Morgunblaðið - 11.05.1994, Side 37

Morgunblaðið - 11.05.1994, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ1994 37 hár aldur, er alltaf tregafullt að missa góðan dreng. Þórdís mín, það er erfitt að sjá á eftir Gunnlaugi eftir 48 ára farsælt hjónaband, en minningin um góðán mann lifir. Við Margrét vottum þér, bömunum og fjölskyldum þeirra innilega samúð okkar. Róbert og fjölskylda. Með fáeinum orðum vil ég minn- ast Gunnlaugs Guðmundssonar eig- inmanns móðursystur minnar Þór- dísar Steinsdóttur. Það hefur ætíð verið náið samband á milli systranna og mikill samgangur á milli heimil- anna. Á þessari stundu renna mörg minningabrot í gegnum hugann. Sem barn og unglingur minnist ég tilhlökkunar að fara í heimsókn á Álfaskeiðið til Dídíar og Gunnlaugs. Þar var virðulegt og snyrtilegt en einnig glettni og gleði. Eg man óljóst eftir sendiferðum sem barn og sælgæti sem ég fékk að launum. Ég minnist jólaboðanna og þegar ég dvaldi hjá þeim er foreldrar mín- ir voru erlendis. Heimilisfaðirinn Gunnlaugur sat fyrir enda borðsins með þverslaufu og við hlið disksins lá servíettan í servíettuhring. Allt var svo fágað og stílhreint, en stutt í hlýlegt brosið og hláturinn. í vetur sl. sat ég og lítil dóttir mín einn sunnudagseftirmiðdag hjá Dídí og Gunnlaugi og drukkum við kaffi og gos, horfðum á þátt um Hafnarfjörð í sjónvarpinu og spjölluðum saman. Ég hafði alltaf gaman af að heyra skoðanir Gunnlaugs á þjóðmálum. Það var skemmtileg stund. Núna óska ég þess að samverustundirnar hefðu verið fleiri og þá sérstaklega síðari árin. Mér og fjölskyldu minni þótti mjög vænt um að Gunnlaugur treysti sér að koma í fermingu son- ar míns nú í apríl. Gunnlaugur var einstaklega hátt- vís og mikið ljúfmenni. Hann var hæglátur og yfirvegaður. 011 störf hans hafa einkennst af farsæld og velgengni. Hógværð, drengskapur og staðfesta eru orð sem koma upp í huga minn þegar ég hugsa um hann. Það kom vel fram síðustu vikurn- ar hvern mann Gunnlaugur hafði að geyma. Hann tók ákveðinn en lítillátur ákvörðun um að gangast undir erfiða hjartaaðgerð enda þótt hann vissi að áhættan væri tölu- verð. Ég talaði við hann kvöldið áður en hann fór á spítalann í að- gerð. „Þetta er eitthvað sem verður að gerast. Annað er ekki skynsam- legt,“ sagði hann. Vissulega er söknuðurinn mikill og kveðjustundin erfið. En þeir sem notið hafa samfylgdar Gunnlaugs geta einnig þakkað fyrir að hafa fengið að kynnast jafn heilsteyptum og góðum manni. Dídí mín, Gummi, María og Geir, ég og fjölskylda mín vottum ykkur innilega samúð á þessari erfiðu stundu. Guð veri með ykkur. Gunnar Einarsson. Gunnlaugur Guðmundsson var einn af stofnfélögum Framsóknar- félags Hafnarfjarðar 1948 og sat lengi í stjórn félagsins og í fulltrúa- ráði félaganna til dánardægurs og öðrum trúnaðarstörfum gegndi hann fyrir flokkinn, hvort heldur var í kosningum til bæjarstjórnar eða alþingis. Það munaði mikið um starf Gunn- laugs í þessari félagsmálabaráttu er flokkurinn stóð fyrir. Hann var glöggur, vinsæll og þekkti fjölda fólks, vissi góð deili á mönnum, kunni skil á málefnum er efst voru á baugi og í umræðu á hveijum tíma. Hann flutti mál sitt af hógværð og skynsemi og því varð honum vel ágengt að styrkja og efla gengi flokksins. Fyrir þetta allt þökkum við af heilum hug. Biðjum eftirlifandi konu hans, frú Þórdísi Steinsdóttur, Guðs blessunar og vottum henni, börnum og fjölskyldu dýpstu samúð, þökk og virðingu. Framsóknarfélögin í