísla Helgasyni:
Kæri Hemmi minn. Þakka þér
fyrir síðast, það var þegar þú gekkst
niður Laugaveginn í Reykjavík með
dökk gleraugu og tókst þátt í degi
hvíta stafsins. Menn voru nokkuð
sammála um að það hefði alls ekki
farið þér illa að vera blindur maður
örlitla stund, þú hafðir gert það með
sóma eins og flest annað.
Annars er tilefni þessa bréfs þátt-
urinn þinn, sem fluttur var miðviku-
daginn 9. mars eða daginn áður en
ég fór til Lúx, þar var margt ágætra
atriða, Sigrún Huld Hrafnsdóttir
kom þar og reyndar hefðuð þið
mátt vera eðlilegri í framkomu við
hana en ekki tala hálfpartinn niður
til hennar. Svo kom að því að þú
fórst að tala um að í þáttunum
væri stundum gefin innsýn í
skemmtanalíf borgarinnar og þá
fékk ég sting í magann, hugsaði
hvort þú ætlaðir virkilega að koma
Sumargleðinni að, þar sem þú ert
ast, satt best að segja, um að þeir
fengju að koma heim til sín aftur.
Persónulega fmnst mér þessar
kroppasýningar asnalegar og fyrir
neðan mannlega virðingu og reisn
einstaklingsins yfir höfuð, hvort sem
um er að ræða konur eða karia.
Hitt er, að mínum dómi, deginum
ljósara, að á meðan uppákomur sem
þessar halda áfram að dafna og
blómstra í okkar litla þjóðfélagi, þá
er tómt mál að tala um raunveru-
legt, lifandi jafnrétti á íslandi.
BENEDIKT LAFLEUR,
Hverfisgötu 49,
Reykjavík.
meðal þátttakenda. Reyndar varð sú
raunin á og þar voru flutt mörg góð
atriði, en þú komst í lokin og raulað-
ir lagið hans Gylfa Ægissonar Fall-
era, ef ég man rétt.
Eg varð að játa að ég varð hálf-
partinn miður mín af því að mér lík-
ar vel við þig og hélt að þú myndir
ekki falla í þá gryfju að láta hafa
þig út í að misnota aðstöðu þína.
Því ætla ég að minna þig á eftirfar-
andi atvik:
Fyrir nokkrum mánuðum höfðu
samband við þig tveir listamenn sem
nýverið höfðu gefíð út geislaplötu.
Þú barst ýmsu við svo að þau kom-
ust ekki inn í þáttinn þinn. Mér sagð-
irðu að þér þættu þau, aðallega
hann, ekki nógu frambærileg, sér-
staklega hvað söng varðar. Nú þeg-
ar þú sem raulari kemur sjálfum þér
á framfæri í þínum eigin þætti, er
þá fýrri röksemd ekki fallin um sjálfa
sig? Ert þú nú fallinn í þá gryfju
að misnota aðstöðu þína til að hygla
samstarfsmönnum þínum í Sumar-
gleðinni, þannig að þið fáið eitthvað
meira að gera, af því að vitað mál
er að þátturinn þinn er sá langvin-
sælasti fyrr og síðar í sjónvarpi allra
landamanna? Þegar ég gaf út geisla-
diskinn minn fyrir um tveimur árum,
fékk ég fyrir einstaka náð að kom-
ast að með eitt lag í þættinum þín-
um. Ég vil þakka þér fyrir það.
Vonandi tekurðu gæðamat þitt til
endurskoðunar og dæmir ekki fólk
einungis út frá þínu sjónarhorni,
heldur verður víðsýnni, þá mun þér
vel farnast að ég held.
GÍSLI HELGASON,
blokkflautuleikari.
LEIÐRÉTTIN G AR
Tvö hundru ð
þúsund
í grein Ivetu Geidane, Hversu stór
er Evrópa?, sem birt var hér í blaðinu
þriðjudaginn 22. marz sl. (bls. 37),
er prentvilla, sem leiðrétta þarf. Setn-
ingin sem um ræðir átti að hljóða svo:
„Þessi de facto viðurkenning
merkti í raun 50 ára tímabil þar sem
gildismati, siðum og háttum Rússa
var þröngvað með valdi upp á íbúa
Eystrasaltsríkjanna. Meira en
135.000 Lettar voru pyntaðir til
dauða í Síberíu og um tvö hundruð
þúsund manns flúðu í vestur ...“
Jarry og mæðg-
urnar
Nafn Signýjar Pálsdóttur misritað-
ist í menningarblaði Morgunblaðsins
síðastliðinn laugardag. Hún var rang-
nefnd Sigrún í grein um uppfærslu
Leikfélags MH, „Blóð og drullu", sem
byggð er á Bubba kóngi eftir Alfred
Jarry. Beðist er velvirðingar á mistök-
unum. Signýjar, sem lék Bubbu í
uppfærslu Herranætur MR á Bubba
kóngi veturinn 1968-9, var sérstak-
lega getið þar sem dóttir hennar,
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, leikur
nú eitt aðalhlutverkanna í Blóði og
drullu.
