Morgunblaðið - 17.05.1994, Síða 2

Morgunblaðið - 17.05.1994, Síða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Forsætisráðherra og fjármálaráðherra um kjaradeilu meinatækna Ekkí hefur verið rætt um bráðabirgðalög DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra og Frið- rik Sophusson fjármálaráðherra segja að í ríkisstjórn hafi ekki verið rætt um að setja bráðabirgðalög á verkfall meinatækna. Guðmundur Árni Stefánsson heilbrigðisráð- herra segir að þær raddir verði æ hávær- ari sem krefjist þess að höggvið verði á hnútinn í deilunni. í greinargerð frá samninganefnd ríkis, borgar og Landakots eftir að upp úr kjaraviðræðum við meinatækna slitnaði í fyrrinótt segir að ekki sé hægt að ganga lengra til móts við meinatækna á grundvelli leiðréttingar launakjara og virðast þeir ætla að halda áfram verkfalli í þeim til- gangi að knýja fram launahækkanir umfram aðrar stéttir. Ekki hefur verið boðað til nýs fund- ar í deilunni. Staðhæft er í greinargerðinni að komið hafi verið til móts við rök um samræmingu og hækki meðallaunaflokkur meinatækna hjá ríkinu um tvo launaflokka. Meðaldagvinnulaun meina- tækna yrðu um 94.400 kr., þ.e. svipuð launum hjúkrunarfræðinga, og heildarlaun, miðað við janúar sl., 137.500 kr. að jafnaði. Deilumál Fram kemur að viðræður hafi staðið um þijú atriði síðustu daga. MTÍ hafi krafist sérstakrar hækkunar fyrir þá meinatækna sem eru við stofnanir utan Reykjavíkur en þeir eru þegar á 6-12% hærri launum en meinatæknar í Reykja- vík. Hafí verið fallið frá þeirri kröfu að mestu. Auk þess krefjist félagið þess að meinatæknar sem eru í hæstu launaflokkunum, þ.e. yfirmeina- tæknar, hækki enn frekar en boðið hefur verið þótt engin rök séu fyrir slíkri hækkun. Og loks kreljist það þess að u.þ.b. helmingur almennra meinatækna og deildarmeinatækna hækki um einn launaflokk til viðbótar því sem boðið hefur verið fyrir þessa hópa. Miðlunartillaga Guðmundur Árni sagði að tími gæti verið kominn til að sáttasemjari bæri fram miðlunartil- lögu. „En engu að síður vil ég trúa því að með viðræðum eigi að vera hægt að leiða málið til !ykta,“ sagði Guðmundur og sagði að þrátt fyr- ir skoðun sína væri því ekki að leyna að þær raddir yrðu háværari sem krefðust þess að höggvið yrði á hnútinn. Guðlaugur Þorvaldsson ríkissáttasemjari segir málum þannig háttað að miðlunartillaga gæti fremur spillt fyrir en hitt. Hann segist þegar hafa stungið upp á að gerðar- dómur yrði fenginn í málið en því verið hafnað. Staðan rædd Á fundi sem Friðrik Sophusson ijármálaráð- herra hélt með samninganefnd ríkisins, forráða- mönnum spítalanna í Reykjavík, landlækni og Guðmundi Árna Stefánssyni heilbrigðisráðherra var staðan í deilunni rædd. Friðrik segir að ekki sé á dagskrá að stjóm- völd grípi inn í verkfallið. „Kjaradeilu á borð við þessa á að leysa í kjarasamningum," segir hann. „Það hafa verið gerðir kjarasamningar við allan þorra launþega f landinu án þess að um launa- hækkanir hafí verið að ræða. Við getum ekki samið við einn hóp um að hann fái meira en hinir.“ Tónleikar Bjarkar Vekja at- hygli ytra FYRIRHUGAÐIR tónleikar Bjarkar Guðmundsdóttur, sem Morgunblaðið og Smekkleysa standa að 19. júní, hafa vakið töluverða athygli ytra og hafa tugir blaðamanna boðað komu sína. Miðasala hefst í dag. D-listinn í Kópavogi Gunnar bæjar- stjóraefni GUNNAR Birgisson efsti maður D-listans í Kópavogi lýsti því yfir á fundi hjá íbúasamtökum vesturbæjar í Kópavogi í gær að hann yrði bæjarstjóraefni D-listans í komandi kosningum. Gunnar sagði að eftir áskomn meðframbjóðenda sinna og ann- arra hefði hann ákveðið að gefa kost á sér sem bæjarstjóri, stæði flokknum embættið til boða eft- ir kosningar. Heimsókn forsetans til Slóvakíu Islensk ljóð á slóvakísku VIGDÍS Finnbogadóttir, for- seti íslands, mun fá að gjöf litla bók sem inniheldur þýð- ingar á verkum fjögurra ís- lenskra skálda er hún heldur til Slóvakíu síðar í þessari viku. í tengslum við opinbera heimsókn forseta íslands verða ljóð þessi einnig birt í nokkmm stærstu dagblöðum Slóvakíu. Ljóðin þýddi Milan Richter, næstráðandi í sendiráði Slóv- akíu í Ósló, sem einnig sér um samskiptin við