Hafnarfirði. GYÐA ANTONÍUSARDÓTTIR OG GÍSLIJÓHANNSSON + Gyða Antoníus- ardóttir var fædd 11. maí 1924 og dáin 17. júni 1991. Eiginmaður hennar, Gísli Jó- hannsson, var fædd- ur 29. ágúst 1923 og lést 9. september 1989. í DAG hefði hún mamma orðið 70 ára og örugglega haldið upp á afmælið sitt með miklum rausnarskap, ásamt fjölda vina og ættingja. Hún var að austan eins og sagt er, dóttir Guðrúnar Einarsdóttur frá Hafnarfírði og Antoníusar Antoníussonar, Hvarfí á Djúpa- vogi. Á Djúpavogi ólst hún upp hjá föður sínum og stjúpu, Guð- rúnu Stefánsdóttur, en hún dó þegar mamma var innan við ferm- ingu og bjó hún hjá föður sínum þar til hún giftist Helga Helgasyni frá Rannveigarstöðum í Alftar- fírði. Þau Helgi bjuggu saman að Starmýri í sömu sveit, en eftir stutta sambúð lést Helgi og er mamma þá aðeins 19 ára gömul. Þau áttu saman tvö böm, Helgu sem gift er Kjartani Pálssyni og búa þau í Vaðnesi í Grímsnesi, og Helga sem kvæntur er Auði Gú- stafsdóttur og búa þau á Höfn. Þegar mamma er orðin ekkja er faðir hennar einnig dáinn. Flyst hún þá til móður sinnar og fjöl- skyldu hennar suður í Hafnarfjörð og er þar um tíma. Síðan liggur leiðin í Hveragerði að eldhússtörf- um í Garðyrkjuskóla ríkisins, þar sem hún hitti ungan mann frá Bolungarvík, Gísla Jóhannsson, son Línu Dalrósar Gísladóttur og Jóhanns Sigurðssonar, sem var þar við nám. Ungu hjúin giftu sig 16. apríl 1947, en þá höfðu þau búið í Hveragerði frá 1945 og pabbi unnið við garðyrkju, en í Hveragerði voru þau til 1954 og höfðu þá eignast fjögur börn sam- an, en fyrir hjónaband átti pabbi eina dóttur, Jóhönnu sem gift er Garðari Hannessyni, þau eru bú- sett í Hafnarfirði. Börnin sem fæddust í Hveragerði eru Áslaug, gift Matthíasi Þorbergssyni, bú- sett á Akureyri; Sigurður, kvæntur Guðnýju Ingimundardóttur, búsett á Djúpavogi; Jónína, gift Hjalta Ásmundssyni, búsett á Selfossi og Hjörtur, kvæntur Emmu Erlings- dóttur, búsett í Hrísey. Frá Hveragerði fara þau í Grafninginn, kaupa garðyrkjubýl- ið Hraunprýði sem var nýbýli út frá Nesjavöllum og þar búa þau í níu ár, byggja upp gróðurhús og rækta grænmeti, veiða silung í Þingvallavatni, eiga örfáar kindur og eina kú. í Hraunprýði fæðist svo yngsta barnið þeirra, Elín, gift Júlíusi Sveinssyni, búsett á Flúðum. Árið 1962 flytja þau á mölina, kaupa hús í Þorlákshöfn og eru þar í sjö ár, vinna við fisk- vinnslu ásamt fleiru, en alltaf kall- aði garðyrkjan á þau og árið 1968 kaupa þau land úr Árbæ við Ölf- usá og byggja þar garðyrkjustöð- ina Ártún. Ártún var fallegt og myndarlegt býli og voru þau þar til ársins 1980, en þá seldu þau garðyrkjustöðina og keyptu 80 ára gamalt hús á Hjalteyri við Eyja- fjörð, Friðrikshús, og gerðu það upp frá grunni, svo að í dag er það staðarprýði. Á Hjalteyri keyptu þau sér bát, Gyðu EA 110, og reru saman til fískjar. Þessi fallegi bátur var þeim til mikillar ánægju og yndisauka og ef ekki gaf á sjó unnu þau við fiskverkun á staðnum. Þau hjón voru vinmörg og góð heim að sækja alla tíð. Pabbi dó rúmri viku eftir 66 ára afmælið sitt, þá eftir langa baráttu við krabbamein. Þegar hann var far- inn tók að halla undan fæti hjá mömmu og greindist hún með tauga- og vöðvarýrnun sem tók hana mjög hratt. Síðasta árið sem hún lifði gat hún ekki séð um sig ein, og var því í skjóli dóttur sinnar og fjölskyldu þar til hún lést, rétt orðin 67 ára. Margs er að minnast eins og eðlilegt er. Hveragerðisárin eru í minningunni hálf þokukennd, enda