Morgunblaðið - 12.05.1994, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 12. MAÍ1994 53
BREF TIL BLAÐSINS
Byrgja skal bana-
brunninn Hjalla-
braut í Hafnarfirði
Frá Jóhanni G. Reynissyni:
NÝJASTA nýtt í heilsuverndinni eru
svonefndir H-bæir, Hafnarfjörður
er einn þeirra, en meginmarkmið
kaupstaðanna, sem skipa sér með
formlegum hætti undir H-ið, er að
stuðla að almennu heiibrigði íbú-
anna og þeirra sem sækja þá heim.
Vor vinmargi kaupstaður í hrauninu
mun því væntanlega leggja aukna
rækt við vellíðan þegna sinna og
þá ekki síst með slysavörnum.
Fylgi hendur hug með H-ið, sem
eflaust er, má af göfugum markmið-
um ráða að við, íbúar Norðurbæjar-
ins í Hafnarfirði, getum farið að
anda léttar. Einkum ætti að birta
yfir framtíðarhorfum foreldra barna
sem hafa kosið að „gera sér hreið-
ur“ í nágrenni við Hjallabraut.
Og það er einmitt þessi Hjalla-
braut sem hér er í brennidepli. Hún
stendur nefnilega á engan hátt und-
ir nafni, ef við höfum í huga hinn
vel þekkta erfiðasta hjalla, hvort
sem sú merking er uppspretta nafn-
giftarinnar eða ekki. Á Hjallabraut
eru vart nokkrir slíkir hjallar, erfið-
ir eða auðveldir, fyrir hraðskreiðar
sjálfrennireiðar nútímans að yfir-
stíga.
Skipulagsvilla frá upphafi
Hjallabrautin er tvöföld að mest-
um hluta og sómir sér ágætlega sem
kappakstursbraut fyrir misvitra
ökumenn. Það fyrirkomulag býður
heim stórhættulegum, hröðum
framúrakstri svo dæmi sé tekið. Það
getur þó varla hafa átt að vera
upphaflegt hlutverk hennar. Nei,
svo er ekki. Að því er næst verður
komist er Hjallabrautin tvöföld
vegna þess að hún átti að iétta
umferðarþunga af Reykjavíkurvegi.
I gegnum Norðurbæinn átti að leiða
þungafiutninga niður að höfn, svo
dæmi sé tekið. Nú er staðan sú að
höfnin „hefur færst úr stað“ ef svo
má segja. Þungamiðja starfseminn-
ar er við suðurbakkann. Þar með
er forsenda löngu brostin fyrir tvö-
faldri akbraut í hvora átt eftir
Hjallabraut og í raun fáránlegt að
við því hafi ekki verið brugðist fyrir
löngu. Fyrir utan þá skoðun greinar-
höfundar að þessar tvöföldu akrein-
ar hafi verið skipulagsvilla frá upp-
hafi. Hér má þó ekki líta fram hjá
þeirri staðreynd að nokkrir metrar
brautarinnar hafa verið þrengdir.
Ibúar á þeim slóðum tala vel um
þróunina.
Undirskriftasöfnun
Nokkrir Norðurbæingar hafa
undanfarið safnað undirskriftum
íbúa í grennd við Hjallabrautina.
Tilgangurinn er að þrýst verði á
bæjaryfirvöld að takmarka mögu-
leika til hraðaksturs eftir Hjalla-
braut. Söfnunin hefur gengið fram-
ar björtustu vonum. Hvarvetna er
vitaskuld tekið vel í framtakið og
oftar en ekki hafa safnarar vart
lokið kynningu á undirskriftasöfn-
uninni þegar feginsamleg rödd
kveður við björtum rómi: Auðvitað
skrifa ég undir það!
