Morgunblaðið - 12.05.1994, Síða 40
40 FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
MIIMIMINGAR
ANNA MARÍA EINARSDÓTTIR
+ Anna María Einarsdóttir
fæddist í Klettsbúð á
Hellissandi 29. nóvember 1897.
Hún lést í Reykjavík 3. maí
1994. Anna var dóttir hjón-
anna Einars Hákonarsonar út-
vegsbónda og Jónínu Jónsdótt-
ur frá Klettsbúð, en ólst upp
frá barnsaldri hjá hjónunum
Jóhönnu Björnsdóttur og Há-
koni Hákonarsyni, föðurbróð-
ur sínum. Hún bjó á Hellis-
sandi til ársins 1947, en fluttist
þá til Reykjavíkur. Arið 1956
fór hún aftur vestur með son-
um sínum, en hélt enn til höf-
uðborgarinnar eftir rúman
áratug. Síðan átti hún heima
í Reykjavík. Börn Önnu sem
hún eignaðist með Axel Claus-
en verslunarmanni eru
Arreboe, f. 1918; Dagmar, f.
1922; Haukur, f. 1924; Heríuf,
f. 1926; Guðmundur, f. 1930
og Friðrik Áskell, f. 1933. Son-
ardóttir Önnu, Jóhanna Guð-
mundsdóttir, f. 1951, ólst upp
þjá henni. Útför Önnu verður
gerð frá Kópavogskirkju á
föstudaginn.
' MIG LANGAR til að minnast
móður minnar sem lést þann 3.
þessa mánaðar. Hún hafði átt við
vanheilsu að stríða síðustu árin
enda ævidagarnir orðnir nokkuð
margir. Dagsverkin voru orðin
mörg og löng og það
var ekki alltaf dans á
rósum að sjá sex böm-
um farborða og vera
einstæð móðir á mjög
erfiðum tímum. Móðir
mín var úr hópi sex
systkina en nú er að-
eins eitt eftir, Guð-
mundur, sem dvelur á
Hrafnistu. Stuttu eftir
að móðir mín fæddist
tók föðurbróðir hennar
Guðmundur Hákon og
kona hans Jóhanna
Bjömsdóttir hana í
fóstur og ólst hún upp hjá þeim.
Þegar ég man eftir mér sem litlum
dreng þá var Guðmundur Hákon
látinn. Jóhanna amma bjó með
móður minni og hugsaði hún um
börn og bú meðan móðir mín var
að vinna við að vaska saltfisk og
á sumrin við að þurrka fiskinn,
breiða hann og bera í stæður. Oft
var það okkar hlutverk að fylgjast
með flaggi sem dregið var upp við
Munaðarhól sem gaf til kynna á
morgnana að það ætti að breiða
fiskinn og aftur á kvöldin þegar
taka skyldi hann saman. Við fórum
oft með móður okkar og lékum
okkur rétt við reitinn og fylgdumst
með þegar fólkið var að vinna við
fiskinn. í þá daga voru engin dag-
vistunarheimili fyrir börnin og
fjaran og hraunið voru aðalstaðirn-
ir til að leika sér í og
þurftu þá þeir eldri að
gæta að þeim sem
yngri voru. Svona
gekk þetta fyrir sig í
þá daga og það urðu
sjaldan slys á börnum
því þau lærðu sjálf að
forðast hætturnar.
Móðir mín fór stund-
um til Reykjavíkur í
fiskvinnu um sumar-
tímann og þurfti hún
þá að koma okkur
bömunum fyrir. Hún
vann ýmist á Kirkju-
sandi eða Melshúsum á Seltjarnar-
nesi. Móðir mín var mjög trúuð
kona og hún trúði líka á huldufólk
og álfa og sagði hún okkur oft
sögur af því þegar huldukonurnar
voru að birtast sér til að fá lánaða
hina og þessa hluti og ef eitthvað
týndist hafði huldufólk fengið það
lánað. Ábyggilega hefur henni oft
liðið illa þótt hún léti ekki bera á
því, hvorki við okkur né nokkra
aðra, því það hefur reynt mikið á
að vinna í köldum húsum á daginn
við að vaska fisk og þurfa síðan
að þvo þvotta á kvöldin eða á nótt-
únni af okkur bömunum. En hún
sýndi æðruleysi enda kröfurnar
ekki miklar og oft heyrði ég hana
segja þegar eitthvað bjátaði á að
þegar neyðin væri stærst væri
hjálpin næst, og það virtist 'rætast
úr þessu á jákvæðan hátt. Við
erum fimm bræðurnir og ein syst-
ir. Mig langar að láta fylgja með
ljóðlínu sem ég lærði hjá ömmu
minni:
Elskulega mamma mín
mjúk er alltaf höndin þín.