vorum við ekki há í loftinu þá. Stór lóð fylgdi húsinu okkar og þar útbjó pabbi bú fyrir okkur úr húsi af gömlum bát, en þar lékum við okkur mikið og hermdum eftir fullorðna fólkinu í bústörfunum. JEftir að við fluttum svo í Hraun- prýði var orðinn meiri tími fyrir fjölskylduna og á 17. júní var allt- af farið með okkur börnin til Reykjavíkur. Þar var farið í tívolí, keyptar pylsur og kók og dansað á Lækjartorgi fram eftir nóttu. í bílnum á leiðini heim vorum við líka oft orðin svo þreytt eftir skemmtilegan dag með fjölskyld- unni að við hölluðum okkur hvert upp að öðru og steinsofnuðum, enda sjaldan sem þau yngstu fengu að vaka svona lengi. Þing- vallavatn var okkar paradís, eldri + Svavar Björns- son vélstjóri var fæddur 14. des- ember 1910 á Grenivík í Suður- Þingeyjarsýslu. Hann lést 4. maí 1994. Foreldrar Svavars voru Björn Jónas Ólafs- son sjómaður og verkamaður á Grenivík og á Ak- ureyri, d. 1937, og Kristín Ingibjörg Baldvinsdóttir hús- móðir, d. 1958. Svavar átti fjórar systur: Ingibjörgu, Hall- fríði, Unni og Helgu Sigur- laugu. Svavar kvæntist 1934 Emelíu Kristjánsdóttur, hún lést 1974. Svavar og Emelía eignuðust fjögur börn. Þau eru Kristjana Ingibjörg skrif- stofumaður á Akureyri, f. 1935, gift Jóni Viðari Guð- laugssyni og eiga þau þijú börn; Skúli kristniboði, f. 1939, kvæntur Kjellrúnu L. Langdal og eiga þau fimm börn; Gylfi Anton umsjónar- maður í Noregi, f. 1942, kvæntur Jóhönnu Sigríði Guð- mundsdóttur og eiga þau sjö börn; Birgir Björn banka- starfsmaður á Akureyri, f. 1945, kvæntur Ölmu Kristínu Möller og eiga þau þijú börn. Útför Svavars var gerð frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 10. maí. SORGIN er tilefni minningargreina. Þær eru skrifaðar í skugga dauðans og þar tjáir fólk söknuð sinn og trega. Minningar- greinar eru líka ritað- ar til þess að þakka. Og við lestur þeirra eflist maður oft í þeirri trú að heiminum sé viðbjargandi, fyrst fólk á svona margt og mikið að þakka. Mað- ur sér að þrátt fyrir allt er heilmikil ást, hlýja og innileiki til í þessum heimi, þótt eflaust mættum við öll vera duglegri við að tjá hvert öðru væntumþykju og þökk í þessu lífi. Tilefni þessara skrifa er að afí minn og nafni, Svavar Björnsson, er látinn. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að vera honum samferða um lífið. Fyrir það verð ég Guði ævinlega þakklátur. Ég á margar minningar um „afa á eyr- inni“, eins og við systkinin nefnd- um hann, því þau Svavar afi og Emelía amma bjuggu niðri á eyri á Akureyri, í Norðurgötu. Hún er ábyggilega fegursta gatan í bæn- um. Ein fyrsta minningin um afa er sú, að ég sá hann koma gang- andi suður Norðurgötuna á sól- skinsdegi, holdvotan. Hann var að koma utan úr slipp, þar sem hann vann til íjölda ára, en hafði dottið í höfnina. Afi klæddi sig úr blaut- um fötunum niðri í þvottahúsi og ég man hvað ég varð hissa á henni ömmu, því hún varð svolítið sár við afa. Nú veit ég að ömmumar eiga að verða sárar við afana, þegar þeir detta í sjóinn. Afarnir eiga að passa sig, því þeir eru mikilvægir. Svavar afí var merkilegur mað- ur í barnsaugunum. Hann hafði stóra lófa og þvoði þá með dular- fullu dufti í eldhúsvaskinum þegar hann kom heim úr slippnum. Hann borðaði hræring og var eini mað- urinn, sem ég vissi til að legði sér slíkt til munns. Hann lagði sig á dívaninn eftir hádegismatinn. Ég dáðist að hrotunum í afa og ákvað að hrjóta líka, þegar ég væri orð- inn stór. Hann