Morgunblaðið - 11.05.1994, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1994 39
___________________MIMMINGAR
VALGEIR ÁGÚST EINARSSON
+ Valgeir Ágúst
Einarsson
fæddist í Reykja-
vík 21. ágúst 1913.
Hann lést í Reykja-
vík 5. maí 1994.
Foreldrar hans
voru Jóhanna
Magnúsdóttir frá
Eyrarbakka, d.
1925, og Einar G.
Einarsson frá Urr-
iðafossi, d. 1940.
Einar átti fjögur
systkini: Katrínu,
Magneu Guðrúnu,
Andrés og Magneu Guð-
mundu. Hann kvæntist 1943
Guðríði Tómasdóttur húsmóð-
ur, f. 1916, d. 1987. Börn
þeirra eru Jóhanna, f. 1945,
gift Benedikt Axelssyni, og
Guðrún Jóna, f. 1953, gift
Hirti Guðnasyni. Barnabörnin
eru sex. Valgeir Ágúst vann í
rúm fjörutíu ár hjá Tollsljór-
anum í Reykjavík og í Austur-
bæjarbíói í rúmlega tuttugu
ár. Jarðarförin fer
fram frá Dóm-
kirkjunni í dag.
MINN elskulegi afi er
dáinn. Það er erfitt að
sætta sig við það en
samt er gott að vita
að hann er kominn til
ömmu sem dó fyrir
tæglega sjö árum.
Ég hef alltaf verið
mikil ömmu- og afa-
stelpa og hefur það
verið mjög erfitt að
missa þau. Eitt það
skemmtilegasta sem ég gerði er
ég var lítil var að lúlla hjá ömmu
og afa um helgar. Það var alltaf
eitthvað gott á boðstólum og svo
gat afi auðvitað sagt endalausar
sögur af Labbakút, og aldrei þá
sömu. Þau áttu plötu með Vilhjálmi
Vilhjálmssyni sem ég hlustaði mik-
ið á, en þau hugguðu mig alltaf
eftir þá hlustun, mér fannst platan
svo óskaplega sorgleg. Ég er mjög
myrkfælin, og er amma og afi
komu í heimsókn sátu þau alltaf
hjá mér, héldu í höndina á mér og
sögðu mér sögu eða sungu fyrir
mig þar til ég sofnaði. Þolinmæði
þeirra virtist ótakmörkuð. Þær
stundir sem ég sakna einna mest
eru jólin með þeim. Við fórum allt-
af öll til þeirra á aðfangadags-
kvöld og var það alltaf jafn gaman
og sérstakt.
Elsku amma og afi. Þó ég sakni
ykkar mikið er gott að vita að þið
eruð saman núna. Ástarþakkir fyr-
ir allt.
Mér finnst ég varla heill né hálfur maður
og heldur ósjálfbjarga, því er ver.
Ef værir þú hjá mér vildi ég glaður
verða betri en ég er.
Eitt sinn verða allir menn að deyja
eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það en samt ég verð að segja
að sumarið líður allt of fljótt.
Horfið er nú sumarið og sólin
í sálu minni hefur gríma völd.
í æsku léttu ís og myrkur jólin
nú einmana ég sit um vetrarkvöld.
(Vilhjálmur Vilhjálmsson)
Harpa Guðríður
Hjartardóttir.
PÁLL SIG URÐSSON
+ Páll Sigurðsson, fyrrver-
andi tollvörður, fæddist í
Vík í Mýrdal 11. janúar 1918.
Hann lést í Borgarspítalanum
hinn 3. maí 1994, 76 ára að
aldri. Útför hans fór fram frá
Bústaðakirkju í gær.
Á ÁRUM áður hefði það talist
nokkuð hár aldur að verða 76 ára
gamall, en okkur, sem vorum hon-
um nákomin, Páli tengdaföður
mínum, finnst hann hafa farið
fyrir aldur fram. Þetta er ekki síst
svo í ljósi þess að það eru aðeins
tveir mánuðir síðan vart varð við
þá meinsemd sem dró hann til
dauða. Fram að þeim tíma hafði
hann verið líkamlega mjög vel á
sig kominn, stundaði sund og
göngu á hvetjum degi. Það er
okkur þó ákveðin huggun að hann
var við nægilega góða heilsu að-
eins rúmum tveimur vikum fyrir
dauða sinn til þess að komast í
fermingarveislu yngri dóttursonar
síns og nafna.
Páll var yngstur þriggja barna
Sigurðar söðlasmiðs Einarssonar
og Valgerðar Pálsdóttur sem
bjuggu mestöll fullorðinsár sín í
Vík í Mýrdal. Þar var Páll fæddur
og uppalinn ásamt Ingibjörgu
systur sinni en Þuríður, elsta barn
þeirra Sigurðar og Valgerðar, dó
rúmlega ársgömul.
