Morgunblaðið - 17.05.1994, Side 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Úthlutað
til félaga
í borginni
STJÓRN Afreks- og styrktar-
sjóðs Reykjavíkur sem skipuð
er fulltrúum frá íþrótta- og
tómstundaráði og íþrótta-
bandalagi Reykjavíkur hefur
ákveðið eftirfarandi úthlutun
úr sjóðnum:
Þeir sem hlutu 300.000 kr.
úthlutun: Blakdeild Víkings
vegna árangurs og starfsemi á
vegum deildarinnar, Knatt-
spymufélagið Þröttur vegna
barna- og unglingastarfs í
knattspyrnudeild og blakdeild
félagsins, Knattspymufélagið
Fram vegna starfs í yngri
flokkum knattspyrnudeildar,
ÍR knattspyrnudeild vegna
barna- og unglingastarfs og
Knattspyrnufélag Reykjavíkur
vegna Islandsmeistara í meist-
araflokki kvenna.
200 þúsund
Þeir sem hlutu 200.000 kr.
úthlutun: Skíðadeild Ármanns,
vegna Hauks Antonssonar,
Golfklúbbur Reykjavíkur vegna
Siguijóns Amarssonar, Skylm-
ingafélag Reykjavíkur vegna
bama- og unglingastarfs og
vegna erlendra samskipta,
Júdódeild Ármanns vegna Hall-
dórs Hafsteinssonar, Karatefé-
lagið Þórshamar vegna Ás-
mundar ísaks Jónssonar,
Skautafélag Reykjavíkur vegna
starfsemi fyrir börn og ungl-
inga, Fimleikadeild Ármanns
vegna árangursríks starfs á
vegum deildarinnar og Skíða-
deild Víkings vegna barna- og
unglingastarfs.
Margeir vann
í Danmörku
MARGEIR Pétursson sigraði á
Alþjóðaskákmóti Unibank sem
lauk 1 Kaupmannahöfn á
sunnudag. Hann hlaut 6 vinn-
inga af 9 mögulegum, vann 3
skákir og gerði 6 jafntefli.
Margeir vann Danana Erling
Mortensen og Henrik Danielsen
í tveimur siðustu skákunum.
Mortensen varð annar með ö'A
vinning og síðan komu ungveij-
amir Sax og Hazai með 5 vinn-
inga hvor. Þresti Þórhallssyni
gekki ekki vel á mótinu og hlaut
2 Vi vinning.
Skoðanakönnun DV
Fylgisaukn-
ing D-listans
SAMKVÆMT niðurstöðum
skoðanakönnunar DV sem
blaðið birti í gær um fylgi fram-
boðslistanna í Reykjavík hefur
D-listi Sjálfstæðisflokksins
aukið fylgi sitt vemlega miðað
við síðustu skoðanakönnun
blaðsins, og fengi R-listinn 8
borgarfulltrúa en D-listinn 7
fulltrúa ef kosið væri nú.
Niðurstöður skoðanakönn-
unarinnar urðu þær að D-list-
inn naut stuðning 33,7% að-
s_purðra og R-listinn 37,8%.
Oákveðnir voru 20,2% og 8,3%
neituðu að svara, en það er
mun hærra hlutfall en í undan-
gengnum könnunum DV. Sé
einungis tekið mið af þeim sem
afstöðu tóku í könnun DV sögð-
ust 47,1% styðja D-listann og
52,9% R-listann, og er munur-
inn á fylgi listanna nú 5,8 pró-
sentustig. Miðað við könnun
DV í lok apríl eykst fylgið við
D-listann um 5,9 prósentustig
á kostnað R-lista, en mest
reyndist bilið milli framboðsþá
var það 26,6%.
FRÉTTIR
Omega-3 fitusýrur finn-
ast í íslensku lambakjöti
Stefán B. Sigurðsson
prófessor við lækna-
deild Háskólans.
KINDAKJÖT reyndist hafa óvenju-
mikið af fitusýrum, sem áður var
talið að eingöngu fengjust úr fiski.
Lægri dánartíðni Hér-
aðsbúa heldur en
frænda þeirra í Kanada
er rakin til þess að
meira er af góðu kól-
esteróli í blóði Hér-
aðsbúa. Víðtækar rann-
sóknir leiddu óvænt í
ljós að ein helsta fæða
Héraðsbúa, íslenskt
lambakjöt, inniheldur
Omega-3 fitusýrur og
fjallar Benedikt Sig-
urðsson hér um nið-
urstöðurnar.
