Morgunblaðið - 11.05.1994, Side 34
34 MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1994
MINIMINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
IVAR ARNORSSON
+ ívar Arnórsson bifreiða-
smiður fæddist í Reykjavík
2. júní 1965. Hann lést í vél-
sleðaslysi- i nágrenni Skjald-
breiðs 30. apríl síðastliðinn.
Jarðarför hans fór fram frá
Hjallakirkju í Kópavogi í gær.
Skjótt skipast veður í lofti. Ekki
hvarflaði að okkur, samstarfsmönn-
um ívars Amórssonar, er við kvödd-
um hann glaðan og reifan, áður en
hann lagði af stað úr bænum í helg-
arfrí, að það væri í síðasta sinn sem
við fengjum að sjá hann.
í ívar Amórsson sem var meistari
í bifreiðasmíði var verkstjóri okkar
| á Bifreiðaverkstæði og Bílaleigu
ALP. Við höfðum þekkt hann, bæði
sem starfsfélaga og vin, sumir okkar
mörg ár, aðrir skemur. Andrúmsloft-
ið á vinnustað okkar var óvenju
gott, og þar átti ívar stóran þátt.
Sem yfirmaður var hann sanngjarn,
kröfuharður um að skilað væri góðri
vinnu, en kröfuharðastur var hann
við sjálfan sig. Eins og gengur í
starfstétt okkar var oft langur
vinnudagur, og ekki ávallt spurt um
kvöld og rúmhelga daga og venju-
lega var vinnudagur ívars lengstur.
fc- Ekki voru alltaf allir sammála frem-
ur en getur orðið á stómm vinnu-
stað, en misklíðarefni vom ávallt
jöfnuð samdægurs, enda tók ívar
vel ábendingum samstarfsmanna
sinna. Þegar við hugsum til baka
koma okkur í hug orð Lao Tse: „Þótt
hann beri af öðmm, lætur hann
menn ekki fínna til þess og þeim
svíður ekki, þótt hann sé fremri.“
(Þýð. H.K.Laxn.)
ívar var ákaflega opinn og
skemmtilegur persónuleiki. Hann
var mikill húmoristi og létti oft lund
okkar með tilsvörum sínum. Mikill
vinur vina sinna, stóð vel með sínu
fólki og ávallt boðinn og búinn að
veita aðstoð bæði vinum og kunn-
ingjum. Fjölskylda Ivars er mjög
samhent og náin tengsl og mikil,
sérstaklega voru þeir nánir ívar og
tvíburabróðir hans, Páli. Sem dæmi
um samhenta fjölskyldu má geta
þess, að við undirritaðir erum eina
starfsfólk fyrirtækisins af mörgum
sem ekki erum tengdir henni.
Ivar var mikill félagsmálamaður.
Hann starfaði í Sjálfstæðisflokki
Kópavogs, svo og í JC í Kópavogi.
Hann var virkur í öllu sem hann tók
sér fyrir hendur og stóð vel að öllum
málefnum.
Við starfsfélagar ívars Arnórs-
sonar söknum vinar í stað. En hugur
okkar hlýtur þó fyrst og fremst að
vera hjá fjölskyldu hans, eiginkonu
og börnum, foreldrum og systkinum
og nánum ættingjum. Þeim getum
við aðeins bent á orð Kahil Gibran ái
Spámanninum:
Þegar þú ert sorgmæddur,
skoðaðu þá huga þinn, og þú
munt sjá, að þú grætur vegna
þess sem var gleði þín. (Þýð.
G.Dal.)
ívar Arnórsson skilur eftir sig
mikið og vandfyllt skarð. Við vitum
ekki ennþá hvað framtíðin ber í
skauti sér. En eitt vitum við fyrir
víst. Við eigum einungis góðar og
"^dýrmætar endurminningar um hann.
Við sendum aðstandendum inni-
legar samúðarkveðjur.
Borgþór, Jóhann, Ásgeir,
Grétar og Bjarni.
