Morgunblaðið - 17.05.1994, Side 6

Morgunblaðið - 17.05.1994, Side 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ BORGARSTJÓRNARKOSNINGAR Fulltrúi í byggingarnefnd segir bílastæðagjöld ekki greidd vegna sinnuleysis yfirvalda GUNNAR H. Gunnarsson, fulltrúi minnihlutaflokkanna í byggingar- nefnd Reykjavíkur, lagði tii á fundi nefndarinnar 4 miðvikudag að hús- eigendum fjögurra eigna í Reykjavík verði gefinn frestur til 1. júlí nk. til að taka bílastæði í húsnæði sínu í notkun sem slík og hætta að nota þau sem vörugeymslur. í greinargerð með tillögunni segir Gunnar að hús- eigendur komist undan því að greiða bílastæðagjöld og að fyrirtæki sem gerist brotleg fái forskot í sam- keppni við önnur fyrirtæki í sömu greinum vegna sinnuleysis bygging- aryfirvalda. Málinu var frestað til næsta fundar byggingarnefndar sem verður 26. maí. Tillaga Gunnars nær til eftirtalinna bílastæða: Fjórtán bflastæði á baklóð við Einholt 6 sem nú hefur verið breytt í yfírbyggt lagerpláss, notað af Pólum hf., þrjú bflastæði í kjallara Laugavegs 97 sem nú eru notuð sem lager af verslunum á 1. hæð hússins, sextán bílastæði í kjallara Þverholts 18 sem nú eru notuð sem lager af heildversluninni I. Guðmundssyni hf. og átján bflastæði í kjallara Þverholts 17-19 sem notuð eru sem lager fyrir Smjörlíki hLfijiQna£.vjiLað þfla in verði tekf Atvinnuróffur að mati eins eigenda samþykktum byggingamefndarteikn- ingum fyrir 1. júlí nk. að viðlögum 5.000 kr. dagsektum. f útreikningum í greinargerð Gunnars kemur fram að eigendur áðurnefndra eigna hafi sloppið við að greiða bílastæðagjöld sem myndu í dag nema samtals rúmlega 39 millj- ónum' króna. Treysti borgarbúum Hilmar Guðlaugsson, formaður byggingarnefndar Reykjavíkur, sagðist lítið geta sagt um málið fyrr en hann væri búinn að fá grein- argerð og skýrslu frá byggingarfull- trúa um málið en það yrði á næsta fundi nefndarinnar. arðist treystá kvæmt teikningum. „Ég sem formað- ur hef ekki tök á því og það er held- ur ekki á mínu verksviði að vera úti um allan bæ,“ sagði Hilmar. Hann sagði að húsnæði væri tekið út af byggingarfulltrúa í upphafi. Síðan væru brögð að því að fólk breytti því eftir á og það væri undir hælinn !agt hvort byggingarnefnd frétti af þeim breytingum, hún gæti engan veginn haft yfirlit yfir öll hús í bæn- um. Hilmar sagði að byggingarfulltrúi myndi skoða það húsnæði sem Gunn- ar tiltekur í tillögu sinni og taka síð- an á þeim málum á viðeigandi hátt. Atvinnurógur argerð Gunnars H. Gunnarssonar atvinnuróg. Hann segir að bygging Póla hf. á baklóð hafi verið sam- þykkt á fundi byggingamefndar 8. ágúst 1985. „Eina óleyfilega við bygginguna var að gafl er lokaður. Það var m.a. gert vegna innbrots- mála og til að starfsmenn Seðlabank- ans liðu ekki fyrir sjónmengun á lóð Póla.“ Grímur sagði að embættismanni Reykjavíkurborgar hefði verið til- kynnt munnlega að gaflinn yrði rof- inn strax og beiðni kæmi fram um það. Um bílastæðin sagði Grímur að þau væru næg innandyra hjá fyrirtækinu, bílastæðin væru ein- ungis skipulögð á annan hátt en gert var.ráð fyrir í upphafi. Fyrir- 'téékið værí'Jjví’ekki aÖ undan neinum greiðslum til borgar- sjóðs. Smjörlíki hf. er eigandi Þverholts 17-19. Fyrirtækið er i greiðslustöðv- un og Sól rekstararfélag, sem lána- drottnar fyrirtækisins stofnuðu í júlí í fyrra, leigir allar eignir, þ.á m. fast- eignir, af Smjörlíki um óákveðinn tíma. Engin þörf fyrir bílastæði Árni Gunnarsson er framkvæmda- stjóri Sólar rekstrarfélags. Hann seg- ir að umrætt bílageymsluhús hafi verið byggt árið 1987 um leið og vörugeymsla sem hýsir tölvustýrðan lager. Bilastæðahusið hafi verið byggt eins og reglur segja til um þótt engin þörf hafi verið fyrir það vegna þess að lagernum fylgdu eng- ir viðbótarstarfsmenn. Bílageymslan hafi því verið tekin undir framleiðslu- starfsemi þegar umsvif fyrirtækisins jukust. Árni segir að borgaryfirvöld- um hafi verið þetta Ijóst öll þessi ár. „Við gætum hæglega breytt þessu aftur í bílastæði en þau myndu bara standa tóm því það er engin þörf fyrir þau,“ segir Árni. Hvorki náðist í eigendur bíla- _geymslna; í Þverholti 18 pé^ Ljauga- Íff^im/mnjíil BWon fm h u[a-19rlk Kosningabaráttan harðnar Ekki persónuníð segir Arni - rætnar árásir segir Alfreð SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN bar upp spurninguna „Á bak við hvaða grímu felur Alfreð Þorsteinsson sig?