Morgunblaðið - 11.05.1994, Side 56

Morgunblaðið - 11.05.1994, Side 56
fci RETTA KORTIÐ FjöLskyldu- ng SJ.QVA010ALMENNAR MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I 103 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SlMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85 MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK . > Fiskamir heim á ný UPPÁTÆKI nokkurra gaman- samra Reykvíkinga hefur orðið til þess að hefð hefur skapast um að fæða fiska í lítilli tjörn norðan við Ráðhús Reykjavíkur. Gunnar Sveinbjörnsson, bílstjóri borgarstjóra, sagði að fyrstu fiskunum hefði verið komið fyr- ir sumarið 1992 og borgarstarfs- menn bætt fáeinum fiskum við. í fyrrasumar var ákveðið að sleppa þar nokkrum bleikjum og regnbogasilungum. Um haustið var þeim komið fyrir í Húsdýragarðinum, en nú er komið sumar á ný og voru fisk- arnir sóttir og færðir til fyrri heimkynna sinna í gær. Gunnar sést hér sleppa einum þeirra i tjörnina. Grandatogari á Reykjaneshrygg Með of smáan möskva Yfir 50 togarar stefna í Smugnna REIKNAÐ er með að yfir fimmtíu íslenskir togarar stefni á veiðar í Smugunni eftir sjómannadag, að því er Eiríkur Mikaels- son útgerðarmaður togarans Skúms GK segir. Hann segir að ef tregfiski verði í Smugunni í sumar sé allt eins líklegt að flot- inn flytji sig á miðin við Svalbarða. „Menn eru búnir að kaupa hér um hvernig það myndi enda, en mér skip til að gera sérstaklega út á þetta,“ sagði Eiríkur. „Þeir gæla við að það verði mikill fiskur í Smug- unni í sumar. Ef það rætist ekki fara menn ekkert heim með öngul- inn í rassinum. Þeir fara frekar inn á miðin við Svalbarða og þá allur flotinn í einu. Það er erfítt að spá finnst líklegast að Norðmenn verði það skynsamir að bjóða okkur kvóta. Annars skapast öngþveiti." Þrír togarar nú í Smugunni Nú eru að minnsta kosti tveir íslenskir togarar við veiðar í Smug- unni, Bliki EA og Skúmur GK, og Drangey SK er að hefja þar veiðar. Auk þess eru þar þijú færeysk skip. Eftir því sem blaðið kemst næst hafa Norðmenn ekki stuggað við íslensku skipunum frá því að norskt varðskip hafði afskipti af Blika frá Dalvík er skipið var að veiðum við Bjarnarey. Eftir því sem Eiríkur segir hefur ekki verið mikill afli enn sem komið er. „Það er allt í lagi fyrir minni skipin sem ekkert hafa annars að liggja í svona nuddi, en þetta er ekki fyrir menn með dýrar fjárfest- ingar.“ STYRKTARNET í vörpu togarans Jóns Baldvinssonar mældist hafa of smáan möskva þegar varðskips- menn fóru um borð í skipið þar sem það var að veiðum á Reykjaneshrygg nýverið. Á þetta er litið sem reglu- gerðarbrot og verður málið kært. Að sögn Sigurbjarnar Svavars- sonar útgerðarstjóra skipsins urðu mistök við afgreiðslu á styrktarneti í trollpoka. Leyfílegt er að hafa 135 mm möskva í sjálfum pokanum og 110 mm í styrktarnetinu en það reyndist hafa 85 mm möskva við mælinguna. „Þetta styrktarnet er ekki út af smáfiski heldur er það notuð til að styrkja trollið þegar koma stór höl,“ sagði Sigurbjörn. „Það eru reglur til um þetta frá sjávarútvegsráðuneytinu, en mér fínnst mega setja spurningarmerki við hvort þær gilda við veiðar utan 200 mílnanna. Það var mælt þarna í útlenskum togurum og þeir voru með allt niður í rúmlega 70 mm möskva að mér skilst," sagði Sigur- björn. Hann sagði að útgerð skips- ins mótmælti ekki mælingunni enda væri óheimilt að nota net með þess- ari möskvastærð innan 200 mílna markanna. Reiknað er með að togarinn komi til hafnar eftir næstu helgi. -----» ♦ ♦----- Samdráttur í frystingu HÁTT í þriðjungs samdráttur varð í frystingu á bolfíski hjá stóru físk- sölufyrirtækjunum fyrstu fjóra mánuði ársins. Svipað er hins vegar saltað og í fyrra. Framleiðsla á frystum þorski minnkaði um 35-40%. Er