ísland. Ljóðin fjögur eru eftir skáld- in Stefán Hörð Grímsson, Lindu Vilhjálmsdóttur, Matthí- as Johannessen og Hannes Sigfússon. Milan Richter er skáld og þýðandi, hefur gefið út sex ljóðabækur og birt rúmlega 30 þýðingar. Hann var nýlega á ferð á íslandi og orti þá með- fylgjandi ljóð, „Milli elda og ísa“ sem hér birtist í íslenskri þýðingu. Milan Richter Milli elda og ísa Eftir stundar ökuferð frá dynþungu djúpi Gullfoss og dökkbrúnum hraunbreiðum í hlíðum Heklu áðum við á klettum Þingvalla, með dal í rökkurmóðu undir fótunum... „Þetta er Alþingi, fyrsta þingið okkar, fólk hvaðanæva að kom hér saman til að setja ný lög, stofna til hjónabandá, og vemda tunguna." Með útréttri hendi klauf Pétur klettinn og um hann hlykkjaðist malbikaður vegur í átt að snævi þöktum fjöllum. í þessari rökkurmóðu í október sá ég skáld og goða og unga menn með síðfexta hesta hafa yfir lög og ljóð, kaupa og selja og liggja ljóshærðar stúlkur innan um búðir og tjöld úr vaðmáli - í sumarnóttinni, undir bláleitum ljóma sólar sem aldrei sest. Milli elda og ísa, miðja vegu milli Þórs og Guðs, milli sagna og vegarins sem bugðast að Geysi og Gullfossi... Dynþungi þeirrar tungu kemur alltaf aftur og lifir eins og þúsund ára söngur hvala, Morgunblaðið/Frímann Ólafsson ÞESSARI bifreið verður sennilega ekki ekið meir eftir útafakstur á Grindavíkurvegi í gærdag. Gjörónýt bifreið og þrír á sjúkrahús Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, í opinberri heimsókn í Tékklandi Rætt um afstöðu þjóðanna til ESB Prag. Morgunblaðið. VACLAV Havel forseti Tékklands tók á móti forseta íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, ásamt fylgdarliði, í Prag-kastala við upphaf þriggja daga opinberrar heimsóknar forsetans til Tékklands í gær. Á blaðamannafundi með forset- unum sagði Vaclav Havel að með heimsókninni gæfíst tækifæri til þess að skiptast á skoðunum um þau málefni sem efst væru á baugi og afstöðu þjóðanna tveggja, meðal annars til Evrópusambandsins, sem báðar þjóðimar stæðu utan við. Forseti Islands lýsti ánægju sinni með heimsóknina og minnti á að löngum hefði verið menningarsam- band milli þjóðanna og að samband þeirra í millum hefði ávallt verið gott. Havel forseti Tékklands sagðist minnast með ánægju heimsóknar til íslands en sú heimsókn var með- al þeirra fyrstu sem hann fór í sem forseti. í fylgdarliði forseta íslands eru Sighvatur Björgvinsson iðnað- ar- og viðskiptaráðherra og Eiður Guðnason sendiherra íslands í Prag, auk embættisriianna. Forseti íslands rifjaði upp að for- seta Tékklands hefði í fyrstu verið boðið til íslands sem leikritaskáldi, til að vera viðstaddur frumsýningu á einu verka sinna, og svo að segja í miðri æfingu hefði hann orðið for-. seti. Tók forsetinn undir orð Havels um ágætt samband milli landanna, viðskipti þeirra á milli væru stöðug. Sýning á verkum Errós I dag munu frú Vigdís Finnboga- dóttir og fylgdarlið meðal annars hitta Vaclav Klaus forsætisráð- herra Tékklands og þingmenn tékkneska þingsins. Síðdegis verð- ur Vigdís viðstödd opnun sýningar á verkum Errós sem haldin er í boði borgaryfirvalda í Prag í lista- safni háskólans. í framhaldi af opnun sýningarinnar efnir forseti íslands til móttöku til heiðurs for- seta Tékklands. Grindavík. Morgunblaðið. ÞRÍR drengir á tvítugsaldri voru fluttir á sjúkrahús eftir að bif- reið sem þeir voru í var ekið utaf á Grindavíkurvegi um miðj- an dag í gær. Bifreiðin er talin gjörónýt. Bifreiðin var á leið til Grinda- vxkur er ökumaður missti stjórn á henni á Gfghæð. Hún fór yfir á gagnstæðan vegarhelming og flaug þar um 120 metra í stór- grýti og niður klettabelti. Far- þegarnir þrír voru allir fluttir á sjúkrahús og var einn þeirra út- skrifaður að lokinni skoðun en tveir lagðir inn til frekari skoð- unar og var ekki vitað um líðan þeirra þegar Morgunblaðið fór í prentun. Bifreiðin er gjörónýt en það má telja farþegunum til happs að hún lenti á fjórum þjólum eftir flugferðina og reyndist erf- ítt að koma henni af slysstað því þjólbarðar hennar keyrðust upp i grindina við höggið þegar hún lenti í storgrýtmu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.