Morgunblaðið - 30.03.1994, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.03.1994, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1994 Minning Matthildur Krístjáns- dóttir Petersen Fædd 27. júní 1902 Dáin 21. mars 1994 Látin er í hárri elli í Reykjavík Matthildur Kristjánsdóttir Petersen, ekkja Ludvigs Petersens matreiðslu- meistara og kaupmanns. Útför hennar verður gerð í dag frá Nes- kirkju. Matthildur var móðursystir mín, félagi okkar hjóna og vinur og hin mesta hjálparhella, eins og hún var svo mörgum öðrum. Matthildur og maður hennar, sem nú er löngu lát- inn, voru stoð okkar og stytta á fyrstu hjúskaparárum okkar í Reykjavík. Fyrir það stöndum við í ómældri þakkarskuld við þau bæði og raunar einnig við þessa öðlings- konu fyrir margt annað. Matta frænka, eins og hún var jafnan nefnd af ættingjum sínum, hét fullu nafni Matthildur Guðrún. Hún fæddist á Litlalóni undir Jökli 27. júní 1902 og var því komin hátt á 92. aldursár er hún lést. Litlalón er nú löngu komið í eyði, en þar bjuggu afí minn og amma um hríð, hjónin Kristján Jónsson, síðar sjó- maður á Hellissandi, og Sigurveig Björnsdóttir frá Gerðubergi í Eyja- hreppi, síðast saumakona í Reykja- vík. Þau Kristján og Sigurveig eign- uðust fímm börn, og er nú aðeins hið yngsta þeirra á lífi, Anton Krist- jánsson, skjalaþýðandi í Reykjavík. Önnur systkin Matthildar voru: Elsa (móðir mín), hjúkrunarkona og hús- freyja, síðast í Reykjavík; Aðalheiður Bruun, húsfreyja í Reykjavík og Kópavogi, og Oskar, bifvélavirki í fifteykjavík. Þegar Kristján, afí minn, féll frá 1919, var Matta unglingur innan við tvítugt, en fáum árum síðar var hún farin að vinna fyrir sér í Reykjavík. Hún vann um skeið á Hótel Islandi, en varð svo símastúlka á miðstöð bæjarsímans 1925, var skipuð í starfíð eftir hæfnispróf og hélt því til 1932 er sjálfvirka stöðin var tek- in í notkun. Matta giftist 1928 dönskum heið- ursmanni sem þá var yfirmatreiðslu- maður á Hótel Islandi. Flestir þekktu hann undir nafninu Ludvig Petersen, en hann hafði mörg skímarnöfn og henti sjálfur gaman að. Eitt þeirra var Idon, og því nafni var hann jafn- an nefndur meðal nánustu vina og venslafólks. Matta og Idon bjuggu lengstum á Víðimel 45 í Reykjavík og reistu það hús. Idon var mikils virtur í sinni grein, sá oft um matreiðslu í opinber- um veislum og var prófdómari í Matreiðsluskóla Islands. Þau njónin ráku um nokkurra ára skeið smur- brauðsstofu í Reykjavík, en 1948 stofnsetti Idon Hofsvallabúðina, kjötverslun við Hofsvallagötu, sem hann rak ásamt dönskum félaga sín- um. Foreldrar mínir voru búsettir úti á landi þar sem faðir minn var hér- aðslæknir en alltaf var skipst á heim- sóknum. Mikið tilhlökkunarefni var það jafnan ef von var á Möttu frænku og Idon í sumarleyfísdvöl í Búðardal og síðar til Dalvíkur og Akureyrar. Mér telpukorninu fannst fylgja þeim andblær menningarinnar frá heimsborginni Reykjavík. Síðar þegar ég hleypti heimdraganum og fór til náms til Reykjavíkur átti ég alltaf víst skjól og hvers konar stuðn- ing á Víðimelnum. Þegar við hjónin lentum í húsnæðishraki skömmu eft- ir að við settum saman bú fengum við inni á neðri hæðinnni hjá þeim, og þá sinnti Matta frænka oft elsta syni okkar, og þau hjón bæði, af þeirri alúð og tillitssemi sem þeim báðum var einkar lagin. Um 1960 varð Idon að hætta rekstri Hofsvallabúðarinnar vegna heilsubrests og tók þá að sér umsjón- arstörf í Neskirkju. Hann lést 26. nóvember 1960. Þau hjónin voru meðal stofnenda Neskirkjusafnaðar, og unnu bæði að kirkjubyggingunni og málefnum safnaðarins af einlægum áhuga og skiluðu þar miklu starfí. Matta var til dæmis árum saman ritari í stjórn Kvenfélags Nessóknar. Þeim Möttu og Idon varð ekki barna auðið en að þeim hændust