Morgunblaðið - 30.03.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.03.1994, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1994 „Hver dagur líti dáð á ný, hver draumur rætist verknm í ..." Hugleiðingar um stöðu íslands í samfélagi þjóðanna eftir Jón Baldvin Hannibalsson Inngangur Ó, ísland, fagra ættarbyggð, um eilífð sé þín gæfa tryggð, öll grimmd frá þinni ströndu styggð og stöðugt allt þitt ráð. Hver dagur líti dáð á ný, hver draumur rætist verkum í... (Hulda: „Hver á sér fegra föðurland", 1944) Á fimmtugasta afmælisári lýð- veldisins bíða íslendinga umfangs- mikil úrlausnarefni í utanríkismál- um. Við íslendingar höfum á lýð- veldistímanum tekið virkan þátt í alþjóðlegu samstarfí með frelsi, ábyrgð og traust ríkja í milli að leiðarljósi. Náin samstaða Norður- landanna hefur veitt okkur meira rúm á alþjóðavettvangi en önnur smáríki eiga að venjast. Samstaða okkar með öðrum vestrænum lýð- ræðisríkjum jók einnig á mikilvægi okkar í þeirri stöðugu heimsmynd sem við höfum átt að venjast undan- farna áratugi. Þá tókum við okkur sess meðal þeirra ríkja sem boðað hafa frelsi í milliríkjaviðskiptum með aðildinni að EFTA. Fæstum blandast hugur um að innganga þriggja Norðurlanda í Evrópusambandið, ef af henni verð- ur um áramótin, mun hafa rík áhrif á stöðu íslands jafnt í norrænu sem evrópsku samstarfí. Brýnustu við- skiptahagsmunum íslands er borgið með EES-samningnum. í samræmi við samhljóða ályktun Alþingis frá 5. maí í fyrra mun ríkisstjórnin taka upp tvíhliða viðræður um samskipti íslands og Evrópusambandsins í framtíðinni. Frá því að sú samþykkt var gerð hafa framtíðarhorfur breyst. Samningar Norðurlandanna við Evrópusambandið skapa nýjan grunn fyrir efnislega umræðu um næstu skref af íslands hálfu. Vera kann að Evrópusambandið verði í framtíðinni allsheijarsamtök Evrópuþjóða á sviði efnahags- og öryggismála. Með hliðsjón af því verður ekki undan því vikist að meta kosti og galla aðildar íslands að Evrópusambandinu, enda hefur ríkisstjómin nú þegar ákveðið að fela rannsóknarstofnunum Háskóla íslands það verkefni. í því felst meðal annars að skoða áhrif á utan- ríkis- og varnarmál, pólitíska ákvarðanatöku, almenn efnahags- áhrif, samkeppnisstöðu atvinnuveg- anna, stjómskipan í landinu og full- veldishugtakið. Óskað er eftir nið- urstöðum fyrir mitt ár, en að því stefnt að skipa nefnd með þátttöku fulltrúa úr atvinnulífinu, til þess að taka saman heildarskýrslu um mál- ið, eins og fram kemur í samþykkt ríkisstjórnarinnar. Ljóst er að á næstu mánuðum munu miklar umræður fara fram um Evrópumálin og það hvernig ísland geti best treyst hagsmuni sína í evrópsku samstarfí. Alþýðu- flokkurinn hefur staðið öðmm flokkum framar í að ræða fordóma- laust um stöðu íslands í samfélagi þjóðanna. Þessari samantekt er ætlað að vera innlegg í þá umræðu sem framundan er um þessi mikil- vægu mál. E vrópuhugsj ónin Þær Evrópuhugsjónir friðar og framfara sem lágu að baki, þegar hafíst var handa um friðsamlega samvinnu Evrópuríkja á vettvangi Kola- og stálbandalagsins undir forystu þeirra Roberts Schumans og Jeans Monnets, eru enn teknar upp og dustað af þeim rykið á há- tíðastundum. En eftir því sem ógn- ir heimsstyijaldarinnar seinni fölna í minningunni hefur krambúðar- hugsun og hagsmunatogstreita stundum orðið meira áberandi í starfi Evrópusambandsins en hug- sjónaglóð. Náið samstarf ríkjanna um flesta þætti viðskipta og efna- hagsmála hefur á stundum leitt tii harðsvíraðrar hagsmunatogstreitu um krónur og aura, styrki og