Morgunblaðið - 11.05.1994, Síða 6
MORGUNBLAÐIÐ
»
6 MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1994
BORGARSTJÓRNARKOSNINGARNAR
i
Borgarstjóri
bankar upp á
ÁRNI Sigfússon borgarstjóri
hefur undanfarna daga heimsótt
vinnustaði, stofnanir og heimili
í hverfum Reykjavíkur, til dæmis
í vesturbæ, Grafarvogi og Breið-
holti. Aðrir frambjóðendur Sjálf-
stæðisflokksins eru einnig á ferð-
inni um borgarhverfin og heim-
sækja heimili, vinnustaði og
stofnanir. Árni borgarstjóri hef-
ur sett sér að fara í öll hverfi
borgarinnar og hitta sem flesta
að máli. Svo virðist einnig sem
borgarbúar vilji tala við borgar-
stjórann og hefur þurft að fjölga
viðtalstímum hans í Ráðhúsi
Reykjavíkur vegna margra óska
um viðtöl. í dag mun borgarstjór-
inn ætla að fara í verslanir og
hús í nýja miðbænum.
í gær var Árni Sigfússon í
Árbæjarhverfi og kom þar bæði
á vinnustaði í iðnaðarhverfinu,
í verslanir og bankaði upp á í
nokkrum heimilum. Fæstir
þeirra, sem Árni heimsótti,
höfðu áður rætt við borgar-
stjóra Reykjavíkur í eigin per-
sónu. Fólki kom þessi heimsókn
þægilega á óvart og var ekki
annað að sjá og heyra en að
þetta framtak mæltist vel fyrir,
eða eins og ein frúin sagði: „Það
var virkilega sætt af honum að
líta við!“ Blaðamaður og yós-
myndari fylgdust með þegar
borgarsljóri vísiteraði nokkur
heimili í Álakvísl á sjöunda tím-
anum í gær.
Það var ekki laust við að fólk
yrði undrandi þegar það lauk
upp dyrum og sá hver var kom-
inn í heimsókn. Til dyra komu
mæður með börn á handleggn-
um, unglingar, eldri og yngra
kjósendur og margir sem enn
hafa ekki náð þeim eftirsótta
aldri.
Árni kynnti sig og sagðist
vera kominn í þeim tilgangi að
minna á sig fyrir komandi kosn-
ingar. Hann afhendi lítinn pésa
um málefni hverfisins og barm-
merki. Þar sem enginn var
heima skildi hann eftir bréf.
Sumir notuðu tækifærið og
ræddu borgarmálefni við Árna.
Hjá íbúum í Álakvísl voru ofar-
lega á baugi skólamál hverfis-
ins, einsetning skóla og ýmis
aðstaða fyrir íbúana, til dæmis
bætt íþróttaaðstaða í Ártúns-
holtinu.
Alakvísl 62 Helga Sigurðardóttir, húsmóðir í Álaþvísl 62, kom til dyra ásamt fjórum
dætrum sínum. Hafdís Gunnarsdóttir heldur á Sædísi Evu Oðinsdóttur og fynr aftan er Hildur
Gunnarsdóttir með Lindu Hrönn Óðinsdóttur. Það fór vel á með þeim Helga og Árna, þau ræddu
um börnin og skólann í hverfinu. „Mér fannst gott að fá Árna hingað í gættina. Þetta er mjög
persónuleg kynning og gaman að sjá borgarstjórann," sagði Helga.
Morgunblaðið/Kristinn
Alakvísl. 34 „Mér finnst hann nú vera búinn að koma
í heimsókn, eftir að hafa séð hann í sjónvarpinu," sagði Bjarn-
ey Guðmundsdóttir í Álakvísl 34. „Ég vona að hann sé bara
venjulegur maður, eins og mér virðist hann vera. Ég.vildi koma
því á framfæri að við fengjum körfuboltavöll hér í Ártúnsholt-
ið, svo strákarnir þurfi ekki að fara alla leið upp í Árbæ.“
i
í
i
I
I
I
I
i
I
Alakvísl 52 í Álakvísl 52 komu til dyra, þau Guðný
Nanna Þórsdóttir og Helgi Stefán Ingibjörnsson. „Ég varð svo-
lítið hissa, maður er ekki vanur að sjá borgarstjórann í dyrun-
um,“ sagði Helgi Stefán. Guðný Nanna er ekki búin að fá kosn-
ingarétt en Helgi Stefán kýs í fyrsta sinn í vor. Hann sagðist
hafa velt kosningunum talsvert fyrir sér og vera búinn að gera
upp hug sinn.
Atvinnumál sett á oddinn í stefnuskrá R-listans ásamt skólamálum og ábyrgð borgarstjóra
Afl borgarinnar nýtt
til að skapa ný störf
og eigi þau að
tengjast lang-
tímastefnumörk-
un í atvinnumál-
um. Þá stefnir
R-listinn að því
að útvega rúm-
lega helmingi
þeirra skóla-
nema sem koma
út á vinnumark-
aðinn í sumar
störf, eða um
5-6.000 nem-
um.