NIÐURSTÖÐUR viðamikilla rann-
sókna sem staðið hafa frá árinu 1979
á heilsufari íbúa á Fljótsdalshéraði
og Vestur-íslendinga í Kanada, með
tilliti hjarta- og æðasjúkdóma, voru
kynntar á Egilsstöðum nú um helg-
ina. Upphafsmaður rannsóknanna er
Jóhann Axelsson prófessor við Há-
skóla íslands. Upplýsingar er hann
hafði undir höndum bentu til þess
að dánartíðni af völdum hjarta- og
æðasjúkdóma íslendinga í Kanada,
sem voru enn óblandaðir íslendingar,
væri töluvert hærri en á Islandi.
Kólesteról í miklu magni hefur
verið talið mikill skaðvaldur í manns-
líkamanum. Það er hins vegar niður-
staða Jóhanns og samstarfsmanna
hans að miklu skipti hvers eðlis kól-
esterólið er, því af því finnast fleiri
en ein tegund. Samanburðarrann-
sóknir á Vestur-íslendingum í
Kanada og á hópi fólks af Héraði
staðfestir þetta.
Magn kólesteróls í Héraðsbúum
er meira en íslendinganna í Kanada,
en engu að síður er dánartíðni af
völdum hjarta- og æðasjúkdóma,
lægri hér en þar. Munurinn felst í
því að íslendingamir vestanhafs hafa
meira af óæskilegu kólesteróli heldur
en Hérðasbúar.
Einn aðila rannsóknarinnar, Stef-
án B. Sigurðsson prófessor við
læknadeild Háskóla ísland, segir það
einstakt að geta borið saman svo
erfðafræðilega líka hópa. Munurinn
á dánartíðni stafi því af umhverfí
manna og mataræði. Að hans sögn
virðist sem íslenska sauðkindin gæti
átt nokkum hlut að máli.
Gott og slæmt kólesteról
Að sögn Stefáns voru þær niður-
stöður sem fengust við mælingu á
kólesteróli í hrópandi ósamræmi við
eldri niðurstöður. Almennt var talið
að kólesteról væri aðalorsakavaldur
hjarta- og æðasjúkdóma, en tiltölu-
lega stutt er síðan farið var að greina
á milli svo kallaðs góðs kólesteróls
(HDL) og slæms kólesteróls (LDL).
Samkvæmt öllu hefði dánartíðni
af völdum hjarta- og æðasjúkdóma
átt að vera hærri á Héraði en í
Kanada ef eingöngu er miðað við
mælt kólesteról í blóði. Sé hins vegar
tekið mið af hlutfalli góðs kóleste-
róls og slæms, þá kemur í Ijós að
mun meira er af því góða í Hérð-
aðsbúum en frændum þeirra í
Kanada. Stefán segir að niðurstöður
rannsóknanna er lúta að kólesteról-
magni í blóði og lágrar dánartíðni
Héraðsbúa hafi verið dregnar í efa
í fyrstu. Margar rannsóknir séu til
þar sem sýnt er fram á hið gagn-
stæða. Meðal annars sé finnsk rann-
sókn sem leiði í ljós að hátt hlutfall
kólesteróls í Finnum er aðalástæða
hárrar dánartíðni þar í landi af völd-
um hjarta- og æðasjúkdóma, enda
sé hlutur slæms kólesteróls hár þar.
Aðstoð frá sauðkindinni
Við- rannsóknir hefur komið í ljós,
að sögn Stefáns, að hlutur svokall-
aðra Omega-3 fitusýra er um þrisvar
sinnum hærri í blóði Héraðsbúa en
íslendinga í Kanada. Omega-3 er
eingöngu talin finnast í sjávarfangi
og þeir sem borða mikinn fisk hafa
hátt hlutfall af henni í sér. Þessar
fítusýrur eru taldar gæddar þeim
eiginleikum að vinna á móti myndun
hjarta- og æðasjúkdóma.
Hinn hái hlutur Omega-3 í Hér-
aðsbúum kom því á óvart, þar sem
vitað er að þeir borða lítið af fiski.
Skýringanna var því ekki að leita
þar. Lýsisneysla var rannsökuð fyrst
enda eðlilegast að Omega-3 kæmi
þaðan. Niðurstöður sýndu að orsak-
irnar var ekki að finna þar.
