Morgunblaðið - 12.05.1994, Page 6
6 FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Þorkell
INGIBJÖRGU Sólrúnu Gísladótuir var boðið á fund lijá Vímu-
lausri æsku i gær til þess að kynna sér starfsemina.
Vekur athygli
á tvískinnungi
í áfengismálum
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, borgarstjóraefni Reykjavíkurlistans,
gagnrýndi Sjálfstæðisflokkinn á fundi sem hún mætti á hjá Vímu-
lausri æsku fyrir að reyna að ná til ungs fólks með því að bjóða því
bjór á lækkuðu verði. Hún sagði sérkennilegt af Sjálfstæðisflokknum
að gera þetta á sama tíma og Reykjavíkurborg væri að styðja SAA
fjárhagslega í baráttu gegn drykkju ungs fólks.
í síðustu viku sendi Sjálfstæðis-
flokkurinn ungum kjósendum í
Reykjavík bréf þar sem þeim er
boðið til skemmtunar á fimm veit-
ingahúsum í borginni laugardags-
kvöldið 7. maí. A veitingahúsun-
um var gestum boðið upp á bjór
og gos á lækkuðu verði. Ung-
menni allt niður í 18 ára aldur
fengu þetta boð.
Ingibjörg Sólrún gagnrýndi
þetta og sagði að það gerðist á
sama tíma og sjálfstæðismenn í
borgarstjóm væru að veita íjár-
munum til SÁÁ í þeim tilgangi
að hjálpa samtökunum í sínu for-
varnarstarfi. Hún sagði að sama
kvöld og þessi skemmtun sjálf-
stæðismanna fór fram hefði birst
auglýsing í Morgunblaðinu undir
fyrirsögninni „Hvernig eiga for-
eldrar að bregðast við þegar ung-
lingurinn þeirra kemur í fyrsta
skipti drukkinn heim.“
Á fundinum sögðu talsmenn
Vímulausrar æsku að borgin gæti
vel beitt sér af meiri krafti í bar-
áttunni gegn drykkju og vímu-
efnaneyslu ungs fólks. Með því
að stilla saman íþrótta- og tóm-
stundaráð, félagsmálastofnun,
skólamálaráð og fleiri borgar-
stofnanir gæti borgin gert stórt
átak í þessari baráttu.
Á síðustu árum hefur Reykja-
víkurborg lagt tugi milljóna í
námsefni Lions quest og sögðust
talsmenn Vímulausrar æsku vera
mjög ánægirð með þennan
myndarlega stuðning. Hann eigi
vonandi eftir að skila sér í minnu
drykkju ungs fólks.
Ingibjörg Sólrún lagði áherslu
á að þeir sem berjast gegn vímu-
efnaneyslu ungs fólks reyni að
stilla saman strengi sína og geri
fræðsluna markvissa. Hún sagðist
telja að hingað til hafi vantað
nokkuð upp á að þessi fræðsla
hafi verið nægilega markviss.
Menn hafi of mikið verið að vinna
hver í sínu horni. Vímulaus æska
hefur einmitt það á stefnuskrá
sinni að fá marga aðila til að
koma að þessu starfi og samræma
forvarnirnar. Ingibjörg Sólrún
sagðist fagna þessu framtaki.
Átak til að stöðva áfengisdrykkju barna og unglinga
Morgunblaðið/Þorkell
FULLTRÚAR fjölda félagasamtaka og opinberra aðila mættu
á stofnfund átaksins „Stöðvum unglingadrykkju".
Dæmi um
að 9 ára
börn neyti
áfengis
SAMTÖKIN Vímulaus æska í sam-
ráði við Fræðslumiðstöð í fíkniefna-
vörnum efndi í gær til stofnfundar
átaks til að stöðva áfengisdrykkju
ungmenna á íslandi, en verndari
átaksins er frú Vigdís Finnboga-
dóttir forseti íslands. Mættu á fund-
inn 70-80 fulltrúar frá opinberum
aðilum, ýmsum félagasamtökum og
stjómmálaflokkum. Samkvæmt
upplýsingum þeirra sem að átakinu
standa er áfengisdrykkja orðin
mælanleg allt niður í 11 ára aldur
hér á landi, og jafnvel eru dæmi
um að 9 ára börn séu farin að neyta
áfengis. Meira en fimmti hver 13
ára unglingur neytir áfengis, og í
hópi 16-20 ára eru 85% unglinga
farnir að neyta áfengis. í þeim hópi
em um 55% komin með fastmótaða
drykkjuhegðun áður en löglegum
aldri til að neyta áfengis hefur ver-
ið náð.
Markmið átaksins „Stöðvum
unglingadrykkju" er m.a. að koma
á viðhorfsbreytingu hjá þjóðinni
hvað varðar áfengisdrykkju barna
og unglinga og gera þjóðinni um-
búðalaust grein fyrir áfengis-
diykkju barna og skaðsemi hennar.
