Morgunblaðið - 11.05.1994, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ
___________________FRÉTTIR____________________
Stórmeistararnir lágu á sögulegu helgarskákmóti
Morgunblaðið/Jóhann Þórir Jónsson
Teflt við tölvuna
HELGI Ólafsson, t.h., teflir við tölvuna, sem hafði betur í viður-
eigninni. Gegnt tölvunni situr Baldur Fjölnisson en hann aðstoð-
aði við taflið.
Kistanekki
hjá Skagfjörð
Enginn elztu starfsmanna fyrirtækis-
ins man eftir tilvist hennar
Tölva
vann
skákmót
TÖLVUFORRITIÐ M. Chess Genius
vann 44. helgarskákmót tímaritsins
Skákar, sem haldið var á Suðureyri
í samvinnu við taflfélagið þar í bæ.
Fékk tölvan 9 '/2 vinning af ellefu
mögulegum, en þetta er í fyrsta
skipti sem tölva vinnur skákmót hér
á landi.
Alls voru tefldar ellefu umferðir
á mótinu með hvatskákarsniði og
hafði hver keppandi 30 mínútur til
að ljúka skákinni. í 2.-3. sæti urðu
stórmeistararnir Helgi Ólafsson og
Hannes Hlífar Stefánsson, sem báð-
ir hlutu 8V2 vinning. Að sögn Jó-
hanns Þóris Jónssonar, ritstjóra
Skákar, var forritið M. Chess Genius
gert eins öflugt og hægt var fyrir
mótið og gat forritið valið á milli 2
milljóna skáka.
Einungis einn keppandi vann tölv-
una, alþjóðlegi meistarinn Sævar
Bjarnason, sem varð í 3.-5. sæti með
7‘/2 vinning. Gunnar Guðmundsson
og Guðmundur Halldórsson hlutu
einnig 7'/2 vinning.
Ungur Mosfellingur, Einar K. Ein-
arsson, gerði jafntefli við tölvuna,
en hann hlaut einnig unglingaverð-
laun ásamt þeim Sigurbirni Björns-
syni og Kjartani Guðmundssyni.
Sigurður Daníelsson náði bestum
árangri heimamanna en Magnús
Magnússon frá Akranesi náði best-
um árangri dreifbýlismanna. Öð-
lingaverðaun hlaut Sturla Pétursson
sem tefldi á Ólympíumótinu árið
1936 fyrir íslands hönd, þá 21 árs að
aldri.
EKKERT verður af fyrirhuguðu
tónleikahaldi bandarísku rokk-
hljómsveitarinnar Spin Doctors á
Listahátíð í Reykjavík í sumar.
Samkvæmt upplýsingum frá
breska umboðsfyrirtækinu TKO,
sem ráðgerði tónleika í Laugardals-
höll 18. júní nk., er stefnt að því
að hljómsveitin komi hingað til
lands í októbermánuði.
„ENGINN elstu starfsmanna Krist-
jáns Ó. Skagfjörð man eftir þessari
kistu og hún hefur sennilega aldrei
verið hér í fyrirtækinu. Ef svo hefði
verið, hefðu menn eflaust munað
eftir því,“ segir Jónína Jónsdóttir
forstjóri Kristjáns Ó. Skagfjörðs,
er Morgunblaðið spurðist fyrir um
dragkistu með um 40 málverkum
eftir Kristján Magnússon, sem son-
ur hans, Magnús Kristjánsson
hóteleigandi á Spáni, heldur fram
að eigi að vera í vörzlu fyrirtækis-
ins.
Steve Lewis, markaðsstjóri TKO
í Bretlandi, segir að eftir að Björk
Guðmundsdóttir hafi ákveðið að
standa með Smekkleysu s.m. hf.
að tónleikahaldi í Laugardalshöll
19. júní nk. í tengslum við 50 ára
afmæli lýðveldisins, hafi orðið ljóst
að ekki væri markaðslegur grund-
völlur fyrir stórum popptónleikum
tvo daga í röð.
Jónína segir að Magnús hafí
þrisvar sinnum komið í heimsókn í
fyrirtækið þeirra erinda að spyijast
fyrir um kistuna og hafi enginn
kannast við hana. Jónína er afkom-
andi stofnenda fýrirtækisins og
hefur verið gjörkunnug húsakynn-
um þess frá blautu barnsbeini.
Magnús telur að hann hafi haft
spurnir af kistunni árið 1972 og
þá fengið upplýsingar um að hún
væri geymd í húsakynnum fyrir-
tækisins. Jónína var þá 16 ára og
man ekki fremur en aðrir eftir
umræddri kistu.
Jónína sagði i samtali við Morg-
unblaðið, að hún hefði m.a. spurt
Magnús Kristjánsson, hvort hann
hafi vitneskju um hvað í kistunni
ætti að vesa, t.d. skrá yfir listaverk-
in, en hefur engin svör fengið. Jafn-
framt segir hún að Magnús hafi
tjáð sér, að hann hafi lítið sem ekk-
ert spurzt fyrir um, hvort hér hefðu
verið á markaði málverk eftir Krist-
ján Magnússon. Þannig virðist
hvorki tangur né tetur finnast af
umræddri kistu og innihaldi hennar.
Spin Doctors kemur ekki
AÐALFUNDUR
19. inaí 1994, kl. 17:15, Holiday Inn, Setrið
HLUTABRÉFASJÓÐUR VÍB HF.
1. Fundarsetning
2. Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár — Kristján Oddsson, formaður
3. Ársreikningur fyrir reikningsárið 1. maí 1993 til 30. apríl 1994
4. Önnur aðalfundarstörf sbr. 14. grein samþykkta félagsins
5. Afkoma og arður íslenskra fyrirtækja — Vilhjálmur Vilhjálmsson,
verðbréfamiðlun VIB
6. Önnur mál
Hluthafar eru hvattir til að mœta!
VlB
VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF.
• Aðili að Verðbréfaþingi íslands •
________Ármúla 13a, 155 Reykjavík. Sími 60 89 00. Myndspndir 68 15 26.
MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1994 9
Avaxtaðu
peningana þína
milli fjárfestinga
meb ríkisvíxlum
og ríkisbréfum
Þrisvar í hverjum mánuði fara fram
útboð á ríkisvíxlum og ríkisbréfum sem
allir geta tekið þátt í. Með ríkisvíxlum
og ríkisbréfum getur þú ávaxtað sparifé
þitt til skemmri tíma sem er tilvalið
ef þú þarft að brúa bilið milli ýmissa
fjárfestinga, t.d. húsnæðiskaupa, og
ávaxta peningana þína á traustan
hátt í millitíðinni.
Lánstími ríkisvíxla er 3,6 og
12 mánubir
Lánstími ríkisbréfa er 2 ár
Hafðu samband við verðbréfa-
miðlarann þinn eða starfsfólk
Þj ónustumiðstöðvar ríkisverðbréfa
og fáðu allar nánari upplýsingar um
útboð á ríkisvíxlum og ríkisbréfum.
ÞJONUSTUMIÐSTOÐ
RÍKISVERÐBRÉFA
Hverfisgötu 6, sími 91-626040