Morgunblaðið - 30.03.1994, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1994
STORSIGUR HÆGRIAFLANNA I ÞINGKOSNINGUNUM A ITALIU
Efast um getu sigurveg-
aranna til að mynda stjóm
Occhetto kennt um ósigur vinstriafla og forystuferli hans hugsanlega lokið
Róm. Reuter.
Sig’urfréttirnar
ÍTÖLSKU dagblöðin gerðu að
sjálfsögðu vel við stórsigur Ber-
lusconis og hægriflokkanna í sér-
stakri kosningaútgáfu. Eitt blað-
anna, La Voce, birti eins og sjá
má mynd af Berlusconi með höf-
uð heista andstæðingsins, Achille
Occhettos, í hendinni.
FJÖLMIÐLAKÓNGURINN Silvio Berlusconi og kosningabandalag
hans, Frelsisbandalagið, vann hreinan meirihluta í fulltrúadeild ítalska
þingsins í kosningunum á sunnudag og mánudag og vantar fáa menn
upp á meirihluta í öldungadeildinni. Nýfasistum, sem stóðu að Frelsis-
bandalaginu ásamt flokki Berlusconis, Áfram Italia, og Norðursam-
bandinu, vegnaði vel en ósigurinn var að sama skapi sár fyrir höfuð-
andstæðing bandalagsins, Framfarabandalagið, samfylkingu vinstri-
manna undir forystu Achille Occhettos. „Hægrimenn sigruðu en þeir
munu reynast ófærir um að mynda saman ríkisstjórn," sagði Occhetto
í gær og ýmislegt bendir til, að hann geti reynst sannspár. Grunnt
hefur verið á því góða milli þeirra Berlusconis og Umbertos Bossis,
leiðtoga Norðursambandsins, þrátt fyrir samstöðuna í kosningunum
og í gær blossaði ágreiningur þeirra upp að nýju.
Sigur Berlusconis, sem hóf bein
stjórnmálaafskipti fyrir rúmum
tveimur mánuðum, er einstæður í
ítalskri og jafnvel evrópskri stjórn-
málasögu en sjálfur komst hann á
þing fyrir kjördæmi í Róm þar sem
hann sigraði frambjóðanda vinstri-
manna, Luigi Spaventa, fráfarandi
fjárlagaráðherra. Það var löngun ít-
alskra kjósenda til að segja skilið
við spillta stjómmálafortíð, sem
tryggði Berlusconi og Frelsisbanda-
laginu sigurinn en örlagadísirnar
léku hins vegar umbótamanninn
Mario Segni heldur grátt. Hann átti
manna mestan þátt í að bijóta upp
gainla flokkakerfið og koma á ein-
menningskjördæmakerfi að hluta en
í kosningunum beið hann ósigur fyr-
ir frambjóðanda nýfasista í bænum
Sassara á Sardiníu. Hann kemst þó
á þing sem uppbótarmaður eða í
gegnum gamla hlutfallskosninga-
kerfið, sem hann vildi feigt.
Stjórnarmyndun komin undir
Bossi
I gær beindist athyglin að hugs-
anlegri stjórnarmyndun flokkanna,
sem stóðu að Frelsisbandalaginu, en
Bossi lýsti strax yfir, að Berlusconi,
eigandi fjórða stærsta einkafyr-
irtækis á Italíu, gæti ekki orðið for-
sætisráðherra. „Hann hefur allt of
mikilla hagsmuna að gæta, það yrði
um að ræða hagsmunaárekstur dag-
lega,“ sagði Bossi, sem kvaðst einn-
ig efast um, að hann gæti staðið að
Occhetto Bossi
stjórn með nýfasistum. Bossi og
Gianfranco Fini, leiðtogi nýfasista,
eru engir vinir enda baráttumál
flokkanna gjörólík. Norðursamband-
ið vill sambandsríkjafyrirkomulag
að svissneskri fyrirmynd en nýfasist-
ar vilja sterka miðstjórn. .Sumir
spáðu því í gær, að fljótlega yrði
efnt til nýrra kosninga á Ítalíu en
aðrir voru bjartsýnir á, að Berlusc-
oni, Bossi og Fini næðu saman.
Sögðust þeir vissir um, að Bossi léti
freistast frammi fyrir ráðherrastóln-
um og þeim völdum, sem honum
fyigja.
Spilaði upp í hendur
Berlusconi
Stjórnmálaskýrendur á Ítalíu eru
sammála um, að sigur Berlusconis
sé einstæður en hann kom inn í
pólitíkina fyrir rúmum tveimur mán-
uðum í því skyni að bægja burt því
sem hann kallaði „hættu á valda-
töku“ vinstrimanna.
