Morgunblaðið - 30.03.1994, Side 15

Morgunblaðið - 30.03.1994, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1994 15 • • Oflugt starf iiinan Alþjóða- þingmannasambandsins eftir Geir H. Haarde í lok mars var haldið í París reglu- legt þing Alþjóðaþingmannasam- bandsins, Inter-Parliamentary Uni- on, en þar eiga sæti fulltrúar yfir 120 þjóðþinga. Helstu leiðtogar í frönskum stjórnmálum heiðruðu þingið með nærveru sinni og Mitter- rand forseti, Balladur forsætisráð- herra og Chirac borgarstjóri í París ávörpuðu þingfulltrúa. Alþjóðaþingmannasambandið, sem er 105 ára á þessu ári, er elsti alþjóðlegi samstarfsvettvangur á sviði stjórnmála sem starfandi er. Fulltrúar Alþingis hafa sótt þing sambandsins um áratuga skeið. Þeir alþingismenn sem sóttu þingið að þessu sinni voru Einar K. Guðfinns- son, Gunnlaugur Stefánsson og Olafur Þ. Þórðarson auk greinarhöf- undar. Þessari grein er ætlað að veita lesendum örlítinn fróðleik um Alþjóðaþingmannasambandið og störf þings þess í París. Deilt á Breta og Frakka A þingum sambandsins eru að jafnaði samþykktar þrjár megin- ályktanir um mikilvæg alþjóðleg málefni. í París var m.a. ályktað í ítarlegu máli um hvernig beita mætti Sameinuðu þjóðunum til að koma í veg fyrir átök, um umhverfismál og um stöðu samningsins til að koma í veg fyrir útbreiðslu kjamorku- vopna. Venju samkvæmt voru einnig almennar umræður um stöðu heims- mála. Þá samþykkti ráð sambands- ins, sem er æðsta stofnun þess, m.a. sérstaka yfirlýsingu um hvernig staðið skuli að fijálsum, lýðræðisleg- um kosningum. Þótti það mikilvægt framlag og gagnlegt ýmsum þeim ríkjum sem lítt þekkja til slíks. Gunnlaugur Stefánsson gagn- rýndi í ræðu á þinginu harðlega áform Breta um endurvinnslustöðina í Sellafield og vakti ræða hans at- hygli bresku þingmannanna. Áttu Gunnlaugur og Oli Þ. Þórðarson síð- an fund með fulltrúa þeirra, Lindsay lávarði, til að ræða þetta mál frek- ar. Má gera ráð fyrir frekari upplýs- ingaskiptum í kjölfarið. Einar K. Guðfinnsson fjallaði í ræðu sinni m.a. um GATT-samkomulagið og fór hörðum orðum um nýlegar aðgerðir Frakka til að hefta fiskinnflutning. Margþætt starfsemi í nafni Alþjóðaþingmannasam- bandsins er hverju sinni unnið að margvíslegum málefnum er varða alþjóðleg deilumál eða framþróun lýðræðis í heiminum. T.d. hefur sér- stök nefnd þingmanna frá sex lönd- um unnið að því undanfarin misseri í samstarfi við Sameinuðu þjóðirnar að reyna að greiða fyrir lausn Kýpur- deilunnar sem hefur verið í hnút síð- ustu tvo áratugi. Þá hefur verið unnið að áætlun um hvernig auka megi hlut kvenna í stjórnmálum svo eitthvað sé nefnt. Sérstök áætlun um það efni var samþykkt nú í Par- ís. Kosningaeftirlit víða um heim er einnig fastur liður í starfseminni og var t.d. sendinefnd þriggja þing- manna nýverið við slík störf í E1 Salvador. Sambandið hefur einnig ákveðið að senda í sumar nefnd þriggja þing- manna til fyrrverandi lýðvelda Júgó- „Sambandið hefur einn- ig ákveðið að senda í sumar nefnd þriggja þingmanna til fyrrver- andi lýðvelda Júgóslav- íu til að kynna sér að- stæður þar, ekki síst með tilliti til mannrétt- indabrota, og kanna með hvaða hætti sam- bandið getur orðið að liði í uppbyggingar- starfi sem við tekur að loknu stríðinu í Bosn- íu.“ slavíu til að kynna sér aðstæður þar, ekki síst með tilliti til mannrétt- indabrota, og kanna með hvaða hætti sambandið getur orðið að liði í uppbyggingarstarfí sem við tekur að loknu stríðinu í Bosníu. í sendi- nefndina voru valdir þingmenn frá Argentínu og Ástralíu auk greinar- höfundar, sem hefur á þessu og síð- asta ári verið formaður í hópi þing- manna vestrænna ríkja innan sam- bandsins. Nýr forseti kjörinn í haust Núverandi forseti Alþjóðaþing- mannasambandsins, Bretinn Sir. Michael Marshall, lætur af störfum í Kaupmannahöfn eftir þijú ár í starfi. Þegar er vitað af tveimur Geir H. Haarde í ræðustól á þingi Alþjóðaþingmannasambandsins. frambjóðendum í forsetaembættið, Gabriel Valdes Subercaseaux, for- seti öldungadeildar þingsins í Chile, og Ahmed Fathy Sorour, forseta þjóðþings Egyptalands. Valdes er kristilegur demókrati, fyrrum utan- ríkisráðherra lands síns og aðstoðar- framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna. Hann er