Morgunblaðið - 11.05.1994, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREIIMAR
MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ1994 23
lagsvist eða söngstund, svo stiklað
sé á stóru. Fólk velur sér nám-
skeið og greiðir 300 krónur á
mánuði fyrir, en finnur sér síðan
eitthvað annað að sýsla að þeim
tíma liðnum.
„Við erum stöðugt að leita eftir
ábendingum til að auka fjölbreytni
og hvetjum fólkið til að miðla okk-
ur þekkingu sinni, lífreynslu og
hugmyndum til að bæta starfið.
Við viljum t.d. fá hingað tungu-
málakennara, leikara með upp-
lestra, smiði sem kenna útskurð
o.s.frv., þannig að ýmislegt er í
bígerð. Það er raun leitt að starf-
semin hér sé kölluð félags- og þjón-
ustmiðstöð aldraðra, því sannleik-
urinn er sá að við bjóðum alla elli-
lífeyrisþega velkomna. Fyrrnefnd
eyrnamerking virkar illa á marga.
Ég held að betra væri að kalla
þetta eingöngu félags- og þjón-
ustumiðstöð heldri borgara eða
sleppa því alveg að tiltaka að starf-
ið sé ætlað öldruðum,“ segir Edda.
„Hérna við hliðina á okkur eru
skemmtistaðir sem valda íbúum
miklum óþægindum. Krakkarnir
koma hingað um helgar og leggja
ýmis verðmæti í rúst, bijóta rúður
o.fl. og þá höfum við haft öryggis-
verðina til taks og þeir síðan kallað
til lögreglu. Þessi góða gæsla eyk-
ur öryggi íbúanna til muna,“ segir
Edda. Brunabjöllur og handboðar
eru á öllum göngum og reykskynj-
ari í hverri íbúð. Neyðarkallkerfi,
þrír bjölluhnappar, er í hverri ein-
ustu íbúð. Vitatorg er hvítmálað
að innan en flest húsgögn í bláum
og fjólubláum litum í anda Faxa-
flóa og íjallahringsins sem við íbú-
um blasir.
Engir óyfirstígan-
legir vankantar
Hvarvetna getur að líta íbúa og
gesti við leiki og störf; kona situr
undir hárþurrku á hárgreiðslustof-
unni og blaðar í tímariti, stallsyst-
ir hennar er langt komin með 5.000
bita raðgátu, tvær vinkonur sitja
og reykja við glugga sem veit að
hafinu og inni í matsal sitja nokkr-
ir karlar og spila einbeittir. „íbúar
og gestir eru afskaplega stoltir af
aðstæðum héma og finnst synd
að fjölmiðlar hafí ekki sinnt þess-
um vel heppnuðu húsakynnum og
starfseminni betur en raun ber
vitni,“ segir Edda og kveðst sam-
mála íbúum um að vel hafi tekist
til. „Húsið fellur vel að þörfum
íbúanna og starfseminnar hér.
Ennþá hef ég ekki fundið neina
óyfirstíganlega vankanta á því og
held raunar að hugsað hafi verið
fyrir öllu. Yfir því hvílir þokki án
þess að nokkurs staðar sé um bruðl
að ræða.“
öllu. Við erum að reyna að koma
af stað uppákomum og fleiru, þó
að hérna sé nóg að gera og rúm-
lega það, mér býðst að taka þátt
í svo mörgu að það jaðrar við að
vera ofgnótt. Ég er afar mikill
dansmaður og þykir gaman að
snúa fólki í dansi og á því sviði
' er nóg að gera. Ég segi fyrir
sjálfan mig, sem er orðinn
ekkjumaður, að maður
endurnærist á því að vera kringum
fólk, dansa við það, spila við það
eða syngja saman.“
Oryggið mikilvægt
Kristinn segir að þjónustan í
húsinu sé mjög nauðsynleg og
öryggið mikilvægt. „Við erum allt-
af undir vernd og vitum af því.
Ef að maður fer í lengri ferðalög
er æskilegra að tilkynna öryggis-
vörðunum það, því að þeir geta
orðið áhyggjufullir ef við hverfum
af vettvangi um lengri tíma.
