Morgunblaðið - 17.05.1994, Side 16

Morgunblaðið - 17.05.1994, Side 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 1994 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Reuter Rushdie heiðraður SALMAN Rushdie brosti breitt eftir að hann hafði veitt viðtöku verðlaunum í Vín í gær. Var öryggis- gæslan afar ströng við athöfnina þar sem ír- anska klerkastjórnin dæmdi Rushdie til dauða fyrir skrif hans árið 1989. Malaví Fyrstu lýð- ræðislegn þingkosn- ingarnar Zomba, Blantyre. Reuter. The Daily Telegraph. ÞING Malaví samþykkti í gær bráða- birgðastjörnarskrá, en í dag ganga landsmenn fyrsta sinni til lýðræðis- legra kosninga, sem gætu bundið endi á völd forsetans, Kamuzu Banda. Nokkru fyrir kosningarnar höfðu kjörstjórninni borist kvartanir um hótanir og misbeitingu af hálfu allra flokka, ekki síst flokks Banda, Þingflokks Malaví (MCP). Um 3,7 milljónir af 9,7 milljónum Malavíbúa hafa kosningarétt. Kosið verður um 177 þingsæti og er búist við því að úrslit liggi fyrir á fimmtudag. Nýja stjórnarskráin, sem tók gildi á miðnætti, hefur mætt harðri and- stöðu ýmissa þingmanna MCP, sem hafa sagt hana illa unna og minna •helst á stefnu- skrá stjómmála- flokks. Hún tak- markar alræðis- vald það sem Banda hefur haft undanfarin þijátíu ár og verður endurskoðuð á næstu tólf mánuðum. Stjórnarskráin er niðurstaða starfshóps allra flokka, sem hóf störf fyrr á þessu ári í kjölfar þess að Banda leyfði starfsemi stjórnarand- stöðuflokka, vegna þrýstings vest- rænna þjóða en um 90% af tekjum Malaví byggðust á fjárframlögum þeirra. Stjórnmálaskýrendur telja að Banda kunni að tapa fyrir Samein- uðu lýðræðisfylkingunni, flokki lýð- ræðissinna og stjórnmálamanna sem hafa yfirgefið flokk Banda, en Bak- ili Muluzi, fyrrum framkvæmdastjóri MCP, fer fyrir þeim. Þá kunna Lýð- ræðisflokkur Malaví, sem stjóm- málafræðingurinn Kamlepo Kalua stýrir, og Lýðræðisbandalagið, undir forystu verkalýðsforingjans Chakufwa Chihana, að blanda sér í baráttuna. Talið er að Banda sé á tíræðis- aldri. Hann gekkst undir heilaupp- skurð í Suður-Afríku í október sl. og hefur ekki náð sér sem skyldi, t.d. hefur hann ekki sést í kosninga- baráttunni. Þá var haft eftir eftirlits- mönnum með kosningunum að fund- ur, sem þeir áttu með Banda, hefði verið einkennilegur. Forsetinn hefði virst mjög ringlaður og aðeins verið fær um að bjóða þá velkomna. Kakili Mulzu Glæpasamtök í Rússlandi með ríkisvalið í gíslingu Glæpalýður ásælist 15.000 kjamaodda New York. Reuter. GLÆPASAMTÖK í Rússlandi hafa með skipulögðum hætti reynt að komast yfir 15.000 kjarnaodda í því skyni að „taka sjálft ríkið í gísl- ingu“ ef svo má segja. Var skýrt frá þessu í bandaríska tímaritinu The Atlantic Monthly sl. sunnudag en nánar verður frá þessu máli sagt í júníheftinu. „Villta austrið" heitir skýrsla, sem Seymour Hersh, sem hefur meðal annars unnið til Pulitzer- verðlaunanna, hefur tekið saman en þar segir hann, að skipulögð glæpastarfsemi í Rússlandi sé farin að valda æ meiri áhyggjum þar í landi og erlendis. Segir hann til dæmis, að rússneska öryggismála- ráðuneytið hafi lagt hald á 60 kíló af mjög auðguðu úrani í borginni ízhevsk í apríl sl. en það er „nóg í þijár Hiroshima-sprengjur". „Þá veldur það ekki minni áhyggjum, að samkvæmt leyniþjón- ustuheimildum, sem ekki hafa enn verið staðfestar, var plútóni, tilbúnu til að nota í sprengjur, smyglað frá geymslu í Rússlandi til Norður- Kóreu,“ segir í skýrslunni og tíma- ritið segir, að Bandaríkjastjórn hafi af þessu miklar og eðlilegar áhyggj- ur. Segir það einnig, að bandarískir embættismenn hafi ráðið ritstjórum tímaritsins frá því að birta þessar upplýsingar. í niðurlagi skýrslunnar segir, að „glæpasamtök í Rússlandi eru á góðri leið með að taka ríkið í gísl- ingu og hóta að svipta