bæði börn og fullorðnir. Er langa sögu að segja af öllum þeim sem Matthildur Petersen studdi í lífsbar- áttunni, einnig, og ekki síður, þegar hún var orðin ekkja. Sú saga verður ekki rakin hér, en hún er að mörgu leyti bæði rauna- og hetjusaga. Eftir lát Idons bjó Matta áfram á Víðimel 45, fyrstu árin ásamt móður sinni aldraðri sem hafði þar einnig litla íbúð fyrir sig. Sigurveig andað- ist 1967. Til þess að sjá sér farborða hóf Matta aftur störf hjá símanum 1963, fyrst í viðlögum við upplýsingar í 03, en gegndi síðan fullu starfí þar frá 1967 til ársloka 1972 er hún lét af störfum fyrir aldurs sakir. At- hygli vakti að henni veittist furðu- létt að taka aftur upp fyrri störf þótt tímarnir væru breyttir. Matta frænka bjó lengst af við góða heilsu uns hún varð fyrir því áfalli fyrir nokkrum árum að missa annan fótinn. Þá raun stóð hún af sér af miklum hetjuskap og náði þeim bata að geta áfram búið í íbúð sinni en þaðan gat hún helst ekki hugsað sér að fara. Þetta reyndist henni unnt vegna þeirrar hjálpar og aðhlynningar sem vinkona hennar og aðstoðarkona, Sigríður Kristjáns- dóttir, veitti henni, og skulu henni hér færðar bestu þakkir fyrir alla þá umönnun og umhyggjusemi sem hún sýndi móðursystur minni. Lengi verður mér minnisstætt það spjall sem við áttum síðast saman og bar þess engin merki að ég ætti þar orðastað við konu sem komin var á tíræðisaldur. Andlegt fjör hennar var óbugað, minnið var gott, hún hélt góðri sjón og las töluvert, fylgdist vel með öllu sem gerðist í þjóðmálum og stjórnmálum og hafði brennandi áhuga á trúmálum og heimspekilegum efnum. Maðurinn minn, sem hafði sér- stakt dálæti á Möttu frænku, hefur lýst henni svo: „Matthildur Petersen var þannig gerð að hún brást alltaf á jákvæðan hátt við öllu mótlæti. Þess vegna má vera að mörgum hafí sést yfír það hversu erfíða glímu hún varð oft að heyja ein og óstudd. En hún tamdi sig til þess vísvitandi, lagði sig fram um að þroska sjálfa sig. Það var hennar lífsstefna. Fyrir vik- ið var eins og Matta væri ávallt veitandi í samskiptum við aðra. Þótt hún yrði aldrei auðug að fé, var hún ávallt rík í einhveijum góðum skiln- ingi. Hún fór aldrei fram með kröfur á hendur öðrum; þær gerði hún til sjálfrar sín. Hún var aldrei ágeng eða ónotaleg, en þó hreinlynd og hreinskiptin og tilgerðarlaus með öllu. Hún var gáfuð kona í bestu merkingu, gamansöm og skemmti- leg og leiftraði af henni fram á hinsta dag.“ Þegar við hjónin komum til henn- ar bæði saman í síðasta sinn, var hún á sjúkrastofu í Hátúni að búa sig undir læknisaðgerð sem hún vissi að ekki var áhættulaus. Hún var hress í bragði að vanda og hafði verið að stytta sér stundir við að hripa eitthvað á blað. Það reyndist vera þessi vísa sem hún var að enda við að setja saman: Aldrei kvíði eykur þrek, engan vanda tefur. Vonin blíða bömin sek bjðrtum örmum vefur. íjarskalega var þetta líkt henni. Hún var hagmælt eins og móðir hennar og fleiri konur úr þeirri ætt, en kunnust þeirra var Ólöf Sigurðar- dóttir skáldkona frá Hlöðum. Að skilnaði hlýt ég að þakka frænku minni allt það góða sem ég og mínir hafa notið frá hennar hendi fyrr og síðar og bið Guð að blessa minningu hennar. Guðrún Stefánsdóttir. Ijdidnkkjur (ilæsileg kaíii- lilaölx)rö íiillegir síilir og m)ög góö þjónusta. Upplýsingar ísíma22322 FLUCLEIDIR HéTeuomeiiiK Móðursystir mín, Matthildur Pet- ersen, andaðist um vorjafndægur, þegar dagur og nótt eru jafnlöng, en myrkrið heldur áfram að hörfa fyrir ljósinu. Hún hafði gengist und- ir aðgerð, sem við héldum að væri áhættulítil en bárum þó kvíðboga fyrir. Henni leið vel fyrstu tvo dag- ana en dó skyndilega á þriðja degi. Matta frænka var á 92. aldursári og því mátti búast við hveiju sem var, en ættingjar