Morgunblaðið - 12.05.1994, Page 27

Morgunblaðið - 12.05.1994, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1994 27 Húsaleigubætur með fyrirvara Björn Bjarnason. ALÞINGI hefur samþykkt lög um húsaleigubætur. Er hér um mikilvægt ný- mæli að ræða, sem miðar að því að bæta hag hinna tekju- lægstu. Mælt er fyrir um tilfærslu á opin- berum fjármunum fyrir milligöngu sveit- arfélaga. Kerfið geng- ur ekki upp nema í nánu og góðu sam- starfi við sveitarfélög- in. Jóhönnu Sigurðar- dóttur félagsmálaráðherra hefur verið kappsmál að fá þessi lög samþykkt. Er góðra gjalda vert, að ráðherrar sæki fast að ná stefnumálum sínum fram. I því efni eins og endranær er þó kapp best með forsjá. Fyrir áramótin blasti við afsögn Jóhönnu sem ráðherra, fengist ekki niðurstaða í þessu máli. Vegna þess hve ráð- herranum er þetta kært, hefði mátt ætla að vel hefði verið staðið að öllum undirbúningi meðal ann- ars með nánu samráði við sveitar- félögin. í ljós kom við meðferð frum- varpsins um húsaleigubætur á Alþingi, að sveitarstjórnir voru síð- ur en svo sáttar við efni þess. Umsagnir þeirra voru mjög á þann veg, að full ástæða væri til að skoða málið betur. Mæltust þær til að afgreiðslunni yrði frestað þannig að sumarið gæfist til að vinna að úrbótum á lagafrumvarp- inu, enda væri ekki gert ráð fyrir gildistöku laganna fyrr en 1. jan- úar 1995. Ef frumvarpið hefði verið sam- þykkt athugasemdalaust eins og félagsmálaráðherra vildi, var borin vón, að unnt yrði að framkvæma það í andstöðu við sveitarfélögin. Vaktar hefðu verið falskar vonir meðal þeirra, sem eiga rétt til húsaleigubóta. Við Sturla Böð- varsson þingmenn Sjálfstæðis- flokksins fluttum þung varnaðar- orð um þetta efni, þegar frumvarp- ið var til annarrar umræðu á Al- þingi. Mikilvæg viðurkenning Skattahliðin Við aðra umræðu frumvarpsins um húsaleigubætur gagn- rýndi Vilhjálmur Eg- ilsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að ekki skyldi hugað að skattahlið leigu- tekna af íbúðarhús- næði. Réttilega benti hann á, að greiðsla húsaleigubótanna kynni einfaldlega að leiða til þess að húsa- leiga hækkaði, ef ekki Alþingi samþykkti lögin um húsaleigubætur með mikilvægum fyrirvara að mati Björns Bjarna- sonar og kann þingið að taka málið aftur fyr- ir í haust bæði vegna tilfærslukerfisins og skattalaga. yrði um skattalega ívilnun fyrir íeigusala að ræða. Ríkisstjórnin ákvað einnig að bregðast við þessari ábendingu og forsætisráðherra lýsti yfir því, að næsta haust yrði lagt fram frum- varp á Alþingi um skattfrelsi allt að 300 þús. kr. árlegra leigutekna af íbúðarhúsnæði. Víðtæk samstaða Eftir að forsætisráðherra og félagsmálaráðherra höfðu gefíð þessar yfirlýsingar sínar í tilefni af afgreiðslu Alþingis á frumvarp- inu um húsaleigubætur náðist víð- tæk samstaða um málið og það var samþykkt mótatkvæðalaust. Strax að loknum sveitarstjórn- arkosningum hlýtur félagsmála- ráðherra að beita sér fyrir viðræð- um við sveitarfélögin um málið. Það er ljóst, að lögin um húsaleigu- bætur geta ekki tekið gildi án slíkra viðræðna og skýrslu um þær til Alþingis næsta haust. Þá kann lögunum að verða breytt, áður en þau koma til framkvæmda. Al- þingi kann einnig að fresta gildis- töku laganna, ef ekki tekst á næsta hausti að breyta skattalög- unum með þeim hætti, sem lýst var í yfirlýsingu forsætisráðherra. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Einstaklingar, fyrirtæki og félagasamtök Öflugt skógræktarstarf á íslandi byggist á því að sem flestir leggi hönd á plóg. Skógrækt ríkisins og Skeljungur hf. vilja þess vegna hvetja almenning til að taka virkan þátt í skógræktarstarfinu. Þetta gerum við með því að styrkja einstaklinga og áhugahópa við plöntukaup og með faglegri ráðgjöf starfsfólks Skógræktar ríkisins. Hafir þú áhuga á að rækta skóg og hefur til umráða a.m.k. 3 ha friðaðs lands til skógræktar, getur þú sótt um styrk til kaupa á skógarplöntum. Fagmenn Skógræktar ríkisins veita ráðleggingar um val á tegundum, staðarval einstakra tegunda og umhirðu. Kynntu þér málin! - vertu virkurþátttakandi í Skógrœkt með Skeljungi. Á fundi ríkisstjórnarinnar dag- inn eftir að umræður um húsa- leigubæturnar fóru fram á Alþingi var ákveðið, að félagsmálaráð- herra gæfi yfirlýsingu um málið á þingi. I henni hét ráðherrann að beita sér í sumar fyrir viðræðum við Samband íslenskra sveitarfé- laga um framkvæmd laganna. Kæmu í ljós verulegir gallar á lög- unum yrði gengið til þess að breyta þeim á þinginu í haust. í yfirlýsingunni felst mikilvæg viðurkenning á réttmæti þeirrar gagnrýni, sem fram hefur komið á kerfið í kringum húsaleigubæt- urnar. Opinber tilfærslukerfi af þessu tagi verða oft bæði um- fangsmikil og dýr. Stangast það á við markmið laganna um húsa- leigubætur að koma þeim til að- stoðar, sem höllum fæti standa, ef það á að gera með miklum til- kostnaði og flóknu kerfi. í þeim viðræðum sem framund- an eru við sveitarféíögin tekst vonandi að sníða vankanta af kerf- inu án þess að kollvarpa því. Er eðlilegt, að sveitarfélögin komi að þessum málum, enda hafa þau reynslu af greiðslu húsaleigu- styrkja og lána til fyrirfram- greiðslu á húsaleigu innan félags- þjónustu sveitarfélaga. Ráðherr- ann hefur heitið að leggja tillögur um breytingar á lögunum fyrir Alþingi í haust, ef nauðsyn kref- ur. Þá geta aðrir þingmenn einnig flutt slíkar tillögur með vísan til yfirlýsingar ráðherrans. Umsóknareyðublöð og frekari leiðbeiningar munu liggja frammi fljótlega á sölustöðvum Skeljungs og á stöðvum Skógræktar ríkisins um land allt. Skógrækt meö Skeljungi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.