í stefnu-
skránni er gert
ráð fyrir því að
stofnaður verði
atvinnuþróunar-
sjóður til að
skapa framtíðar-
störf og að sett
verði á laggirnar
„útungunarstöð"
Morgunblaðið/Sverrir
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir og R-listinn selja atvinnumálin á
oddinn í stefnuskrá listans í borgarsijórnarkosningunum.
R-listinn
hyggst setja
reglur um fram-
kvæmdir á veg-
um borgarinnar
þar sem skýrt
verði kveðið á
um það hvernig
staðið skuli að
- frumathugun,
áætlanagerð,
verklegum fram-
kvæmdum og
mati á þeim
framkvæmdum.
Þá verði settar
ákveðnar reglur
um útboð og inn-
kaup á vegum
stofnana og
fyrirtækja borg-
arinnar, fjármál
borgarsjóðs end-
urskoðuð og í
framhaldi af því
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir,
borgarstjóraefni R-listans, kynnti
stefnuskrá listans fyrir borgar-
stjórnarkosningarnar á fundi með
blaðamönnum í gær. R-listinn
setur atvinnumálin á oddinn og
ætlar að knýja fram umskipti í
þeim með því að nýta afl borgar-
innar til þess að skapa störf.
Önnur meginmál eru og skólamál
og ábyrgð borgarstjómar.
Stefnuskráin er afrakstur funda-
raðar og málefnahópavinnu sem
staðið hefur í nokkrar vikur og fjöl-
margir hafa komið að, að því er
fram kom á fundinum í gær.
Stefnuskráin fjallar um atvinnu-
mál, félagslega þjónustu, skóla- og
dagvistarmál, stjórnkerfi og lýð-
ræði, um fjármál borgarinnar,
menningarmál, umhverfis- skipu-
lags og umferðarmál, og æskulýðs-
og íþróttamál og er það plagg sem
R-lstinn mun vinna eftir á komandi
kjörtímabili, að sögn Ingibjargar.
6-700 störf í sumar
Ingibjörg segir að atvinnumálin
hljóti að vera sett á oddinn, þó
ekki sé vegna annars en þeirrar
staðreyndar að nú séu 3.400 manns
atvinnulaus í Reykjavík. R-listinn
ætlar strax í sumar að vera með
sérstök átaksverkefni og skapa
6-700 störf fyrir þá sem lengst
hafa verið atvinnulausir. Verkefnin
muni hafa innihald, ekki verði um
neina atvinnubótavinnu að ræða,
fyrir ný smáfyrirtæki. Þá verði
húsnæði, ráðgjöf og aðstaða látin
í té frumkvöðlum sem vilji spreyta
sig við atvinnusköpun. Þá verði
viðhaldsverkefni á vegum borgar-
innar aukin og jafnvel stofnaður
viðhaldssjóður fyrir borgarbúa sem
þeir geta sótt um lán fil.
fjárhagsáætlun borgarinnar einmg.
Markmið R-listans í dagvistar-
málum miðast að því að taka á
þeim vanda sem við blasir í dag-
vistarmálum en nú eru um 2.300 {
börn á biðlistum, að sögn Ingi-
bjargar. R-listinn vill byija á því .
að gera heildarúttekt á dagvistar-
þörfínni vegna þess hve erfitt sé
að átta sig á henni eins og ástand-
ið er í dag.
Grunnskólar einsetnir
Biðlistum þessum hyggst R-list-
inn eyða í þremur áföngum: Öll
börn þriggja ára og eldri fái þá I
dagvistun sem foreldrar óáka fyrir
haustið 1995, öll börn tveggja ára
fyrir haustið 1996 og að fyrir lok |
kjörtímabilsins fái börn eldri en
eins árs þá dagvistun sem foreldrar
óska. Grunnskólar borgarinnar
verði einsetnir á 4-6 árum og í
því skyni verði á hveiju ári teknar
í notkun 25-30 kennslustofur.
Félagsmálastofnun
Ingibjörg nefndi einnig málefni I
Félagsmálastofnunar Reykjavíkur-
borgar, endurskoða þyrfti skipulag j
hennar og starfshætti. „Ekki síst '
vegna þess að biðlistar eru þar
langir eftir fyrsta viðtali. Við vitum
að sporin eru oft mjög þung hjá
fólki sem leitar á náðir Félagsmála-
stofnunar og það gerir það ekki
fyrr en í algert óefni er komið. Að
þurfa síðan að bíða í þijár vikur ,
til viðbótar eftir fyrsta viðtali við I
félagsráðgjafa er algjörlega ófull- '
nægjandi og það verður algjört
forgangsverkefni að afnema þenn- I
an biðlista,“ sagði Ingibjörg.