Morgunblaðið - 12.05.1994, Side 18

Morgunblaðið - 12.05.1994, Side 18
18 FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1994 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Ríkisstjórn Berlusconis tekin við völdum á Italíu c\ *w • j • * • nj • j_ /5 Keuter 53. nkissijornm ettir stnö SCALFARO, forseti Ítalíu (fyrir miðju), með Berlusconi á vinstri hönd og Adriana Poli Bortone landbunaðarráðherra á þá hægri. Hún er úr flokki nýfasista. Róm. Reuter. SILVIO Berlusconi sór í gær embættiseið sem forsætisráðherra Ítalíu og leiðtogi stjórnar, sem nýfasistar eiga meðal annars aðild að. Er það í fyrsta sinn frá stríðslok- um, að þeir komast í valdaaðstöðu í Evrópu- ríki. Hafa nokkrir frammámenn á Vestur- löndum lýst áhyggjum sínum af því og einn- ig sumir fjölmiðlar á Ítalíu. „Ég heiti að vera hollur lýðveldinu, fylgja stjórnarskrá þess og lögum í hvívetna og hafa heill og hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi," sagði Berlusconi þegar hann sór embættiseiðinn frammi fyrir Oscar Luigi Scalfaro forseta. Brosti hann sínu blíðasta til hundruða fréttamanna og það var ekki að sjá, að neinn ágreiningur hefði verið með þeim Umberto Bossi, leiðtoga Norður- sambandsins, því að Bossi faðmaði Berlusconi að sér eftir embættistökuna og rak honum remb- ingskoss. Aðild nýfasista hörmuð Francois Mitterrand, forseti Frakklands, og James Baker, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafa látið í ljós áhyggjur af þátt- töku nýfasista í ríkisstjórninni en þeir eiga fimm ráðherra af 25 alls. „Eg harma það en Italir eru að sjáifsögðu frjálsir að því að velja sér full- trúa,“ sagði Mitterrand í viðtali við franska sjón- varpið í fyrradag en tók fram, að hann yrði að gæta orða sinna gagnvart Berlusconi þar sem hann væri nú „forsætisráðherra vinaþjóðar". Mörg ítölsku dagblaðanna gerðu ummælum Bakers góð skil en hann sagði, að jafnvel meðal siðmenningarþjóða eins og Itala löðuðust margir að öfgafullri hægristefnu. Dagblaðið La Voce, sem er andsnúið Berlusconi, birti mynd af Scalf- aro lesa upp ráðherralist'ann og halda jafnframt byssu að höfði sér og öll forsíða II Manifesto, málgagns kommúnista, var svört. Svart var ein- kennislitur fasista Mussolinis og fyrirsögnin var „Svarta ríkisstjórnin". Dagblaðið L’Indipend- ente, sem styður Norðursambandið, fagnaði hins vegar embættistöku nýju stjórnarinnar sem síð- asta kaflanum í friðsamlegri byltingu gegn spill- ingaröflunum. Helstu ráðherraembætti Berlusconi til halds og trausts eru tveir aðstoð- arforsætisráðherrar, einn frá hvorum flokki, Norðursambandinu og Þjóðarbandalaginu, flokki nýfasista, en aðrir helstu ráðherrarnir eru þess- ir: Utanríkisráðherra er Antonio Martino, 52 ára gamall úr Áfram Ítalía. Hann er hagfræðingur, gamall nemandi Miltons Friedmans, og er and- vígur því að fara með líruna aftur inn í gengis- samstarf Evrópusambandsríkjanna. Innanríkis- ráðherra er Roberto Maroni frá Norðursamband- inu, stofnandi flokksins ásamt Umberto Bossi. Hann er kallaður mannasættir og hefur yfirleitt haft það hlutverk að bæta úr þegar Bossi hefur sett allt á annan endann með yfirlýsingum sín- um. Hann er einnig aðstoðarforsætisráðherra. Varnarmálaráðherra er Cesare Previti úr Áfram Ítalía, lögfræðingur og náinn ráðgjafi Berlusconis. Hann hefur enga beina reynslu af varnarmálunum. Annar tveggja, sem fara með fjármálin, er Lamberto Dini, óháður, sem gegnt hefur embætti seðlabankastjóra, og hinn er Giulio Tremonti, sérfræðingur í skattamálum, óháður. Fjárlagaráðherra er Giancarlo Pagliarini frá Norðursambandinu. Dómsmálaráðherra er Alfredo Biondi úr Miðjusambandinu. Laugardagar og sunnudagar eru Qölskyldudagar á Jarlinum, Sprengisandi Bömunum þykir spennandi að koma á Jarlinn og fá barnabox með Ofurjarlinum og félögum hans. Innihald: Hamborgari, franskar og kók + aukaglaðningur. Verð aðeins 195 krónur. (Börnin séu í fylgd með matargesti). Fyrir þá eldri m.a. mest seldu steikur á íslandi Verð frá f}{)0 krónum. Gildir einnig Gildir einnig í dag! WW í dag! V t t ! I N 0 A $ f Ö P Sprengisandi