Morgunblaðið - 30.03.1994, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.03.1994, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1994 15 Öflugt starf innan Alþjóða- þingmannasambandsins eftir Geir H. Haarde í lok mars var haldið í París reglu- legt þing Alþjóðaþingmannasam- bandsins, Inter-Parliamentary Uni- on, en þar eiga sæti fulltrúar yfir 120 þjóðþinga. Helstu leiðtogar í frönskum stjórnmálum heiðruðu þingið með nærveru sinni og Mitter- rand forseti, Balladur forsætisráð- herra og Chirac borgarstjóri í París ávörpuðu þingfulltrúa. Alþjóðaþingmannasambandið, sem er 105 ára á þessu ári, er elsti alþjóðlegi samstarfsvettvangur á sviði stjórnmála sem starfandi er. Fulltrúar Alþingis hafa sótt þing sambandsins um áratuga skeið. Þeir alþingismenn sem sóttu þingið að þessu sinni voru Einar K. Guðfínns- son, Gunnlaugur Stefánsson og Ólafur Þ. Þórðarson auk greinarhöf- undar. Þessari grein er ætlað að veita lesendum örlítinn fróðleik um Alþjóðaþingmannasambandið og störf þings þess í París. Deilt á Breta og Frakka Á þingum sambandsins eru að jafnaði samþykktar þrjár megin- ályktanir um mikilvæg alþjóðleg málefni. í París var m.a. ályktað í ítarlegu máli um hvernig beita mætti Sameinuðu þjóðunum til að koma í veg fyrir átök, um umhverfismál og um stöðu samningsins til að koma í veg fyrir útbreiðslu kjarnorku- vopna. Venju samkvæmt voru einnig almennar umræður um stöðu heims- mála. Þá samþykkti ráð sambands- ins, sem er æðsta stofnun þess, m.a. sérstaka yfirlýsingu um hvernig staðið skuli að frjálsum, lýðræðisleg- um kosningum. Þótti það mikilvægt framlag og gagnlegt ýmsum þeim ríkjum sem lítt þekkja til slíks. Gunnlaugur Stefánsson gagn- rýndi í ræðu á þinginu harðlega áform Breta um endurvinnslustöðina í Sellafield og vakti ræða hans at- hygli bresku þingmannanna. Áttu Gunnlaugur og Óli Þ. Þórðarson síð- an fund með fulltrúa þeirra, Lindsay lávarði, til að ræða þetta mál frek- ar. Má gera ráð fyrir frekari upplýs- ingaskiptum í kjölfarið. Einar K. Guðfínnsson fjallaði í ræðu sinni m.a. um GATT-samkomulagið og fór hörðum orðum um nýlegar aðgerðir Frakka til að hefta fiskinnflutning. Margþætt starfsemi I nafni Alþjóðaþingmannasam- bandsins er hverju sinni unnið að margvíslegum málefnum er varða alþjóðleg deilumál eða framþróun lýðræðis í heiminum. T.d. hefur sér- stök nefnd þingmanna frá sex lönd- um unnið að því undanfarin misseri í samstarfi við Sameinuðu þjóðirnar að reyna að greiða fyrir lausn Kýpur- deilunnar sem hefur verið í hnút síð- ustu tvo áratugi. Þá hefur verið unnið að áætlun um hvernig auka megi hlut kvenna í stjórnmálum svo eitthvað sé nefnt. Sérstök áætlun um það efni var samþykkt nú í Par- ís. Kosningaeftirlit víða um heim er einnig fastur liður í starfseminni og var t.d. sendinefnd þriggja þing- manna nýverið við slík störf í El Salvador. Sambandið hefur einnig ákveðið að senda í sumar nefnd þriggja þing- manna til fyrrverandi lýðvelda Júgó- „Sambandið hefur einn- ig ákveðið að senda í suftiar nefnd þriggja þingmanna til fyrrver- andi lýðvelda Júgóslav- íu til að kynna sér að- stæður þar, ekki síst með tilliti til mannrétt- indabrota, og kanna með hvaða hætti sam- bandið getur orðið að liði í uppbyggingar- starfi sem við tekur að loknu stríðinu í Bosn- íu." slavíu til að kynna sér aðstæður þar, ekki síst með tilliti til mannrétt- indabrota, og kanna með hvaða hætti sambandið getur orðið að liði í uppbyggingarstarfi sem við tekur að loknu stríðinu í Bosníu. I sendi- nefndina voru valdir þingmenn frá Aigentínu og Ástralíu auk greinar- höfundar, sem hefur á þessu og síð- asta ári verið formaður í hópi þing- manna vestrænna ríkja innan sam- bandsins. Nýr forseti kjörinn í haust Núverandi forseti Alþjóðaþing- mannasambandsins, Bretinn Sir. Michael Marshall, lætur af störfum í Kaupmannahöfn eftir þrjú ár í starfi. Þegar er vitað af tveimur Karíus og Baktus vaka á nóttunni eftir Margréti Rósu Grímsdóttur Tannlæknar vilja að fyrsta heimsókn barnsins til þeirra sé um eins árs aldurinn. Hvers vegna í ósköpunum, spyrja margir. Þýðir nokkuð að tjónka við börnin hvort eð er fyrr en þau eru þetta 3 til 4 ára? Skemmast tennurnar í svona litlum börnum? Svarið er sorglegt. Já, því miður er allt of mikið um skemmdar tennur í þetta ungum börnum. En