Morgunblaðið - 12.05.1994, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1994 51
FRÉTTIR
Skemmtanir
■IV/+ er glæný hljómsveit sem hefur
yfirreið sína um landið í sumar á laug-
ardag en þá leikur hún í Ólafsvík. Hljóm-
sveitina leiðir söngkonan Sigríður Bein-
teinsdóttir ásamt þeim Þórði Guð-
mundssyni, bassa, Halldóri Haukssyni,
trommum, Guðmundi Jónssyni, gítar
og Friðriki Karlssyni, gítar. Hljóm-
sveitin mun von bráðar gefa frá sér tvö
glæný frumsamin iög og munu þau koma
út á safnplötu frá Japis í lok maí.
MHRESSÓ Fyrsta breiðskífa hljóm-
sveitarinnar 13 kemur út á föstudaginn.
Hljómplatan ber heitið Salt og er gefin
út af Spor hf. Hljómsveitina skipa: Ei-
ríkur Sigurðsson, gítar, Jón Ingi Þor-
valdsson, bassa og Hallur Ingólfsson,
gítar, trommur og söngur. í tilefni útgáf-
unnar verða haldnir tónleikar á Hressó
á föstudaginn 13. maí og heQast þeir
kl. 22.30.
MHÖRÐUR TORFA verður með tón-
leika á Hafur Birninu, Grindavík,
sunnudaginn 15. maí kl. 21.
■ BUBBIMORTHENS er í sinni árlegu
hljómleikaferð um landið Allir tónleik-
arnir heflast kl. 21 nema annars sé get-
ið. í kvöld leikur Bubbi á Suðureyri,
föstudag Hnífsdal, laugardag Vagnin-
um, Flateyri, sunnudag Þingeyri,
þriðjudag Bildudal og á miðvikudag leik-
ur Bubbi á Tálknafirði.
MHÓTEL SAGA Skemmtidagskráin
Þjóðhátíð á Sögu verður á laugardags-
kvöld og er þetta allra síðasta sýning. Á
eftir skemmtidagskránni verður opinn
dansleikur með hljómsveitinni Saga
Klass. Á Mímisbar syngja og leika Þor-
valdur Halldórsson og Gunnar
Tryggvason.
MRAUÐA LJÓNIÐ Hljómsveitin Léttir
sprettir leikur á veitingahúsinu á föstu-
dags- og laugardagskvöld.
MSPOON heldur sveitaball á hinum
nýja skemmtistað Nýja Bíói á Siglu-
firði laugardaginn 14. maí nk. Hljóm-
sveitina skipa Emilíana Torrini, söng-
kona, Friðrik Júlíusson G., trommur,
Hjörtur Gunnlaugsson, gítaristi, Hösk-
uldur Orn Lárusson, söngvari og
strömmari og Ingi S. Skúlason, bass-
isti. Spoon er um þessar mundir að vinna
að gerð breiðdisks.
MPLÁHNETAN leikur á föstudag á
veitingahúsinu Tveimur vinum og á
laugardagskvöldinu í Þotunni, Keflavík.
MFÓGETINN f kvöld, fimmtudags-
kvöld, er jass á háaloftinu en þar leika
Kiddi Guðmunds., Gunnar Rafnsson
Hljómsveitin Spoon leikur á
laugardagskvöld á nýjum
skemmtistað í Nýja Bíói, Siglu-
firði.
og Dan Cassidy. Föstudags- og laugar-
dagskvöld leikur trúbadorinn Jói Bald-
urs frá Búðardal og sunnudag og
mánudagskvöld leikur Bjössi Greifi.
Þriðjud,- og miðvikudagskvöld leikur
Hermann Arason.
MVINIR DÓRA leika á Vestfjörðum
um helgina. í kvöld leikur hljómsveitin
í Sjallanum ísafirði, á föstudagskvöld
verða tónleikar í Félagsheimilinu Þing-
eyri og heijast þeir kl. 21. Á laugardags-
kvöld leika félagarnir í fyrsta sinn á
Patreksfirði í Matbæ. Hljómsveitina
skipa: Gulli Briem, Jón Olafsson og
Halldór Bragason.
■ SSSÓL efnir til dansleikjahalds á
(Hó)Telinu á Akranesi laugardags-
kvöld. Hljómsveitin dvelur um þessar
mundir lengstan part sólarhringsins í
hljóðveri þar sem verið er að taka upp
nýjustu hljómsmíðar sveitarinnar. Vænta
má afurðanna í plötubúðir um miðjan
næsta mánuð.
MGAUKURÁ STÖNGí kvöld, fimmtu-
dagskvöld, leikur Örkin hans Nóa. Ný
hljómsveit mun stfga á stokk á föstu-
dags- og laugardagskvöld en það er
hljómsveitinFarenheit. Hana skipa:
Karl Olgeirsson, hljómborð, Róbert
Þórhallsson, bassi, Omar Guðnason,
trommuleikari, Ottar Guðnason, gítar-
leikari og Elvar Aðalsteinsson, söngur.
Sniglabandið leikur fyrir gesti Gauksins
á sunnudags- og mánudagskvöld.