Hluti af okkur sjálfum eru sam-
ferðamenn okkar. Einhver sem lýsir
upp fyrir okkur tilveruna þegar hún
verður full hversdagsleg. Sumir
þeirra eru jafnvel þannig, að okkur
nægir aðeins lítil stund með þeim,
og okkur líður miklu betur eftir á.
Einn þeirra var svo sannarlega ívar
Árnórsson. Þessi lífsglaði drengur
skildi alltaf við mig betri mann. Það
var honum eðlislægt að gleyma sjálf-
um sér í þvi að gleðja aðra eða hjálpa
öðrum. Það er táknrænt fyrir hann,
að á sinni síðustu stundu var hann
upptekinn við að hjálpa erlendum
ferðaiangi sem hafði orðið viðskila
v við hóp sinn. ívar bauð honum að-
stoð sína við að ná hópnum, en
tíminn var naumur. Sá tímaskortur
kostaði báða lífið. Öll hjálpsemi er
göfug. Að láta líf sitt
við að hjálpa öðrum
tryggir ívari háan sess
þar sem hann nú er.
Mikil umræða hefur
skapast í kjölfar þessa
hörmulega slyss. Hefur
sú umræða gjaman
snúist um neikvæða
hluti samfara vélsleða-
notkun, s.s. drykkju.
Því skal það af gefnu
tilefni taka fram að vín
var ekki með í þessari
örlagaríku ferð er ívar
fór ásamt Páli bróður
sínum og tveimur vin-
um. Að aka vélsleða er
út af fyrir sig ekki hættulegt, heldur
geta aðstæður verið varasamar. Á
þeim slóðum er þetta slys verður er
mikið af gjótum. Hafa margar þeirra
verið merktar, en ekki allar, og ekki
sú er þetta slys verður í.
Ókkar kynni bytja einmitt í Kópa-
vogi er fjölskylda mín flyst 1970 að
Digranesvegi 38. Þar bjuggu í sama
húsi foreldrar ívars, þau Arnór Lár-
us Pálsson og Betsy ívarsdóttir
ásamt þeim bömum er þau áttu þá,
tvíburunum ívari og Páli, sem tóku
strax vel á móti okkur systkinunum.
Seinna kom Ágúst í heiminn og síð-
ar Elísabet.
í þessu húsi bjuggum við í tíu ár,
og þá tókst með okkur vinskapur
er hefur varað æ síðan. Eins og fjöl-
skyldan öll, þá vora Ívar og Páll
alltaf mjög nánir, enda hefur maður
ávallt hugsað til þeirra beggja sem
eins. Eins og oft er um tvíbura, þá
vora þeir mjög líkir, og áttu margir
mjög erfitt með að þekkja þá í sund-
ur. Eru til margar skondnar sögur
af því er annar var tekinn fyrir hinn,
og jafnvel skammaður fyrir eitthvað
sem hann ekki gerði.
Hugur ívars stóð ekki til verald-
legra gæða. Hann var þeim mun
ríkari af andlegum gæðum. Sá sem
lærir að njóta þeirra, þarf ekki ann-
að. Alltaf var hann boðinn og búinn
að hjálpa hvernig sem á stóð. ívar
lærði bifreiðasmíði og starfaði við
hana, fyrst hjá Brimborg, en svo hjá
fyrirtæki fjölskyldu sinnar, ALP-
bílaleigunni, þar sem hann starfaði
til dauðadags, og gilti þá einu hvað
gera þurfti, að öllu gekk ívar og.
leysti af alúð.
