Morgunblaðið - 12.05.1994, Qupperneq 24
24 FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Lifað í voninni
KVIKMYNPIR
Bíó h ö11 i n
LÍF ÞESSA DRENGS -
THIS BOY’S LIFE ★★★•/!
Leikstjóri Michael Caton-Jones.
Handrit Robert Getchell, byggt á
samnefndri sjálfsævisögulegri bók
Tobias Wolffs. Kvikmyndatökustjóri
David Watkin. Aðalleikendur Robert
De Niro, Ellen Barkin, Leonardo
DiCaprio. Bandarísk. Warner Bros
1993.
Sögusviðið er Seattle í Was-
hingtonríki á ofanverðum sjötta
áratugnum. Caroline Wolff (Ellen
Barkin), kona bjartsýn, er ásamt
Tobias, syni sínum á fermingar-
aldri, að freista gæfunnar. A að
baki hjónaband og mislukkaða
elskhuga enda segir sonur hennar
eitthvað á þá leið að hún hafi hinn
undarlegasta smekk á karlpen-
ingnum. Hún gefst upp á draum-
órakenndum snöpum sínum eftir
betra lífi er hún kynnist vélvirkjan-
um Dwight Hansen (Robert DeN-
iro), sem við fyrstu kynni virðist
hið álitlegasta mannsefni. Tobias
á við þessi dæmigerðu unglinga-
vandamál að stríða svo Dwight
býðst til að koma skikkan á
stráksa þar sem hann býr í afvi-
knu sveitaþorpi. Verður sú ákvörð-
un meðal annars til þess að þau
Caroline giftast. En Dwight er
ekki allur þar sem hann er séður.
Það gefur góðri mynd enn meira
gildi að sagan er sönn, byggð á
minningum Tobiasar sem í dag er
prófessor við Syracuse-háskólann.
Svo það hefur heldur betur ræst
úr pilti. Það er þó ekki stjúpanum
að þakka sem lagði fæð á Tobias
frá fyrstu kynnum. Bæði vegna
þess að honum hefur fundist hann
standa milli sín og konu sinnar
og óttast að eitthvað annað og
meira yrði úr Tobias en honum
sjálfum. Aðalástæðan þó sú að
Dwight er heldur andstyggileg
persóna sem beitir bæði andlegu
og líkamlegu ofbeldi, aldeilis kjör-
ið hlutverk fyrir kameljónið De
Niro sem kjamsar á því. Sveiflast
frá því að vera hinn geðugasti
náungi í sannkallað þrælmenni
sem engu eirir, ekkert elskar ann-
að en sjálfan sig. Barkin er einnig
eftirminnileg í hlutverki hinnar
ofurbjartsýnu móður sem gefst
upp á gullgreftri í lífsins ólgusjó
og reynir að sætta sig við orðinn
hlut, þó ekki sé hann félegur. En
það er þó nýliðinn, Leonardo
DiCaprio, sem hefur vinninginn.
Hann sýnir ótrúlegan þroska af
nýgræðingi í erfiðu hlutverki sem
spannar yfir unglingsárin. Myndin
hefði sloppið fyrir hom þrátt fyrir
veikari leik í hlutverkum Dwights
og Caroline en Tobias er mið-
punkturinn. Ef DiCaprio hefði ekki
staðist erfiða prófraun væri Líf
þessa drengs án þungamiðju. Þessi
bráðefnilegi leikari hefur sannað
að hann er meira en það því hann
var tilnefndur til Óskarsverðlaun-
anna í vetur fyrir frammistöðu
sína í Hvað nagar Gilhert Gra-
pes?. Skotanum, leikstjóranum
Michael Caton-Jones, tekst vel upp
við að skapa háamerískt útkjálka-
andrúmsloft, enda víst að það er
ekki ósvipað víðast hvar. Fagmað-
urinn David Wilkins filmar af
snilld,- sem hans er von og vísa,
en af mannskapnum aftan við
tökuvélarnar á handritshöfundur-
inn Robert Getchell hvað mest
hrós skilið. Handritið er bragðmik-
ið, málið eðlilegt og aðalpersón-
umar þijár eru sterkar og skýrar.
Myndin sem dregin er upp af
lífi í bandarísku dreifbýliskrumm-
askuði er allt annað en glæsileg.