Kropparnir leika þriðjudag og hljóm-
sveitin Soul De Luxe.
MHÓTEL ÍSLAND Á föstudagskvöld
verður haldið Bylgjuball. Hljómsveitin
Alvaran leikur fyrir dansi. Húsið opnar
kl. 22. Laugardaginn 14. maí er lokasýn-
ing á stórskemmtuninni Sumargleðin
’94. Stórhljómsveit Sumargleðinnar leik-
ur fyrir dansi til kl. 3.
■ SPAÐAR halda vorfagnað sinn í Ris-
inu, Hverfisgötu 105, og verður húsið
opnar kl. 22.1 tilkynningu frá hljómsveit-
inni segir að hljómsveitin Spaðar hafi
starfað um árabil við daufar undirtektir
og sé sennilega sú íslenska hljómsveit
sem lengst hafí starfað án þess að vekja
nokkra eftirtekt. Hljómsveitina skipa
Guðmundur Andri Thorsson, Gunnar
Helgi Kristinsson, Guðmundur Guð-
mundsson, Magnús Haraldsson, Guð-
mundur Ingólfsson, Aðalgeir Arason,
Eiríkur Stephensen, Helgi Guðmunds-
son og Sigurður G. Valgeirsson.
MBLÚSBARINN Hljómsveitin Kandís
kemur fram aðeins um þessa helgi föstu-
dags- og laugardagskvöld. Hljómsveitina
skipa Anna Karen Kristinsdóttir, Ás-
dís Guðmundsdóttir, George Gross-
man, James Olsen, Stefán Henrysson
og Þórir Jóhannsson.
Henning
T.Busk
Doktor í
læknisfræði
HENNING Thorsten Busk læknir
hefur varið doktorsritgerð sína í
læknisfræði við Justus-Liebig há-
skólann í Giessen í Þýskalandi.
í tilkynn-
ingu segir að til-
gangur doktors-
ritgerðar Henn-
ings hafi verið að
finna líkan til
beinvefsmyndun-
ar (in vitro) með
mennskum bein-
frumum en til
þess notaði hann
ákveðna tegund
af beinkrabbameinsfrumum (Osteos-
arkom). Henning lýsir niðurstöðum
þrívíddarrannsókna sinna á þessum
beinkrabbameins- og bijóstkrabba-
meinsfrumum. Hafa niðurstöður
hans verið birtar á tveimur vísindar-
áðstefnum: 25. apríl 1993 í Heidel-
berg í Þýskalandi og 11. apríl 1994
í Davos í Sviss.
Henning T. Busk fæddist 4. júní
1962 í Wiesbaden í Þýskalandi og
fluttist ásamt foreldrum sínum til
Reykjavíkur árið 1964. Móðir hans
er Ursula María Busk, bankastarfs-
maður og faðir hans er dr. med.
dent. Eyjólfur Þór Busk, tannlæknir,
nú búsett í Twistrengen í Þýska-
landi. Henning lauk stúdentsprófi
frá Menntaskólanum í Reykjavík
1982 og hóf sama ár nám við lækna-
deild Justus-Liebig háskólans í Gi-
essen. Hann lauk embættisprófi í
læknisfræði þaðan árið 1989 og öðl-
aðist almennt lækningaleyfi í Þýska-
landi í ágúst 1991. Frá ársbyijun
1990 hefur hann starfað sem að-
stoðarlæknir á hjartalyflækninga-,
hjartagjörgæslu- og hjartaskurð-
deild Kerckhoff-sjúkrahús Max-
Planck stofnunarinnar í Bad Nau-
heim. Eiginkona Hennings er Sandra
Edda Steingrímsdóttir Busk lækna-
ritari. Sonur þeirra er Benjamína
Leifur Busk sem fæddist 1993.
íslandsbanki býður
ókeypis myndatöku vegna
Debetkorta!
íslandsbanki býöur
vibskiptavinum sínum
ókeypis myndatöku
vegna Debetkorta.
Ókeypis myndataka fer
fram í eftirtöldum
útibúum íslandsbanka
á höfubborgarsvœöinu:
Debetkortib er í senn staögreibslukort,
hraöbankakort, persónuskilríki og tékkaábyrgb-
arkort. Þá er einnig ódýrara ab nota Debetkort
en ab greiba meb tékka.
Notabu tœkifœrib og sœktu um Debetkort
núna á meban þér býbst ókeypis myndataka
og kortagjald. Þetta tilbob stendur abeins í
takmarkaban tíma.
Lœkjargötu 12.............. kl. 09:15 - 16:00
Bankastrœti 5.............. kl. 11:00 - 16:00
Háaleitisbraut 58.......... kl. 13:00- 16:00
Suðurlandsbraut 30......... kl. 13:00- 16:00
Stórhöfða 17............... kl. 11:00 - 16:00
Kringlunni 7............... kl. 11:00- 16:00
Þarabakka 3................ kl. 09:15 - 16:00
Dalbraut 3................. kl. 13:00 - 16:00
Strandgötu 1............... kl. 13:00- 16:00
Einnig er bobib upp á ókeypis myndatöku í
útibúum utan höfubborgarsvœbisins.
ÍSLANDSBANKI