Þarf þjóðarvakningu
Á stofnfundinum kom m.a. fram
máli Valdimars Jóhannessonar að
85% ungmenna á aldrinum 16-20
ára neyttu áfengis. Sagði hann
markmið átaksins að sexfalda tölu
þeirra ungmenna sem ekki drekka,
eða í 90%, og helst að koma alfarið
í veg' fyrir drykkju unglinga. „Eng-
inn einn aðili getur náð slíkum
árangri, hvað sem_ hann heitir,
Vímulaus æska, SÁÁ, bindindis-
samtök af ýmsu tagi, áfengisvarna-
ráð o.s.frv. Einn verður hver aðili
eins og karlinn á kassanum og fær
kannski athygli meðan gengið er
framhjá og kannski eilítið glott.
Hér þarf þjóðarvakningu, hér þurfa
allir ábyrgir aðilar þjóðarinnar að
taka saman höndum. Einn dropi
holar ekki steininn, en ef droparnir
eru nógu margir og falla nægjan-
lega þétt þá holast steinninn fyrr
en varir,“ sagði hann.
„Þetta er brýnasta verkefni sem
við er að glíma á íslandi í dag að
mínu mati,“ sagði Valdimar einnig.
Fjórtán manna stjórn
Á fundinum var kosin fjórtán
manna stjórn átaksins, en sérstök
framkvæmdanefnd verður skipuð
fulltrúum úr henni og fram-
kvæmdastjóra átaksins. Stjórnina
skipa: Ragnar Gíslason, skólastjóri,
Ómar Smári Ármannsson, aðstoð-
aryfirlögregluþjónn, Áskell Kára-
son, forstöðumaður Unglingaheim-
ilis ríkisins, Elísa Wium, fram-
FÉLAGSVÍSINDASTOFNUN
gerði könnun 1. til 5. maí síðastlið-
inn fyrir Reykjavíkurlistann.
Spurt var: Hvoru treystir þú bet-
ur í borgarstjóraembættið, Ingi-
björgu Sólrúnu Gísladóttur eða
Árna Sigfússyni. 46,5% treystu
Ingibjörgu betur og 31,4% treysti
betur Arna, 22% svöruðu ekki
spurningunni. Ef aðeins eru teknir
þeir sem afstöðu tóku treystu 59,7%
Ingibjörgu betur og 40,3% treystu
betur Árna.
Spurðir um atvinnumál, treystu
45,2% Ingibjörgu Sólrúnu betur, en
kvæmdastjóri Vímulausrar æsku,
Árni Einarsson, framkvæmdastjóri
Fræðslumiðstöðvar í fíkniefnavörn-
um, Unnur Stefánsdóttir, fram-
kvæmdastjórn ÍSÍ, Gylfi Guð-
mundsson, skólastjóri, Biynjólfur
Mogensen, yfirlæknir, Pálmi Matt-
híasson, sóknarprestur, Snjólaug
Stefánsdóttir, yfirmaður Útideildar
Reykjavíkur, Erlendur Kristjáns-
son, æskulýðsfulltrúi, Aldís Yngva-
dóttir, deildarstjóri í menntamála-
ráðuneyti, Sigrún Magnúsdóttir,
forstöðumaður meðferðarheimilis-
ins Tinda, og Gunnar Eyjólfsson,
skátahöfðingi.
28,8% Árna betur, 26% svöruðu
ekki. Af þeim sem tóku afstöðu
treysti 61,1% betur Ingibjörgu og
38,9% treystu betur Árna.
Varðandi lausn á félagslegum
vandamálum í borginni, treystu
56,8% Ingibjörgu Sólrúnu betur en
23,1% Árna, 20,1% svaraði ekki
spurningunni. Ef aðeins eru teknir
þeir sem svöruðu treysti 71,1% Ingi-
björgu betur og 28,9% treystu betur
Árna.
Könnunin var gerð í síma. Svör
fengust frá 681 og var nettósvar-
hlutfall 72,6%.
Skoðanakönnun fyrir R-listann
Fleiri segjasttreysta
Ing’ibjörgu en Áma
Inga Jóna Þórðardóttir svarar ummælum Sigrúnar Magnúsdóttur
Ómerkilegir
pólitískir tilburðir
að sem snýr að mér í
þessu máli er að Sigrún
hefur vikum saman
venð með ákveðnar árásir á mig
þar sem hún hefur verið að reyna
að gera tortryggileg störf sem ég
vann fyrir borgarstjóra 1992. Ég
var í þessu ráðgjafarstarfi í tæpt
ár og fól samningurinn í sér að á
þeim tíma gerði ég ekki annað.
