Morgunblaðið - 17.05.1994, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 17.05.1994, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 1994 7 VÉLSLEÐAR Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Sigurvegari NORÐANMAÐURINN Finnur Aðalbjörnsson vann þrjú gull og eitt silfur á ísafirði á Polaris sleðanum, sem hér þeysir í braut- arkeppninni. Norðanmenn sýna meistara- takta á Isafirði FJÓRIR vélsleðakappar tryggðu sér íslandsmeistaratitla í vélsleða- akstri á ísafirði um helgina. Þá fór fram lokakeppni til meistara á vegum akstursíþróttafélagsins Snæfara og Davidoff Coolwater, sem styrkti keppnina. Keppt var í fjorum flokkum. í snjókrossi vann Akureyringur- inn Gunnar Hákonarson á Yamaha titilinn, hlaut 40 stig. Sama stiga- fjölda hlaut Finnur Aðalbjörnsson á Polaris, en Gunnar hlaut titilinn, þar sem fleiri keppendur voru í hans flokki, en keppt er á vélsleð- um með mismunandi útbúnað. Báðir unnu sinn flokk í móti helg- arinnar. Bróðir Finns, Tryggvi Aðalbjörnsson varð þriðji tii meist- ara á Arctic Cat. í spyrnu varð Reykvíkingurinn Sigurður Gylfason á Ski-Doo meistari eftir sigur í sínum flokki. Guðjón Örn Stefánsson á Polaris varð annar og Skarphéðinn Birkis- son þriðji. Sigurður átti einnig góða möguleika á að tryggja Ski- Doo sveitinni meistaratitil í fjallar- allinu, en sveitinni fataðist flugið á lokasprettinum, eftir sigur í tveimur mótum. Polaris vann fjallarallið Polaris sveitin vann sigur í fjall- arallinu, Finnur Aðalbjörnsson og Jóhann Eysteinsson á Polaris náðu bestu aksturstímunum í 38 km langri brautinni. Tryggði það ís- landsmeistaratitilinn, naumlega þó. Polaris sveitin hlaut 59,5 stig, en Ski-Doo 57 og B sveit Polaris 47. Brautarkeppnin var spennandi og áttu margir möguleika á titli og óku hver í sínum flokki. Jó- hannes Reykjalín á Arctic Cat og Þórir Gunnarsson á Polaris áttu mesta möguleika fyrir mótið. Jó- hannes tapaði hinsvegar í úrslitun- um í samhliðabrautinni, en Þórir vann glæsilegan sigur á Gunnari Hákonarsyni. Auk þess fékk hann aukastig fyrir besþa tíma í tíma- töku. Þetta nægði honum til að vinna titilinn, Þórir hlaut 1.860 stig, Jóhannes 1.660 og Jóhannes Eysteinsson 1.580 stig. Líkainlegur styrkur réð úrslitum „Ég lá yfir hverri einustu skrúfu í allan vetur, gætti þess að hafa sleðann í góðu lagi. Þá lagði ég áherslu á að rækta líkamann, til Meistari andarléttar Akureyringurinn Þórir Gunn- arsson innsiglaði meistaratit- ilinn í brautarkeppni og vann auk þess í snjókrossi og spyrnu í sínum flokki. að hafa styrkinn í lagi. Það skipt- ir máli í þessari íþrótt, það reynir mikið á líkamlegt úthald og styrk. Það lagði grunninn að titilinum," sagði Þórir Gunnarsson í samtali við Morgunblaðið. Auk þess að vinna titilinn í brautarkeppni vann hann gull í spyrnu og snjókrossi. Hann hefur keppt í sex ár, en undirbjó sig sérstaklega vel fyrir þetta tímabil. „Ég held að keppendur séu að átta sig betur á því að líkamlegt atgeiTÍ skiptir verulegu máli, ekki síst í snjókrossinu. Þar er hama- gangurinn svo mikill að menn eru gjörsamlega búnir eftir hverja þriggja umferðanna, sem eknar eru. Það þarf að breyta fyrirkomu- lagi á íslandsmótinu. Það er of mikið að keppa í fjórum aksturs- greinum um sömu helgi. Hver grein krefst mismunandi uppsetn- ingar á keppnissleðanum og það er ekki nægur tími á milli. Það er kominn svo mikil harka í keppn- ina að sleðarnir verða að vera pottþéttir fyrir liverja grein. Þetta var öðruvísi fyrir nokkrum árum, þá mættu menn og rúlluðu með í öllum greinum á óbreyttum sleð- um. Nú er alvaran meiri,“ sagði Þórir. t i I b o ð bókabúðu BOKM „VORT LAND ERI DÖGUN AF ANNARRIÖLD" fæst í r»æstu bókabúö Hann var ein mesta þjóðsaga aldarignar. Líf hans og skáldskapur, umsvif og ævintýri hafa sveipast gullnum Ijóma í áranna rás. Hann hafði meira um- leikis en aðrir, dreymdi stærri drauma fyrir ísland en aðrir - orti mikilfenglegri kvæði en aðrir. Hann var síðasta þjóðskáldið, síðasta skáldið sem öll þjóðin dáði fyrir visku og dýpt, mælsku og andagift. í þessari kvæðabók hefur verið safnað saman öllum Ijóðabókum Einars Benediktssonar. Ljóðunum fylgja skýringar sem dr. Pétur Sigurðsson fyrrum há- skólaritari gerði, en framan við er prentuð ritgerð um skáldið og ævi hans eftir Sigurð Nordal. F O R L /V G 1 Ð M Á L O G IVI E N IM 1 N o m
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.