Morgunblaðið - 30.03.1994, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.03.1994, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1994 33 Hjónaminning Borghild S. Wendel Andrés Wendel Borghild Fædd 26. apríl 1908 Dáin 19. janúar 1994 Andrés Fæddur 6. júní 1907 Dáinn 1. mars 1994 Okkur systurnar langar að minn- ast hjónanna Andrésar og Borghild, sem létust með sex vikna miliibili, hún 19. janúar 1994 og hann 1. mars 1994. Borghild, fædd Stoyva, var fædd í Nordfjörd í Noregi 26. apríl 1908 og ólst þar upp hjá foreldrum sínum. Hún kom ung stúlka til íslands og vann fyrst fyrir sér í vist á heim- ilum, þar til hún giftist Andrési. Hún var mjög lagin saumakona og vann við sauma bæði heima og á saumastofum. Var í mörg ár hjá L.H. Muller og síðar hjá Sævari Karli. Andrés Wendel var fæddur á Þingeyri við Dýraíjörð 6. júní 1907. Foreldrar hans voru Hermann Wendel ljósmyndari, gullsmiður og málari og kona hans Ólína Ólafs- dóttir. Andrés var yngstur sex systkina, sem öll eru nú látin. Móð- ir hans dó þegar hann var tæpra tveggja ára og kom þá á heimilið ráðskona, Sigríður Benediktsdóttir, sem varð fóstra hans upp frá því. Föður sinn missti hann þegar hann var átta ára. Sigríði fóstru sína virti hann mik- ils og var hún mörg ár á heimili hans. Til Reykjavíkur kom Andrés sautján ára gamall til lækninga vegna berkla, sem hann átti við að stríða í tíu ár. Andrés var verkamaður og mikill verkalýðssinni. Hann vann í þtjátíu ár hjá Nýju blikksmiðjunni og eftir það hjá Breiðholti hf. Borghild og Andrés giftu sig 1938 og eignuðust tvær dætur. Þær eru: Linda, f. 10. janúar 1940, meinatæknir, gift Agnari Ingólfs- syni prófessor og eiga þau tvo syni: Torfa, sem er við nám í Bandaríkj- unum, og Inga, sem er háskóla- nemi. Yngri dóttirin er Maríanna, f. 21. febrúar 1943, sjúkraþjálfari og bókasafnsfræðingur, búsett í Kanada. Barnabamabarn er eitt, Gunnar, sonur Torfa. Alla okkar bamæsku og ung- lingsár vomm við nágrannar í Kleppsholtinu. Við systurnar og dætur Andrésar og Borghild vomm miklar vinkonur, svo nærri má geta að mikill samgangur var milli heim- ilanna. Á frumbýlingsárunum í Klepps- holtinu, þar sem ekkert hús var eins, var heimili þeirra samt öðmvísi en öll hin. í bamsminninu er það norskt eins og Borghild. Hún bar sterkan svip heimalands síns, var mjög norsk. Hún var myndarleg og myn- dugleg, hlý og glettin. Hún var allt- af svo fallega klædd, smekkleg en látlaus. Og hvað við dáðumst að nælunni hennar, þessari fallegu norsku silfumælu með dinglandi gullslqöldunum. Andrés gat verið strákslegur og stríðinn. Oft kom hann sem boð- flenna inn í leiki okkar stelpnanna. Var hann þá í hinum ýmsu persónu- gervum, sem hann lék af mikilli snilld við mikla hrifningu okkar systra, en minni hrifningu dætra sinna. Oft fór hann með okkur á Mela- Minning Amanda Ingibjörg Baldvinsdóttir Fædd 18. mars 1916 Dáin 20. mars 1994 í dag er til hinstu hvíldar borin mágkona mín, Amanda Ingibjörg Baldvinsdóttir. Hún var fædd í Reykjavík 18. mars 1916 dóttir þeirra merkishjóna Kristine Karol- ine Einarsson (fæddd Heggem) og Baldvins Einarssonar söðla- og ak- tygjasmiðs í Reykjavík. Hún var þriðja yngst átta barna þeirra. 