Morgunblaðið - 17.05.1994, Síða 7

Morgunblaðið - 17.05.1994, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 1994 7 VÉLSLEÐAR Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Sigurvegari NORÐANMAÐURINN Finnur Aðalbjörnsson vann þrjú gull og eitt silfur á ísafirði á Polaris sleðanum, sem hér þeysir í braut- arkeppninni. Norðanmenn sýna meistara- takta á Isafirði FJÓRIR vélsleðakappar tryggðu sér íslandsmeistaratitla í vélsleða- akstri á ísafirði um helgina. Þá fór fram lokakeppni til meistara á vegum akstursíþróttafélagsins Snæfara og Davidoff Coolwater, sem styrkti keppnina. Keppt var í fjorum flokkum. í snjókrossi vann Akureyringur- inn Gunnar Hákonarson á Yamaha titilinn, hlaut 40 stig. Sama stiga- fjölda hlaut Finnur Aðalbjörnsson á Polaris, en Gunnar hlaut titilinn, þar sem fleiri keppendur voru í hans flokki, en keppt er á vélsleð- um með mismunandi útbúnað. Báðir unnu sinn flokk í móti helg- arinnar. Bróðir Finns, Tryggvi Aðalbjörnsson varð þriðji tii meist- ara á Arctic Cat. í spyrnu varð Reykvíkingurinn Sigurður Gylfason á Ski-Doo meistari eftir sigur í sínum flokki. Guðjón Örn Stefánsson á Polaris varð annar og Skarphéðinn Birkis- son þriðji. Sigurður átti einnig góða möguleika á að tryggja Ski- Doo sveitinni meistaratitil í fjallar- allinu, en sveitinni fataðist flugið á lokasprettinum, eftir sigur í tveimur mótum. Polaris vann fjallarallið Polaris sveitin vann sigur í fjall- arallinu, Finnur Aðalbjörnsson og Jóhann Eysteinsson á Polaris náðu bestu aksturstímunum í 38 km langri brautinni. Tryggði það ís- landsmeistaratitilinn, naumlega þó. Polaris sveitin hlaut 59,5 stig, en Ski-Doo 57 og B sveit Polaris 47. Brautarkeppnin var spennandi og áttu margir möguleika á titli og óku hver í sínum flokki. Jó- hannes Reykjalín á Arctic Cat og Þórir Gunnarsson á Polaris áttu mesta möguleika fyrir mótið. Jó- hannes tapaði hinsvegar í úrslitun- um í samhliðabrautinni, en Þórir vann glæsilegan sigur á Gunnari Hákonarsyni. Auk þess fékk hann aukastig fyrir besþa tíma í tíma- töku. Þetta nægði honum til að vinna titilinn, Þórir hlaut 1.860 stig, Jóhannes 1.660 og Jóhannes Eysteinsson 1.580 stig. Líkainlegur styrkur réð úrslitum „Ég lá yfir hverri einustu skrúfu í allan vetur, gætti þess að hafa sleðann í góðu lagi. Þá lagði ég áherslu á að rækta líkamann, til Meistari andarléttar Akureyringurinn Þórir Gunn- arsson innsiglaði meistaratit- ilinn í brautarkeppni og vann auk þess í snjókrossi og spyrnu í sínum flokki. að hafa styrkinn í lagi. Það skipt- ir máli í þessari íþrótt, það reynir mikið á líkamlegt úthald og styrk. Það lagði grunninn að titilinum," sagði Þórir Gunnarsson í samtali við Morgunblaðið. Auk þess að vinna titilinn í brautarkeppni vann hann gull í spyrnu og snjókrossi. Hann hefur keppt í sex ár, en undirbjó sig sérstaklega vel fyrir þetta tímabil. „Ég held að keppendur séu að átta sig betur á því að líkamlegt atgeiTÍ skiptir verulegu máli, ekki síst í snjókrossinu. Þar er hama- gangurinn svo mikill að menn eru gjörsamlega búnir eftir hverja þriggja umferðanna, sem eknar eru. Það þarf að breyta fyrirkomu- lagi á íslandsmótinu. Það er of mikið að keppa í fjórum aksturs- greinum um sömu helgi. Hver grein krefst mismunandi uppsetn- ingar á keppnissleðanum og það er ekki nægur tími á milli. Það er kominn svo mikil harka í keppn- ina að sleðarnir verða að vera pottþéttir fyrir liverja grein. Þetta var öðruvísi fyrir nokkrum árum, þá mættu menn og rúlluðu með í öllum greinum á óbreyttum sleð- um. Nú er alvaran meiri,“ sagði Þórir. t i I b o ð bókabúðu BOKM „VORT LAND ERI DÖGUN AF ANNARRIÖLD" fæst í r»æstu bókabúö Hann var ein mesta þjóðsaga aldarignar. Líf hans og skáldskapur, umsvif og ævintýri hafa sveipast gullnum Ijóma í áranna rás. Hann hafði meira um- leikis en aðrir, dreymdi stærri drauma fyrir ísland en aðrir - orti mikilfenglegri kvæði en aðrir. Hann var síðasta þjóðskáldið, síðasta skáldið sem öll þjóðin dáði fyrir visku og dýpt, mælsku og andagift. í þessari kvæðabók hefur verið safnað saman öllum Ijóðabókum Einars Benediktssonar. Ljóðunum fylgja skýringar sem dr. Pétur Sigurðsson fyrrum há- skólaritari gerði, en framan við er prentuð ritgerð um skáldið og ævi hans eftir Sigurð Nordal. F O R L /V G 1 Ð M Á L O G IVI E N IM 1 N o m

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.