og vinir eru oftast óviðbúnir. Matta frænka mín var búin að vera ekkja í rúm 33 ár, en maður hennar var Ludvig Idon Pet- ersen matreiðslumeistari, sem lést haustið 1960. Ef draga ætti fram sérkenni Matt- hildar þá nefni ég fyrst andlegan styrk hennar, sem var einstakur. Hún hafði ákveðnar skoðanir á flest- um málum. Má þar nefna stjórnmál og trúmál. Hún fylgdist alla tíð vel með fréttum og öllu því sem gerðist í kringum hana. Hún var víðsýn og réttlát og hollráð sínum vinum og ættingjum, enda leituðu þeir mikið til hennar ef eitthvað bjátaði á. Eina skiptið sem ég sá þessa sterku frænku mína bogna, var fyr- ir sex árum þegar læknar úrskurð- uðu að taka þyrfti af henni fótinn. Þá kom tímabundinn vafí um lífsvilj- ann. En aðgerðin tókst vel og Matta náði furðufljótt sinni andlegu reisn sem alltaf einkenndi hana. Þegar leitað er í sjóð minninganna koma fram myndir frá Búðardal þegar Matta og Idon komu í heim- sókn, en faðir minn var þar héraðs- læknir og móðir mín, systir Möttu, hjúkrunarkona og ég stelpugopi. Ég minnist einnig heimsókna til Dalvík- ur og Akureyrar, en þá var alltaf hátíð í bæ og smá-ferðalög þegar Matta og Idon komu í heimsókn. Þegar ég kom suður til náms í Háskólanum borðaði ég hjá Möttu, og þegar ég gifti mig ári síðar flutt- um við Karl Ómar í kjallarann hjá Möttu og Idon. Þegar elsti sonurinn, Stefán, fæddist gætti frænka hans oft, og þeim þótti báðum einkar vænt um hann. Varla leið sá sunnu- dagur að okkur væri ekki boðið að veisluborði sem kokkurinn hafði töfrað fram. Tuttugu árum eftir að við yfirgáfum Víðimelinn og fórum til Kaupmannahafnar, kvæntist Stefán, sonur okkar, og flutti í kjall- arann hjá Möttu, og sama gerði dóttirin þegar hún fór að heiman nokkrum árum síðar. Það má því segja að Matta hafí verið mér sem önnur móðir, og ég fæ seint þakkað umhyggju hennar og hjálpsemi við íjölskyldu mína. Eins og áður segir var Matthildur trúuð kona og var viss um að hitta Idon sinn þegar þessu jarðlífi lyki. Hún hefur nú haldið af stað eftir nýjum vegum móti hækkandi sól þar sem hún mun finna hið eilífa ljós. Að Ieiðarlokum þökkum við Karl Ómar móðursystur minni fyrir ást- úðlega samfylgd, hjálpsemi og öll hollráðin sem hún hefur veitt okkur og fjölskyldu okkar. Blessuð sé minning Matthildar Petersen. Ólöf Stefánsdóttir. Elsku Matta. Það er hálfskrítið að þú sért ekki lengur á Víðimelnum og að við eig- um aldrei aftur eftir að sitja saman í eldhúsinu og ræða þessa grátbros- legu tilveru okkar. Svei mér þá, mér fínnst einsog það sé varla neitt það atvik eða aðstæður sem þú hefur ekki getað séð eitthvað jákvætt við eða broslegt. Meira að segja þegar ég heimsótti þig á spítalann tveimur dögum áður en þú kvaddir og þú varst nýkomin úr aðgerðinni, þá hlóstu við og sagðir að þetta hefði verið hálfgerð naflaskoðun og lækn- irinn hefði sagt að þú hefðir þennan líka ágætis nafla. Eg var að hugsa um það þar sem þú sast þarna í rúminu að ég hefði aldrei litið á þig sem gamla konu en samt varstu orðin sjötug þegar ég fæddist. Þegar ég var lítil þá hoppaðirðu á einum fæti fyrir mig í stofunni og varst alltaf tilbúin að hverfa inn í ævintýraheiminn með okkur krökk- unum. Þú hefur einhvernveginn allt- af skilið það sem hefur verið að bijót- ast um í kollinum á manni, sama hvort það var fimm ára stelpa sem sat á kollinum hjá þér eða tvítug stelpa. Eg þakka þér fyrir, Matta, að hafa átt þig sem vin, mér finnst ég hafa lært svo margt af þér um mann- lífið og hversu miklu máli það skipt- ir að vera heiðarlegur gagnvart sjálf- um sér og öðrum. Stundum hef ég hugsað að allir ættu að kynnast henni Möttu minni, þá yrði kannski minni barlómur og fólk gæti lært að sjá það broslega við sjálft sig. Núna ertu farin en í huga mér eru