Kohl fær byr út úr pólitískri ládeyðu Daily Telegraph. Bonn. HELMUT Kohl, kanslari Þýska- lands, virðist loks búinn að fá byr í segliri og vera á leið út úr póli- tískri ládeyðu sem kemur sér vel fyrir þingkosningarnar í október. Jákvæðar fréttir birtast honum nú í hverri viku og líklega gleðst hann mest yfir úrslitum tveggja skoðana- kannana sem birtar voru með fjög- urra daga millibili og sýndu að kristilegir demókratar (CDU) hafa bætt við sig fylgi. Flokkur Kohls, CDU, hefur fengið slæma útkomu í skoðanakönnunum undanfarin þtjú ár eða nánast allar götur frá því þjóðaratkvæði um sam- einingu Þýskalands fór fram 1990. Ástæðurnar eru raktar til efnahags- kreppunnar en þó fremur til þess að flokkurinn sveik loforð um að hækka ekki skatta. Yfirlýsingar um efnahagsbata reyndust ekki eiga við rök að styðjast lengi. Á því hafa þó orðið breytingar og nú er gert ráð fyrir að hagvöxtur á þessu ári verði 1,5%. Annan mánuðinn í röð hefur dregið úr atvinnuleysi í Þýskalandi og samkvæmt athugunum eykst til- trú forystumanna í viðskiptalífi á að kreppan sé farin að hjaðna. Sam- kvæmt síðustu skoðanakönnunum er CDU komið fram úr SPD í fyrsta sinn í rúmt ár. Sömuleiðis hefur mikil breyting orðið á persónufylgi stjórnmálafor- ingjanna og þykir velgengni Kohls að undanförnu jaðra við kraftaverk. Rétt eftir kjör Rudolfs Scharpings sem leiðtoga SPD í júní í fyrra mældist hann með 25 prósentustig- um meira persónufylgi en Kohl. Nú munar einu prósentustigi. Þó enn séu fimm mánuðir til' kosninga virðist sem SPD sé á góðri leið með að flæma frá sér kjósend- ur. Scharping hefur reynt að styrkja stöðu flokksins með því að koma böndum á á vinstri öflin í flokknum og höfða til kjósenda sem teljast til miðjumanna. Virtist það ganga vel en eftir að stefnuskrá flokksins var birt í mars hafa margir snúið baki við flokknum. Ástæðan er sú ætlun SPD að leggja 10% auka- skatt á skattgreiðendur á næsta ári. Kosningabaráttu kristilegra demókrata stjómar Peter Bönisch fyrrverandi ritstjóri Bild. Foringinn Kohl, sem er 64 ára, er sagður for- vígismaður breytinga og umbóta, lýst sem „framtíðarvon" Þjóðverja, en miklu yngri andstæðingi hans er lýst sem persónugervingi þreyttra stefnumála. Virðist sú bar- átta vera að bera árangur. • • Ofgamenn dæmdir til dauða DÓMSTÓLL í Suður-Afríku dæmdi í gær sex hvíta hægri- öfgamenn til dauða fyrir að hafa myrt fjóra blökkumenn í grennd við Jóhannesarborg. Sexmenningarnir eru í And- spyrnuhreyfingu Búa (AWB), hreyfingu nýnasista sem vilja sérstakt heimaland fyrir hvíta Suður-Afríkumenn. Konur gegn femínisma TÓLF konur með apagrímur hafa ráðist inn í skrifstofu þýska tímaritsins EMMA, sem femín- istar gefa út. Konurnar skáru í sundur símalínur, sprautuðu svartri málningu á tölvur og köstuðu mykju á gólfíð til að láta í ljósi andúð sína á greinum sem birtar hafa verið í tímaritinu. Drullusokkar bjarga mannslífum ÁRANGURSRÍKARA kann að vera að nota drullusokka til að lífga þá sem fá hjartaáfall en að beita hjartahnoði, samkvæmt bandarískri könnun. Bandarísk- ur piltur, sem ekki hafði lært hjartahnoð, uppgötvaði þessa aðferð af tilviljun þegar faðir hans fékk hjartaáfall. Viðræður Rússa og Eista í strand HELSTI samningamaður Rúss- lands í viðræðunum um brott- flutning rússneskra hermanna frá Eystrasaltsríkjunum sagði í gær að viðræðurnar við Eista hefðu siglt í strand og ekki væri ástæða til að halda þeim áfram að svo stöddu. Helsta ágreiningsmálið er staða fyrr- verandi herforingja í Eistlandi. Reuter Hútúi hjó handlegginn af þessari Tútsastúlku. Morðingjar meðal flóttamanna STARFSMENN hjálparstofn- ana segja að á meðal flótta- manna frá Rúanda, sem þeir koma nú til hjálpar í stærstu flóttamannabúðum heims í Tanzaníu, séu menn sem þeir hafi sjálfír séð myrða saklausa borgara í heimalandi sínu. „Ég sé morðingjana hvert sem ég fer í búðunum og þeir þekkja mig,“ sagði einn starfsmannanna. Hann kvaðst hafa séð morðingj- ana smala fólki inn í hús, læsa dyrunum og kasta handsprengj- um inn í þau.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.