Morgunblaðið - 11.05.1994, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 11.05.1994, Qupperneq 10
10 MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Þjóðlegir menntskælingar LÝÐVELDISDAGUR var haldinn í Menntaskólan- um á Akureyri í gær og voru menntskælingar á þjóðlegu nótunum af því tilefni. Dagurinn hófst á sameiginlegri máltíð á heimavist og var boðið upp á hangikjöt og skyr. Síðan lá leiðin í Stefánslund þar sem haldnar voru ræður m.a. fjallkonunnar. Þá reyndu nemar með sér í íþróttum af ýmsu tagi, glímumenn komu fram og júdómenn, sitt í hvoru lagi og sameiginlega. Við lok lýðveldisdags- ins tóku nemendur og kennarar skólans höndum saman og mynduðu útlínur nýrrar byggingar sem framkvæmdir hefjast við síðar í sumar. Morgunblaðið/Rúnar Þór Messur GUÐSÞJÓNUSTA verður í Gler- árkirkju á morgun, uppstigning- ardag kl. 11. Séra Sigmar Torfa- son fyrrverandi prófastur préd- ikar og séra Sigurður Guð- mundsson biskup þjónar fyrir altari. Kór aldraðra syngur und- ir stjórn frú Sigríðar Schiöth, en organisti er Jóhann Baldvins- son. Samkoma verður í Hvíta- sunnukirkjunni á morgun, upp- stigningardag kl. 20. Ræðumað- ur er Jóhann Pálsson. Biblíulest- ur verður í kirkjunni nk. föstu- dag kl. 20. Á laugardag, 14. maí, verður opið hús og mynd- listarsýning í leikskólanum Hlíð- arbóli frá kl. 13 til 16. Dagur aldraðra hefur verið haldinn hátíðlegur á uppstign- ingardag í Akureyrarkirkju und- anfarin ár og svo verður einnig á morgun. Sóknamefnd hefur þá boðið ellilífeyrisþegum og fylgdarfólki þeirra til kaffi- drykkju eftir guðsþjónustu. Kirkjan vill leggja sitt af mörk- um og stuðla að félags- og trú- arstarfi með þessum aldurshópi. Á liðnum vetri var öldruðum í fyrsta sinn boðið upp á akstur til og frá kirkjunni tvisvar í mánuði og verður það gert á morgun. Við guðsþjónustuna mun séra Hannes Örn Blandon sóknarprestur í Laugalands- prestakalli predika en sóknar- prestar þjóna fyrir altari. Stefnuskrá Alþýðubandalagsins Lántaka til mann- frekra framkvæmda verði skoðuð ALÞÝÐUBANDALAGIÐ á Akureyri telur að skoða eigi þann kost að taka lán til mannfrekra framkvæmda og auka þannig atvinnu og að einnig sé réttlætanlegt að auka beina þátttöku bæjarfélagsins tímabundið í uppbyggingu atvinnufyrirtækja. Flokkurinn vill einnig að litlum og meðalstórum fyrirtækjum t.d. á sviði handverks verði veittur öflugur stuðningur og á meðan atvinnuleysi vari verði áfram unnið að fjölbreyttum átaksverkefn- um í samvinnu við atvinnuleysistryggingasjóð og verði stefnt að því að fá fleiri fyrirtæki til samstarfs á því sviði. Þá telur flokkur- inn að tryggja eigi meirihlutaáhrif bæjarins í Útgerðarfélagi Akur- eyrar. Stefnuskrá Alþýðubandalagsins „Hundrað rauðir punktar" var kynnt á blaðamannafundi á mánu- dag þar sem þetta kom m.a. fram. Alþýðubandalagið stefnir að kjöri þriggja bæjarfulltrúa en hef- ur tvo nú og er í meirihlutasam- starfí með Sjálfstæðisflokki. Sig- ríður Stefánsdóttir efsti maður á lista flokksins sagði að megin- markmið kosningabaráttunnar væri að koma sem sterkast út úr kosningunum, flokksmenn gerðu sér engar grillur um að ná hreinum meirihluta. Heimir Ingimarsson sem skipar Qtsæði til sölu, rautt, 2-3 tonn, stærðir 28-33 og 33-35. Verð kr. 85 pr. kíló. Upplýsingargefur Jónas Baldursson í síma 96-33263. annað sæti listans taldi sig sjá betri tíð fara í hönd hvað atvinnu- mál varðar og þá yrðu menn að vera tilbúnir að nýta þau sóknar- færi sem byðust. Alþýðubandalagið vill að mótuð verði sérstök stefna og áætlun í málum fjölskyldunnar á vegum bæjarins og að gjaldskrármál ver- ið endurskoðuð. Þá verði tryggð aðstaða til með- ferðar áfengissjúklinga og sett upp bamageðdeild við FSA. Gerð verði áætlun um einsetningu skóla og því markmiði náð á kjörtímabil- inu. Forgangsverkefni í öldrunar- málum verði bætt þjónusta við fólk með