Sagt er: „Þú ert það sem þú gef-
ur.“ Þess vegna lifir ívar áfram í
verkum sínum og hjálpsemi. Hann
sem alltaf sá bjartar hliðar á öllum
hlutum. Hann hafði einstakt lag á
að umgangast fólk, enda varð hann
mjög vinmargur. Tveimur dögum
fyrir lát sitt heimsótti ívar mig. Eins
og alltaf kom hann mér til að hlæja
með góðum frásögnum af atburðum
og mönnum, enda var frásagnargáfa
hans mikil. Það er mikill missir að
ívari. Tilvera dagsins mátti sannar-
lega ekki við missi jafn göfuglynds
manns. Ég vil fyrir hönd fjölskyldu
minnar votta Jóhönnu og börnum
ívars, Arnóri, Betsy og systkinum
ásamt öðram aðstandendum og vin-
um ívars mína dýpstu samúð. Megi
guð gefa ykkur styrk í ykkar stóra
sorg.
Eyþór Eðvarðsson.
Hví var þessi beður búinn,
bamið kæra, þér svo skjótt.
Svar af himni heyrir trúin
hljóma gepum dauðans nótt.
Það er kveðjan: „Kom til mín!“
Kristur tók þig heim til sín.
Þú ert blessuð hans í höndum,
hólpin sál með ljóssins öndum.
(Bj. Hallldórsson)
Það er vor árið 1978. Á Ligniano
á Ítalíu er sumarið komið, og þang-
að leita íbúar norðursins sumars og
sólar. Það var þar sem við kynnt-
umst ívari fyrst, en þangað var hann
kominn ásamt foreldram sínum,
Palla tvíburabróður og yngri bróð-
urnum Gústa.
Það vildi svo skemmtilega til að
í þessum hóp voru nokkrar fjölskyld-
ur með börn sín á svipuðum aldri.
Börnin kynntust fljótt og síðan
tengdust foreldrarnir þessum kynn-
um. Það var oft mikið fjör við sund-
laugina, þar sem tvíburamir gegndu
ákveðnu forastuhlut-
verki, enda kraftmiklir,
heilsteyptir strákar.
En þarna myndaðist
kunningsskapur nokk-
urra fjölskyldna sem
síðan hefur þróast í
sanna vináttu. Við fór-
um reglulega í útilegu
einu sinni á sumri með
börnin okkar, og höld-
um enn okkar þorrablót
og skötuveislu. Við höf-
um fylgst að og orðið
þátttakendur í uppvexti
barnanna, og sorg og
gleði hvert annars.
Það hvarflaði aldrei
að okkur, að ívar yrði sá fyrsti í
hópnum til að ganga þann veg sem
okkur öllum er ætlaður. Hann, þessi
kraftmikli drengur, sem alltaf var
svo glaðlegur og hlýr. Hann bar með
sér ferskleika og atorku hvar sem
hann fór.
Þeir vora ekki gamlir ívar og
Palli, þegar þeir fóra að vinna fyrir
sér. Við fylgdumst með dugnaði
þeirra þegar þeir kornungir fóra að
aðstoða foreldra sína við bílaleiguna,
og ef stund kom, tóku þeir að sér
að bóna bíla fyrir aðra í bílskúrnum
á Digranesveginum.
ívar fór í iðnnám og nam bifreiða-
smíði hjá Brimborg hf. Síðar starf-
aði hann við fjölskyldufyrirtækið,
ALP-bílaleiguna, þangað til að hann
stofnaði, nú í vetur, eigið verkstæði
í samstarfi við bílaleiguna. Hann
vann af dugnaði og myndarskap að
þessu nýja fyrirtæki sínu, enda bar
það merki vöndunar og snyrti-
mennsku.
Við sendum okkar innilegustu
samúðarkveðjur til eiginkonu og
dætra Ivars, því þeirra er missirinn
mestur. Elsku Betsy og Amór, hug-
ur okkar er hjá ykkur og fjölskyld-
unni, með ósk um að Guð gefi ykk-
ur styrk og trú til að sefa sorgina,
en glæða með ykkur fallegar minn-
ingar um góðan son.
Ferðahópurinn frá 1978.
Hvert er ferðinni heitið? Hver er
tilgangurinn með þessu ferðalagi um
tilveruna? Hver skilur þau rök?