28. nóvember 1936 giftist hún Guðmundi Þórarni Ögmundssyni vélstjóra og útgerðarmanni í Ytri- Njarðvík. Hann var fæddur 9. maí 1910 á Hellu í Beruvík á Snæfells- nesi. Þau hófu búskap í Reykjavík, en fluttust fljótlega til Ytri-Njarð- víkur, byggðu þar eigið hús og bjuggu þar lengst af. Þau eignuð- ust þijú börn, tvo syni og eina kjör- dóttur. Elstur var Einar Ingimund- ur, fæddur 1937, vörubílstjóri og sjómaður. Kona hans var Auður Kristófersdóttir. Börn þeirra eru Þórlaug, Þórarinn, Amanda Ingi- björg og Einar Sæva. Þá kom Sæv- ar, fæddur 1938, sjómaður. Kona hans var Ágústa Siguijónsdóttir og eignuðust þau einn son, Ingþór. Yngst er Sólveig, sjúkraliði, gift Kristni Karlssyni. Þeirra börn eru Lísa, Amanda Ingibjörg og Jón Pétur. Amanda var mjög fríð og fíngerð kona. Hún hafði yndi af tónlist og lestri góðra bóka og heimilið bar vott um smekkvísi húsmóðurinnar. Ekki höfðu þau Þórarinn búið mörg ár er Amanda fékk snert af lömun- arveiki og var það upphaf langvar- andi veikinda. Þurfti hún að gang- ast undir marga uppskurði og var oft þjáð. Allar sínar þrautir bar hún með jafnaðargeði og með blíðu sinni og hógværð laðaði hún alla að sér er hana umgengust. Synir þeirra settust að í Njarðvík- um og unnu við útgerð okkar bræðranna. En síðari hluta vetrar 1962 hófu þeir sjálfstæða útgerð á opnum vélbáti ásamt syni mínum, Eggerti, er var þeirra yngstur, að- eins 18 ára. Þeim gekk vel að fiska og að kveldi 2. maí 1962 lögðu þeir upp afla sinn í Garði og lögðu síðan á stað áleiðis til Njarðvíkur um miðnætti. Á sama tíma skall á áhlaupsveður af norðan með kröpp- um sjóum. Er bátur þeirra kom hvorki fram í Keflavík né Njarðvík var sýnt að þeir hefðu farist á þeirri leið. Leit var hafin af sjó af tveim stórum bátum en án árangurs. Einnig var leitað í landi meðfram ströndinni og um morguninn sást hvar báturinn maraði í kafi skammt undan Keflavíkurhafnar, aðeins stefnið stóð upp úr. Enginn þeirra félaga var f bátnum. í þijár vikur var stanslaust leitað að líkum þeirra en sú leit bar ekki árangur. Þetta slys lagðist eins og lam- andi hönd á fjölskyldurnar. Þrír dugmiklir æskumenn skyndilega horfnir af okkar lífssviði. Tvær ungar konur misstu eiginmenn sína og fímm börn uðru föðurlaus. Þetta reiðarslag hafði þau áhrif á Guð- mund Þórarinn, bróður minn, að hann beið þess aldrei bætur og dró hann síðar til dauða. En nú sýndi Amanda, þessi fín- gerða og veikbyggða kona, hvað í henni bjó, því til viðbótar við þá sáru sorg að missa syni sína báða, þurfti hún að veita manni sínum ástúð og umhyggju í hans erfiðu veikindum. Henni fórst það vel úr hendi þrátt fyrir það að hún stríddi sjálf við mikið heilsuleysi. Fáum árum eftir slysið ákváðu þau hjón að flytja til Reykjavíkur í þeirri von völlinn að horfa á fótboltaleiki og þar fór fólk sem hvatti sitt lið svo í heyrðist. Fyrir okkur voru Andrés og Borg- hild náin og samhent hjón. Traustar manneskjur, sem komu alltaf til dyranna eins og þau voru klædd. Blessuð sé minning þeirra. Bergljót Þórðardóttir, Helga Þórðardóttir. Er hnígur sól að hafsins djúpi og hulin sorg á bijóstin knýr, vér minnumst þeirra, er dóu i draumi um djarft og voldugt ævintýr. Þá koma þeir úr öllum áttum með óskir þær, er flugu hæst, og gráta í vorum hljóðu hjörtum hinn helga draum, sem gat ei rætzt. Og þá er eins og andvörp taki hin undurfagra sólskinsvon, og allir kveldsins ómar verði eitt angurljóð um týndan son. J3g hinzti geislinn deyr í djúpið, - en daginn eftir röðuli nýr oss kveikir sama dýra drauminn um djarft og voldugt ævintýr. (Jóhannes úr Kötlum) í lífi hvers manns má finna ýms- ar þær stiklur sem marka dýpri spor en aðrar. Stundum er um að ræða einstaka viðburði og ákvarð- anir sem valda straumhvörfum. Ekki síður eru það þó vinir og vandamenn sem með beinum og óbeinum hætti hafa áhrif á líf okk- ar, viðmót og skoðanir. í dagsins amstri er okkur ekki tamt að greina þessi áhrif eða meta þau að verð- leikum. Slíkt gerist helst á einhveij- um þeim tímamótum í lífi okkar sem fá okkur til að staldra við og rifja upp liðna tíð. Við slík tækifæri opn- ast manni gjarnan sýn til hluta sem áður voru á huldu, hluta sem með einum og öðrum hætti urðu þess valdandi að móta það líf sem maður lifir. Á fáeinum vikum horfi