Af samtölum sínum við nágranna
hinnar hjallasnauðu slóðar hafa
safnarar ráðið að þrenging niður í
eina akrein í hvora átt myndi njóta
hvað mestrar hylli. Hámenntaðir
skipulagssnillingar hljóta að geta
fundið heppilega lausn þar sem vel
er búið að af-, aðreinum og öðru
því sem tilheyrir góðu umferðar-
skipulagi. Ef vel tekst til heldur
umferðin sér niðri með sjálfri sér
og hæðir og hólar, sem njóta iieldur
lítilla vinsælda meðal íbúa í Norð-
urbæ, gætu reynst óþarfi. Með
framkvæmdum eins og þeim, sem
hér hafa verið lauslega reifaðar,
niætti einnig auka það svæði sem
gangandi vegfarendur og hjólandi
hafa til umráða með gang- og hjól-
t'eiðastígum. Sums staðar meðfram
brautinni, þar sem ekki eru gang-
stéttir, má til dæmis sjá troðnar
slóðir líkt og sauðkindin myndar í
sveitinni. Sú staðreynd sýnir glögg-
lega að þörfum gangandi vegfar-
enda er ekki sinnt sem skyldi.
Slysagildra
En fyrst of fremst er Hjailabraut-
in slysagildra. Af tölum, sem feng-
ust hjá lögreglunni í Hafnarfirði,
má ráða að bæjaryfirvöld hafa skellt
skollaeyrum við viðvörunum um þá
vá sem greinilega steðjar þarna að
Hafnfirðingum. Hér er átt við þá
staðreynd að hátt í 80 árekstrar og
slys á Hjallabraut hafa verið til-
kynnt til lögreglunnar í Hafnarfírði
á þremur árum. Þá eru ótalin þau
óhöpp sem ökumenn hafa gert upp
sjálfir með tjónatilkynningum eða
öðrum hætti.
Eldri og lífsreyndari íbúar í ná-
grenni Hjallabrautar en við „ung-
lingarnir", sem að undirskriftasöfn-
uninni stöndum, segja þetta hafa
verið reynt áður, tvisvar frekar en
einu sinni. Þær aðgerðir hafí engan
árangur borið. Engu að síður skrifa
þeir enn og aftur undir áskorun til
bæjaryfirvalda, sjálfsagt í þeirri von
að hafnfirskt lýðræði standi ekki á
brauðfótum. Uppgjöf er ekki á dag-
skrá og höfnun myndi einungis
verka sem olía á þann eld sem
greinilega logar í bijóstum Norð-
urbæinga.
Barnmargt hverfi
Nú er ætlunin að fá einhveiju
framgengt. Hjallabrautin er hrein-
lega umkringd börnum enda má
HJALLABRAUT virkar sem
kappakstursbraut fyrir mis-
vitra ökumenn, segir í grein
Jóhanns,
segja að Norðurbærinn hafi hlotið
hið göfuga hlutverk að vera útung-
unarstöð okkar Hafnfirðinga. Þar
bytja mörg, ung pör að búa, þar
koma mörg börnin undir og þar slíta
þau (fyrstu pörunum af) barnskón-
um — sem eru sennilega flest inni-
skór af því það er stórhættulegtað
leika sér úti! Með hraðatakmörk-
unum eins og þrengingu mætti
draga mjög úr hættunni. Því auðvit-
að er hið æðsta H ekki tákn fyrir
hættu heldur hamingju! Við stefnum
þangað í krafti samtakamáttarins.
Fyrir okkur, íbúa í Hafnarfirði, er
búseta okkar þar fyrst og fremst
spurning um líf — ekki dauða. Við
skulum byrgja þann banabrunn sem
Hjallabrautin óumdeilanlega getur
talist áður en Hafnfirðingar nútíðar
og framtíðar detta ofan í hann.
JÓHANN G. REYNISSON,
blaðamaður og einn af forsvars-
mönnum söfnunar undirskriftanna.
YUCCA GULL
komið aftur
YUCCA GULL er gott fyrir þig ef:
• Meltingin er í ólagi
• Þú þjáist af uppþembu eða ristilvandamálum
• Þú vilt grennast
• Líkaminn virðist ekki losna við
uppsöfnuð eiturefni
Yucca gull er frábær náttúruleg afurð sem unnin
er úr Yuccaplöntunni.
Plantan er unnin frostþurrkuð, svo sem flest
lifandi ensým haldi næringargildi sínu.
Duftið er í gelatínhylkjum sem eru
auðuppleysanleg.