Slíkar og margar fleiri spurningar
leita fast á huga manns og krefjast
svara, þó engin fínnist, því okkur
mönnum er það ekki ætlað. Því verð-
um við svo ráðþrota og örvilnuð
þegar stóru höggin dynja yfir, við
biðjum guð að styrkja okkur og
styðja og standa við hlið okkar og
vísa þann eina veg, sem okkur er
fær; það er að standa saman í bæn
og trú á tilgang, þó við þekkjum
hann ekki, en í einlægri trú slá öll
hjörtu eins og eru samhljóma, þá
er guð okkur næstur.
Nú, þegar okkar einlægi og kæri
vinur, sem alltaf var reiðubúinn að
rétta hjálparhönd, hveijum sem ein-
hvers þurfti, og létta mönnum byrð-
arnar svo sem best varð á kosið
hveiju sinni, langar okkur að láta í
ljós okkar innilegasta þakklæti fyrir
það lán að hafa fengið að kynnast
og þekkja hann og hans indælu fjöl-
skyldu, um leið og við vottum þeim
öllum og aðstandendum okkar
dýpstu samúð og hluttekningu og
óskum þeim guðs blessunar um alla
ævi.
Ó, hvað það væri indælt ef við
værum þess umkomin að geta veitt
þeim einhvern styrk, þá værum við
þess alvís að guð væri með okkur,
við trúum því og treystum að við
séum aldrei ein þegar á móti blæs.
Ó, elsku Jóhanna mín, ég veit að
ykkur styður æðri hönd, hún yfirgef-
ur ykkur aldrei og eins verður hún
með litlu telpunum ykkar og svo
öllum þeim, sem ykkur elska.
Við vitum það öll að á vegum ljóss-
ins er náðin dýrðar og eilífs friðar.
Þar, sem guðsríki er nálægt, þar
verður alltaf friður og þar bregður
aldrei skugga á, þar dvelur nú okkar
ástkæri vinur og lítur til okkar með
sömu hlýjunni og hann bjó yfir í svo
miklum mæli og miðlaði svo óspart
öðrum sem hann umgekkst. Hann
er ennþá með okkur og víkur aldrei
frá okkur, sálin er eilíf. Söngur lífs-
hörpunnar hljóðnar aldrei, strengir
hreinleikans titra i eilífum samhljómi
og seytla um hjörtu hvers lífs, sem
lífsanda dregur og hefjast á hæsta
stig heilagrar trúarvissu. Hún verður
aldrei frá okkur tekin.
Fjóla og Jón.
Það var seinnihluta laugardagsins
30. apríl að síminn hringdi og Palli
tvíburabróðir ívars segir við mig:
„Ingunn, ég hef hræðilegar fréttir
að færa þér, ívar bróðir lést í morg-
un af slysförum." Þessu gat ég ekki
trúað, ekki ívar, ekki maður í blóma
lífsins, en það var víst satt og mikil
tómleikatilfinning greip mig. Eftir
smá tíma fór ég að hugsa að ég
ætti aldrei eftir að sjá hann aftur
eða heyra í honum.
ívar var með þeim fyrstu sem ég
kynntist þegar ég fluttist í Kópavog-
inn og bjó hann þá á Digranesvegin-
um. Strax í gagnfræðaskóla mynd-
aðist góður vinahópur ásamt þeim
bræðrum ívari og Palla og vora þeir
ávallt hrókar alls fagnaðar. Var
margt skemmtilegt brallað á þessum
unglingsárum. Þegar ívar fór að
nema bifreiðasmíði við Iðnskóla
Reykjavíkur kynntist hann eigin-
konu sinni, Jóhönnu.
Á þessu stutta lífshlaupi man ég
hann ekki öðravísi en hressan og
kátan, reytandi af sér hvern brand-
arann á fætur öðram og lifa lífinu
ánægður og hamingjusamur. Stund-
um komu þau tímabil að við hitt-
umst sjaldnar en ég vissi alltaf að
þarna átti ég vin og mun hans verða
sárt saknað.
