Morgunblaðið - 12.05.1994, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1994 33
junni
Hver er líklegastur til að taka að
sér það vanþakkláta starf að leiða
Ihaldsflokkinn? Þeir þrír menn sem
fylgjast ber með á næstunni eru
þeir Kenneth Clarke, fjármálaráð-
herra, Michael Portillo, næstráðandi
hans og Michael Heseltine. Allir eru
þeir teknir með prýðilega lævísleg-
um hætti að undirbúa sig fyrir upp-
gjörið.
í athyglisverðri ræðu sem Ken-
neth Clarke flutti í byijun mánaðar-
ins lagði hann einkum áherslu á
velferðarkefið og skilvirkni í at-
vinnulífinu til að unnt reyndist að
fjölga atvinnutækifærum. Lýsti
hann yfir því að evrópskar velferðar-
hugmyndir og framtaksdýrkun
Bandaríkjamanna gætu vel farið
saman. Michael Portillo, sem talinn
er líklegasti frambjóðandi hægri
vængsins, gömlu Thatcheristanna,
virðist einkum ætla að gera út á
mið Evrópusambandsins og hefur
ítrekað efasemdir sínar um gildi
samrunaferlisins suður í álfu, eink-
um gjaldmiðilssamrunann. Heselt-
ine, oft nefndur „Tarzan“, sökum
ijónsmakkans og kröftugrar fram-
göngu, hefur fetað milliveginn og
lagt á það áherslu að velferðarkerfið
megi ekki verða til þess að sliga rík-
______ issjóð.
lokkur- Atvinnuástandið, vel-
íski er fel'ðarkerfið og hlutur rík-
... isvaldsins á þeim vett-
J*®'1" vangi með tilheyrandi
Ofnun skattheimtu er deilumál
innan íhaldsflokksins. 'At-
vinnuleysið skelfilega og dapurleg
staða flokksins hefur gert að verk-
um að íhaldsmenn hafa færst nær
miðju stjórnmálanna en tekist er á
um hvort lausnin þurfi nauðsynlega
að fela í sér stóraukin ríkisafskipti.
Þessi deila verður vafalítið til lykta
leidd en sú pólitíska endursköpun
sem flokknum er nauðsynleg mun
ekki verða að veruleika fyrr en sam-
staða hefur náðst um afstöðuna til
Evrópusambandsins og framtíðar
þess. Sú deila ásamt almennu ang-
istarkasti í röðum þingmanna varð
frú Thatcher að falli og ekki verður
betur séð en að sömu örlög bíði
hins pólitíska uppeidissonar hennar,
John Major.
L
Eirðarleysiseinkenni og einbeitingarvandamál hjá bömum hafa
aukist seinni árin einnig hafa þunglyndiseinkenni farið vaxandi
Munur á geðheilsu
barna í efstu og lægstu
stétt mestur hér
Helga Hannesdóttir bama- og unglingageð-
læknir ræðir við Guðrúnu Guðlaugsdóttur
um niðurstöður rannsóknar hennar á geðheil-
brigði bama og stöðu bama- og unglingageð-
lækninsfræði á íslandi
Morgunblaðið/ Sverrir Vilhelmsson
Barna- og unglingageðlæknirinn
HELGA Hannesdóttir hefur nýlega gert könnun á geðheilsu ís-
lenskra barna og unglinga. Aðeins eins slík hefur áður verið gerð
- fyrir tuttugu árum.
LÍNURIT sem sýnir þunglyndiseinkenni og áfengisvandamál meðal íslenskra barna og unglinga.
ijú undanfarin ár hefur
Helga Hannesdóttir barna-
og unglingageðlæknir unnið
_ að könnun á geðheilsufari
barna á íslandi. Slíkar kannanir hafa
verið gerðar öðru hvoru s.l. 40 ár í
nágrannalöndum okkar en aðeins ein
slík könnun hefur áður verið gerð á
Islandi. Það gerði Sigurjón Björnsson
fyrir tuttugu árum. Helga hélt fyrir-
lestur um rannsókn sína fyrir
skömmu. Þar kom fram að við könn-
unina var notaður CBCI, sem er
bandarískur tilfinningaog atferlis-
spurningalisti til barna og foreldra frá
árinu 1983, sem þegar hefur verið
notaður í 30 þjóðlöndum í þessu skyni.