ég á bak tveimur einstaklingum sem frá bernsku voru mér nánir og kærir. Guðforeldrar mínir, Andrés og Borghild Wendel, eru bæði látin. Um langt árabil átti ég, þá lítill pjakkur í Kleppsholtinu, athvarf og ótaldar ánægjustundir hjá Andrési og Borghild Wendel og dætrum þeirra, fyrst á efri hæðinni hjá for- eldrum mínum á Langholtsveginum og síðar á heimili þeirra á Hjalla- veginum. Klæddur og kominn á ról var það iðulega fyrsta verkið að banka upp á hjá Borghild. Frá þeirri tíð hafa piparkökur skipað einstak- lega sætan sess í minningunni. Þótt aldrei hafi ég síðan fengið slík- ar kökur sem Borghild bauð uppá, rifíast upp þessar morgunstundir okkar í hvert sinn sem piparkökur verða á vegi mínum. Á þessum stundum fór hugurinn um víða. heima. Þar hlúði Borghild að ljóð- rænum draumum í lítilli barnssál, þar uxu af fræi og skutu rótum ljóð- mæli manna eins og Steins og Jó- hannesar úr Kötlum. Og frá heim- kynnum í Noregi sagði hún sögur og lýsti framandi fjöllum og skógum og mannlífi. Það voru annars konar draumar sem leiftruðu fram í samtölunum við Andrés. Það voru draumar hins róttæka verkamanns sem þekkir glímutök skortsins, draumar um betri tíð og réttlátt þjóðfélag. í þeim umræðum var engin hálf- velgja eða daufar glæður. Þar bloss- aði heitur logi hugsjónamanns. Ófá voru þau skipti sem ég hlýddi heil'.-' aður á ræður hans og samtöl við föður minn og fleiri um verkalýðs- baráttuna og róttækar lífsskoðanir þeirra. Af þeim brunni bergði ég ungur drengur þau lífsgildi og við- horf sem enn duga. Með þeim hætti lifir áfram hinn dýri draumur „um djarft og voldugt ævintýr“. Við yl frá ljúfum minningum og með þakklæti í sinni kveð ég þau hjónin hinstu kveðju. Samúðar- kveðjur sendi ég dætrunum Lindu og Maríönnu og öðru venslafólki’.i^ Sigurður Randver Sigurðsson. + Ástkær eiginkona min, ÞORBJÖRG JÓNSDÓTTIR, Háaleitisbraut 105, lést í Vífiisstaðaspítala 28. mars. Jarðarförin auglýst síðar. Óskar Sörlason. Elskulegur eiginmaður minn, ÖGMUNDUR SIGURÐSSON, Álfheimum 72, lést að heimili okkar 29. mars. Fyrir hönd fjölskyldunnar Sigurfljóð Jónsdóttir. að nýtt umhverfi myndi dreifa sorg þeirra. Veikindi Þórarins héldu þó áfram að ágerast og andaðist hann árið 1983. Eftir það bjó Amanda ein. Sólveig var tólf ára gömul þegar bræður hennar fórust. Hefur hún alla tíð veitt foreldrum sínum ein- læga ástúð og umhyggju. Árið 1978 fluttist hún til Bandaríkjanna ásamt manni sínum og búa þau þar nú. Þegar Amanda greindist með alvar- legan sjúkdóm nú í vetur flutti Sól- veig með tvö yngri börnin heim til að geta verið nærri móður sinni í veikindum hennar. Ágústa Siguijónsdóttir, fyrrver- andi tengdadóttir Amöndu, og eig- inmaður hennar, Andrés Andrés- son, hafa ásamt fjölskyldu sinni alla tíð veitt henni umhyggju og stuðning og fylgst með högum hennar á allan hátt. Einnig hefur bróðir hennar, Einar, verið henni góður vinur og félagi. Nú hefur þessi lífsreynda og elskulega kona verið kölluð yfir landamæri lífs og dauða. Þar trúi ég að hennar bíði hinir mörgu ást- vinir sem hún hefur séð á bak, að þeir mæti henni er hún leggur á þroskabrautir hins eilífa lífs. Karvel Ögmundsson. + Ástkær eiginmaður minn, faöir okkar, tengdafaðir og afi, GUNNARLEÓSSON pípulagningameistari, Hlíðarstræti 15, Bolungarvík, lést af slysförum sunnudaginn 27. mars. Guðbjörg Stefánsdóttir, Fanný Gunnarsdóttir, Hafþór Gunnarsson, Jóhanna Sóley Gunnarsdóttir, Bæring Freyr Gunnarsson, Elín Gunnarsdóttir, og barnabörn. Hörður Gunnarsson, Páll Benediktsson, Grazyna Gunnarsson, Sigurgeir Sveinsson + Elskulegur eiginmaður minn, HARALDURPÁLLÞÓRÐARSON, Staðabakka 34, andaðist 28. mars. Ingibjörg Kristjánsdóttir. *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.