gat lamið miklu fastar í borðið en ég. Svo gat hann tekið úr sér tennurnar. Afi og amma áttu rauðan fólksvagn og þegar ég var orðinn stærri og afí einn lánaði hann mér stundum bílinn sinn. Einu sinni klessti ég bílinuhans. Hann varð ekkert reið- ur. Raunar minnist ég þess ekki að hann hafi nokkurn tíma orðið mér reiður, þótt ég hafi sjálfsagt oft átt það skilið. Hann varð kannski ögn sérvitur með árunum, en það gerði ekkert til því þannig eiga allir, ærlegir öldungar að vera. Ég ætla líka að vera sérvit- ur, þegar ég verð gamall. Afi var hægur maður og frekar dulur. Amma Emelía lést árið 1974. Við töluðum ekki mikið sam- an um þá reynslu, en vissum báð- ir hvað við höfðum misst: Hann hjartfólgna eiginkonu og ég ömmu mína og minn besta vin. Við viss- um líka báðir að góður Guð sæi um sína. Afi elskaði sjóinn enda stundaði hann sjómennsku fyrri hluta ævi sinnar. Hann kom stundum í heim- SVAVAR BJÖRNSSON systkinin rifust um hver fengi að fara með pabba að vitja um sil- unganetin, en ef gott var veður fengu þau yngri stundum að fara með og sátu þá frammí stafni og töldu fískana sem komu upp með netunum. Stutt var að fara í beija- ferðir, bara rétt hoppað yfír girð- ingu og þá vorum við komin í beijamó. Stundum fórum við með nesti með okkur því það fannst okkur svo flott, löbbuðum nokkur spor upp í hvamm, drukku mjólk- ina úr flöskunum og borðuðum brauðið, síðan hlupum við heim aftur og skiluðum af okkur tómu flöskunum og þá gat tínslan hafist. Pabbi var sérstakur húmoristi, sagði sögur og stflfærði stundum svo gróflega að fólk vissi ekki hvort hann sagði satt eða ekki. Mamma var jarðbundnari og þurfti helst alltaf að vita hvað næsti dagur bar í skauti sér. í Hraun- prýði var stórt heimili, við börnin orðin sex sem ólumst þar upp, alltaf krakkar í sveit á sumrin og gestagangur mjög mikill. En alltaf var pjáss fyrir alla. í Ártún var líka alltaf gott að koma, pabbi og mamma mjög sæl með sig, búin að koma börnunum upp, og efnin orðin góð. Á þessum tíma veiktist pabbi fyrst af krabbameini og verður það til þess að þau selja Ártún og flytja norð- ur á Hjalteyri. Á Hjalteyri varð þeirra síðasta og líklega besta búseta. Þaðan eiga barnabörnin sennilega sínar kærustu minning- ar um ömmu og afa því þar var alltaf tími fyrir alla og allt svo afslappað og ljúft. Það er margs að minnast eins og eðlilegt er og aðeins smá minn- ingarbrot sett á blað. Þakkir skulu færðar Jóhannesi Hermannssyni og hans fólki fyrir . allt gott þeim til handa þessi ár þeirra á Hjalteyri. Bamabömin 26 að tölu áttu góða ömmu og afa sem þau gleyma ekki. Góðu foreldrar og tengdaforeldrar hafið þökk fyrir allt. Þið eru á Guðs vegum. Bömin. sókn til okkar til Ólafsfjarðar. Þá fannst honum gott að sitja við eld- húsgluggann, horfa út á sjó og sötra molakaffí. Svavar afí var trúaður. Hann studdi starf Kristniboðssambands- ins svo sem hann frekast gat og tók þátt í starfi Gídeonfélagsins. Ekki varð honum þó tíðrætt um trúmál. Hann trúði á frelsarann á sinn hægláta hátt. Mikið er Guð góður að hafa leyft manni að eiga slíkan afa. Ég syrgi, sakna og minnist, en hjarta mitt er fullt af þökk. Ég bið Drottin að geyma gamla manninn. Blessuð sé minningin um hann afa minn. Svavar A. Jónsson, Ólafsfirði. 1 ERFI DRYKKJU R Látið okkur annast erfidrykkjuna. Fyrstaflokks þjónusta og veitingar. Rúmgóð og þœgileg salarkynni. Upplýsingar í síma 29900 - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.