Á þeim tíma bentu skoðanakann-
anir til að kosningabandalag vinstri-
/Á Havintolkrlusconi
/ «ÍÍéWnxi
iminvmm
Vittoria
larmvaCamero
Reuter
ÚRSLIT KOSNINGANNA
Skipting þingsæta í efri og neðri deild þingsins
NEÐRIDEILDIN (630sæti)
Frelsisbandalagið (hægri) 366
Framfarabandalagið (vinstri) 213
(talskur sáttmáli (miðfl.) 46
Aðrir 5
EFRIDEILDIN (315sæti)
Frelsisbandalagið 155
Framfarabandalagið 122
ítalsjcur sáttmóli 31
Aðrir 7
REUTER
aflanna, Framfarabandalagið,
myndi vinna afgerandi sigur. Komm-
únistar eða lýðræðislegir vinstri-
menn, eins og þeir heita nú, eygðu
loksins von um að komast til valda
og forsætisráðherra þeirra hefði orð-
ið Achille Occhetto. Hann tapaði og
óvíst er, að hann fái annað tækifæri
sem forystumaður vinstriaflanna.
Er ástæðan meðal annars sú, að
sumir kenna honum um að hafa
greitt götu hægrimanna með allt of
róttækri vinstristefnu og með því
að taka undir með Berlusconi um
að stríðið stæði á milli vinstri og
hægri. Talið er, að hugsanlegur eft-
irmaður Occhettos verði aðstoðar-
maður hans, Massimo D’Alema,
fyrrverandi ritstjóri L’Unita.
Auðjöfur og fjölmiðlakóngur sneri á andstæðingana
Glæsilegur sigur
Berlusconis í höfn
SILVIO Berlusconi hefur verið nefndur „Ross Perot Ítalíu“.
Bandaríkjamaðurinn og ítalinn eru báðir milljarðamæringar sem
byrjuðu með tvær hendur tómar. Þeir boða einfalda stefnu;
dyggð vinnusemi, hörku í fjármálum og frjálst einkaframtak.
Báðir hristu þeir upp í flokkakerfinu í heimalandi sínu og eru
vinir, eiga báðir sumarhús á Bermuda-eyjum. Er kemur að
árangri þeirra í stjórnmálum skilur á milli; Ross Perot hlaut
ekki kosningu en Berlusconi stendur uppi sem sigurvegari ít-
ölsku þingkosninganna. Árangurinn er ótrúlegur, á aðeins rúm-
um þremur mánuðum hefur fjölmiðlajöfurinn náð að sópa til
sín fylgi, ekki síst fyrir tilstilli fjölmiðla sinna, og fátt. virðist
nú geta komið í veg fyrir að Berlusconi verði næsti forsætisráð-
herra Ítalíu.
Árangur Berlusconis er merki-
legur m.a. fyrir þá sök að hann
hefur mætt fyrirlitningu andstæð-
inga sinna, þrátt fyrir gott gengi
klámstjarna og fótboltahetja í
stjórnmálum. Berlusconi hefur ver-
ið kallaður „Sua Emittence", sem
hljómar eins og „hans hágöfgi“ en
þýðir í raun og veru „yðar Ijósvík-
ingur“.
Silvio Berlusconi er 57_ ára og
sonur gjaldkera í banka. I bama-
skóla vann hann sér inn aura með
því að gera heimaverkefni skóla-
systkinanna. Hann seldi ryksugur
og starfaði sem söngvari á
skemmtiferðaskipum jafnhliða
mennta- og háskólanámi.
Berlusconi lauk laganámi árið
1961 og haslaði sér völl í bygging-
ariðnaðinum. Hann sló lán fyrir
öllum framkvæmdum, sem fólust
aðallega í byggingu úthverfa
Mílanóborgar. A áttunda áratugn-
um hratt hann af stað nokkrum
svæðissjónvarpsstöðvum, sem urðu
grundvöllur þriggja stórra sjón-
varpsstöðva á landsvísu. Um 45%
ítalskra sjónvarpsáhorfenda horfa
á stöðvar Berlusconis. Þá á hann
fyrirtæki í bóka-, blaða- og tíma-
ritaútgáfu, auglýsingastofur og
stórmarkaði. Fjölmiðlaveldi hans
er nú það stærsta í Evrópu.
Lágvaxinn og þunnhærður
Berlusconi er ekki mikið fyrir
augað, lágvaxinn og hárið hefur
þynnst verulega. Honum hefur þó
engu að síður, með dyggri aðstoð
sérfræðinga sem hafa af því at-
vinnu að búa til ímynd manna,
tekist að skapa sér sérstaka ímynd.
Lögð hefur verið áhersla á það
hvernig hann komst í álnir af eig-
Reuter
Glaðbeittur sigurveg’ari
LEIKRÆNIR tilburðir, tilfinningasemi og heiðarleiki Silvios Berlusc-
onis höfðuðu til ítölsku þjóðarsálarinnar.
in rammleik og þess gætt að hann
stigi engin feilspor í kosningabar-
áttunni.
Berlusconi býr í glæsihýsi
skammt fyrir utan Mílanó og byij-
ar daginn á sundspretti í innanhús-
laug sinni, sem er umkringd ótal
sjónvarpsskjám. Árið 1986 keypti
hann knattspyrnuliðið AC Milan
og vann ötullega að því að gera
það að stórliði sem er nánast ósigr-
andi. Kemur Berlusconi gjarnan á
leiki liðsins í blárri og hvítri þyrlu
og gengur fyrir trylltum áhang-