Morgunblaðið - 11.05.1994, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1994 13
VIÐSKIPTI
Vaxtalækk-
im í Þýska-
landí
Frankfurt Reuter.
ÞÝSKI seðlabankinn lækkaði
í gær sérstaka endurkaupa-
vexti og er búist við, að það
sé aðeins undanfari almennrar
vaxtalækkunar, jafnvel strax
í dag. Vextir voru einnig lækk-
aðir í Belgíu.
Endurkaupavextirnir voru
lækkaðir úr 5,41% í 5,35% en
því er spáð, að forvextir verði
lækkaðir úr 5% í 4,75%. Þýsku
seðlabankamennirnir hafa að
vísu nokkrar áhyggjur af
aukningu peningamagns í
umferð en talið er, að úr henni
muni síðar á árinu. Vaxta-
lækkunin í Belgíu kom ekki á
óvart en belgíski frankinn var
bundinn þýska markinu um
mitt ár 1990 og síðan hafa
Belgar fyrlgt peningastefnu
Þjóðverja í flestu.
IBM-turninn
seldur
IBM, International Business
Maehines, sem reynir að hag-
ræða og spara með öllum ráð-
um, hefur ákveðið að selja
skrifstofubyggingu sína á Ma-
dison Avenue. Er kaupandinn
fyrirtæki í eigu fasteignafyrir-
tækisins Odyssey Partners LP
og byggingarverktakans Edw-
ards Minskofffs. IBM vildi ekki
gefa upp verðið á byggingunni
en The Wall Street Journal
áætlar, að það sé um 14-15
milljarðar kr. IBM verður
áfram í þriðjungi byggingar-
innar sem leigjandi.
Kaffiverð
rýkur upp
London.' Reuter.
KAFFIVERÐ hélt áfram að
hækka í gær og í fyrirfram-
samningum voru greiddir
1.920 dollarar fyrir tonnið, það
mesta í fimm ár. Er hækkunin
rakin til ótta við minna fram-
boð frá kaffiræktarlöndum í
Suður-Ameríku og Asíu.
Heimsmarkaðsverð á kaffi
er nú 22% hærra en það varí
bytjun síðustu viku og nærri
70% hærra en í byijun febr-
úar. Þrátt fyrir það segja tals-
menn kaffifyrirtækjanna, sem
brenna og mala kaffið, að ekki
sé fyrirhugað að hækka verð
til neytenda, að minnsta kosti
ekki að sinni. Það hafði engin
áhrif á markaðinn þótt fréttir
bærust um, að framleiðendur
hygðust setja á markað helm-
ing þess kaffis, sem þeir hafa
geymt í því skyni að ýta undir
verðhækkun.
Risna algengt deiluefni
RISNA er algengt deiluefni milli atvinnurek-
enda og skattayfirvalda vegna þess að hún er
á mörkum einkaútgjalda og rekstrarkostnaðar,
sagði Garðar Valdimarsson ríkisskattstjóri á
hádegisverðarfundi Kaupmannasam-
takanna. Umræðuefni fundarins var
eftirlitsátak embættis ríkisskatt-
stjóra á síðasta ári.
Kaupmenn sem tóku til máls á
fundinum gagnrýndu aðferðir ríkis-
skattstjóra og sögðu að oft væri lítið samræmi
á milli fyrirspurna einstakra starfsmanna emb-
ættisins.
Skúli Jóhannsson kaupmaður gagnrýndi, að
beðið væri um gögn langt aftur í tímann, í
stað eins til tveggja ára. Síðan fengju kaup-
menn einungis 10 daga til að svara embætt-
inu, en hins vegar drægist það oft á langinn
að greiða úr ágreiningsefnum. Þá séu reglur
og lög oft óljós.
Tryggvi Jónsson endur-
skoðandi sagði, að nú væri
nefnd að störfum sem ætti
að kveða nánar á um hvað
teldist frádráttarbær
rekstrarkostnaður. Það myndi auðvelda úrlausn
flestra ágreiningsmála.
Garðar Valdimarsson sagði, að eftirlit hefði
aukist verulega á vegum embættisins og undan-
farið hefði eftirlitsmönnum verið fjölgað.
Hvað varðaði deilur um risnu sagði hann,
að það væri ljóst að risna ætti ætíð að beinast
að aðilum utan fyrirtækjanna og væri þá til-
gangurinn að afla nýrra viðskipta, viðhalda
núverandi viðskiptum eða auka þau.
Friðrik Sophusson fjármálaráð-
herra benti á, að skattaeftirlit væri
tiltölulega nýtt af nálinni og oft
væri um óvant fólk að ræða sem
sinnti því.
Hann sagði, að engin skömm væri að því
að lenda í reglubundnu eftirliti og í því tilfelli
mætti ekki rugla saman skatteftirliti og skatt-
rannsókn, sem miðaði að því að leita uppi þá
sem svíkja undan skatti eða telja ekki fram.
Ósamræmi í
fyrirspurnum
embættisins
Reglubundið
eftirlit engin
skömm
Samtök áhugafólks
um áfengis- og
vímuefnavandann
m
Kannanir sýna að 13 og 14 ára unglingar
nota áfengi í talsverðum mæli. Neysla
þess þekkist jafnvel meðal 12 ára bama.
Unglingur sem neytir áfengis skemmir
fyrir sjálfum sér. Áfengisneyslan tmflar
félagslegan og tilfinningalegan þroska
unglingsins og spillir samskiptum innan
fjölskyldunnar og út á við.
Við sem eldri emm bemm ábyrgð á því
að snúa þessari þróun við.
Ágóðinn af Álf asölunni f er til
að efla forvarnarstarf fyrir
unga fólkið.
/ / /
Alfasala SAA verður um
næstu helgi.
HVÍTA HÚSIÐ / SlA