I samtali við blaðamann sagði Helga
að samkvæmt þessum spurningalista
væru vandamái barna og unglinga
svipuð hér á landi og í Hollandi, Þýska-
landi og Bandaríkjunum, en meiri en
í Svíþjóð og Noregi. Áfengisvandamál
eru hér með því mesta sem gerist þar
sem þessi spurningalisti hefur verið
notaður. Einnig væri athyglisvert að
börn foreldra úr lægstu stétt eiga í
nær helmingi meiri vandkvæðum en
börn sem eiga foreldra í efstu stétt
íslenska samfélagsins. Hvergi er þessi
munur jafn mikill og hér á landi. „Lík-
lega er þetta vegna hins ianga vinnu-
tíma, mikla álags og skamma sam-
verutíma foreldra og barna í lægstu
stétt íslenska samfélagsins, einmitt á
þeim mikilvæga mótunartíma þegar
börnin eru lítil." sagði Helga.
„í Svíþjóð eiga fæst börn í heiminum
við geðræn vandamál að stríða, sam-
kvæmt rannsókn sem hefur verið unn-
in samtímis þar á landi og hér. Hvers
vegna sænsk börn eru svona heilbrigð
er ekki fyllilega vitað enn, en menn
álíta að nú séu Svíar að uppskera
árangur fyrir sitt mikla fyrirbyggjandi
velferðarstarf. „Við værum líklega
álíka vel sett hér ef áfengisvandamálin
minnkuðu og fyrirbyggjandi aðgerðir
til geðverndar barna yxu að sama
skapi,“ sagði Helga. Hún sagði einnig
að íslenskir foreldar hefðu sýnt rann-
sókn sinni mjög mikla athygli. “
Geðrænum vandamálum
afneitað
Hér á landi ríkir að sögn Helgu
Hannesdóttur mikil tilhneiging til þess
að afneita geðrænum vandamálum
barna og unglinga. „Af því leiðir að
þessi geðrænu vandamál halda áfram
að þróast þar til fólk er orðið fullorð-
ið,“ segir Helga. „Á fuilorðinsaldri eru
slíkir einstaklingar orðnir „króniskir"
sjúklingar og oft „stofnanamatur" í
fleiri mánuði ef ekki fleiri ár. Þetta
er mjög alvarleg þróun. Ef þetta fólk
væri hins vegar meðhöndlað í bernsku
og æsku væri hægt að koma í veg
fyrir að þetta gerðist. Það er með
geðræn vandamál eins og krabbamein,
því fyrr sem það greinist því betri eru
batahorfur. Því fyrr er geðrænir erfið-
leikar eru greindir því fyrr er hægt
að takast á við þá og lækna þá.“
Að sögn Helgu er barnageðlæknis-
fræðin ein af yngstu greinum læknis-
fræðinnar hér á landi, hefur aðeins
verið starfrækt í landinu s.l. tuttugu
ár. „Þróunin hefur verið hæg í þessum
efnum, og það hefur ríkt mikil afneitun
á sjálfstæði sérgreinarinnar í Lækna-
deild Háskóla Islands. í öllum Evrópu-
löndum nema á íslandi hefur verið
skipað í kennslustöður í sérgreininni
og má segja að þetta sé ófyrirgefanleg-
ur trassaskapur frá hendi háskólans
og læknadeildar. Á ölium öðrum Norð-
urlöndum eru margar kennslustöður í
barna- og unglingageðlæknisfræðum
og hafa margvíslegar rannsóknir farið
þar og víðar fram sem hafa haft mik-
il áhrif innan greinarinnar. Nýjasti
sprotinn á meiði sérgreinarinnar er
ungbamageðlæknisfræði. Hún fjallar
um tengsiamyndun milli móður og
bams, sem er mikilvæg og hefur áhrif
geðheilsu fólks.alla ævi.
Stundaðar hafa verið allmiklar
rannsóknir í barna- og unglingageð-
lækningum á Islandi auk þess sem
sérfræðingar á þessu sviði hafa innt
af hendi umfangsmikla kennslu fyrir
læknanema í hartnær tuttugu ár.
Mest allt þetta starf hefur verið unnið
í stundakennslu og sjálfboðavinnu en
allt heildarskipulag hefur skort.
Fordómar og- forsjárhyggja
Það er engu líkara en fordómar og
jafnvel forræðishyggja hafi ráðið ferð-
inni hvað snertir málefni barna- og
unglingageðlækninga í Læknadeild
Háskóla Islands. í röskiega ár hefur
verið takmörkuð kennsla í greininni
og án skipulags. Engin kennsla hefur
verið inn á sjúkrahúsum. Geðlæknar
fullorðinna hafa ráðið lögum og lofum
varðandi kennslu í barna-og unglinga-
geðlæknisfræði, sem mér fínnst sið-
leysa því þetta er sjálfstæð sérgrein
í Evrópu, jafnrétthá og handlækning-
ar, lyfiækningar o.fl. Læknanemar
hafa unað þessu ástandi illa. Við aðra
háskóla er nýjum greinum gjarnan
veitt brautargengi, rannsóknum innan
þeirra er fylgt eftir og þau vísinda-
störf viðurkennd á háskólastigi. Hér
á landi hafa hins vegar ýmsar aðrar,
nýjar greinar innan læknisfræðinnar
nú þegar fengið kennslustöður innan
læknadeildar, sumar með mun færri
starfandi sérfræðingum.
