Morgunblaðið - 30.03.1994, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.03.1994, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1994 HAFNARFJARÐARKIRKJA: Kyrrðarstund kl. 12 á hádegi og léttur hádegisverður í safnaðarat- hvarfinu, Suðurgötu 11, að stund- inni lokinni. SAUÐÁRKRÓKSKIRKJA: Hjálp- ræðisherinn er með samkomu í kirkjunni páskadag kl. 17. Fjöl- mennur hópur frá Reykjavík og Akureyri flytur söng, tónlist og ræðu. SKIPIN REYKJAVÍKURHÖFN: í fvrra- dag kom Arni Friðriksson úr leið- angri. I gær komu til löndunar Freyja, Súlnafell EA, og Klakk- ur. Múlafoss og Heiðrún komu og fóru samdægurs. Þá fór Akureyin. í dag kemur Arnarfell og danska herskipið Triton. HAFNARFJARÐARHÖFN: í fyrrakvöld fór súrálsskipið Vanri frá Straumsvík til útlanda. Þá kom Svanur og fór aftur í gær og Hof- sjökull fór á strönd. Ánso Mölga- ard kom til löndunar. Jón Gunnar Árnason 1931-1989. arskrá brá listamaðurinn upp mynd af því sem hann taldi sig hafa gert best næstu tuttugu árin á undan, 1964-83. Mörg þeirra verka hafa ratað á sýninguna í Listasafninu, en þó ekki öll; sum eru staðbundin, önnur tímabundin í eðli sínu. Þvi er ljóst að hér hef- ur tekist vonum framar að bregða upp skýrri mynd af listsköpun Jóns Gunnars með svipuðum áherslum og hann hefði sjálfur valið, og reynt að greina hana með tilvísun til samtímalistar og þeirra hugmynda um alheiminn, sem listamaðurinn skildi eftir sig. Einn er þó sá þattur í lífsstarfí Jóns Gunnars Árnasonar sem - kemur aðeins að litlu leyti fram hér en ekki má gleymast, en það er þáttur hans í listuppeldi næstu kynslóðar íslenskra myndhöggv- ara. Ásamt Ragnari Kjartanssyni átti Jón Gunnar öðrum fremur þátt í að brúa bil frumheijanna í j. íslenskri höggmyndalist og þeirra, i sem nú eru starfandi á þeim vett- vangi. Hann kenndi um árabil í höggmyndadeild Myndlista- og handíðaskóla íslands, og stóð ásamt Ragnari í að koma af stað fyrstu höggmyndasýningunni á Skólavörðuholti 1967; sú sýning og aðrar sem fylgdu í kjölfarið boðuðu nýja tíma í höggmyndalist hér á landi, og þeir tímar standa enn. - Það var því mikið áfall fyr- ir íslenska myndlistasögu þegar þessir „brúarsmiðir“ féllu frá, langt fyrir aldur fram, Ragnar Kjartansson í október 1988 og Jón Gunnar Árnason 21. apríl 1989. Yfirlitssýningin í Listasafni ís- þands á verkum Jóns Gunnars Árnasonar, „Hugarorka og Sól- stafir“, stendur til 8. maí, og hana má enginn listunnandi hér á landi láta fram hjá sér fara. Listasjóður Gísla Sigurbjörnssonar Arni Kristjáns- son hlýtur styrk ÁRNI Kristjánsson, tónlistarmaður og þýðandi, hlaut 250.000 kr. styrk úr Listasjóði Gísia Sigurbjörnssonar, fyrrum forstjóra elliheim- ilins Grundar, á laugardag. Gísli, sem er nýlátinn, stofnaði sjóðinn fyrir um 10 árum til að styrkja aldraða listamenn. Stjórn sjóðsins skipa þau Gunnar Kvaran, sellóleikari, Elín Sigurvinsdóttir, söng- kona, Gísli Magnússon, píanóleikari, og Gunnar Eyjólfsson, formaður. Gísli Magnússon sagði að nokkr- um sinnum hefði verið úthlutað úr sjóðnum. Hins vegar hefði verið tek- ið nokkurt hlé áður en veitt hafi verið úr honum að 'nýju. „Árni er sem píanóleikari og tónlistarmaður einn af stórbrotnustu listmönnum okkar og hefur unnið mikið starf við gíanóleik og kennslu í gegnum árin. Á síðustu árum hefur hann hins vegar unnið við skriftir, þýtt bækur, t.d. ævisögu Bachs og bréf Mozarts, og nú er hann að vinna að bók um Beethoven. Styrkurinn á að hjálpa honum í þessu starfi,“ sagði Gísli m.a. þegar rætt var við hann. Vildi vera incognito Sjálfur sagði Árni að sér þætti styrkurinn mikill heiður og hann væri afar þakklátur fyrir hann. „Ég hef áður notið velvilja Gísla Sigur- björnssonar eftir að elli kerling fór að vitja mín. Hann var mesta val- menni og lagði gömlu fólki lið. Styrkti fólk til starfa og athafna. Vildi endilega hjálpa þeim sem voru enn vinnufærir að sinna sínum hugð- arefnum. Ég hef gert það, þýtt tón- listarmannabréf og þess háttar. En ég er ekki sá fyrsti sem nýtur styrks úr sjóði Gísla. Um Gísla vildi ég Iíka segja að hann vildi aldrei koma per- sónulega fram. Heldur vera incogn- ito og gera öðrum gott,“ sagði hann. Árni var kennari og skólastjóri við Tónlistarskóla Reykjavíkur um árabil. Eftir það gegndi hann starfi tónlistarstjóra í Ríkisútvarpinu í um 15 ár ásamt kennslu. Éiginkona hans er Anna Steingrímsdóttir. ÍO páskaliljur kr. 695,- 5"7páskaliljur,blandaðir páskavendir kr. Páskaliljur í pottum 195,- Opið um páskana: Skírdag 9-21 Páskadag lokað Föstudag lokað Annan I páskum 9-21 Laugardag 9-21 Morgunblaðið/Kristinn VIÐ afhendingu viðurkenningarinnar. Efri röð (f.v.): Gunnar Kvaran sellóleikari, Guðrún dóttir Gísla Sigurbjörnssonar, Gunnar Eyjólfsson formaður sjóðsstjórnar, og Gísli Magnússon píanóleikari. Fremri röð: Helga Björnsdóttir ekkja Gísla, Árni Kristjánsson tónlistarmað- ur og þýðandi, og Anna Steingrímsdóttir eiginkona hans. HELGA Björnsdóttir, Árni Kristjánsson og Anna Steingrímsdóttir á Hótel Borg. Þar var styrkurinn afhentur á laugardag. Úrvals páskaliljur úr eigin rœktun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.