Tárin þoma sérhvert sinn
sem þú strýkur vanga minn.
Þegar stór ég orðin er
allt það skal ég launa þér.
Eg held að ég geti talað fyrir
hönd okkar allra systkinanna að
við höfum reynt að launa henni
alla þá umhyggju sem hún sýndi
okkur. Þetta gekk svoleiðis fyrir
sig að þegar við uxum úr grasi
héldum við heimili með henni
systkinin hvert af öðru þar til hún
þurfti að fara á sjúkrastofnun.
Hún eignaðist ekki mikið af ver-
aldlegum hlutum og ef henni var
gefið eitthvað þá gaf hún það oft-
ast einhveijum öðrum, enda ekki
Gail flísar
f Mvím
¥ #
Stórhöfða 17, við Gullinbrú,
sími 67 48 44
+
Útför
SVEINBJÖRNS S. SVEINSSONAR,
Teygingarlæk,
sem andaöist í sjúkrahúsinu á Selfossi 8. maí, verður gerð frá
Prestbakkakirkju á Síðu laugardaginn 14. maí kl. 14.00.
Sigurður Sveinsson,
Sveinbjörg G. Ingimundardóttir,
Ólafur J. Jónsson.
t
Ástkær faðir okkar, sonur og bróðir,
RAGNAR HJÁLMAR
RAGNARSSON,
Hjallabraut 6,
Hafnarfiröi,
sem lést 8. maí, verður jarðsunginn frá
Víðstaðakirkju föstudaginn 13. maí
kl. 15.00.
Birkir Freyr Ragnarsson,
Sindri Rafn Ragnarsson,
Ása Hjálmarsdóttir,
Ragnar Konráðsson
og systkini.
langt að sækja gjafmildina til
mömmu sinnar, Jónínu í Klettsbúð.
Ég man þegar ég var lítill drengur
og beljan hafði borið í Klettsbúð
sendi hún mig með mjólk á flöskum
út um plássið til þess að gefa gömlu
fólki og börnum sem ekki höfðu
mjólk. Móðir mín var mjög hjarta-
hlý og mátti ekkert aumt sjá. Þótt
við værum svona mörg heima í litlu
húsi tók hún oft til sín börn sem
hvergi áttu athvarf annars staðar
um stundarsakir. Húsið sem við
bjuggum í var 35-40 fermetrar
en það virtist alltaf vera nóg pláss
og oft var glatt á hjalla í Dagsbrún
á kvöldin um veturna þegar ungt
fólk á svipuðum aldri og við systk-
inin kom í heimsókn. Sagðar voru
sögur, oftast draugasögur, eða
sögur af einhveijum fyrirbrigðum
sem erfitt var að útskýra. Móðir
mín tók vel á móti þessum krökk-
um og fengum við að vera heima
með vini okkar. Hún tók stundum
þátt í félagslífi á staðnum. Aðal-
lega var það kvenfélagið sem hún
starfaði alla tíð í og átti þar marg-
ar vinkonur. Hún fór stundum í
ferðalög með þeim á sumrin og
þótt það væri bara suður í Borgar-
fjörð eða norður í land talaði hún
um það og lifði í endurminningum
í mörg ár eins og hún hefði farið
í hnattreisu því það var glatt á
hjalla þegar kvenfélagskonur voru
á ferð. Gleðin var alls ríkjandi inn-
an þessa hóps sem þekkst hafði í
áratugi.