fram- lög. Það hefur háð okkur íslendingum í samstarfí við Evrópusambandið hversu lítið vægi pólitískum sjónar- miðum er ætlað. Afstaða til Evrópu- sambandsins hefur fyrst og fremst verið byggð á viðskiptahagsmun- um. Ágæti samninga við Evrópu- sambandið hefur verið metið eftir því hversu mikið hefur áunnist í lækkun tolla á sjávarafurðir. Heil- steypt afstaða hefur ekki verið mótuð til Evrópusamrunans sem slíks eða til þess hvern hlut íslend- ingar ætla sér í samskiptum við önnur Evrópuríki í menningarlegu, pólitísku og efnahagslegu tilliti. Aðildarríki Evrópusambandsins hafa með Maastricht-samningnum tekið ákveðin spor í átt til nánara pólitísks samstarfs. Fijóustu og at- hyglisverðustu hugmyndirnar um framtíð Evrópu koma þó ekki frá höfuðstöðvum Evrópusambandsins heldur frá Mið-Evrópu. Hinir sönnu arftakar hugsjóna stofnenda Evr- ópusamvinnunnar eru menn á borð við Vaclav Havel, forseta Tékk- lands. í ræðu sem hann flutti ný- lega á þingi Evrópusambandsins fjallaði hann um væntingar þjóðar sinnar til evrópsks samstarfs og aðildar að Evrópusambandinu. Hann lýsti Maastricht-samningnum sem haganlegri smíð í tæknilegu tilliti, en hann skorti lífsanda og siðferðilega framtíðarsýn. Havel kallaði eftir nýrri stofnskrá Evrópu sem íbúar álfunnar gætu sameinast um og gæti svarað spurningunni um hinn raunverulega tilgang Evr- ópusamrunans sem tíðast hverfur bak við argaþras um byggðastyrki og búnaðaruppbætur. Jafnaðarmenn um alla Evrópu hafa verið í fylkingarbijósti í þróun Evrópusamrunans. Hugsjónaarfur jafnaðarmanna stuðlar að heil- steyptri sýn á framtíð Evrópusam- starfsins; samruna þjóða sem byggja á frelsi, lýðræði, mannúð og umburðarlyndi, almennri velsæld og félagslegu jafnrétti og öryggi. Allt frá stofnun Alþjóðasambands jafnaðarmanna hafa jafnaðarmenn í Evrópu hafnað togstreitu og úlfúð ríkja í milli, en hvatt til samstarfs og samvinnu þjóðanna. Á grund- velli Evrópuhugsjónarinnar hefur tekist að skapa lengra tímabil póli- tísks stöðugleika, efnahagslegrar hagsældar og félagslegs réttlætis og friðar en áður hefur þekkst í Vestur-Evrópu. Átök á Balkan- skaga og uppgangur þjóðrembinga og lýðskrumara sem boða erindi mannahaturs og ójafnaðar víða um álfuna eiga að minna okkur á að friður, efnahagslegur stöðugléiki og félagsleg samhjálp eru ekki sjálf- sögð í daglegu lífí. íslenskir jafnaðarmenn hafa því sérstöku hlutverki að gegna nú þegar við blasir að móta áherslur Islands gagnvart Evrópusamstarf- inu. Okkar hlutverk þarf meðal annars að vera að taka herhvöt Havels og koma í veg fyrir að umræða um Evrópu hér á landi verði eingöngu um styrki, bætur, greiðslujöfnuð og tollalækkanir. Norræn samvinna í tilefni af nýafstöðnu þingi Norðurlandaráðs höfðu íslendingar tækifæri til að minnast þess að norræn samvinna hefur verið ein af máttarstoðum íslenskrar utan- ríkisstefnu allt frá því að íslensk stjórnvöld tóku meðferð utanríkis- mála í eigin hendur. Óþarft er að ljölyrða um menningarlegan og fé- lagslegan ávinning allra Norður- landanna af þessu samstarfi, en þeim mun meiri ástæða er til að minna á þann pólitíska styrk á al- þjóðavettvangi sem hefur hlotist af samstöðu norrænna frændþjóða. Þetta skýrir meðal annars langvar- andi áherslu íslenskra stjórnvalda á norræna samvinnu, sem gagriast hefur íslendingum umfram öðrum, sökum fámennis og landfræðilegrar legu. Samstarf og samráð Norðu- landanna innan alþjóðastofnana hefur tryggt íslendingum áhrif langt umfram það sem önnur smá- ríki hafa mátt venjast. Hvort sem vettvangurinn