“ í heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu sl. sunnudag. Árni Sigfússon borgarstjóri segir að spurningum um það hvemig hlutverkaskipan yrði hjá R-lista eftir kosningár, ef hann ynni meirihluta, hafi aðeins verið svarað með þögninni hingað til og þess vegna hljóti spurningar sem þessi að vera hluti af kosningabaráttunni. Alfreð Þorsteinsson segir illa komið fyrir Sjálfstæðisflokknum ef Ámi og hans félagar telji vænlegra að standa fyrir persónulegum árásum á andstæðinga sína en að ræða málefnalega um borgarmál. Ámi Sigfús- son borgarstjóri segir að kjós- endur hafi viljað fá skýrar fram hvernig hlut- verkaskipan yrði hjá R-lista eftir kosningar ef hann ynni meiri- hluta. Því sé hins vegar ein- göngu svarað með þögninni. „Átta frambjóð- endur úr fjórum flokkum fela sig á bak við R- listagrímurnar. Mér er sagt að fjölmargir kjós- endur - og ég hef einnig heyrt frá mörgum þeirra, spyiji til dæm- is um hlutverk Alfreðs Þorsteins- sonar. í því felst auðvitað ekkert persónuníð. Það er eingöngu spurt um hans hlutverk því hann er vel falinn í þessari baráttu. Slíkar spurningar hljóta að vera hluti af kosningabaráttunni úr því að eng- in svör hafa fengist. Hins vegar tel ég að baráttan vinnist á mál- efnalegri umfjöllun þó að spurn- ingar sem þessar séu hluti af kosn- Auglýsingin, sem birtist í Morgunbiaðinu í gær. ingabaráttunni,“ sagði Ámi. Rætnar árásir Alfreð Þor- steinsson segir að ef Árni Sig- fússon og hans fólk telji væn- legra að standa fyrir persónu- legum árásum á andstæðinga sína en að ræða málefnalega um borgarmál þá sé illa komið fyrir Sjálfstæðis- flokknum. „Ég tel Reykvíkinga vita fyrir hvað ég stend enda hefur málflutn- ingur minn í borgarmálum ávallt verið fyrir opnum tjöldum," segir Alfreð. Þá segist hann sannfærður um að framsóknarmenn og aðrir sem ósáttir séu við auglýsinga- stefnu sjálfstæðismanna muni fylkja sér um R-listann „eftir þessar rætnu árásir sem ég og Sigrún Magnúsdóttir höfum orðið fyrir frá Sjálfstæðisflokknum í auglýsingum í Morgunblaðinu," segir Alfreð. Gatnamót skoðuð Morgunblaðið/Kristinn ÁRNI Sigfússon, borgarstjóri, og Stefán Her- mannsson, borgarverkfræðingur, skoðuðu í gær gatnamótin á mótum Vesturlandsvegar og Höfða- bakka. í vegaáætlun er gert ráð fyrir mislægum gatnamótum þar og segir Stefán að einnig verði gerð ný brú yfir Sæbraut og munu vegaslaufur þar breytast. Þá verði Vesturlandsvegur breikkað- ur að gatnamótunum við Sæbraut. Hann segir fé til framkvæmdanna ekki á fjárlögum þessa árs, en þó verði jafnvel hægt að hefjast handa í haust. Morgunblaðið/Knstinn Arkitektar kynna mál sín STJÓRN Arkitektafélags íslands kynnti Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, borgarstjóraefni R-Iistans, í gær þau mál sem eru efst á baugi innan félagsins. Stjórn félagsins mun einnig eiga fund með Arna Sigfússyni, borgarstjóra, á næstunni og kynna honum málin. Ormar Þór Guðmundsson, formaður Arkitektafélagsins, segir að félagið vilji semja við borgina um hvernig staðið vérði að vali á arkitekt- um, einnig vilji þeir sjá fleiri arkitekta í vinnu hjá borginni. Þá kynnti stjórnin Islenska arkitektaskól- ann og óskaði eftir stuðningi við hann og ræddi um stofnun Byggingalistasafns. Á myndinni eru frá vinstri Helga Benediktsdóttir, ritari Arkitekta- félagsins, Ormar Þór, Sigurður Halldórsson, gjald- keri, og fremst er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóraefni R-listans. Göng undir Bústaðaveg ÁRNI Sigfússon, borgarstjóri, segir að fái Sjálfstæðisflokkurinn umboð til að stjórna borginni áfram muni hann beita sér fyrir því að byggð verði undirgöng undir Bústaðaveg við Sléttuveg. Með undirgöngunum er ekki síst stefnt að því að bæta mögu- leika aldraðra til að ferðast um hverfið, en mjög margir aldraðir búa í nágrenninu.' Talað hefur verið um að göng- in komi til með að kosta 60-80 milljónir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.