Fyrir þessa tæplega 11 mánaða
vinnu fékk ég 1.930 þúsund krónur
að launum, þar með er talinn ýmiss
kostnaður vegna verkefnisins.
Þegar um er að ræða ráðgjafar-
vinnu er ýmist óskað eftir einni
heildarskýrslu eða unnið er með
stjórnanda eða yfirmönnum að til-
teknu máli í lengri tíma. Um heild-
arskýrslu var ekki að ræða í þessu
tilfelli. Á vinnufundum með
borgarstjóra greindi ég honum frá
athugunum mínum, hugmyndum
og tillögum á hveiju stigi. Það er
síðan hans sem stjórnanda að vinna
úr því og ákveða hvað skuii gert,
hverju er hafnað, hvað skuli unnið
frekar o.s.frv. Það er mikill mis-
skilningur sem Sigrún hefur haldið
fram að ég hafi verið ráðin til að
skrifa einhveija eina skýrslu.
Sigrún hefur Iíka verið að dylgja
um það hvað hafi verið gert. Mark-
miðið með vinnunni var að ná fram
hagræðingu með almennum sparn-
aði, útboðum og breyttu rekstrar-
fyrirkomulagi. Þar er um 20-30
verkefni að ræða. Þau varða t.d.
pípugerð, jarðboranir, malbikunar-
stöð og gijótnám, Bílastæðasjóð,
Reykjavíkurhöfn, Skýrsluvélar rík-
isins og Reykjavíkur og útboð á
ýmsum sviðum. Varðandi hita- og
rafmagnsveitur vil ég sérstaklega
taka fram að þar var gerð tillaga
um að skipa starfshóp til að kanna
hagkvæmni þess að sameina fyrir-
tækin. Markús Örn hefur gert
grein fyrir þessum verkefnum.
- Það er hins vegar ekki fyrr en
núna í kosningabaráttunni sem
Sigrún fer verulega að gera þetta
að umtalsefni. Nú er hún að gera
tortryggilegt starf sem ég vann
um eins árs tíma og sem fullkom-
lega eðlilega að var staðið. Þar að
auki er hún að reyna að telja fólki
í borginni trú um að ég hafi feng-
ið einhveijar óeðlilegar greiðslur
undir borðið. Þetta er algjörlega
óþolandi því þarna er um að ræða
heils árs vinnu. Hver einasti stjórn-
andi fyrirtækis þekkir slík vinnu-
►INGA Jóna Þórð-
ardóttir viðskipta-
fræðingur var í árs-
byrjun 1992 fengin
til að taka að sér
verkefni fyrir þáver-
andi borgarstjóra,
Markús Orn Antons-
son, sem fólst í því
að kanna ýmsa þætti
í rekstri borgarinn-
ar. Inga Jóna, sem
skipar 3. sætið á lista
Sjálfstæðisflokksins
til borgarstjórnar-
kosninganna, er
ósátt við ummæli og
skrif Sigrúnar Magnúsdóttur
borgarfulltrúa, sem skipar 1.
brögð. Þegar starfsemi einstakra
stofnana og fyrirtækja er skoðuð
koma óhjákvæmilega í ljós ýmis
viðkvæm atriði og það gefur auga-
leið að menn dreifa ekki slíkum
gögnum.
Þessi tilraun Sigrúnar til að
gera þetta tortryggilegt vegna
þess að hún fær ekki skýrslu í
hendurnar er dæmalaus og sýnir
annað tveggja. Annað hvort kann
hún ekki betri skil á nútíma stjórn-
unarháttum og rekstri eða - ef
hún gerir það - lætur stjórnast
sæti R-listans, um
þessi störf hennar og
telur að hún sé að
gera tortryggilegt
starf sem unnið hafi
verið á fullkomlega
eðlilegan hátt. Ingu
Jónu þykir með ólík-
indum að kona í
efsta sæti á lista
vinstri flokkanna
skuli ráðast með
þessum hætti á efstu
konu á lista Sjálf-
stæðisflokksins og
segist vona að fram-
ganga Sigrúnar sé
undantekning á vinnubrögðum
kvenna í stjórnmálum almennt.
af annarlegum hvötum. í mínum
huga eru þetta ómerkilegir póli-
tískir tilburðir sem dæma sig sjálf-
ir. Vinnubrögð eins og þessi
ástunda ekki stjórnmálamenn sem
hafa sjálfsvirðingu og vilja láta
taka sig alvarlega. Mér þykir
skjóta skökku við að kona skuli
beita svona vinnubrögðum, m.a.
með hliðsjón af því að konur hafa
ætíð talað um að aukin þátttaka
þeirra í stjórnmálum myndi hafa |
í för með sér allt annað yfirbragð
á þeim,“ segir Inga Jóna að lokum.