Sigurður Einarsson var hálf-
bróðir Siguijóns bónda og smiðs
í Hvammi undir Eyjafjöllum,
Magnússonar. Þeir bræður voru
listasmiðir og hagleiksmenn frá
náttúrunnar hendi og þessi eigin-
leiki hefur að einhveiju leyti geng-
ið í erfðir því að Páll Sigurðsson
var smiður góður og á yngri árum
stundaði hann ljósmyndun og
teikningu í frístundum. Ingibjörg
systir hans hefur heldur ekki farið
varhluta af þessum hæfileikum því
að hún hefur á síðari árum tekið
til hendinni við vantslitun og náð
frábærum árangri.
Árið 1947 kvæntist Páll eftirlif-
andi konu sinni, Ragnhildi Geirs-
dóttur frá Vilmundarstöðum í
Reykholtsdal. Mestallt hjónaband
þeirra vann hún úti sem ekki var
ýkja algengt meðal giftra kvenna
á 5. og 6. áratugnum. Ragnhildur
er sannkölluð kjarnorkukona og
vinnur enn úti þótt komin sé fyrir
nokkrum árum á hefðbundinn eft-
irlaunaaldur. Hún ber harm sinn
vel. Þeirra dóttir er Ástríður sam-
eindaerfðafræðingur sem er gift
Páli Hersteinssyni og eiga þau tvo
syni, Herstein og Pál Ragnar.
Páll Sigurðsson var í eðli sínu
mikill ræktunarmaður og undan-
farin 14 ár varði hann miklum
tíma í tijárækt við sumarbústað
þeirra hjóna í landi Vilmundar-
staða. Þar átti hann án efa marg-
ar bestu stundir sínar hin síðari
ár við gróðursetningu og viðhald
bústaðarins, að ekki séu nefnd
kyrrlát sumarkvöld þegar ættingj-
ar og vinir voru saman komnir þar
sem Eiríksjökull rís fyrir enda
dalsins, ijóður í kvöldsólinni. Með-
al síðustu orða hans við mig voru
á þá leið hve feginn hann væri að
við Ásta hefðum nú fengið sama
áhuga og hann á tijáræktinni og
tækjum við þar sem hann hyrfi frá.
Ég kveð Pál Sigurðsson með
söknuði en í þeirri vissu að hann
nýtur þeirrar hvíldar nú sem hann
fékk ekki síðustu vikurnar sem
hann lifði. Eiginkonu hans, dóttur
og systur votta ég innilegustu
samúð.
Páll Hersteinsson.
HALLGRÍMUR
OSKAR L UÐ VIKSSON
+ Hallgrímur Óskar Lúð-
víksson var fæddur í Kefla-
vík 17. febrúar 1962 og lést í
Kaupmannahöfn 30. apríl
1994. Útför hans fór fram frá
Keflavíkurkirkju 7. maí.
SÚ harmafregn barst þann 1. maí
að Halli, þessi elskulegi maður,
hefði látist í Kaupmannahöfn, þar
sem hann ætlaði aðeins að dvelja
eina til tvær nætur á leiðinni til
vinar síns sem hann ætlaði að búa
hjá í tvær vikur í Helsingör.
Það hafði ekki hvarflað að nein-
um að eitthvað meira væri að en
þær þjáningar sem á hann höfðu
verið lagðar vegna slyss sem hann
lenti í við vinnu hjá Sól hf. Það
kom í ljós eftir andlátið að um
alvarlegan hjartagalla hafði verið
að ræða sem ekki hafði uppgötv-
ast.
Það hefur verið þannig í okkar
ijölskyldum, sem tengjast Litla-
bænum í Keflavík, að farsæld og
lán hefur verið okkur nærri og
sjaldan hefur sorgin hvatt dyra.
Við áttum okkur ef til vill ekki á
því hvað við höfum sneitt fram
hjá þessum óijúfanlega þætti til-
verunnar og að það er ekkert líf
án dauða og enginn dauði án lífs.
Ekki alls fyrir löngu var hann
Gummi í Litlabæ að gera ráð-
stafanir sem við vitum öll um í
fjölskyldunni; hann var svo viss
um að ferð væri fyrir höndum sem
væri honum ætluð, en það kom í
ljós að svo var ekki. Þess er getið
hér að þau hjónin bera sáran harm
í brjósti við fráfall kærs barna-
barns sem hafði til að bera ljúf-
mennsku, kurteisi og hlýju í þeirra
garð, það viðmót, sem hvað best
má prýða hvern mann.