það mun meiri samdráttur en nemur afla- samdrætti. ■ Minna fryst /1C Morgunblaðið/Sverrir „Islenskir“ gnll- og silfurpeningar reynast boðnir til sölu á Spáni Stolin hönnun og ECU-merking UNDANFARIÐ hafa verið seldir á Spáni gull- og silfur- peningar merktir „ISLAND“ og ártalinu 1993 með verðgildi sem ECU, mynt gjaldgeng í löndum Evrópusambandsins. Ragnar Borg, myntsérfræð- ingur Morgunblaðsins, kveðst hafa spurst ítarlega fyrir hér- lendis, en engir íslenskir aðilar kannist við að hafa komið nálægt gerð þessa spánska penings. „Mönnum er það alger ráðgáta hvað vakir fyrir þeim sem standa á bak við myntina. Spurningin er bara sú hvort þessi útgáfa sé glæpsamleg eða ekki, því þarna er verið að slá mynt og láta menn halda að þeir séu með gjaldgenga peninga í höndunum, en ísland er hvorki í ESB eins og ætla mætti af myntgildinu ECU sem gefið er upp á peningn- um, né mega aðrir en Seðlabank- inn láta slá gjaldgenga peninga á íslandi,“ segir Ragnar. Ragnar segir óvíst að myntin hafi slegin á Spáni þótt að hún Olögmæt mynt? 10 KRÓNU peningur frá 1930, fyrirmynd skjaldarmerkisins á spánska peningn- um, er lengst til vinstri. Þá sjást framhlið og bakhlið þeirrar „íslensku" myntar sem boðin hefur verið til sölu á Spáni undanfarið. hafi verið í sölu þar, hún gæti allt eins verið slegin í Belgíu þar sem honúm er kunnugt um pen- ingasláttu. Upplagið sé einnig á huldu, og eftir sé að kanna gull- og silfurinnihalda peninganna. Myndir að „láni“ Seinasta föstudag bárust hing- að til lands nokkur eintök af þessari mynt, annars vegar silf- urmynt með verðgildinu 50 ECU, sem samsvarar um 420 krónum, og gullmynt með verðgildinu 500 ECU, sem samsvarar um 4.200 krónum. Öðrum megin á pen- ingnum er mynd af víkingaskipi og hrafni, sem Ragnar segi hugsanlegt að tákna eigi siglingu Hrafna-Flóka en ekki sé þó ljóst hver fyrirmyndin er. Hann hafí hins vegar heimildir fyrir því að myndin sé tekin upp eftir þýskum minnispen- ingi er sleg- inn var við heimkomu þýska her- skipsins Möwe. Skjaldar- merki stælt Hinum meg- in er stæling af skjaldar- merki ís- lands, eins og það kem- ur fyrir í hönnun Baldvins Björnssonar á 10 krónu peningi sem sleginn var í tilefni af Al- þingishátíðinni 1930. Hins vegar hafi neðri hluti stallsins á skjaldarmerkinu verið skorinn burtu á spánska peningnum, svo og stafirnir B.B. sem koma fram á Alþingishátíðarpeningnum. Kórónan yfir íslenska fánanum sé hins vegar enn á sínum stað. Smíðar langskip í sumar BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sínum í gær að fela Skóla- skrifstofu Reykjavíkur að taka upp samningaviðræður við Gunnar Marel Eggertsson, skipasmið, um leigu á 25 metra löngu víkingaskipi sem hann hyggst smíða í sumar í Reykja- víkurhöfn. í greinagerðinni með tillög- unni kemur fram að Gunnar Marel hyggist hefja smíði lang- skipsins um mánaðamótin maí/júní og á smíðin að taka allt að átta mánuði. Er hug- myndin að skipið nýtist sem skólaskip fyrir nemendur í grunnskólum Reykjavíkur. Far- ið verður í stuttar sjóferðir frá Reykjavík á vorin og haustin með nemendur þar sem kennd verða undirstöðuatriði í sjó- mennsku og sögulegum fróð- leik. Siglt um sundin Borgin tryggir Gunnari Mar- el aðstöðu við höfnina til að byggja skipið og er gert ráð fyrir því að ferðamenn geti fylgst með smíði þess. Þegar smíðinni er lokið fær víkinga- skipið viðlegupláss í Reykjavík- urhöfn, nálægt miðbænum, og verður það gert út á sumrin til ferða um sundin með ferða- menn. Gunnar Marel hefur tals- verða reynslu af siglingu vík- ingaskipa, en hann var stýri- maður um borð í norska vík- ingaskipinu Gaiu á leið þess frá Noregi, til íslands og þaðan til Rio de Janeiro í Brasilíu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.