Björk en ekki Björg
Nafn höfundar_ minningargreinar
um Magnús Þór Ólafsson (26. mars
sl.) misritaðist. Undir greininni átti
að standa Björk Sig. en ekki Björg
Sig. Beðist er velvirðingar á þessu.
VELVAKANDI
ÓÁNÆGJA MEÐ
FRAMKOMU
SJÓNVARPS-
MANNA
ÓÁNÆGÐUR Tónabæjargestur
hringdi og sagðist langa að lýsa
óánægju sinni með framkomu
Sjónvarpsmanna.
Sjónvarpsmenn á úrslita-
kvöldi Músíktilrauna síðastliðið
föstudagskvöld komu fram með
frekju og sást alltaf minna og
minna af hljómsveitunum fyrir
óæðri endum sjónvarpsmynda-
tökumanna, sem var ekki
skemmtileg sjón. Ég efast stór-
lega um að þetta sé það sem
fólk borgaði fyrir að sjá. Ég
heyrði í mörgum sem voru
óánægðir með útsýnið, þar á
meðal ljósmyndurum, sem urðu
mjög glaðir þegar meðlimur
einnar hljómsveitar sparkaði
ágengari myndatökumanninum
af sviðinu.
Ég sting upp á því að Sjón-
varpið endurgreiði innborgend-
um aðgangseyrinn, því fólk
borgar ekki 500 kr. fyrir sýn-
ingu á ósjálegum afturendum.
HVERHEFUR
UMBOÐ?
Hver hefur umboð fyrir „Int-
imuz“-tætara frá fyrirtækinu
Simplex í Þýskalandi (áður V-
Þýskalandi).
Leifur Sveinsson
Tjarnargötu 36,
sími 13224.
MEÐKÖTTÁ
HÚDDINU Á
FLEYGIFERÐ
KRISTRÚN hringdi í Velvak-
anda af þeirri ástæðu að sl.
föstudag var hún að horfa út
um gluggann á heimili sínu við
Spítalastíg, er vínrauð Lada
Samara kom keyrandi framhjá
á fleygiferð, sem er ekki í frá-
sögur færandi nema af því að
ofan á húddinu var kattargrey,
hvæsandi og stjarfur af hræðslu.
„Þetta var greinilega gert í ein-
hveiju gríni því allir í bílnum
voru skellihlæjandi. Vægast
sagt undarleg skemmtun hjá
fullorðnu fólki,“ sagði Kristrún.
TAPAÐ/FUNDIÐ
Skíðahúfa tapaðist
MARGLIT (blá, hvít, grá, lilla-
blá og ferskjulit) Steffner-skíða-
húfa með eyrnaleppum og dúsk-
um á endanum glataðist í skíða-
ferð er skíðaklúbbur félagsmið-
stöðvarinnar Garðalundar í
Garðaskóla fór í dagana
27.2-2.3. Gisti hópurinn í Fram-
skálanum í Bláfjöllum. Skilvís
finnandi er beðinn að hafa sam-
band í síma 656748 eða skila
henni í Garðaskóla.
Leðurjakki og símboði
tapaðist
SVARTUR leðuijakki með sím-
boða í tapaðist í nóvember sl. á
balli BÍSN í Ingólfskaffi. Sím-
boðinn nýtist aðeins eigandan-
um, þannig að ef einhver veit
hvar hann er niðurkominn þá
vinsamlega hafið samband við
lögregluna eða hringið í síma
629236.
GÆLUDÝR
Fimm kettlingar gefins
FALLEGIR sex vikna gamlir
kettlingar fást gefins á góð
heimili. Kassavanir. Uppl. í síma
626818.
Opið bréf til Hermanns Gunn-
arssonar skenimtifjölmiðlungs
Jöklarannsóknafélag íslandsog Ferðaklúbb-
urinn 4x4 vilja benda ferðamönnum á að
hefðbundnar leiðir upp Tungnaárjökul í átt
að Grímsvötnum eru stórvarasamar
vegna nýrra sprungna.
Nánari upplýsingar eru gefnar
í síma 684444.
SIÉI1ARFÉIAG
VERKFRÆÐINGA
Aðalfundur
Aðalfundur Stéttarfélags verkfræðinga verður
haldinn í Verkfræðingahúsinu, Engjateigi 9,
miðvikudaginn 6. apríl kl. 20.00.
Fundarefni:
1. Skýrsla'Stjórnar.
2. Reikningsskil.
3. Tillögur félagsstjórnar - lagabreytingar.
4. Skýrslur og tillögur nefnda.
5. Kjör félagsstjórnar, formanns og
varaformanns.
6. Kjör endurskoðenda.
7. Önnur mál.
Stjórn SV.