Morgunblaðið - 11.05.1994, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 11.05.1994, Qupperneq 24
24 MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Átakanlegt úrræðaleysi HEILBRIGÐIS- KERFIÐ hefur rúllað í frígír síðustu 7 vik- urnar. Það hefur ekki veitt landsmönnum þá þjónustu og öryggi, sem að er stefnt með tugamilljarða fram- lögum til rekstrar heilbrigðisstofnana. Aðeins spítalarnir kosta skattgreiðendur nærri 15 þúsund millj- ónir á ári og nú er fullyrt að þessi fyrir- tæki séu rekin með langt innan við helm- ings afköstum. 7 vikna rekstur spítal- anna kostar nærfellt 2.000 millj- ónir og ef afköstin hafa dottið niður um helming, þá er tjónið sem því svarar eða allt að 1.000 millj- ónum. Þessi reikningur byggist auðvitað á þeirri forsendu, að starfsemi spítalanna sé nauðsyn- leg og þá reiknast tjónið með þess- um hætti og það eins þótt öllum þeim sem nú er synjað um þjón- ustu verði sinnt einhvem tímann síðar. Hvort tjónið er 500 eða 1.000 milljónir er þó ekki aðalatr- iði málsins, heldur hitt, að skatt- greiðendur hafa um 7 vikna skeið ekki fengið þá heilbrigðisþjónustu sem þeir kosta til. Verkfallsrétti heilbrigðisstétta eru þau takmörk sett, að verkfalls- menn verða að sinna neyðarþjón- ustu. Fréttir um, að svonefndar verkallsnefndir hafí ákveðið að þrengja undanþáguheimildir, þannig t.d. að einungis verði unnt að sinna hluta þeirra hjartasjúkl- inga sem þurfa á bráðaþjónustu að halda, vekja því spumingar. Spumingar um ábyrgð, ekki bara siðferðilega heldur einnig fjár- hagslega og þá eins á hverjum sú ábyrgð hvílir. Mér virðist næsta augljóst að meinatæknar í verk- fallsnefnd og félagar þeirra taki á sig mikla áhættu með því að synja um neyðarþjónustu eða takmarka hana frá því sem verið hefur. Skv. lögunum er þeim skylt að sjá fyr- ir þessari þjónustu í verkfalli og því er líklegast að tjón sem leiða kynni af synjun um neyðarþjón- ustu bakaði hlutaðeigandi fulla ábyrgð. Vonandi reynir ekki á þetta en öllum er holt að minnast þess að menn era ekki lausir und- an ábyrgð á skaðaverkum, þótt þau kunni að vera unnin í tengsl- um við verkföll. Læknar hafa setið undir ámæli meinatækna vegna mats þeirra á Þórarinn V. Þórarinsson. því, hvaða rannsóknir hafi verið nauðsynleg- ar og hluti af lögboð- inni neyðarþjónustu. Formaður læknaráðs Landsspítalans hefur borið þessa gagnrýni af læknum og fullyrt, að þeir „hafí virt leik- reglur verkfallsmanna og raunar langt um- fram það sem for- svaranlegt er“. Þetta er afleit afstaða, því fráleitt er að játa því að'sjúklingar eigi heil- brigði og batahorfur undir „leikreglum verkfallsmanna". Telji læknir tilteknar rannsóknir nauð- synlegar vegna bráðra sjúkdóma eða slysa, þá er það heilbrigðis- kerfísins að sjá um, að þær fari fram. Ekkert svið heilbrigðisþjón- ustunnar hefur eflst jafn mikið síðasta áratug og stjórnun, svo ekki ætti að vanta hæfni eða skil- greinda ábyrgð til að fást við stjórnunarleg viðfangsefni á borð við það að fá nauðsynlegar rann- sóknir framkvæmdar. Samt er það ekki gert. Fréttir berast t.d af því, að legvatnssýni hrúgist upp og fáist ekki greind, þótt brýnt sé að niðurstöður fáist áður en meðganga er kömin of langt á veg. Þetta er einungis nefnt í dæmaskyni, því sýnin era af marg- víslegum toga, sum eru tekin, safnast upp og bíða þess að meina- tæknarnir snúi aftur, hvenær sem það svo verður. Þá kunna niður- stöður af greiningu sýnanna að koma of seint. Flest era þó aldrei tekin og rúmin standa auð og sjúklingarnir bíða heima, misjafn- lega þjáðir. Samt gerist ekkert. Það hefur verið á flestra vitorði um skeið að flugsamgöngur við útlönd era bæði öruggar og tíðar. Það er því með hreinum ólíkindum að stjórnendur heilbrigðisstofnana og heilbrigðiskerfisins hafí ekki gert ráðstafanir til þess að fá keypta greiningarþjónustu á rann- Stjómendur spítala taka á sig mikla ábyrgð með því að leita ekki annarra lausna, segir Þórarinn V. Þórarinsson, og láta sýnin bíða þess að þeirra eigin starfsmönnum þóknist að snúa aftur til vmnu. sóknarstofnunum í nálægum lönd- um. Þeim verður ekki kennt um að rannsóknarþjónusta spítalanna sjálfra sé að mestu lömuð, en þá verður að leita annarra úrræða. Stjórnendur spítalanna taka á sig mikla ábyrgð með því að leita ekki annarra lausna og láta sýnin bíða þess að þeirra eigin starfs- mönnum þóknist að snúa aftur til Hagfræði Steingríms Hermannssonar STEINGRÍMUR Hermannsson hefur hætt þingmennsku og er kominn í stöðu seðlabankastjóra. Hann kvað bæði við- skiptaráðherra