Starfsfólkið er iíka einstaklega
elskulegt, boðið og búið til að leysa
úr öllum vanda, hlýtt og brosandi.
Manni líður eins og að vera á
þriggja stjörnu hóteli, stutt að fara
í bæinn og útsýnið fallegt hvert
sem litið er,“segir Kristinn.
Evrópuborgir gegn eiturlyfjum
RÁÐSTEFNAN
„Evrópuborgir gegn
eiturlyfjum" var hald-
in í Stokkhólmi 28.
apríl sl. Tilgangur ráð-
stefnunnar var að
skiptast á upplýsing-
um um eiturlyfjavand-
ann og að mótmæla
öllum hugmyndum um
lögleiðingu fíkniefna.
Ráðstefnuna sóttu
borgarstjórar, eða
fulltrúar þeirra, frá
tuttugu og fjórum
borgum í Evrópu. Af
hálfu borgarstjórnar
Reykjavíkur sat
greinarhöfundur fundinn ásamt
Snjólaugu Stefánsdóttur, yfír-
manni unglingadeildar Félags-
málastofnunar. I lok ráðstefnunnar
var undirrituð yfirlýsing, þar sem
vísað er á bug öllum hugmyndum
um lögleiðingu fíkniefna, og lögð
áhersla á að leita annarra leiða til
að draga úr þeim miklu vandamál-
um, sem tengjast misnotkun fíkni-
efna.
Á undanförnum árum hefur ver-
ið aukinn áróður víða um heim
fyrir lögleiðingu eiturlyfja, eða
a.m.k. hinna svokölluðu veikari
tegunda þeirra svo sem hassi og
marihuana. Árið 1990 sameinuð-
ust fjórar borgir í Evrópu um svo-
kallaða „Frankfurt yfirlýsingu".
Þessar borgir eru auk Frankfurt,
Zúrich, Amsterdam og Hamborg.
í Frankfurt-yfirlýsingunni er þess
krafist að neysla og sala á hassi
og kannabis verði gerð lögleg og
auk þess að notkun annarra eitur-
lyfja verði ekki refsi-
verð. Nú hafa fjórtán
borgir í Evrópu skrifað
undir þessa yfirlýs-
ingu. Ymis rök eru
færð fyrir þessari
stefnu, svo sem að
með lögleiðingu megi
hafa betri stjórn á og
betra eftirlit með notk-
un og dreifingu efn-
anna.
Margir líta þó svo á
að með lögleiðingu sé
verið að gefast upp
fyrir þessum vanda.
Til þess að beijast
gegn þessari uppgjaf-
arstefnu hefur borgarstjórn Stokk-
hólms haft frumkvæði að því að
aðrar Evrópuborgir sameinist um
yfírlýsinguna „Evrópuborgir gegn
eiturlyfjum". Það er óhætt að segja
að undirtektir hafi verið mjög góð-
ar. Eins og áður sagði sendu tutt-
ugu og fjórar borgir fulltrúa á ráð-
stefnuna, Meðal þeirra voru allar
höfuðborgir Norðurlandanna að
Kaupmannahöfn undanskilinni,
London, París, Berlín, Moskva, St.
—.—,---------_____—.—
Piwm CaacL-l flisar
íimÍH
1? il! ’á
Stórhöfða 17, við GuUinbrö,
sími 67 48 44
Guðrún Zoega
Atvinnurekendur og skólastjórar ath.
Fataskápamir,
töskuskáparnir og
nemenda- skáparnir fást
hjá okkur.
íslenskt handverk - einstök gæði
m
Fa^me-nnsía Í60 ár
HF.OFNASMIBJAIU
Háteigsvegi 7 sími 21220.
EQ
EQ
EQ
0]
EQ
Eö
EQ
EQ
K!
EQ
EQ
EG
EQ
0]
EQ
ryksugur
B3
EQ
íEQ
EQ
H
Efl
EC
Efl
Efl
Efl
Efl
Efl
Hljóðlát
hörkutól
Heimasiftiðjan híisasmiðjan
EQffl
„'Evrópuborgir gegn eit-
urlyff um“ er samheiti
baráttu gegn uppgjafar-
stefnu, segir Guðrún
Zoega, það er gegn lög-
leiðingu „veikari teg-
unda“ eiturlyfja.