Það er svo ótrúlegt að rifja það
upp að samvera okkar hjóna er
nú jafnlöng og hin skamma við-
vera Halla í okkar mannlega
heimi. Við ásamt öllum í fjölskyld-
unni á okkar aldri munum þann
tíma allt frá bernsku til fullorðins-
ára er Halli varð fullvaxinn stór
og glæsilegur ungur maður. Okkur
er fullvel ljóst að Halli hafði hugs-
að sér að gera marga hluti þegar
hann yfii-ynni afleiðingar slyssins
sem fyrr er um getið, við vitum
að hvar sem hann vann og hveija
sem hann umgekkst eignaðist
hann vini og gaf af sér.
Það er ekki unnt að skilja til-
gang skaparans og oft örðugt að
sætta sig við það sem maður skil-
ur ekki. En um leið og við vottum
ykkur kæru vinir Baddý, Lúlla,
Sigga, Hanna, Hafdís og Bryndís
okkar dýpstu samúð þá viljum við
trúa því að Halli hafí fengið nýtt
hlutverk hjá almættinu og hann
muni líta til okkar og fylgjast með
því sem við í mannheimum erum
að gera. Þessi minningargrein er
rituð eftir þá fögru stund sem
útförin var frá Keflavíkurkirkju.
Fyrir þann tíma var eins og það
væri ekki unnt að rita orð á blað,
og ekki væri unnt að segja það
sem ber. Útförin, söngur og tón-
list ásamt sérlega vei framsettu
prestverki og útfararstjórn mun
lifa í minningu allra þeirra sem í
kirkjunni voru. Samverustundin
að Háteigi 3 mun lifa og þeirri
útgeislun sem gefin var þar er
ekki unnt að lýsa.
Kæra ijölskylda. Treystum bet-
ur þau bönd sem tengja okkur,
við þekkjum ekki okkar vitjunar-
tíma.
Fyrir hönd allra í stórfjölskyldu
Litlabæjar í Keflavík.
Gísli og Edda Akranesi.
+
Ástkær faðir okkar, sonur og bróðir,
RAGNAR HJÁLMAR RAGNARSSON,
Hjallabraut 6,
Hafnarfirði,
andaðist 8. maí.
Birkir Freyr Ragnarsson,
Sindri Rafn Ragnarsson,
Ása Hjálmarsdóttir,
Ragnar Konráðsson
og systkini.
Móðir okkar,
KRISTÍN SALVÖR
INGÓLFSDÓTTIR,
Silfurtúni 18b,
Garði,
sem lést 6. maí, verður jarðsungin frá
Útskálakirkju föstudaginn 13. maí
kl. 14.00.
Börn hinnar látnu.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
BENEDIKTINGVARSSON,
Álmholti 9,
Mosfellsbæ,
verður jarðsunginn frá Lágafellskirkju föstudaginn 13. maí
kl. 13.30.
Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hans,
er bent á Lágafellskirkju.
Hjördís Þorkelsdóttir,
Hólmfríður Erla Benediktsdóttir, Ingvar Björnsson,
Ingvar Benediktsson, Anna Bjarney Eyjólfsdóttir,
Ingibjörg Benediktsdóttir, Ágúst Jónsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
+
Móðir mín, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐRÚN INGILEIF
GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Lómatjörn,
Grenimel 14,
Reykjavik,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni
föstudaginn 13. maí kl. 15.00.
Ingunn Jensdóttir, Friðjón Guðröðarson,
Guðrún Helga Svansdóttir, Ingileif Hrönn Friðjónsdóttir,
Jens Þór Svansson, Hanna Þorgerður Vilhjálmsdóttir,
Auður Perla Svansdóttir, Kjartan Ásmundsson
og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát og útför eiginmanns mfns, föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
JÓHANNS RÖGNVALDSSONAR
bifreiðastjóra,
Hverfisgötu 6,
Siglufirði.
Guð blessi ykkur öll.
Erna Rósmundsdóttir,
Rósmarý Vilhjálmsdóttir,
Guðbjörg Jóhannsdóttir,
Þorsteinn Jóhannsson,
Skúli Jóhannsson,
Ingibjörg Jóhannsdóttir,
Jóhann Örn Jóhannsson,
Þór Jóhannsson,
Aðalheiður Jóhannsdóttir,
Óðinn Jóhannsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Þórir Sveinbjörnsson,
Bjarni Árnason,
I. Jósefína Benediktsdóttir,
Sigriður Jóhannesdóttir,
Hjörtur Snorrason,
Guðný Hauksdóttir,
G. Ævar Guðmundsson,
Erla Baldursdóttir,
+
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát og útför
SIGRÍÐAR SÍMONARDÓTTUR
frá Eyri i'Vestmannaeyjum,
Sólvangsvegi 1,
Hafnarfirði.
Sigmundur Bjarnason,
börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn.