Morgunblaðið - 17.05.1994, Page 15

Morgunblaðið - 17.05.1994, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 1994 15 Verðbólga í Rússlandi þykir heldur á niðurleið og því hefur rússneski seðlabankinn lækkað vexti í 200%. Vextirnir lækkaðir í 200% Moskvu. Reuter. RÚSSNESKI seðlabankinn hefur lækkað endurfjármögn- unarvexti úr 205% í 200% og er um að ræða aðra vaxtalækk- unina á tveimur vikum. Er ástæðan sú, að verðbólga í Rússlandi er heldur á niðurleið. Verðbólgan hefur lækkað verulega það sem af er árinu og raunvextir eru nú orðnir jákvæðir. Samkvæmt vaxtaút- reikningum Rússa svara 200% endurfjármögnunarvextir til 16,7% mánaðarvaxta og eru þeir því töluvert umfram mán- aðarverðbólgu eins og hún var í apríl eða '9,7%. í grein, sem Víktor Tsjernomyrdín forsætis- ráðherra skrifar og birt var í einu Moskvublaðanna í gær, segir hann, að fylgt verði að- haldssamri stefnu í peninga- málum og í grein eftir hann í The Financial Times spáir hann því, að mánaðarverðbólgan verði komin 7-8% fyrir árslok. Kaupæði hjá Tékkum Prag. Reuter. MIKIL eftirspurn olli því, að hætt var við sölu á 114 fyrir- tækjum í Tékklandi en þau átti að selja ásamt öðrum í annarri einkavæðingarhrinu stjórn- valda. Var eftirspurnin allt að 48-föld hvað sum þeirra varð- aði. Mest var eftirspurnin eftir hlutabréfum í stærstu brugg- húsunum í Tékklandi, Pivovar Radegast, en sá háttur er hafð- ur á, að fari eftirspurnin fram úr framboðinu er efnt til ann- arrar útboðsumferðar og þann- ig koll af kolli þar til eftirspurn og framboð standast nokkurn veginn á. Er það gert til að tryggja eðlilegt verð fyrir hlutabréfín. I fyrsta einka- væðingarútboðinu í Tékklandi voru seld nærri 1.500 fyrirtæki en þau 200, sem ekki seldust þá, eru nú meðal þeirra 860, sem eru til sölu. VIÐSKIPTI Vextir af innlánum frá öðrum degi en af útlánum frá fyrsta degi Danir deila um vaxtaútreikning SÍÐAR í þessum mánuði hefjast í Danmörku málaferli, sem að minnsta kosti bankarnir þar í landi munu fylgjast vel með. Eigast þar við umboðsmaður danskra neytenda og einn bankanna, Bikuben, og málið snýst um það hvorum megin hryggjar 20 milljarðar ísl. kr. skuli liggja, hjá bönkunum eða hjá við- skiptavinum þeirra. Það er umboðsmaðurinn, sem höfðar málið, og tilefnið er það, að bankarnir reikna fyrst vexti af inn- lánum frá öðrum degi eftir að pen- ingarnir eru lagðir inn. Séu þeir lagðir inn á föstudegi, eru vextir reiknaðir frá mánudegi. Sá, sem tekur lán í bankanum, verður hins vegar að greiða af því vexti frá fyrsta degi. Þar við bætist, að ieggi maður ákveðna upphæð inn á reikn- ing að morgni dags og taki hana út síðar sama dag á hann á hættu að þurfa að borga vexti. Er skýring- in á því sú, að hvað vaxtaútreikning varðar fer reikningurinn í mínus þegar upphæðin er tekin út. Samtök danskra lánastofnana vilja viðhalda þessu kerfi og benda á, að þær geti ekki greitt vexti af peningainneign viðskiptavinanna fyrr en hún hafi verið lögð inn í seðlabankanum. Það á þó aðeins við þegar um er að ræða reiðufé en talsmenn neytenda segja, að langflestar innborganir á reikninga séu millifærslur á milli reikninga. Talsmenn lánastofnana segja, að tapi þær þessu máli muni þær verða að ná þessum 20 milljörðum króna með öðrum hætti, til dæmis með því að hækka þjónustugjöldin. I M P E X Sterkt • auðvelt • fljótlegt Hillukerfi sem allir geta sett saman am 0DEXIQN SINDRI -sterkur í verki BORGARTÚNI31 ■ SÍMI 62 72 22 Islandsbanki býður ókeypis myndatöku vegna Debetkorta! íslandsbanki býbur viöskiptavinum sínum ókeypis myndatöku vegna Debetkorta. Ókeypis myndataka fer fram í eftirtöldum útibúum íslandsbanka á höfubborgarsvœöinu: Debetkortiö erísenn staögreiöslukort, hraöbankakort, persónuskilríki og tékkaábyrgö- arkort. Þá er einnig ódýrara aö nota Debetkort en aö greiöa meö tékka. Notaöu tœkifœriö og sœktu um Debetkort núna á meöan þér býöst ókeypis myndataka og kortagjald. Þetta tilboö stendur aöeins í takmarkaöan tíma. Lœkjargötu 12.............. kl. 09:1 S - 16:00 Bankastrœti 5.............. kl. 11:00 - 16:00 Háaleitisbraut 58.......... kl. 13:00 - 16:00 Suðurlandsbraut 30......... kl. 13:00- 16:00 Stórhöfða 17................ ki 11:00- 16:00 Kringlunni 7............... kl. 11:00 - 16:00 Þarabakka 3................ kl. 09:15 - 16:00 Dalbraut 3................. kl. 13:00 - 16:00 Strandgötu 1............... kl. 13:00- 16:00 Einnig er boöiö upp á ókeypis myndatöku í útibúum utan höfuöborgarsvœöisins. ÍSLANDSBANKI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.