Morgunblaðið - 12.05.1994, Qupperneq 14
14 FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
NEYTENDUR
íslenskt hráefni með þjóðlegu ívafi
íslenskir framreiðslu-
nemar komu, sáu og
sigruðu í norrænni
nemakeppni í Svíþjóð
fyrir skömmu.
ÍSLENSKIR framreiðslunemar
báru sigur úr býtum í norrænni
nemakeppni, sem fram fór í Svíþjóð
dagana 22.-24. apríl. í forkeppni,
þann 1. febrúar sl. í Hótel- og veit-
ingaskóla Íslands, kepptu nemar í
framreiðsiu og matreiðslu sín í milli
um þátttökuréttinn. Sigurvegarar í
framreiðsiu voru Brynja Guðnadótt-
ir og Ragnar Freyr Pálsson, nemar
á Hótel Sögu. Sigurvegarar í mat-
reiðslu voru Hákon Már Örvarsson,
nemi á Fiðlaranum á þakinu, og
þess var tekið við keppnisslit hversu
góð samvinna og skipulögð vinnu-
brögð hefðu verið milli matreiðslu-
og framreiðslunema íslenska liðsins
meðan á keppninni stóð, en tekið
er tillit til fjölmargra þátta í keppni
sem þessari. Sem dæmi má nefna
tímasetningar, burðartækni, mót-
töku gesta, fyrirskurð á kjöti,
drykkjarval, persónulega fram-
komu og hreinlæti. Hvað varðar lið
matreiðslunema er m.a. tekið tillit
til samsetningar á hráefni, frum-
leika, faglegrar matreiðslu, skipu-
lags, vinnutækni, meðferð hráefnis
út frá næringarfræðilegu sjónar-
miði, hreinlætis, hagkvæmni, nýt-
ingu, bragðs og tímasetningar.
Norræn nemakeppni í matreiðslu
og framreiðslu hefur verið haldin
árlega síðan 1982. ísland hefur tek-
ið þátt í henni sl. 8 ár með mjög
góðum árangri; þetta er í fjórða
Morgunblaðið/Þorkell
FRAMREIÐSLUNEMARNIR Ragnar Freyr Pálsson og Brynja
Guðnadóttir ásamt matreiðslunemunum Hákoni Má Örvarssyni
og Einari B. Guðmundssyni.
Einar B. Guðmundsson, nemi á
Hótel Óðinsvéum.
Skilyrði fyrir þátttöku í for-
keppninni er að nemar séu ekki
undir 7,5 í einkunn í faggreinum,
með 90% skólasókn og undir 23 ára
aldri. Mikil vinna Iiggur að baki
þátttöku í keppni sem þessari og
stunda keppnisliðin verklegar æf-
ingar undir leiðsögn valinkunnra
meistara í greinunum í 3 mánuði
fyrir keppni. I ár nutu nemar leið-
sagnar Ragnars Wessmans, mat-
reiðslumeistara í Grillinu, og
Trausta Víglundssonar, veitinga-
stjóra á Hótel Sögu.
Sigurvegaramir, Brynja og
Ragnar Freyr, sýndu framúrskar-
andi árangur við val á vínum sem
og í eldsteikingu á eftirrétti, borð-
dekkingum og skreytingum. Til
skipti sem íslenskir framreiðslunem-
ar koma heim með gullið. Keppnin
verður hérlendis í apríl 1996.
„Aðalmarkmið Norrænu nema-
keppninnar er að hvetja nema í
matreiðslu og framreiðslu til bættr-
ar frammistöðu og stuðla að kynn-
ingu meðal nema hinna norrænu
þjóða. Sú stefna hefur verið tekin
að nota íslenskt efni matreitt með
þjóðlegu ívafi. Þannig nýtum við
þetta tækifæri til að kynna íslenska
framleiðslu og íslenskt gæðahrá-
efni,“ segir Arney Einarsdóttir,
fræðslustjóri hótel- og veitinga-
greina, en fræðsluráðið er í for-
svari fýrir skipulagningu og fram-
kvæmd keppnrhnar fyrir hönd Sam-
bands veitinga- og gistihúsa, Félags
framreiðslumanna og Félags mat-
reiðslumanna.