Ég vil færa henni mínar þakkir
fyrir það sem hún gerði fyrir mig
þegar hún tók dóttur mína Jóhönnu
innan við eins árs í fóstur. Hún
dvaldi hjá ömmu sinni og bræðrum
til tvítugs eða þar til hún stofnaði
eigið heimili. Og studdu þau hana
til mennta og reyndust henni sem
bestu foreldrar. Núna síðustu árin
hefur það mætt mest á Dagmar
systur minni og Jóhönnu dóttur
minni að hlú að henni og hjálpa,
einnig hefur Haukur bróðir minn
verið hjá henni þar til hún þurfti
að flytjast í Hátún en svo að Skjóli.
Að endingu vil ég kveðja hana með
bæn sem hún kenndi mér þegar
ég var lítill.
Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
(Hallgrímur Pétursson)
Að lokum viljum við systkinin
senda öllu starfsfólki á Skjóli okkar
innilegasta þakklæti fyrir alla þá
umönnun og þann kærleika sem
henni var sýndur þar.
Guðmundur Jóhann Clausen.
Hvert getum við farið? Getum
við skroppið í Kópavog? Þetta var
amma vön að segja meðan hún
hafði heilsu og þrek. Nú er hún
að leggja í sína síðustu för þangað
þar sem útför hennar fer fram frá
Kópavogskirkju. Amma var alla
sína ævi mikill Kópavogsbúi, þrátt
fyrir að hún byggi síðustu árin í
Reykjavík. Amma var vinmörg og
skemmtileg í vinahópi, því hún
hafði lag á því að koma okkur til
að hlæja. Á langri lífsleið kynntist
hún mörgum góðum vinum, sem
héldu tryggð við hana alla ævi.
Flestir eru þeir horfnir á braut.
Það eru því eflaust margir til að
taka á móti henni hinum megin.
Amma var fædd og uppalin á
Hellissandi. Hún var ung sett í
fóstur hjá föðurbróður sínum, Há-
koni, og konu hans, Jóhönnu.
Amma átti góða bemsku. Hún
elskaði og dáði fósturföður sinn
og hún talaði um það alla ævi hve
gaman það hefði verið að horfa á
hann vinna. Hún sagði alltaf með
stolti „hann Hákon pabbi minn“
með sérstakri áherslu. Hann gerði
þetta sko svona. Hákon var mjög
góður smiður og byggði mörg hús
á Hellissandi. Einnig pijónaði hann
og saumaði allt á þær mæðgurnar.
Jóhanna, fósturmóðir ömmu, bjó
hjá henni alla ævi þar til hún and-
aðist háöldrað. Amma giftist aldr-
ei, en hún eignaðist sjö börn með
afa mínum, Axel Clausen. Þau era
öll á lífi nema stúlka sem dó nokk-
urra mánaða gömul. Amma var
sterk og stjómsöm kona. Hún
þurfti að vera það því það var
enginn leikur að sjá éin farborða
sex bömum og gamalmenni á þess-
um áram. Hún vann sem kaupa-
kona á Búðum, vaskaði fisk í
Krossavík, vann í saltfiski á
Kirkjusandi og flakaði fisk í frysti-
húsinu. Hann var því oft langur
vinnudagurinn hjá henni, en hún
lifði í endurminningunni um þenn-
an tíma og hafði gaman af að segja
frá. Amma flutti tvisvar frá Sandi
og suður til Reykjavíkur. Hún bjó
lengi í Furagerði 1 og sat þá oft
við gluggann og fylgdist með um-
hverfinu eða spilaði við íbúana.
Síðustu tvö árin var amma orðin
þreytt og heilsan misgóð. Þegar
henni leið vel þá var hún alltaf til-
búin að fara í heimsókn eða bíltúr
með okkur, annars sagði hún bara:
„Ég ætla að leggja mig, komdu
seinna.“ Amma var 54 ára þegar
hún tók mig, sonardóttur sína, í
fóstur og ól mig upp. Amma var
bæði góð og ströng. Það var ekk-
ert sem hún ekki vildi gera fyrir
mig og börnin sín. Síðasta hálft
annað árið dvaldist amma á hjúkr-
unarheimilinu Skjóli, þar sem hún
naut góðrar hjúkrunar þar til kall-
ið kom aðfaranótt 3. maí. Ömmu
var hvíldin kærkomin eftir erfiða
daga. Guð blessi minningu hennar.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Jóhanna Clausen.