allar þær stundir sem við höfum átt saman sem skilja eftir sig trú á lífið og tilveruna. Þín vinkona, Asta. Þegar við fluttum nýgift í litlu kjallaraíbúðina á Víðimel hófust tveggja áratuga kynni mín af Möttu frænku, eins og við kölluðum hana. Matta var ósérhlífnasta mannvera, sem ég hef kynnst. Þegar hún seldi okkur litlu kjallaraíbúðina til þess að hjálpa ættingjum, tók hún leigj- andann inn til sín og flutti sjálf inn í stofu. Það var notalegt að búa í kjallar- anum og vita af Möttu á efstu hæð. Ég átti ekki því láni að fagna að kynnast dönskum eiginmanni Möttu, því hún var löngu orðin ekkja, þegar hér var komið sögu. Þeim hafði ekki orðið barna auðið, en betri uppa- landa og sálfræðing en Möttu hef ég varla kynnst. Snemma byijaði sonur okkar að skríða upp til Möttu. í kjallaranum horfði stolt, óreynd móðir á soninn tæma allar eld- hússkúffurnar. Þegar upp til Möttu kom voru uppeldisreglur í algleym- ingi. „Nei, ekki þessa!“, var sagt ákveðinni röddu, þar til reynt var við þá neðstu. „Ja-há!“ var þá sagt, „þessa máttu opna!“, en það var sleifaskúffan. Börn lærðu ung að bera virðingu fyrir Möttu. Aldrei varð maður var við annað en að líf- ið væri eins og dans og rósum fyrir Möttu. Hún var sjálfri sér nóg, las mikið og hlustaði á útvarp. Stundum sat hún og skrifaði hugleiðingar, smásögur og málaði. Þetta sjálf- stæði hjálpaði Möttu mikið í allri einverunni, ekki síst eftir að hún missti vinkonurnar á Víðimel á elli- heimili og hún gat lítið ferðast eftir að hafa misst annan fótinn. Minningarnar hrannast upp og ógjörningur að minnast alls, sem annars virðist svo mikilvægt. Ekki verður þó hjá því komist að minnast Lundúnaferðar Möttu. Þegar við lentum í vandræðum gerði hún sér lítið fyrir eins og svo oft áður og skellti sér í fyrstu utanlandsferðina, þá 78 ára gömul. Oft varð mér hugs- að til þess að aldrei auðnaðist henni að heimsækja tengdafólk sitt í Dan- mörku, þrátt fyrir að hafa haldið uppi við það bréfaskriftum á dönsku. Matta dvaldi hjá okkur í 6 mánuði í London og passaði drengina okkar. Hún gerði ýmislegt, sem aldrei var farið fram á. Hún kom eins og sólar- geisli inn á heimilið okkar, sat tímun- um saman og spilaði á spil við þriggja ára soninn. Hann lærði meira á þessum tíma en margur lærir heilt ár í barnaskóla. Af spilunum lærði hann formin, litina, tölustafina og fleira. Það var notalegt að koma þreyttur heim og finna ilminn úr eldhúsinu. Oftast var um stórveislu að ræða, sem ekki kostaði mikið. Allt var nýtt, engu hent. Aldamóta- kynslóðin! Matta virtist þrátt fyrir allt sem á hana var lagt hafa gaman af þess- um tíma í London. Þegar hún var spurð um þessa fyrstu utanlands- + Móðir okkar, tengdamóðir, fósturmóðir og amma, ÚRSÚLA ÞORKELSDÓTTIR frá Laxárnesi, lést mánudaginn 28. mars sl. Jarðarförin fer fram frá Lágafellskirkju laugardaginn 2. apríl kl. 13.30. Ólafur Ingvarsson, Artha Eymundsdóttir, Auður H. Ingvarsdóttir, Þrúður Ingvarsdóttir, Hreinn Eyjólfsson, Halldór Kjartansson, Kristín Valdimarsdóttir. barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær faðir minn, stjúpfaðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KARL EMIL BJÖRNSSON, áður Sólvöllum, lést á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, 28. mars. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 5. apríl kl. 13.30. Ingimar Snorri Karlsson, Ólöf Guðbjörg Kristjánsdóttir, Sigríður Árnadóttir, Júlíus Fossdal, Sigrún Árnadóttir, Sverrir Jónatansson, Regfna Árnadóttir, Svavar Sigursteinsson, Halldóra Árnadóttir, Snorri Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabarn. Lokað Lokað í dag frá kl. 10-12 vegna jarðarfarar GUÐMUNDAR TORFASONAR. ý'* Ellingsen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.