hefur verið Samein- uðu þjóðimar, GATT, RÖSE eða aðrar alþjóðastofnanir hafa Norður- löndin haft samráð um undirbúning mála og meðferð þeirra. íslendingar hafa því verið virkir þátttakendur í umfjöllun um flókin og viðamikil mál og á stundum verið í forsvari fyrir ríkjahóp sem telur um 20 millj- ónir íbúa. Nú, þegar horfur eru á því að öll Norðurlöndin, að íslandi undan- skildu, verði aðilar að Evrópusam- bandinu, hefur orðið vart við áhyggjur hérlendis um að markmið norrænnar samvinnu breytist þann- ig að samnorrænir hagsmunir víki fyrir hagsmunum þeirra Norður- landa sem verða innan sambands- ins. Danmörk sem hingað til hefur eitt Norðurlandanna átt aðild að Evrópusambandinu hefur getað tekið þátt í norrænu samráði á al- þjóðavettvangi, þrátt fýrir að sú þátttaka Dana hafi sætt vaxandi gagnrýni frá öðrum Evrópusam- bandsríkjum á síðustu árum. Ástæða er til að ætla að norræn aðildarríki Evrópusambandsins verði framvegis í auknum mæli bundin af sameiginlegri utanríkis- Jón Baldvin Hannibalsson „íslenskir jafnaðar- menn hafa því sérstöku hlutverki að gegna nú þegar við blasir að móta áherslur Islands gagn- vart Evrópusamstarf- inu. Okkar hlutverk þarf meðal annars að vera að taka herhvöt Havels og koma í veg fyrir að umræða um Evrópu hér á landi verði eingöngu um styrki, bætur, greiðslujöfnuð og tollalækkanir.“ og öryggismálastefnu þess, líkt og önnur aðildarríki. Þetta kann að leiða til þess að einangrun íslands aukist, ekki einungis á vettvangi Norðurlandanna, heldur einnig í Evrópusamstarfí og á öðrum vett- vangi. Áhyggjur af þessu tagi eru skilj- anlegar og réttmætar, þótt margt sé enn óljóst um hversu vel Evrópu- sambandinu muni takast það ætlun- arverk sitt að koma fram sameigin- lega á sviði utanríkis- og öryggis- mála. Stjórnvöld annarra ríkja ■ Norðurlanda munu líklega ekki hafa frumkvæði að því að draga úr norrænni samvinnu. Hins vegar mun aðild fjögurra Norðurlanda að Evrópusambandinu hafa það í för með sér að það verður forgangs- verkefni þeirra að stilla saman strengi innan vébanda víðtækara Þórir S. Gröndal skrifar frá Flórída Hver erum við eiginlega? Eins og margir fleiri horfðum við á hrafl af sjónvarpssendingum frá Vetrarólympíuleikunum í Lille- hammer. CBS-útvarpsfyrirtækið sá um varpið hingað til guðs-eigin- lands og misstum við landar allt álit á því strax eftir fyrsta kvöldið, þegar leikarnir voru settir og fylk- ingar þátttakenda gengu inn á svæðið undir fána lands síns. CBS- mönnum lá svo mikið á að sýna nauða-ómerkilegt viðtal við banda- ríska skíðakonu, sem hafði slasast í fyrra, að þeir bara ákváðu að sleppa að sýna keppendur eins landsins ganga inn á völlinn. Og hvaða land haldið þið að þeir hafi valið? Auðvitað litla, vanmáttuga, vesalings óíþróttalega ísland! Vonandi hafíð þið heima séð meira af okkar mönnum á ísienska skjánum, þótt það hafi náttúrulega ekkert bætt frammistöðuna. Ymsir hér vestra spurðu mig af hveiju íslandsmenn tækju ekki þátt í leik- unum. Einn sagðist vera hissa á því, að afkomendur norska afreks- fólksins á Islandi, sem einnig væri fjöllótt og kalt land, létu ekki til sín taka í keppni í vetraríþróttum. Vitanlega bar ég í bætifláka fyrir landa mína og svaraði því til, að tíð væri rysjótt og óstopul til skíða- iðkana. Þegar hann spurði um skautamennskuna varð ég að segja, að ís á vötnum væri ótrygg- ur og enginn vildi hætta á að detta niðrum vök og drukkna kannski. Svo væri líka dimmt á vetrum og þá bezt að halda sig innan dyra. Vegna alls þessa fór ég að spek- úlera dálítið