Pétursborg, Varsjá, Prag, Madrid,
Dublin og Búdapest. Allmargar
borgir sendu kveðju óg lýstu áhuga
á að taka þátt í þessu samstarfi,
en fyrirhugað er að halda því áfram
og miðla reynslu og skiptast á
Upplýsingum um þessi mál.
Þeirri hreyfíngu sem berst fýrir
lögleiðingu hefur orðið nokkuð
ágengt á undanförnum árum og
sér þess víða merki, m.a. í Amst-
erdam og í Kristjaníu í Kaup-
mannahöfn, þar sem verslun með
fíkniefni er látin óátalin. í Stokk-
hólmi voru hins vegar samankomn-
ir fulltrúar „hins þögla meiri-
hluta“, þeirra sem vilja byrgja
brunninn áður en bamið dettur
ofan í hann.
Hér á landi eru margir sem
vinna mikið og merkilegt starf
bæði til þess að koma í veg fyrir
innflutning og notkun eiturlyfja,
svo og til að endurhæfa þá sem
ánetjast hafa þessum vágesti. Yfir-
lýsingin „Evrópuborgir gegn eitur-
lyflum" verður vonandi til að
styrkja þá í sínum daglegu störf-
um.
Höfundur er borgarfulltrúi og
formuður Félagsmálaráðs
Reykjavíkur.
PageMaker námskeíð
og verkfræðiþjónustan
i/uskóli Halldórs Kristjánssonar
94042
Tölvu-'
Töívuskóli Halldórs Kristjá
Grensásvegi 16 • ® 68 80 90
Ráðstefna á vegum
Stjórnunarfélags íslands
og Nýherja
Samkeppnisstaða og
hópvinnuverkef
Á ráöstefnunni munu innlendir og erlendir sérfræö-
ingar fjalla um nýjar hugmyndir í stefnumótun og
endurskipulagningu fyrirtækja og notkun upplýs-
ingatækninnar í formi hópvinnuverkefna til aö ná settum
markmiöum á þessu sviði. Þetta eru mál sem stjórnend-
ur þurfa aö gefa verulegan gaum á þess-um tímum
vaxandi samkeppni og alþjóðaviðskipta.
Dagskrá
09.00 Setning
09.10 Hópvinnukerfi, (Groupware) hugmyndafr. og notkun
Stefán Hrafnkelsson, Eimskip
09.35 Breyta eöa endurskipuleggja?
Changing versus Rearranglng)
Henrik Andersen, Price Waterhouse/IKO
10.20 Kaffihlé
10.40 Hversvegna hópvinnuverkefni?
Stephanie Eriksson, Lotus Development
11.15 Reynsla af hópvinnuverkefni hjá Eimskip
Georg Birgisson, Eimskip
11.40 „ViöskiptamannaTengiir
Verkefnahópur TVÍ
12.15 Hádegisveröur í Ársal
13.15 Hópvinnuverkefni hjá Price Waterhouse
Henrik Andersen, Price/Waterhouse
13.45 Hópvinnuverkefni hjá Marel
Frosti Sigurjónsson, Marel
14.05 Hópvinnuverkefni hjá Pósti og síma
Magnús Hauksson, Pósti og síma
14.30 Kaffihié
15.00 Framtíö hópvinnukerfa
Stephanie Eriksson, Lotus Development
Ráöstefnan veröur haldin á Hótel Sögu, Þingsal A,
föstudaginn 20. maí 1994 kl. 9.00-16.00.
Aö ráöstefnunni lokinni og í tilefni hennar veröur sýning á
hópvinnuverkefnum í Þingsal B, þar sem léttar veitingar
veröa einnig á boöstólum.
Þátttaka tilkynnist Stjórnunarfélagi íslands í síma 621066
eöa Nviieria í síma 697700 í síöasta lagi 16. maí.
Stjórnundrfélag
íslands
NÝHERJI
- kjarni málsins!