Að baki sérfræðimenntunar í bama-
og unglingageðlækningum liggur
langt og mikið sérnám. Heimilislæknar
og læknar með aðra sérfræðimenntun
hafa stundum verið að grípa inn í
málefni barna með geðræn vandamál
og talið sig geta stundað þau, í sumum
tilvika hefur það tekist en í öðrum
alls ekki. Samvinna lækna er geysilega
mikilvæg til þess að fullnægjandi
árangur náist í þeSsum efnum. Bama-
geðlækningar eru á margan hátt frá-
brugðnar geðlækningum fullorðinna
þótt meðferðarúrræði séu svipuð. Bráð
geðveiki er miklu sjaldgæfari hjá börn-
um en fullorðnum. Ýmsir langvarandi
sjúkdómar eins og t.d. taugaveikluna-
reinkenni eru óalgengari hjá börnum
en aftur á móti em alls kyns tilfínnin-
gatruflanir og hegðunarvandamál
mmiklu algengari meðal barna.
Æ fleiri íslensk börn þunglynd
Eirðarleysiseinkenni og einbeitinga-
vandamál hjá börnum á íslandi hafa
aukist seinni árin, oft er leitað tii bar-
nageðlækna vegna námsörðugleika,
t.d. lestrarerfiðleika, sem tengjast
þessu náið. Þunglyndiseinkenni hafa
einnig farið vaxandi að undanförnu,
mörg börn sýna einkenni blönduð af
þessu öllu eða sumu. Vafalaust má
rekja þetta til þeirra miklu breytinga
sem orðið hafa á hinu íslensku samfé-
lagi upp á síðkastið, fleiri skilnaðir
og meiri aðskilnaður barna og for-
eldra. Frægur barnageðlæknir, pró-
fessor Rutter, gerði rannsóknir í Bret-
landi á því hve iangan tíma börn þola
íjarveru foreldra sinna. Niðurstaðan
varð að börn þola ekki að öllu jöfnu
lengri fjarvistir frá foreldrum sínum
en átta tíma á dag. Til að koma í veg
fyrir geðræn vandamál af þessum or-
sökum þarf að tryggja þeim góða
gæslu meðan á aðskilnaði stendur.
Okkar þjóðfélag hefur ekki komið
nægilega til móts við foreldra í þessum
efnum. Allar breytingar gerast mjög
hratt hér seinni árin. Þegar 80 prósent
mæðra fóru út á vinnumarkaðinn á _
örfáum árum þá urðu á sama tíma litl- *
ar og takmarkaðar breytingar frá hendi
þjóðfélagsins, einkum skóla og
menntakerfis til að koma til móts við
breyttar þarfir. Börn eru miklu við-
kvæmari en fullorðnir fyrir öllum breyt-
ingum og því yngri sem þau eru því
viðkvæmari eru þau. Þetta er andstætt
því sem margur heldur, margir telja
einnig að börn „vaxi upp úr“ geðrænum
vandamálum, það er ekki rétt.
Til að lifa af breytingar í samfélagi
beitir fólk vissri afneitun, ekki bara
foreldrar heldur líka stjómmálamenn.
Þessa hefur vissulega gætt hér. í öðr-
um löndum, t.d. Norðurlöndum, senda
vísindamenn rannsóknir sínar, strax
og niðurstaða fæst, beint inn á alþingi
tií stjómmálamannanna, sem byggja
þá ákvarðanir sína á þeim. Þar eru það
sem sagt rannsóknarniðurstöður sem
breyta þjónustþörfinni. í Svíþjóð em
ákvarðanir teknar á grundvelli faralds-
fræðilegra og vísindalegra niðurstaðna
rannsókna. Sú er sjaldan raunin hér á
landi, a.m.k. ekki í barna- og unglinga-
geðlækningum. Halldór Hansen gerði
hér t.d. einu sinni rannsókn á fjögra
ára börnum. Niðurstöðum þeirrar rann-
sóknar veit ég ekki til að hafi orðið
vart innan heilbrigðiskerfisins."
Til stendur að hin faraldsfræðilega
rannsókn Helgu Hannesdóttur birtist
síðar á þessu ári.