Þá kom íslenska sauðkindin til
skoðunar. Rannsóknum á fitusýru-
greiningum stjómar Guðrún Skúla-
dóttir lífefnafræðingur í samvinnu
við Sigrúnu Guðmundsdóttur mat-
vælafræðing. Úr þeim sýnum sem
tekin hafa verið, virðist sem lamba-
kjötið hafi að geyma óvenjumikið
magn þessara góðu og hollu fítu-
sýra, sem áður var talið að eingöngu
fengjust úr físki. Rannsakað var kjöt
af bæ sem var nálægt sjó og enn-
fremur af bæ sem var langt inni í
landi. Enginn marktækur munur var
á milli þeirra sýna.
Fóður bætt með fiskimjöli
Stefán segir að það virðist ótrú-
lega algengt að fóður kinda sé drýgt
með fiskimjöli og þá helst um fengi-
tímann og um sauðburðinn. Bæði sé
kindum gefið fískimjöl og lýsi og auk
þess eru graskögglar drýgðir með
fiskimjöli. Þar sé líklega að leita
skýringanna á þessu háa hlutfalli
Omega-3 fitusýru. Nú liggi hins veg-
ar fyrir að sannreyna þessar niður-
stöður með sýnum frá fleiri bæjum
og frá fleiri svæðum.
Segir Stefán þetta sýna að sauð-
kindin og maðurinn eru það sem þau
éta.
Betri framleiðsla, aukin sala
Stefán telur þessar niðurstöður,
ef þær reynast óyggjandi, geti stuðl-
að að aukinni notkun sjávarfangs við
fóðrun sauðfjár. Slíkt auki á næring-
arlegt gildi kjötsins. Og ef það reyn-
ist eina kjötið í heiminum sem inni-
haldi þessar æskilegu fitusýrur, seg-
ist hann ekki í vafa um að slíkt sé
hægt að nota til auglýsingar.
Andlát
ÁRMANN KRISTINSSON
ÁRMANN Kristinsson,
fyrrverandi sakadóm-
ari, lést á heimili sínu
12. maí síðastliðinn 67
ára_ að aldri.
Ármann var fæddur
í Reykjavík 21. nóvem-
ber 1926. Foreldrar
hans voru Kristinn Ár-
mannsson, rektor
Menntaskólans í
Reykjavík og Þóra
Árnadóttir, húsfreyja.
Ármann lauk stúdents-
prófí frá MR 1946 og
prófí í lögfræði frá
Háskóla íslands 1952.
Hann stundaði nám í
refsirétti og ríkisrétti í
Kaupmannahöfn 1952-
1956. Ármann var
skipaður fulltrúi hjá
sakadómaranum í
Reykjavík 1957 og
skipaður sakadómari
1962. Hann starfaði
sem sakadómari til
1990 þegar honum var
veitt lausn.
Ármann lætur eftir
sig eiginkonu, Paulu
Sejr Sörensen.
PÉTUR EGGERZ
PÉTUR Eggerz, fyrr-
verandi sendiherra,
lést 12. maí, tæplega
81 árs að aldri.
Pétur fæddist þann
30. maí árið 1913 í Vík
í Mýrdal, sonur hjón-
anna Sigurðar Eggerz
ráðherra og Solveigar
Kristjánsdóttur. Hann
lauk stúdentsprófi frá
MR árið 1933 og lög-
fræðiprófí frá Háskóla
íslands árið 1939.
Hann gengdi ýmsum
störfum í utanríkis-
ráðuneytinu og varð
sendiherra í Þýska-
landi með aðsetur í
Bonn frá 1978 ogjafn-
framt sendiherra í
Austurríki og Sviss frá
sama tíma. Honum var
veitt lausn frá störfum
árið 1983.
Pétri Eggerz voru
veittar ýmsar viður-
kenningar fyrir störf
sín. Hann lætur eftir
sig tvö uppkomin börn,
Solveigu og Pál Ólaf.
Morgunbiaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson
Margrét Bára og Hrísla
MARGRÉT Bára Þorkelsdóttir og tíkin Hrísla spókuðu sig um í
góða veðrinu í fjörunni við Arnarstapa. Margrét Bára, sem býr
Bjargi, sagðist oft vaða og leika sér í fjörunni.