hvers vegna skemmast tennurnar og hvenær byrja þær að skemmast? Bakter- íurnar þurfa sykur til þess að geta skemmt tennurnar. Sykur leynist nær alls staðar, ekki bara í sæl- gæti og gosdrykkjum. Meira að segja er töluverður sykur í mjólk- inni sem kallast mjólkursykur og er móðurmjólkin sætari en kúa- mjólkin. Við vitum öll að móðurmjólkin (þurrmjólkin þar sem ekki er völ á móðurmjólkinni) er það besta sem við getum gefið börnunum okkar fyrstu 6—8 mánuði ævinn- ar. Þennan tíma þurfa flest börn að nærast mjög oft á sólarhring, einnig á nóttunni. Sem betur fer lengist alltaf næturdúrinn og þar af leiðandi fækkar á næturgjöfun- um. Það eru einmitt þessar nætur- gjafír mjólkur, svo ekki sé minnst á allskyns safa og aðra sykraða drykki, sem eru hættulegar tönn- unum eftir að þær koma í munn- inn. Ástæðan er sú að það skrúf- ast nær alveg fyrir munnvatns- rennslið okkar þegar við sofnum. En munnvatnið er einn af varnar- þáttunum gegn Karíusi og Bakt- usi. Þessir óvinir okkar hafa því næga fæðu og starfa óáreittir ef „Bakteríurnar þurfa sykur til þess að geta skemmt tennurnar." heima fyrir vegna andstöðu við stjórn Pinochets, en hann var tvíveg- is fangelsaður á valdatíma hennar. Sorour á að baki langan feril sem fræðimaður og lagaprófessor auk þess að hafa verið háttsettur stars- maður hjá UNESCO, menningar- málastofnun SÞ. Báðir þessir menn eru fulltrúar hófsemdarafla í heima- löndum sínum og hvor um sig myndi sóma sér vel sem forseti sambands- ins. Þess má geta til gamans að fram kom í samtali mínu við Valdes að hann þekkir vel til fyrirtækisins Fri- osur, samstarfsaðila Granda hf. í Chile, og forsvarsmanna þess og var kunnugt um samstarf Friosur og Granda. Höfundw er formaður Islands- deildar Alþjóðaþingmanna- sambandsins. Geir H. Haarde í ræðustól á þingi Alþjóðaþingmannasambandsins. frambjóðendum í forsetaembættið, Gabriel Valdes Subercaseaux, for- seti öldungadeildar þingsins í Chile, og Ahmed Fathy Sorour, forseta þjóðþings Egyptalands. Valdes er kristilegur demókrati, fyrrum utan- ríkisráðherra lands síns og aðstoðar- framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna. Hann er þó ekki síst kunnur Útifund- uráAust- urvelli SAMTÖK herstöðvaandstæð- inga efna til útii'undar á Aust- urvelli miðvikudaginn 30. mars kl. 17. Fundurinn er haldinn til þess að minnast þess að þá verða 45 ár liðin frá þeim atburðum sem urðu við Alþingishúsið þegar íslendingar gengu í Norður-Atl- antshafsbandalagið. Dagskrá fundarins verður sem hér segir: Erlingur Gíslason leikari les ljóð, Gunnar Karlsson prófessor flytur ávarp, borin verður upp ályktun fundarins og fjöldasöngur (Land míns föð- ur). Fundarstjóri verður Anna Olafsdóttir Björnsson, þingkona Kvennalistans. Ný hljómflutningsstæba úr POWER PLUS línunni frá Pioneer barnið nærist á áðurnefndum vökvum að vild af pela eða móður- mjólk á nóttunni. Hættan vex með aldrinum því það tekur smá tíma að vinna á tönnunum, jafnframt því sem bakteríunum fjölgar í munninum. Tannskemmdir af þessum sök- um eru vel þekktar (nursing cari- es) því þær myndaákveðið munst- ur í munninum. Á þrennan hátt kemur náttúran vel til móts við okkur 5 þessum efnum. í fyrsta lagi kemur fyrsta tönnin, að með- altali, ekki í munninn fyrr en um 6-7 mánaða aldurinn. I öðru lagi hafa 7-8 mánaða gömul börn mjög gott lag á því að drekka úr stútkönnu. Þegar hefur verið minnst á þriðja þáttinn, en hann er sá að þörfin á næturgjöfunum minnkar snarlega á þessum aldri. Þorsta er best að svala með vatni. Hér hefur aðeins verið minnst á einn þátt, lítt þekktan meðal almennings, sem er hættulegur tönnum barna okkar. Eru þá ónefndir mikilvægir þættir s.s. mataræði, munnhirða, lyfjagjafir o.fl. Æskilegast er að fyrsta heim- sókn barnsins til tannlæknis felist fyrst og fremst í því, að fræða foreldrana um það hvernig þeir geti komið í veg fyrir að tennur barns þeirra skemmist. Höfundur er tannlæknir. N-50 samstæoan býour - Karaoke kerfi 2 x 50 W RMS umhverfismagnara (surround) ^** 3ja óra ábyrgb ^— ¦ Fullkominn geislaspilara Útvarp -¦- Tvöfalt segulbandstæki -*- Fjarstýringu Verð 66.655,- eða 59.990,- stgr AKy¦"-¦-• -'- :-'- ;i:- - l ¦ » VERSLUNIN Umboösmenn um líind allt : HV^RFISGPTU 103 : SÍMI 625999

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.