Morgunblaðið - 11.05.1994, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 11.05.1994, Qupperneq 48
48 MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Morgunblaðið/Þorkell Pumatertur á borðum STARPSMENN Landhelgisgæsl- unnar gerðu sér glaðan dag í fyrradag í tilefni þess að niður- staða var fengin í þyrlukaupamál- inu. í flugdeild LHG á Reykjavík- urflugvelli, þar sem þyrlusveitin er til húsa, svignuðu borðin undan glæsilegum Pumatertum. Menn voru glaðir í bragði, eins og sjá má á stærri myndinni á þeim Tóm- asi Helgasyni flugstjóra, Jakobi Ólafssyni flugmanni, Benoný Ásgrímssyni flugstjóra og Hafsteini Heið- arssyni, flugmanni, og á minni myndinni forstjóra Landhelgisgæzlunn- ar Hafsteini Hafsteinssyni. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Föt fyrir „sveigjanlegt“ fólk Konungur lætur hart mæta hörðu Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. KONSTANTÍN fyrrum Grikk- landskonungur hefur ákveðið að höfða mál fyrir alþjóðadómstólum ef gríska stjómin gerir alvöru úr að svipta hann grískum ríkisborg- ararétti, lýsa hann og fjölskylduna óæskilega gesti í landinu og taka eignir hans í Grikklandi eignar- námi. Þetta sagði kongurinn á blaðamannafundi í London, þar sem hann hefur búið síðan að hann varð landflótta 1967. Andreas Papandreou forsætis- ráðherra Grikklands hefur lýst því yfir að stjórnin hyggist taka eign- arnámi sumarbústað konungsins fyrrverandi, sem liggur uppi á fjallstindi á eynni Korfu, auk sveitaseturs hans og húss í nám- unda við Aþenu. Auk bygging- anna nær eignarnámið einnig til lausra eigna. Ætlun stjórnarinnar er að gefa þjóðinni húsin, opna þar safn, sjúkrahús og menningar- miðstöð. Konungurinn, sem reyndi ekki að leyna beiskleika sínum í garð stjórnarinnar, sagði á fundin- um að þessar tillögur stjórnarinn- ar væru tilraun til að beina at- hygli almennings frá efnahagserf- iðleikum heima fyrir og yfirvof- andi skattahækkunum. Hann sagði að eignarnám stríddi gegn stjómarskránni og mannréttinda- sáttmálum. Ef stjórnin neitaði honum um að reka mál sitt fyrir grískum dómstólum, hikaði hann ekki við að leita til alþjóðlegra dómstóla. Konstantín er kvæntur Önnu Maríu, systur Margrétar Dana- drottningar. Þau hjón eiga fímm KONSTANTÍN fyrrum Grikklandskonungur og Anna María hafa búið í London síða 1967. böm og hafa búið í London síðan þau urðu landflótta 1967 í kjölfar misheppnaðrar tilraunar konungs til að ná til sín völdum, eftir valda- rán herforingjastjórnarinnar sama ár. FOLK Sögðust í heilsíðuauglýsingu ekki vera að skilja MARGIR komu til að horfa á tískusýningu hjá fatahönnuðunum Bergdisi Guðnadóttur og Helgu Rún Pálsdóttur, en þær sýna list sína í Portinu í Hafnarfirði fram á næsta sunnudag. Þær sögðu að sýningin „væri sölusýning á nýstárlegum fatnaði fyrir sveigjanlegt fólk á teygjanlegum aldri“. Tískusýningin var kl. 16 laugardag og sunnudag undir stjórn Helenu Jónsdóttur dans- ara og þótti mönnum vel takast til. HASKOLABIO SÍMI 22140 Háskólabíó MEISTARAVERK AÐ VORI BLÁR ★★★ SV. Mbl ★★★★ ÓHT. Rás 2 Fyrsti hluti stórkostlegrar tríólógíu. Blár sigraði í Feneyjum, Hvítur í Berlín og Rauður verður frumsýndur í Cannes í vikunni. Ath. breyttan sýningartíma. Blár er nú sýndur kl. 9 og 11. ►ORÐRÓMUR hefur gengið um nokkurra mán- aða skeið að erfiðleikar séu í hjónabandi fyrirsæt- unnar Cindy Crawford og leikarans Richard Gere og það hljóti að koma til skilnaðar. Skötuhjúin voru orðin heldur leið á sífelldum spurningum fjölmiðlamanna og til að reyna að stöðva kjafta- ganginn gripu þau til þess á föstudaginn að kaupa heilsíðuauglýsingu í bresku blaði, þar sem þau neituðu því að þriggja ára hjónaband þeirra væri í hættu. Slík aug- lýsing kostar rúmlega tvær milljónir ís- lenskra króna. í auglýsing- unni segir, að þau hafi gift sig vegna ástar og þau hafi ákveðið að eyða ókomn- um árum saman. Ennfremur segir, að þau séu gagn- kynhneigð, taki samband sitt al- varlega og að- hyllist einkvæni. Og að fréttir um skilnað væru ekki á rökum reistar. Iljónin sögðu, að þau hefðu fundið sig tiineydd til að lýsa þessu yfir gagnvart almenningi þar sem evrópsk blöð hefðu verið illgjörn og skrifað eintóman róg um þau. Ennfremur sögðu þau, að það eitt að halda hjónabandi farsælu væri nógu erfitt og því væri ekki á bætandi að vera með neikvæðar vangaveltur. „Hugsanir og orð eru mjög áhrifarík svo vinsamlegast verið ábyrg, sannsögul og vingjarnleg," sögðu þau þar sem þau fóru fram á, að fá meiri frið í framtíðinni. Þá sögðust Richard Gere og Cindy Crawford halda áfram að styrkja „viðkvæm" málefni eins og eyðnirannsóknir og réttindi samkynhneigðra. Að lokum sögðust þau hlakka til að eignast barn þegar að því kæmi. ■ Cindy Crawford og Richard Gere.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.