Morgunblaðið - 11.05.1994, Síða 36

Morgunblaðið - 11.05.1994, Síða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1994 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ólafur Gunnlaugur Guð- mundsson, fyrrverandi toll- vörður og deildarstjóri í Hafn- arfirði, var fæddur á Melum I Árneshreppi í Strandasýslu 24. júli 1914. Hann lést i Landspít- alanum að kveldi 1. mai siðast- liðinn, nokkrum dögum eftir hjartaaðgerð. Foreldrar hans voru Guðmundur Guðmunds- son, bóndi á Melum, fæddur 15. júní 1869, dáinn 1. október 1923, og kona hans, Elísabet, fædd 31. desember 1878 í v Ófeigsfirði, dáin 1. september 1965, dóttir Guðmundar Pét- urssonar, bónda í Ófeigsfirði, fæddur 6. janúar 1853, dáinn 16. maí 1934, sem Ófeigsfjarð- arætt er kennd við, og fyrri konu hans, Elísabetar, fædd 1851, dáin 4. febrúar 1885, dótt- ur Þorkels Þorkelssonar, bónda í Ófeigsfirði. Þeim Guðmundi og Elísabetu á Melum varð tólf barna auðið, átta sona og fjög- urra dætra, sem öll komust vel til manns og var Gunnlaugur tíundi i aldursröðinni. Af þeim systkinum er nú eitt á lífi, Sig- mundur, fæddur 1908, búsettur á Akureyri. Maki: Þórdís Steinsdóttir, fædd 12. október 1920 í Hafnarfirði. Foreldrar: Steinn Hermanns- son, sjómaður í Hafnarfirði, fæddur 1. október 1887 á Kol- beinsstöðum í Skagafirði, dáinn 3. maí 1953, og kona hans, María Jónsdóttir, fædd 18. febrúar 1893 á Brimnesi á Langanesi, dáin 18. desember 1977. Börn: María Þórdís, fædd 30. maí 1946, BA, licence-próf í frönsku, kennari og aðstoðar- skólameistari við Flensborgar- skólann í Hafnarfirði, og Guð- mundur Steinn, fæddur 23. ág- úst 1947, lauk prófi frá Loft- skeytaskólanum, síðan Sam- vinnuskólanum og fór í fram- haldsnám á Englandi og er nú aðstoðarframkværndastjóri skipafélagsins Ness hf. Maki: Vilborg Sigurðardóttir, hjúkr- unarfræðingur. Börn þeirra: Steinn, fæddur 1972, nemi i vélaverkfræði við HÍ, Sigurður Þór, fæddur 1977, nemi, og Guðrún Þórdís, fædd 1982, nemi. Sonur Gunnlaugs fyrir hjónaband: Geir Arnar, fæddur 30. júlí 1943, dr. í vélaverk- fræði. Hann var prófessor, síð- an framkvæmdastjóri Marels. Móðir: Sigurrós Oddgeirsdóttir frá Ási við Hafnarfjörð. Maki: Kristin Ragnhildur Ragnars- dóttir, meinatæknir. Börn: Arn- ar, fæddur 1971, nemi í læknis- fræði við HÍ, Ragnhildur, fædd 1971, nemi í vélaverkfræði við HÍ, og Heiður Rós, fædd 1975, nemi. Að loknum barnaskóla á Finn- bogastöðum í Ámeshreppi var Gunnlaugur tvo vetur í héraðs- skólanum á Reykjum í Hrúta- firði. Lauk burtfararprófi frá Samvinnuskólanum eftir einn vetur vorið 1934. Starfaði um skeið á endurskoðunarskrif- stofu uns hann var ráðinn toll- vörður í Hafnarfirði 1935 og síðar deildarsljóri og gegndi því starfi til sjötugsaldurs. Gunnlaugur sat í stjórn íþrótta- bandalags Hafnarfjarðar 1944- 1954, í útgerðarráði Bæjarút- gerðar Hafnarfjarðar 1950- 1954, í sfjórn Byggingarfélags alþýðu 1948-1975, í stjóm verkamannabústaða um árabil frá 1971, endurskoðandi Kf. Hafnfirðinga 1957-1975, í stjóm Rauða krossdeildar Hafnarfjarðar frá 1947 og um árabil í stjórn St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Útför Gunnlaugs fer fram frá Hafnarfjarðar- kirkju. FORELDRAR Gunnlaugs hófu búskap á hálfri Melajörðinni 1898. Á hinum helmingi jarðarinnar bjuggu Steindór Halldórsson og El- ísabet Sveinsdóttir og voru þeir bændur bræðrasynir. Melar þóttu góð bújörð, landmikil, stórar sléttur og grasgefnar engjar, fiskur skammt undan landi og töluverður viðar- reki á fjörum, enda hafði tvíbýli verið á jörðinni frá fornu fari. Guðmundur féll frá árið 1923, 54 ára að aldri. Elísabet gekk þá með yngsta barn þeirra hjóna en elsti sonurinn, Guðmundur Pétur, var þá 23 ára. Eftir fráfall manns síns hélþ Elísabet áfram búskap með Guð- mundi Pétri, syni sínum, allt til árs- ins 1942. Hún dvaldist þó áfram á Melum í allmörg ár en síðustu árin var hún í Reykjavík hjá bömum sín- um og lést þar 1965. Þá voru öll böm hennar á lífi. Sigmundur, sonur Elísabetar, sem búið hafði í Ámesi frá 1931 hóf búskap á öðmm helm- ingi Mela 1939 og bjó þar til 1962 að hann fluttist til Akureyrar. Elísabet, móðir systkinanna frá Melum, var mikil atgerviskona eins og hún átti kyn til. Það hefir ekki verið auðvelt verk að koma upp þess- um stóra bamahóp, enda þótt hún nyti tilstyrks og stuðnings frá ætt- ingjum sínum. Þó að Gunnlaugur flyttist að heiman rofnuðu ekki tengslin við átthagana. í áratugi fór hann á hvequ sumri norður á Strandir í sumarleyfum til þess að hjálpa til við búskapinn meðan Guð- mundur bróðir hans bjó á Melum og fleiri af systkinum hans vitjuðu átthaganna til þess að taka til hendi. Sumarið er stutt á Ströndum og það þurfti að fullnýta hvetja stund sem gafst til þess að afla heyforða fyrir veturinn. Svo kom að því að gamli bærinn var rifinn og nýtt hús byggt. Þá kom sér vel að einn sonurinn, Ingólfur, var byggingameistari. Til þess að komast norður á Strandir, áður en vegur var lagður þangað 1967, var venjuleg farið til Hólmavíkur og síðan með bát þaðan, þegar ferð féll. Ferðir vora stijálar og þegar kom að heimferð bar við að fljótlegasta leiðin var að ganga yfir fjöll og heiðar yfir að ísafjarðar- djúpi og taka djúpbátinn þaðan til ísafjarðar til þess að ná í ferð suð- ur. Þetta taldi Gunnlaugur ekki eftir sér enda var hann góður göngumað- ur og hafih á yngri áram tekið þátt í ferðum FÍ og ganga var hans lífs- elexír eftir að hann komst á aldur. Síðasta ferð Gunnlaugs norður á Strandir var 1988 á ættarmót af- komenda Guðmundar Péturssonar af fyrra og síðara hjónabandi sem haldið var í Ófeigsfirði. Þegar Gunnlaugur fluttist til Hafnarfjarðar gerðist hann strax virkur þátttakandi í bæjarlífmu. Frá Hafnarfirði var mikil útgerð báta og togara og afkoma þorra bæjarbúa tengdist útgerð og fiskverkun með einum eða öðram hætti. Hinn ungi tollvörður, þá aðeins 21 árs, hafði aðsetur á skrifstofu bæjarfógeta og sýslumanns en umdæmi embættisins náði þá frá Hvalfjarðarbotni suður á Reykjanes, að Reykjavík undan- skilinni, og var í nánu sambandi við slagæð atvinnulífsins í bænum. Margir áttu leið á bæjarfógeta- og sýsluskrifstofuna í Hafnarfirði. Auk þess að annast tolleftirlit að nóttu sem degi og hvemig sem viðraði vann Gunnlaugur í áratugi fullan vinnudag við afgreiðslu tollskjala, útreikning á aðflutningsgjöldum og innheimtu þeirra. Nú á tímum hefðu þessi skrifstofustörf verið talin fullt starf fyrir fleiri en einn inann. En Gunnlaugur sá um þau af mikilli prýði, enda reikningsglöggur og hafði góða reglu á hlutunum. Fastur tollvörður var ekki skipaður í Hafnarfirði fyrr en árið 1930 og var Gunnlaugur þriðji maðurinn sem gegndi því starfi. Það var fyrst árið 1982 að bætt var við öðrum toll- verði. Við eftirlit vora þó jafnan kvaddir til aðstoðar tollverðir frá Reykjavík. Gunnlaugur var mann- blendinn og ræðinn og átti einkar gott með að umgangast fólk. Þetta kom sér vel því að í starfi sínu þurfti hann að hafa samskipti við fjölda manns. Hann var kurteis og viðmóts- þýður en gat þó verið fastur fyrir ef því var að skipta. Gunnlaugur eign- aðist fljótlega fjölda vina og kunningja, þegar hann fluttist til Hafnar- fjarðar, og ávann sér vin- áttu og traust þeirra sem kynntust honum. Hann var maður vinsæll og vel látinn. Hafði lifandi áhuga á því sem var að gerast í atvinnu- og félagsmálum og bar hag þeirra fyrir bijósti, sem stóðu höllum fæti. Hann lagði mikið af mörkum í þágu byggingarfélags alþýðu og verkamannabústaða og Rauða krossins um áratuga skeið og fleiri félagasamtaka. Gunnlaugur hafði ákveðnar skoð- anir á þjóðmálum. Hann var fæddur og uppalinn í einangraðri sveit og hafði hlotið menntun sína í héraðs- skóla og Samvinnuskólanum og Strandasýsla var eitt öraggasta kjördæmi Framsóknarflokksins. Móðurafi hans, Guðmundur Péturs- son í Ófeigsfirði, kunnur sveitarhöfð- ingi og mikill atorkumaður, var for- vígismaður um stofnun Verslunarfé- lags Norðurfjarðar þegar á árinu 1906, síðar Kaupfélags Stranda- manna. Einangrað og harðbýl sveit gat ekki þrifist nema með samvinnu og samhjálp íbúanna. Allar sam- göngur vora á sjó og það var ekki fyrr en á sjöunda áratugnum að Ámeshreppur komst í vegasamband. Það lá því í hlutarins eðli að Gunn- laugur yrði félagshyggjumaður eins og það heitir á nútímamáli og þeirri stefnu treysti hann Framsóknar- flokknum best til að framfylgja. Hann var einn af frammámönnum í Framsóknarfélagi Hafnaríjarðar, þótt ekki sæktist hann eftir vegtyll- um fyrir sig sjálfan. Vinahópi Gunn- laugs vora hins vegar ekki sett nein flokkstakmörk. Líklegt er að Gunnlaugur hefði farið í langskólanám, ef hann hefði fæðst á tíma námslána og annarrar opinberrar fyrirgreiðslu við náms- fólk. Til þess hafði hann alla burði. Á kreppuáram þriðja áratugarins var þess ekki kostur og ekki um margt að velja fyrir ungt fólk. Aura- ráð vora lítil og til þess að sjá fyrir sér tóku menn þá vinnu sem bauðst. Veturinn sem Gunnlaugur var í Samvinnuskólanum í Reykjavík vann hann jafnframt við mjólkurút- burð í hús ásamt skólafélaga sínum frá Héraðsskólanum á Reykjum, Sigfúsi Bjamasyni, sem síðar var kenndur við fyrirtækið Heklu. Ég, sem þessar línur rita, kynnt- ist Gunnlaugi og íjölskyldu hans fyrir fjóram áratugum síðan. Um 15 ára skeið voram við samstarfs- menn við bæjarfógetaembættið í Hafnarfirði. Þegar ég og kona mín fluttum til Hafnarfjarðar frá Kefla- víkurflugvelli, þar sem ég hafði starfað um skeið sem fulltrúi emb- ættisins, þekktum við ekki margt fólk í bænum. Gunnlaugur stóð þá á fertugu og lenti ég heima hjá þeim ' hjónum í afmælisfagnaði af því til- efni og kynntist þá höfðingsskap þeirra hjóna og rausn, sem við kona mín áttum oft eftir að njóta síðar. Við byggðum á sama tíma og lóðir okkar liggja saman þannig að sam- bandið hefír aldrei rofnað, þótt ég hyrfi til annarra starfa. Með okkur hjónum og þeim Gunnlaugi og Þór- dísi tókst náin vinátta sem aldrei hefir borið skugga á. Þau hjón voru einstaklega bóngóð og hjálpsöm. Gunnlaugur átti allgott safn ís- lenskra bóka og tímarita og eftir að hann lét af störfum sat hann löngum við og dyttaði að bókakosti sínum og batt inn það sem óbundið var. Við bæjarfógetaembættið í Hafn- arfirði var á sjötta áratugnum mikið kappalið sem segja má að hafi nán- ast verið sem ein fjölskylda. Þar var auk Gunnlaugs, Bjöm Sveinbjörns- son, fulltrúi og síðar sýslumaður og bæjarfógeti, Jón Guðmundsson, yfír- lögregluþjónn, Kristinn Ólafsson, fulltrúi, og fleiri úrvalsmenn. Þeir Gunnlaugur, Björn, Jón og Friðrik Guðmundsson, yfirtollvörður á Keflavíkurflugvelli, vora lífið og sál- in í Bridgefélagi Hafnarfjarðar um árabil og mynduðu nánast ósigrandi sveit. Ég varð að vísu aldrei hlut- gengur á þessu sviði en við hjónin nutum góðs af skemmtanahaldi sem félagið stóð fyrir. í Stangaveiðifélagi Hafnarfjarðar störfuðum við um árabil og áttum saman ógleymanlegar stundir við lax- og silungsveiðar og ferðalög um landið. Gunnlaugur var opinber starfs- maður í tæp 50 ár. Á svo löngum tíma hafa miklar og margháttaðar breytingar átt sér stað í Hafnarfirði eins og annars staðar og íbúaíjöldinn hefir margfaldast. Flestir þeirra sem settu svip á bæinn á þeim tíma sem Gunnlaugur var á miðjum aldri era nú horfnir til feðra sinna og gamlir vinir hans týndu tölunni einn af öðr- um, nú síðast Adolf Björnsson, fv. bankamaður, sem lést síðasta vetr- ardag. Svipmót bæjarins og mannlíf hefir tekið miklum breytingum frá árinu 1935 að ungur Strandamaður flutti til bæjarins og hóf starfsferil sinn. Gunnlaugur var maður hávaxinn og beinvaxinn og samsvaraði sér vel. Hann var maður látlaus en fyr- irmannlegur í allri framkomu. Hann var farsæll i einkalífi og starfi og hvers manns hugljúfi. Á góðum stundum átti hann til að segja: Mað- ur verður að halda sinni reisn. Gunn- laugur hélt sinni reisn til æviloka og þannig er gott að minnast hans þegar við að leiðarlokum þökkum honum samfylgdina og sendum Þór- dísi, bömum og bamabömum inni- legar samúðarkveðjur. Jón Finnsson. Dauðinn er tilefni ^sorgar fyrir eftirlifandi ástvini. Þegar ég frétti andlát Gunnlaugs móðurbróður míns olli það mér sáram trega. Milli okkar hafði ætíð verið mjög innilegt samband. Fyrstu bemskuminningar mínar tengjast honum þegar hann lék sér við okkur bræðuma. Síðari minningar mínar tengjast honum meira sem göfugri og góðri persónu sem vildi öllum gott gera. Dauði hans veldur því öllum sem tengjast honum sorg sem aðeins upprisuvon- in ein getur mildað. Gunnlaugur var aðeins níu ára er faðir hans andaðist rétt áður en yngsta systir hans, Guðmunda, fæddist. Mannkostir systkinanna komu nú í ljós við að halda saman heimili, drífa sig til menntunar og verða sjálfbjarga án mikillar aðstoð- ar utan að. Guðmundur Pétur, elsti bróðir Gunnlaugs, tók á sig þá ábyrgð að stjóma búi og fékk hann dyggan stuðning hinna systkinanna. Með sameiginlegu átaki komust öll systkinin til manns og menntunar. Öll þurftu systkinin að byija að vinna snemma og axla mikla ábyrgð og var Gunnlaugur ekki neinn eftir- bátur annarra. Gunnlaugur sýndi alla ævi þá mannkosti sem prýddu hann frá yngri áram. Hann var ættrækinn, bamgóður, velviljaður, sanngjam, traustur, ábyggilegur, samvisku- samur, afkastamikill við vinnu, skapgóður, viðmótsþýður, ráðagóð- ur og heilráður. Óllum leið vel í návist hans. Sem dæmi um ættrækni Gunn- laugs má nefna, að hann skipulagði orlofsfrí sitt ætíð þannig, að hann gæti aðstoðað aðra. Ár eftir ár fór hann norður að Melum, hjálpaði bróður sínum við heyskapinn. Á þeim tíma var allt slegið með orfi og ljá. Tún vora ekki stór og mikið um engjaheyskap. Heyið var bundið í bagga og flutt heim á hestum. Þá var gott að margar fúsar hendur lögðu hönd á verkið. En þrátt fyrir alla þessa miklu vinnu minnist und- irritaður þess einstaka andrúms- lofts, sem var fullt af gleði og fögn- uði sem ríkti á Melum þegar Gunn- laugur og önnur systkini komu norð- ur til að hjálpa til. Oft var þá þröngt í bænum en slíkt traflaði ekki neinn, heldur gerðu menn sér margt til gamans. GUNNLAUGUR GUÐMUNDSSON Gunnlaugur og eftirlifandi kona hans, Þórdís Steindóttir, eignuðust myndarheimili á Álfaskeiði í Hafn- arfirði. Gunnlaugur og Þórdís vora sérstaklega