Elsku Jóhanna, Silja, Katrín, Eva
Karen, Betsy, Arnór, Palli, Agúst
og Elísabet. Megi Guð styrkja ykkur
á þessari sorgarstundu.
Ingunn Mjöll.
Hvers vegna? Hvers vegna hann,
svona ungur? Hvers vegna hann,
sem hefur rétt aðeins séð fram úr
morgni lífsins? Hvers vegna hann,
sem átti svo margt ógert í lífinu?
Hvers vegna hann, sem átti og þurfti
að vernda og varðveita fjórar dýr-
mætar perlur sem hann unni svo
mjög? Hvers vegna að kalla svo
vænan vinnumann heim af velli svo
árla dags? Já, hvers vegna? Þær eru
svo óskaplega margar spurningarn-
ar sem leita á hugann, óhjákvæmi-
lega, þegar önnur eins ósköp dynja
yfir og fráfall ívars.
Við spyijum, hátt og í hljóði, en
við heyram ekki svörin en þrátt fyr-
ir það hljótum við að álykta. Og
þegar spurningarnar era eins áleitn-
ar og nú, vegna þessa hörmulega
atburðar, þá eru til, í hugskoti okk-
ar, svör. Við beram fram spurning-
arnar okkar í fullri auðmýkt og lotn-
ingu fyrir höfundi allrar tilveru, höf-
undi þeirrar tilvera sem allt byggist
á. Okkur brestur skilning en í vitund
okkar er vissa fyrir því að með öllu
þessu er tilgangur, tilgangur sem
við skiljum ekki og því eru viðbrögð
okkar gjarnan í samræmi við þekk-
ingarleysi okkar. Við trúum því að
þegar kallið kemur svo árla dags
þá liggi mikið við, þá þurfi væna
menn til starfa á nýjum vettvangi,
á nýju tilverustigi, tilverustigi, sem
er langt ofar skilningi okkar aumra
manna.
ívar Arnórsson var kallaður burt
í blóma lífsins og við trúum því að
honum sé mikið ætlað annars staðar.
Við höfum ekki í hyggju að skrifa
um lífshlaup hans, okkur langar ein-
ungis til að bera fram þakkir, þakk-
ir fyrir að hafa fengið að kynnast
góðum dreng, dreng sem var svo
heill og sannur sem hann var.
Jóhanna okkar elskuleg og stúlk-
urnar litlu þijár og þið öll, sem haf-
ið misst svo mikið, megi Guð almátt-
ugur veita ykkur stuðning og styrk
í sorg ykkar.
Við biðjum Hinn hæsta höfuðsmið
himins og jarðar að leiða ívar Arn-
órsson eftir þeim brautum, sem hon-
um nú er ætlað að feta.
Far vel, ljúfi vinur, og hafðu þökk
fyrir allt sem þú gafst okkur.
Jóhanna og Arnþór.
Það er erfitt að lýsa þeim tilfínn-
ingum sem hellast yfir fólk þegar
það fær fréttir um að góður vinur
hafi látist. Við vorum ný sest við
sjónvarpið til að horfa á Eurovision,
þegar síminn hringdi og flutti okkur
þá sorgarfregn að ívar Arnórsson
hefði látist af völdum vélsleðaslyss
þá um daginn. Við sátum hnípin og
hrygg með tár á hvörmum og minn-
ingarnar streymdu fram í hugann,
Eurovision fór lönd og leið.