Uppskriftirnar
Morgunblaðið/Þorkell
MATREIDSLUNEMARNIR Hákon Már Örvarsson og Einar
B. Guðmundsson buðu í vikunni blaðamönnum og öðrum
gestum að smakka á kjúklingaböku og ananasskyrfrauði.
Kjúklingabaka og
ananasskyrfrauð
ÍSLENSKU matreiðslunemarnir, sem þátt tóku í norrænu nema-
keppninni í Svíþjóð fyrir skömmu, þeir Hákon Már Örvarsson og
Einar B. Guðmundsson, láta okkur í té að þessu sinni uppskriftir
að ljúffengri kjúklingaböku og ananasskyrfrauði, sem er sérstaklega
frískandi eftirréttur. Þessir tveir réttir voru meðal þess sem íslenska
keppnisliðið bauð upp á. Uppskriftirnar eru fyrir átta manns.
Kjúklingabaka með
rauðvínssósu
Kjúklingafars
275 g kjúklingur, úrbeinaður og
hamflettur
1 eggjahvíta
150 ml rjómi
50 ml vermouth
Viz tsk. múskat
250 g snjóbaunir
4 blöð fílódeig
Rusty kartöflur
3 bökunarkartöflur, flysjaðar og
skornar í þunna strimla
Vi msk. salvía
salt, pipar og estragon
1 blaðlaukur, hreinsaðurog
skolaður
50 g sveppir, smótt skornir
salt og pipar
brauðmylsna
eggjarauða, þeytt með örlitlu
vatni
Kartöflurnar settar í heita olíu-
borna pönnu. Kryddaðar með salti,
pipar og estragon. Kjúklingakjötið
hreinsað og sett í matvinnsluvél.
Eggjahvítum bætt við og hrært
vel. Kryddað með múskati, salti,
pipar og vermouth. Hrært vel í
vélinni. Farsið tekið úr vélinni og
marið í gegnum sigti. Rjóminn er
léttþeyttur og hrærður varlega
saman við farsið með sleif. Kælt.
Blaðlaukurinn skorinn í ræmur
og forsoðinn ásamt sveppunum.
Kryddað með salti og pipar. Þurrk-
að vel á pönnunni og smá brauð-
mylsna sett út í. Blandan er sett
yfir steiktu kartöflurnar. Kjúkl-
ingafarsið smurt yfir og ofan á
það kemur fílódeig, sem sett er
óreglulega yfir og síðan penslað
með eggjarauðunni. Bakað í ofni
í 10 mín. við 180 gráður.
Rauðvínssósa
3 dl rauðvín
50 g smótt skorinn laukur
500 g kalt smjör
Laukur smátt saxaður og hvit-
aður í smjöri. Rauðvíni bætt út í
og síðan þykkt með smjörinu.
Kjúklingurinn tekinn úr ofninum
og raðað á diska. Rauðvínssósa
sett á diskana og bakan skreytt
með smátt skornum og snöggs-
teiktum snjóbaunum.
Ananasfrauð með kara-
mellusósu
250 g skyr
1 dl rjómi
Vi dl ananassafi
3 matarlímsblöð
50 g sykur
1 dós ananas, skorinn í bita
1 -2 stk. ferskur „baby‘‘-ananas
Skyr er þeytt og ijómi hálf-
þeyttur. Sykri blandað í skyrið og
ijómanum bætt út í. Matarlím er
linað upp í vatni og brætt í safan-
um. Ananasbitunum er blandað í
skyrið með matarlíminu. Steypt í
hringlaga mót. Ananassneiðar af
„baby“-ananas vættar í karamell-
usósu og settar ofan á skyrfrauðið.
Karamellusósa
300 g sykur
2 di vatn
1 dl rjómi
líkjör, amaretto
smó sítrónusafi
Sykur er bræddur með sítrónu-
safa. Vatni og ijóma er hellt yfir.
Látið smá sjóða um stund. Örlítið
af líkjör er bætt í til bragðbætis.
styðjum D-listann
Guðni Guðmundsson
organisti
Dagbjört Þyri Þorvarðardóttir
hjúkrunarfræðingur
Jón Viðar Arnórsson
lektor við Tannlæknadeild
Birgir Ás Guðmundsson
heyrnar og talmeinafræðingur
Ragnar Agústsson
skipstjóri