Yucca gull inniheldur Saponin sem flýtir fyrir
niðurbroti fæðunnar og hraðar meltingunni.
Fæst Betra lífi, Borgarkringlunni,
hjá: Grænu línunni, Laugavegi, Reykjavík,
Versl. Fersku, Aðalgötu, Sauðárkróki,
Heiisuhorninu, Skipagötu, Akureyri,
Versl. Miðbæ, Hringbraut, Keflavík,
Heilsubúðinni, Reykjavíkurvegi, Hafnarfirði,
Tánni, Garðarsbraut, Húsavík.
Snyrtivöruversl. Mirru, Hafnarstr. 17, R.vík.
Sendum í póstkröfu hvert Einkaumboð á íslandi
á land sem er.
Einnig greiðslukortaþjónusta.
Nýtt kortatímabil hefst í dag.
becR/Élic
Borgarkringlan, "
KRINQLUNNM-sli™ 811380
- kjarni málsins!
Útivist á ári fjölskyldunnar
S.V.F.R. á veiðimessu í Perlunni
12. maí - 15. maí 1994
Hvað færð þú út
úr því að gerast
félagi í S.V.F.R.?
Þetta er spurning sem margir
spyrja, jafnvel félagar í S.V.F.R.
ÞETTA FÆRÐ ÞÚ:
• Forgang að nokkrum bestu lax- og silungs-
veiðiám landsins.
• Veiðimanninn, tímarit stangveiðimanna.
Tvímælalaust vandaðasta tímarit um veiði
á markaðinum - sent til þín þrisvar á ári.
• Veiðifrétttir, fréttablað S.V.F.R. allt að níu sinnum á ári
• Fluguhnýtingarnámskeið - úrvals kennarar.
• Kastnámskeið - fagmenn sjá um kennslu.
• Skemmti- og kynningarkvöld á veturna.
• Aðgang að umtöluðustu árshátíð ársins.
• Frí veiðileyfi í Elliðavatni og stefnt að fríum
veiðileyfum í fleiri vötnum.
• Afslátt hjá veiðiverslunum, hótelum, bílaleigum,
greiðastöðum, öðrum veiðifélögum, bensínstöðvum
• Aðgang að fullkomnum veiðikortum.
• Leiðsögn upp með þekktum laxveiðiám.
Allt þetta fyrir aðeins 8.500 kr. inntökugjald og
síðan ársgjald kr. 5.000.
Við veitum leiðsögn á Veiðimessunni í eftirtöldu
Sogið föstudaginn 13. maí kl. 20.30, Hítará i og I
laugardaginn 14. maí kl. 15.00, Langá Fjallið
sunnudaginn 15. maí kl. 15.00.
Besta og mesta úrval
lax- og silungsveiðileyfa
færð þú hjá okkur
Dæmi:
Gljúfurá, laxveiði.
Verð frá kr. 8.600.
Norðurá I og II, laxveiði.
Verð frá kr. 9.800.
Norðurá Flóöatangi, lax- og
silungsveiði.
Verð frá kr. 2.200.
Langá Fjallið, lax- og silungsveiði.
Verð frá kr. 5.200.
Hítará I, lax- og silungsveiði.
Verð frá kr. 7.800.
Hítará II, lax- og silungsveiði.
Verð frá kr. 2.500.
Miðá, Dölum, lax- og silungsveiði.
Verð frá kr. 3.200.
Tungufljót, lax- og silungsveiði.
Verð frá kr. 3.800.
Stóra Laxá, lax- og silungsveiði.
Verð frá kr. 8.000.
Sogið, öll svæði, lax- og
silungssveiði.
Verð frá kr. 3.400.
Snæfoksstaðir, laxveiði.
Verð frá kr. 4.500.
Laugabakkar, laxveiði.
Verð frá kr. 950.
Sérlega hagstæð greiðslukjör sem gera
öllum kleift að fara í alvöru veiði.
Allar frekari upplýsingar veittar á veiðimessunni og á skrifstofu okkar. Stangaveiðifélag Reykjavíkur,
Háaleitisbraut 68 (Austurveri), sími 686050. Opið alla virka daga frá kl. 9.00-18.00.