Við kynntumst ívari þegar Gulla
og Steinn, tengdaforeldrar hans,
fluttu í Melbæinn við hliðina á okkur
og eins og oft gerist með góða
granna, vinskapur hófst og sam-
gangur milli húsa líka. Jóhanna og
Ivar, sem þá voru byijuð að búa,
komu oft í Melbæinn og alltaf þegar
þau komu þá heyrðust hlátrasköllin
frá húsinu því hvar sem ívar kom
var glatt á hjalla, brandararnir bók-
staflega reyttust af honum. Eitt
vorið giftu þau sig og sjaldan hafa
sést fallegri brúðhjón. Svo fæddust
stelpurnar, fyrst Katrín og síðan Eva
Karen. Stóra systir þeirra hún Silja
var oftast me_ð í för þegar þau komu
í heimsókn. Á hveiju gamlárskvöldi
kemur öll fjölskyldan saman í Melbæ
38 og skemmtir sér saman fram
eftir nýársnóttu og þar sem fólk fer
yfirleitt ekki langt frá ungum börn-
um þá nótt, var fjölskyldunni við
hliðina boðið að vera með og varð
þetta fastur liður um hver áramót.
Fyrir þrem áram fluttum við í
Breiðhoitið og það var ekki laust við
að við værum svolítið í lausu lofti
næstu áramótin á eftir, það vantaði
eitthvað stórt. Svo við létum okkur
ekki vanta næst og þó við fydnum
vel hjá Gullu og Steini hversu vel-
komin við vorum þá var það ívar
sem fagnaði okkur sem týndum
sauðum. Ein nýársnóttin verður allt-
af minnisstæðust, þá hafði Palli tví-
burabróðir Ivars verið lengi í Dan-
mörku og vora þeir að hittast eftir
langan aðskilnað. Við sátum í stof-
unni og engdumst af hlátri því þeg-
ar þeir bræður komu saman þá var
húmorinn á fullu og espuðu þeir
hvor annan þar til kjálkarnir voru
orðnir aumir og maginn með harð-
sperrar af hláturskviðum.
Svona þekktum við ívar, alltaf
hlátur í kringum hann og alltaf til-
búinn að hjálpa þar sem hjálpar var
þörf. Ef eitthvað var að í sambandi
við bílana á heimilinu var hringt í
hann og leitað ráða hjá honum.
Ótal fleiri minningar eigum við
um Ivar, minningar sem við munum
geyma sem dýrmætar perlur í hug-
um okkar og þökkum fyrir að hafa
fengið að kynnast þeirri perlu sem
hann sjálfur var.
Elsku Jóhanna, Silja, Katrín, Eva
Karen, vinir í Melbænum, foreldrar
og systkini: Við tökum þátt í sorg
ykkar og biðjum algóðan Guð að
gefa ykkur styrk til að horfa fram á
veginn.
Katrín og Markús.
Margur einn í aldurs blóma
undi sæll við glaðan hag,
brátt þá fregnin heyrðist hljóma:
Heill í gær, en nár í dag. -
0, hve getur undraskjótt
yfir skyggt hin dimma nótt!
Fyrir dyrum dauðans voða
daglega þér ber að skoða.
(B. Halld.)
Mig langar að minnast vinar míns
Ivars, er lést í svo hörmulegu slysi.
Við Ivar kynntumst í Iðnskólanum
þar sem hann lagði stund á bifreiða-
réttingar en ég á bifvélavirkjun.
Eftir námið hófum við störf saman
hjá Daihatsu og hófst þá vinskapur-
inn fyrir alvöru. Þá voru þau Jó-
hanna þegar byijuð saman og varð
hún undir eins mikill vinur minn líka.
Gott dæmi um það er að þau skutu
skjólhýsi yfir mig í heila þijá mán-
uð) - þá nýgift.
ívar var alltaf léttur og kátur og
hafði einstaka hæfileika til að bijóta
ísinn. Hann var alltaf reiðubúinn til
að hlusta og hjálpa, byggja mann
upp og hughreysta. Sannur vinur
vina sinna.
Maður skilur ekki af hveiju hann
er tekinn frá okkur svo fljótt. Það
hlýtur að vera einhver tilgangur.
Þetta.er eitt af fáu sem er ekki á
okkar valdi, en við verðum að sætta
okkur við. Ég trúi því að hann sé í
góðum höndum, vaki yfir okkur og
i