Manni er spurn hvort yfirleitt sé
nokkur framtíðarvon á slíkum ör-
reytisútnárum þar sem þeir telja
sig hólpna fyrir lífstíð sem fá að
raða uppí hillurnar í kaupfélaginu
og inngöngu í skotfélagið. Við
höfum séð margar myndir um
æskudrauma á svipuðum slóðum,
þeir alhörðustu komast af og það
eru þeir sem hleypa heimdragan-
um. Líf þessa drengs fjallar um
þetta á einkar eftirminnilegan
hátt samhliða afdráttarlausri lýs-
ingu á átaka- og ógæfusömu
hjónabandi þar sem heimilisfaðir-
inn er ótíndur hrotti og uppvaxtar-
sögu drengs í strákinn sem spjar-
aði sig.
Sæbjörn Valdimarsson
SKIPAPLÖTUR - INNRÉTTINGAR
PLÖTURILESTAR
Jfjfim SERVANT PLÖTUR
• I I I SALERNISHÓLF
II 4 * BAOÞIUUR
ELDHÚS-BORÐPLÖTUR
T4 LAGER -NORSK HÁGÆÐA VARA
Þ.ÞORGRlMSSON&CO
Ármúla 29 - Múlatorgi - s. 38640
Eitt verka Guttorms
Jónssonar.
Höggmynda-
sýning í Gall-
erí Umbru
GUTTORMUR Jónsson opnar
höggmyndasýningu í Gallerí
Úmbru, Amtmannsstíg 1, á
morgun, fimmtudaginn 2. maí.
Guttormur sýnir nú högg-
myndir úr ýmsum gerðum af
gijóti og tré. Guttormur hefur
haldið einkasýningar á Akranesi
og nú í þriðja sinn í Reykjavík.
Sýningin stendur til 1. júní.
Hugarheim-
ur barnanna
áMokka
SJÖUNDA maí sl. var opnuð
sýningin Hugarheimur bamanna
á Mokka kaffi við Skólavörðu-
stíg.
I kynningu segir: „Hópur
barna úr þriðja og fjórða bekk
Hlíðaskóla í Reykjavík heimsótti
kaffíhúsið í febrúar sl. og hefur
unnið að myndum sem eru inn-
blásnar af staðháttum og
stemmningu kaffihússins undan-
farna þijá mánuði undir leiðsögn
kennara síns.“
Árangurinn af þessum gjörn-
ingi þekur veggi og borð kaffi-
hússins til loka maímánaðar.
Þetta er samstarfsverkefni
Hlíðaskóla, íþrótta- og tóm-
stundaráðs og Mokka kaffis.
Ljóðatón-
leikar Gerðu-
bergs
BJÖRK Jónsdóttir sópransöng-
kona kemur fram á Ljóðatón-
leikum Gerðubergs laugardag-
inn 14. maí kl. 17. Tónleikar
Bjarkar eru síðustu ljóðatónleik-
ar á þessu ári í Gerðubergi og
spilar Jónas Ingimundarson með
á píanó.
Á efnisskrá
Bjarkar í
Gerðubergi eru
lög eftir sex
tónskáld, þ.e.
Schubert,
Schumann, Ra-
vel, Rac-
hmaninoff.
Einnig flytur
söngkonan
kabarettsöngva eftir Schoen-
berg og fjögur lög eftir Ingunni
Bjamadóttur. Þess má geta að
Björk frumflytur tvö lög eftir
Ingunni í útsetningu dr. Hall-
gríms Helgasonar og Hróðmars
Inga Sigurbjörnssonar.
Forsala aðgöngumiða er í
verslunum Eymundssonar og er
tónlistarnemendum boðinn 50%
afsláttur af miðaverði gegn
framvísun skólaskírteinis við
innganginn.
KOMDU
SKOLABOKUNUM
STRAXIVERÐ
• /
njottu sumarsins
Jíi 'Mm Sjúj/JgJ :
ÍJJ2.3j'J -SJj íi'J j'-'JBÍJ''t.\ 'JUJJii
i i
Laugavegi 18 eða Síðumúla 7-9. Fyrir hverja notaða * Vio tökum aðeins við l
bók færð þú 45% af andvirði þess sem hún kosrar ný. nyjustu utgáfu.
Þú færð inneignarnótu og gildir hún í bókabúðum * Fjöldi þeirra bóka sem við kaupum ei takmarkaður.
okkar frá og með 24. ágúst. Þann dag hefst sala notaðra er þvl e^‘r ne‘nu ^íða!
k,
SKÓLABÓKAMARKAÐUR MALS ipi1 OG MENNINGAR
Laugavegi 18 • Síðumúla 7-9
'7 ' Í&V >H?'} 'í^ J'íú 4'
m ’