í því, hvers vegna við værum annars ekki líkari frændum okkar, Norðmönnum. Það hurfu bókstaflega allir í skugga þessa glæsilega, Jjóshærða þjóðflokks, sem setti Ólympíuleikana á svið með myndarbrag fyrir alheim að dást að. Meira að*Segja veðurguð- irnir voru líka á þeirra bandi. Svo hirtu þeir vitanlega flest verðlaun- in. Ef íslendingar hefðu verið eins fræknir og heimamenn, miðað við höfðatölu, hefðu þeir átt að vinna eina eða tvær medalíur. Líklega náði öfund og minni- __________ máttarkennd tökum á mér, því ég var farinn að efast um það, að við værum að neinu Ieyti komnir af Norðmönnum. Líkamsatgervi erum við búin að afgreiða en svo kemur allt hitt. Ekki erum við sparsamir, nægjusamir og saman- saumaðir eins og þeir. Heldur erum við ekki nærri eins almennt trúað- ir eins og Norðmenn. Ekki heldur viðskiptajöfrar á alþjóðamæli- kvarða eins og þeir eru, t.d. í skipa- útgerð. Við erum að ýmsu leyti líkari hinum Norðurlandaþjóðunum. Við erum merkilegir með okkur og montnir eins og Svíar, bílífismenn eins og Danir, inn í okkur, bros- lausir og drykkfelldir eins og Finnar, og óráðsíumenn í fjármál- um eins og Færeyingar. Ég vona nú, að enginn taki þetta illa upp og móðgist. Við erum bara að ræða þetta okkar á milli og reyna að finna út, hveijir við eiginlega erum. Nú á dögum er það talið mjög áríðandi fyrir þjóðir sem ein- staklinga að þær reyni að grafast fyrir um uppruna sinn. Það ku hjálpa til að útvega frið í sálina, sem er feikilega áríðandi. Mér er kunnugt um það, að við íslendingar erum sagðir mjög hör- undssárir og ekki ánægðir að taka við gagnrýni á land og þjóð, jafn- vel þótt hún sé fram sett í góðlát- legu gríni. Þess vegna vil ég nú gera hlé á krítík og minna heldur á það, að okkar landsmenn hafa margt afrekað í alþjóðakeppnum. Við erum meðal fremstu þjóða í barvísindum og uppfínningum á nýjum vínblöndum. Ekki má gleyma fegurðarkeppnum, en þar hafa fósturlandsins freyjur unnið margan eftirminnilegan sigurinn. Einnig stöndum við okkur ávallt afbragðs vel í hágreiðslukeppnum og þolkeppnum (hvað er það ann- ars?). Og til að afsanna framan- greinda kenningu um hina óíþróttalegu Islendinga verður auðvitað að geta hinna frækilegu handboltaafreka íslenskra pilta. Eða er það ef til vill undantekning- in, sem sannar regluna? Nú er búið að útdeila nógu hóli í bili, svo við getum aftur snúið okkur að niðurrifsstarfinu. Sumir segja, að við séum að ýmsu leyti líkir Irum og að fleiri af þeim þjóð- flokki, en áður var haldið, hafi sest að á íslandi, annaðhvort sjálf- viljugir eða sem þrælar. Víst er um það, að rauðleitt hár er al- gengt á Fróni og drykkjuskapur enn algengari. Hvoru tveggja má rekja til írskrar arfleifðar og áhrifa. Einnig getum við þakkað írum ríkt ímyndunarafl og skáld- gáfu. Sömuleiðis óbilgirni, hefríi- girni og illgirni. Nóg um það. Þá er það spurningin um gyðing- ana. Öll vitum við um einokunar- kaupmennina dönsku, sem flestir voru gyðingar. Þeir höfðu mikil áhrif og margir þeirra settust að hér og hafa skilið eftir sig hóp glæsilegra og gáfaðra íslendinga. Sumir þeirra, sem líka stunduðu viðskipti á vetrum á Jómfrúreyjum í Karabíahafi, komu einnig með þeldökka þjóna, sem blönduðu litn- ingum sínum í íslenska þjóð og bættu hörundslit og hárkrullur. Allt var þetta vel þegið og elsku- legt. Þeir, sem ganga vilja lengra í gyðingakenningunni, halda því fram, að hinn týndi og tólfti ætt- flokkur gyðinganna hafi ferðast norður meginland Evrópu og sezt J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.