heilabilun og elliglöp. Forgangsverkefni á sviði íþróttamála verði að ljúka endur- byggingu Sundlaugar Akureyrar og stefnt er að því að viðbygging við Amtsbókasafn rísi og að Sigur- hæðir verði að skáldasafni og rit- listarmiðstöð. í umhverfís- og skipulagsmál- um verði áhersla lögð á fegrun miðbæjarins, skipulagt verði nýtt tjaldsvæði og áróður rekinn fyrir aukinni notkun strætisvagna. STUTT Morgunblaðið/Rúnar Þór SOFFÍ A Alfreðsdóttir og Eiríkur Sigfússon í einu af sumarhús- unum sem þau hafa reist niður við sjó í landi Pétursborgar skammt norðan Akureyrar. Lögmannavaktin kynnt í opnu húsi MIÐSTÖÐ fólks í atvinnuleit verður með opið hús í dag, mið- vikudaginn 11. maí, frá kl. 15-18. Gestur verður Ólafur Birgir Áma- son hæstaréttarlögmaður og mun hann segja frá áformum um „lög- rnannavaktina" sem fyrirhugað er að byrja með og verður í Safn- aðarheimili Akureyrarkirkju. Einnig mun Guðjón Jónsson segja frá málþingi um atvinnuleysi sem haldið var á dögunum og kynna ýmis viðhorf og hugmyndir sem þar komu fram. Tvær lík- amsárásir Sumar- hús í Pét- ursborg- arlandi EIRÍKUR Sigfússon og Soffía Alfreðsdóttir á Sílastöðum í Glæsibæjarhreppi hafa skipulagt 15 hektara svæði á Pétursborgar- landi, við Fögruvík, undir sumar- hús, en fyrstu fjögur húsin eru að verða tilbúin um þessar mund- ir og verða leigð út til ferðafólks í sumar. Sumarhúsin við Fögruvík eru flutt inn frá Kanada og eru 40-60 fermetrar að stærð eða fyrir 6-8 manns hvert hús. „Þetta hefur verið draumur okkar í mörg ár og þessi fjögur hús eru byrjunin," segja þau Eiríkur og Soffía. „Okk- ur fannst þetta afar hentugt svæði fyrir starfsemi sem þessa. Hér er afar friðsælt og fuglalíf fjölskrúð- ugt þannig að fólk getur notið kyrrðarinnar en síðan er stutt að fara til Akureyrar, ekki nema 4-5 kílómetra leið.“ Dóttir þeirra Eiríks og Soffíu og tengdasonur, Kristín og Helgi, taka einnig þátt í uppbyggingu sumarbústaðalandsins og ætla þær mæðgur að sjá um rekstur- inn. Umhverfið er ekki að fullu frágengið en í framtíðinni er ætl- unin að gróðursetja tré á svæð- inu, setja upp leiktæki og leggja göngustíga og leiðir. TVÆR líkamsárásir voru kærðar til lögreglu á Akureyri eftir síð- ustu helgi. Fyrri árásin var gerð um kl. 11 síðastliðið laugardags- kvöld í Skipagötu en þá sló ungur maður annan í höfuðið með flösku. Árásarmaðurinn hvarf af vettvangi en fannst síðar um nótt- ina og var handtekinn. Fyrir utan Sjallann slógust tveir menn að- faranótt sunnudagsins en slags- málunum lyktaði með því að ann- ar sló hinn í andlitið og er talið að hann hafí kinnbeinsbrotnað. Iðandi líf á Ráðhústorgi NEMENDUR í þriðja bekk Menntaskólans á Akureyri gera sér glaðan dag á morgun, upp- stigningardag. Þeir hefja daginn á að ýta bíl frá Dalvík til Akur- eyrar og er það liður í fjáröflun væntanlegra stúdenta. Áætlað er að hópurinn komi í bæinn um kl. 14 og stendur hann þá fyrir ýmsu á Ráðhústorgi, farið verður í skrúðgöngu, brassband leikur nokkur lög, hlutavelta verður á staðnum, þolfimisýning og þá geta gestir fengið að bregða sér á bak hestum og loks verður sleg- ið upp grillveislu. Ljósmynd/Einar Hjörleifsson Ofbeit ígulkera á þaraskógum FORKÖNNUN á hugsanlegri ofbeit ígulkera á þaraskógum í Eyjafirði stendur nú yfir og taka tveir norskir sjávarlíffræðingar, Hartvig Christie og Hans Petter Leinaas frá norsku náttúrurann- sóknarstofunni þátt í könnun- inni með tveimur starfsmönnum Háskólans á Akureyri, Einari Hjörleifssyni og Övind Kaasa. Hartvig og Hans Petter hafa dvalið á Akureyri í nokkra daga og miðlað íslensku sjávarlíffræð- ingunum af reynslu sinni og þekkingu af ofíbeit á þaraskóg- ana en eyðing þeirra er mikið vandamál í Noregi. Á myndinni eru þeir Karl Gunnarsson sjáv- arlíffræðingur á Hafrannsókna- stofnun og Hartvig Christie.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.