Morgunblaðið - 12.05.1994, Side 25

Morgunblaðið - 12.05.1994, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ1994 25 LISTIR Málverka- uppboð á Hótel KEA GALLERÍ Borg og Listhúsið Þing, Akureyri, halda málverka- uppboð í samvinnu við List- munauppboð Sigurðar Bene- diktssonar hf. Uppboðið fer fram á Hótel KEA sunnudags- kvöldið 15. maí og hefst kl. 20.30. Af sérstökum ástæð- um verða uppboðsverkin aðeins sýnd á sjálfan uppboðsdaginn milli kl. 14 til 18. Að þessu sinni fer sýningin fram á Hótel KEA en ekki í Listhúsinu Þingi eins og verið hefur. Boðin verða um 70 verk, flest eftir þekkta listamenn. Þar má nefna myndir eftir: Jóhannes S. Kjarval, Ásgrím Jónsson, Gunn- laug Scheving, Gunnlaug Blöndal, Jón Engilberts, Tolla, Gunnar Örn, Karólínu Lárusdóttur, Sigur- björn Jónsson, Jón Stefánsson, Þorvald Skúlason, Jóhann Briem, Nínu Tryggvadóttur, Freymóð Jóhannesson, Jón Þorleifsson, Svein Þórarinsson, Brynjólf Þórð- arson, Hring Jóhannesson, Tryggva Ólafsson, Kristínu Jóns- dóttur og Guðmund Einarsson frá Miðdal. Uppboðshaldari verður að venju Haraldur Blöndal. Blab allra landsmanna! - kjarni malsins! IMi B rnttf /r/o/ufathlM ogleymanlega gott MJOLKURSAMSALAN Nú fá íslenskir neytendur að gæða sér á Kvargi - nýrri, undurgóðri mjólkurafurð! Kvarg er ekki eins og skyr og ekki eins og jógúrt - en eitthvað einstaklega ljúffengt þar á milli. Margir íslendingar þekkja Kvargið erlendis frá en þessi eftirsótta mjólkurafurð er upp- runnin í Mið- og Austur-Evrópu. Mikið hefur verið lagt í þróun Kvargsins hér á landi og hefur sérstök áhersla verið lögð á bragðgæðin og rétta þykkt og áferð. Við erum afar stolt af útkomunni: Kvargið er meiriháttar gott á bragðið og leynir sér ekki að það er unnið úr íslensku úrvals hráefni. Kvarg er til með jarðarberjum, bláberjum og blönduðum ávöxtum og er kjörið á morgnana, í hádeginu og sem eftirréttur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.