þó ekki síst kunnur heima fyrir vegna andstöðu við stjórn Pinochets, en hann var tvíveg- is fangelsaður á valdatíma hennar. Sorour á að baki langan feril sem fræðimaður og lagaprófessor auk þess að hafa verið háttsettur stars- maður hjá UNESCO, menningar- málastofnun SÞ. Báðir þessir menn eru fulltrúar hófsemdarafla í heima- löndum sínum og hvor um sig myndi sóma sér vel sem forseti sambands- ins. Þess má geta til gamans að fram kom í samtali mínu við Valdes að hann þekkir vel til fyrirtækisins Fri- osur, samstarfsaðila Granda hf. í Chile, og forsvarsmanna þess og var kunnugt um samstarf Friosur og Granda. Höfundur er formaður Islands- deildar Alþjóðaþingmanna- sambandsins. Útifund- ur á Aust- urvelli SAMTÖK heírstöðvaandstæð- inga efna til útifundar á Aust- urvelli miðvikudaginn 30. mars kl. 17. Fundurinn er haldinn til þess að minnast þess að þá verða 45 ár liðin frá þeim atburðum sem urðu við Alþingishúsið þegar íslendingar gengu í Norður-Atl- antshafsbandalagið. Dagskrá fundarins verður sem hér segir: Erlingur Gíslason leikari les ljóð, Gunnar Karlsson prófessor flytur ávarp, borin verður upp ályktun fundarins og fjöldasöngur (Land míns föð- ur). Fundarstjóri verður Anna Olafsdóttir Björnsson, þingkona Kvennalistans. Karíus og Baktus vaka á nóttunni eftir Margréti Rósu Grímsdóttur Tannlæknar vilja að fyrsta heimsókn barnsins til þeirra sé um eins árs aldurinn. Hvers vegna í ósköpunum, spyija margir. Þýðir nokkuð að tjónka við börnin hvort eð er fyrr en þau eru þetta 3 til 4 ára? Skemmast tennurnar í svona litlum börnum? Svarið er sorglegt. Já, því miður er allt of mikið um skemmdar tennur í þetta ungum börnum. En hvers vegna skemmast tennurnar og hvenær byija þær að skemmast? Bakter- íurnar þurfa sykur til þess að geta skemmt tennurnar. Sykur leynist nær alls staðar, ekki bara í sæl- gæti og gosdrykkjum. Meira að segja er töluverður sykur í mjólk- inni sem kallast mjólkursykur og er móðurmjólkin sætari en kúa- mjólkin. Við vitum öll að móðurmjólkin (þurrmjólkin þar sem ekki er völ á móðurmjólkinni) er það besta sem við getum gefið börnunum okkar fyrstu 6-8 mánuði ævinn- ar. Þennan tíma þurfa flest börn að nærast mjög oft á sólarhring, einnig á nóttunni. Sem betur fer lengist alltaf næturdúrinn og þar af leiðandi fækkar á næturgjöfun- um. Það eru einmitt þessar nætur- gjafir mjólkur, svo ekki sé minnst á allskyns safa og aðra sykraða drykki, sem eru hættulegar tönn- unum eftir að þær koma í munn- inn. Ástæðan er sú að það skrúf- ast nær alveg fyrir munnvatns- rennslið okkar þegar við sofnum. En munnvatnið er einn af varnar- þáttunum gegn Karíusi og Bakt- usi. Þessir óvinir okkar hafa því næga fæðu og starfa óáreittir ef „Bakteríurnar þurfa sykur til þess að geta skemmt tennurnar.“ barnið nærist á áðurnefndum vökvum að vild af pela eða móður- mjólk á nóttunni. Hættan vex með aldrinum því það tekur smá tíma að vinna á tönnunum, jafnframt því sem bakteríunum fjölgar í munninum. Tannskemmdir af þessum sök- um eru vel þekktar (nursing cari- es) því þær mynda_ákveðið munst- ur í munninum. Á þrennan hátt kemur náttúran vel til móts við okkur í þessum efnum. í fyrsta lagi kemur fyrsta tönnin, að með- altali, ekki í munninn fyrr en um 6-7 mánaða aldurinn. I öðru lagi hafa 7-8 mánaða gömul börn mjög gott lag á því að drekka úr stútkönnu. Þegar hefur verið minnst á þriðja þáttinn, en hann er sá að þörfin á næturgjöfunum minnkar snarlega á þessum aldri. Þorsta er best að svala með vatni. Hér hefur aðeins verið minnst á einn þátt, lítt þekktan meðal almennings, sem er hættulegur tönnum barna okkar. Eru þá ónefndir mikilvægir þættir s.s. mataræði, munnhirða, lyfjagjafir o.fl. Æskilegast er að fyrsta heim- sókn barnsins til tannlæknis felist fyrst og fremst í því, að fræða foreldrana um það hvernig þeir geti komið í veg fyrir að tennur barns þeiira skemmist. Höfundur er tannlæknir. Ný hljómflutningsstæða úr POWER PLUS línunni fró Pioneer I&- N-50 samstæ&an býóur 50 W RMS umhverfismagnara (su s" ! ía.-; Útvarp —- Tvöfalt segulbandstæki ♦ Fjarstýringu ábyrgö Fullkominn geis Verð 66.655.- eða 59.990,- stgr Umboðsmenn um l ind allt f§§§ HVERFISGOTU 103 : SiMI 62S999

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.