samrýnd. Andlát Gunn- laugs er því sérstaklega mikill miss- ir fyrir Þórdísi sem missir ekki að- eins ástkæran eiginmann, heldur líka lífsförunaut, sem hefur verið styrk stoð hennar í nær 48 ár. Tvö myndarleg og elskuleg böm þeirra, María Þórdís og Guðmundur Steinn, hafa erft góða eiginleika foreldra sinna. Gunnlaugur naut þeirrar gleði að sjá sex bamaböm, þijú börn Guðmundar og þijú böm Geirs. Það er mikill styrkur fyrir alla fjöl- skylduna og sérstaklega fyrir Þór- dísi hvað fjölskyldan er samheldin. Öllum sem syrgja Gunnlaug vildi ég stuttlega benda á fyrirheit skap- arans. í Heilagri ritningu er mikið rætt um upprisuvonina. Guð sá svo um í kærleika sínum að menn gætu endurheimt lífið. Þetta er mögulegt vegna fómardauða Jesú Krists. Dauðinn með öllum afleiðingum sín- um, sjúkdómum, hrönun og síðan andláti er svo sannarlega óvinur mannkynsins sem veldur sorg. En þeir sem trúa á réttlátan alvitran Guð Biblíunnar vita að tilgangur Guðs var ekki að skapa menn sem myndu þjást, eins og tilfellið er í dag með stóran hluta af mannkyn- inu. Fyrirheit Guðs era að hann mun taka í taumana og stofna ríki sem mun ná um alla heimsbyggðina. Kristnum mönnum var kennt að biðja um þetta ríki í „Faðir vorinu" en þegar það er stofnað mun Guðs vilji vera gerður „svo á jörðu sem á himnum". Við mörgtækifæri benti Jesús á upprisuvonina sem er trúuð- um mönnum mikil huggun, því hún gerir mönnum kleift að trúa því að sá tími muni koma, þegar hinir látnu verða reistir upp til lífsins í heimi sem er stjómað af Guði. Þar munu lifa menn sem þrá réttlæti, frið og hafa því yndi af að lifa í samræmi við réttlát lög skaparans. Guð mun blessa þetta mannkyn og „hann mun þerra hvert tár af augum þeirra. Og dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein né kvöl er framar til. Hið fyrra er farið." Upprisuvonin ætti því að vera öllum hvatning til að kynna sér hver vilji Guðs sé með okkur mennina svo við getum lifað í samræmi við háleita staðla hans. (Jóhannes 17:3). Guðmundur H. Guðmundsson. Við brotthvarf föðurbróður míns Gunnlaugs Guðmundssonar fyrrver- andi tollvarðar í Hafnarfirði vil ég minnast þessa prúða og geðþekka manns nokkrum orðum. Undirritaður kynntist Gunnlaugi og Þórdísi eiginkonu hans, þegar faðir minn fór með mig sem ungan dreng í heimsókn til þeirra hjóna, á hið afar fallega heimili þeirra í Hafnarfirði. Varð ég strax hrifin af þeim hjónum og öllum heimilis- brag þar. Seinna var ég starfandi á togara frá Hafnarfirði um nokkurt skeið og endurnýjuðust kynni mín af þeim hjónum aftur og hafa hald- ist síðan. Þegar við Margrét gengum í hjónaband var það sjálfgefið að biðja Gunnlaug að vera svaramann, sem var auðsótt mál. Alltaf var gott að leita til Gunnlaugs um góð ráð og veit ég að ég var ekki einn um það. Þegar faðir minn dó fyrir allmörgum áram reyndist Gunnlaugur okkur mjög vel. Eitt sinn er við Margrét fórum til útlanda, buðust þau hjónin til að hafa aðra dóttur okkar á meðan. Hún hefur líklega verið §ög- urra ára. Það vora góðir og mjög svo minnisstæðir dagar fyrir bæði dóttur okkar og þau hjón, að minnsta kosti man dóttir okkar enn eftir þessum dögum. Nokkur síðustu árin átti Gunn- laugur við vanheilsu að stríða. Ákvað hann fyrir nokkru að gang- ast undir hjartaaðgerð. Aðgerðin var síðan.gerð fyrir tveimur vikum. Fyrstu dagamir á eftir lofuðu góðu, en skyndilega breyttist það á næsta sunnudegi og um kvöldið var Gunn- laugur allur. Þó Gunnlaugur væri orðinn tæplega áttræður, sem er

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.