og for- sætisráðherra hafa hvatt sig til að sækja um bankastjóraemb- ættið, sem var mjög umdeilt. Það var snjall leikur hjá þeim ráð- herranum að losa þannig við óþægan stjórnarandstæðing, sem notið hefír tals- verðra vinsælda. Slíkt verður hins vegar ekki sagt um þann, sem nú tekur við for- mennsku Framsóknar, Halldór Ásgrímsson. Þegar Steingrímur kvaddi Al- þingi sl. föstudag (29. apríl), gætti steigurlætis í orðum hans. Hann taldi reynslu í þingstörfum jafnast á við mörg háskólapróf, jafnvel doktorspróf í hagfræði. í þessu felst vanmat eða beinlínis fyrirlitn- Egill Sigurðsson ing á sérfræðiþekk- ingu. Sjálfur er hann verkfræðingur, og varla vildi hann láta alþingismann, þó að reyndur væri, teikna mannvirki fyrir sig eða stjóma byggingu þess. Banka- og pen- ingastjórn krefst menntunar, sem bæði Ágúst Einarsson og Guðmundur Magnús- son höfðu aflað sér. Hinn síðamefndi er landskunnur lær- dómsmaður. Þeir áttu a.m.k. siðferðilegan rétt á stöðu seðlabankastjóra, sem auglýst var, þó að sá réttur sé ekki tryggður með lögum. Þama er einhvers konar holrúm í stjórnsýslunni. Ráðherra getur farið sínu fram á ótrúlegustu svið- um. Merkur embættismaður, sem kominn er á eftirlaun, lét svo um mælt fyrir allmörgum árum að ríkisbankarnir væra framfærslu- stofnanir flokkanna. Þingmenn höfðu í þann tíð allfrjálsan aðgang að fjármagni þeirra, bæði fyrir sig og skjólstæðinga sína í héraði. Nú hjálpa þingmenn hver öðram til að komast í bankaráð og aðrar stöður innan kerfisins, eins og hver og einn getur séð með því að renna augum yfír mannskap- inn, sem skipar þessar stöður. Þetta er pólitísk spilling og annað ekki. Þess vegna heimtar fólk einkavæðingu opinberra stofnana og fyrirtækja. En lítum nú á hagfræði Stein- gríms Hermannssonar. Hann kom við sögu banka- og peningamála þegar er honum var falin stjórnar- myndun 1983. Fyrsta ráðstöfun hans í stóli forsætisráðherra var að afnema vísitölubætur á laun, að vísu tímabundið um sinn, en seinna alveg. Hins vegar lét hann verðtryggingu fjárskuldbindinga haldast, og í kjölfarið fylgdi svo vaxtafrelsi viðskiptabankanna (1986). Síðan höfum við íslending- ar þetta sérkennilega kerfí, sem hvergi er við lýði annars staðar, að skuldir vaxa samkvæmt vísi- vinnu. Það er átakanlegt úrræða- leysi og engum samboðið. Það er fullur skilningur á því, að verkfall meinatækna hlýtur að hafa áhrif á rekstur spítalanna en þau áhrif má öragglega milda mikið með því að semja um rann- sóknarþjónustu við aðila utan spítalanna, hérlendis eða erlendis. Það er alþekkt, einkum vestan háfs, að rannsóknarþjónusta sé boðin út og fari að miklu leyti fram á sérhæfðum stofnunum utan spítalanna. Það eykur öryggi í rekstri heilbrigðiskerfísins, því í öllum rekstri verða menn að horfa til þess að vera ekki algerlega háðir einum seljanda, hvort heldur er á vörum eða þjónustu. Það býð- ur hættunni heim, því hver sem hefur einokun kann að freistast til að notfæra sér stöðuna. Það er hvoragum hollt. Það er víðtæk sátt í landinu um að hafa öflugt og gott heilbrigðis- kerfi. Við kostum líka miklu til að svo megi vera. En það verður þá líka að vera öraggt, — alltaf, ekki bara stundum og stjórnendur heilbrigðisstofnanna verða að kosta kapps um að svo sé, — og það eins þótt meingölluð vinnu- löggjöf geri það erfítt á stundum. Höfundur er framkvæmda■ stjóri VSÍ. Fyrsta ráðstöfun Stein- gríms í stóli forsætis- ráðherra, segir Egill Sigurðsson, var að af- nema vísitölubætur á laun. tölu, en ekki tekjur þeirra, sem borga eiga skuldimar. Af þessum sökum hefír fjöldi heimila misst húsnæðið eða blátt áfram orðið gjaldþrota. Það er með ólíkindum að leiðtogar launþegasamtakanna skuli hafa sætt sig við þetta. Þeir virðast hafa minni áhuga á kjöram meðlimanna en á ávöxtun lífeyris- sjóðanna. Fyrirtæki um land allt hafa goldið afhroð líka vegna skulda-uppsöfnunar af völdum lánskjaravísitölunnar, mest þó samvinnuhreyfingim sem var skuldugust fyrir. SÍS hefír orðið að leggja upp laupana og svo hvert kaupfélagið á fætur öðra. Þetta mega teljast afrek á ekki lengri stjómarferli, þannig að Steingrímur Hermannsson getur verið hreykinn af sínu „doktors- prófí“ í hagfræði. Höfundur er fyrrverandi forstjóri Sindra hf. á Akureyri. Nú er lag - stydjum Ama Eyjólfur Kristjánsson tónlistarmaður Þorvaldur B. Þorvaldsson tónlistarmaður Sigríður Beinteinsdóttir tónlistarmaður GunnlaugurBriem trommuleikari Edda Borg tónlistarmaður iSBiiiííiíIíííííiiííii

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.