það yfirráð- um yfir kjarnaoddunum, 15.000 að tölu“. Segir einnig, að rússneska stjórnin sé ófær um að gera grein fyrir öllum sprengjunum og öllu úrani og plútóni í hennar eigu og sé það sönnun þess, að glæpasam- tökin hafi haft aðgang að birgðun- um. BANDARÍSKI blúskóngurinn B.B. KING var meðal þeirra sem fram komu við opnun fyrsta Hard Rock Café-staðarins í Pek- Blúskóngurinn B.B. King í Kína Reuter ing, höfuðborg Kína, á sunnu- dag. Féll leikur B.B. King í mjög góðan jarðveg hjá kín- versku áhorfendunum. Fundur hjá ESB um friðaráætlun í Bosníu FRANSKUR friðargæsluliði fylgist með svæðinu sem aðskilur hverfi Bosníu-Serba frá öðrum í Sarajevo. Gætir hann borgar- starfsmanna sem gera við braut sporvagna. Genf, Brusscl, Sariy'evo. Rcuter. BARDAGAR héldu áfram við Tuzla í gær og talsmenn Sameinuðu þjóð- anna (SÞ) sögðu að múslimar væru að draga saman lið í Mið-Bosníu, á sama tíma og enn ein tilraunin var gerð til að stilla til friðar í landinu. Hittust utanríkisráðherrar Evrópu- sambandsins (ESB) í Brussel í gær til að ræða nýjustu friðaráætlun utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Rússlands og ESB frá því á föstu- dag. Þá benti allt til þess að Al- þjóðaráðstefnunni um málefni fyrr- verandi Júgóslavíu yrði haldið áfram næstu sex mánuði. Harðir bardagar Að undanfömu hafa margir hátt- settir embættismenn, sem sækja ráðstefnuna, kvartað yfir því að hún sé ekki höfð með í ráðum varðandi friðarumleitanir í Bosníu. Dregið hefur úr umfangi ráðstefnunnar og fram hafa komið efasemdir um framtíð hennar eftir að fulltrúum hennar mistókst að koma á friði í janúar sl. Á sunnudag skutu múslimskir hermenn á sænska friðargæsluliða nærri átakalínu við Igman-fjall, en þaðan sést yfir Sarajevo. Hyggjast SÞ auka gæslu á þeim slóðum til að koma í veg fyrir átök. Útvarps- stöð Bosníu-Serba sagði að músl- imar hefðu ítrekað gert árásir við Olovo-Kladanj víglínuna, við Tuzla, Doboj og Teslic. Þá sagði króatíska útvarpið að bardagar Serba og múslima hefðu færst mjög í aukana við Tuzla. $ STUTT Vopnahlé í Nagomo- Karabakh ARMENAR og Azerar undirrit- uðu í gær samning um vopna- hlé í héraðinu Nagorno-Kara- bakh. Vopnahléð tók gildi í gærkvöldi og brottflutningur herjanna frá hlutlausu svæði sem myndað verður hefst 25. þessa mánaðar. Armenskar hersveitir fara þá af stærstum hluta þeirra svæða sem þær náðu á sitt vald í nokkrum stór- sóknum í fyrra. Fósturlátspilla til Bandaríkj- anna UMDEILD frönsk fósturláts- pilla verður prófuð á konum í Bandaríkjunum samkvæmt samningi sem framleiðendur hennar í Frakklandi hafa gert við bandarísk samtök, sem eru ekki rekin í hagnaðarskyni. í samningnum felst að franska fýrirtækið veitir samtökunum einkaleyfisréttinn i Bandaríkj- unum. Fyrirtækið hafði neitað að setja pilluna á markað þar af ótta við mótmæli andstæð- inga fóstureyðinga. Zhírínovskíj til Slóvakíu RÚSSNESKI þjóðernissinninn Vladímír Zhírínvoskíj fer í tveggja daga heimsókn til Slóvakíu á laugardag á eigin vegum. „Eg tel að ekki komi upp nein ' vanda- mál nema Zhírínovskíj valdi hneyksli,“ sagði embætt- ismaður í rússneska sendiráð- inu í Bratislava þegar hann var spurður hvort Zhírínovskíj fengi að koma til landsins. 1.600 tonnaf sprengiefni springa UM 1.600 tonn af sprengiefni sprungu í eldsvoða í stórri vopnageymslu í austurhluta Rússlands á sunnudag. Nokkr- ar sprengjur og flugskeyti féllu á bæinn Bolshoj Kamen, nokkr- um kílómetrum frá geymslunni. Um 3.000 íbúar voru fluttir frá bænum Novonezhino vegna sprengingarinnar, en hennar varð m.a. vart í hafnarborginni Vladívostok, í 100 km fjarlægð. Karl prins í Pétursborg KARL Bretaprins kom í gær til Pétursborgar í ljögurra daga heimsókn. Þetta er í fyrsta sinn sem einhver úr bresku konungsfjöl- skyldunni fer til borgarinn- ar frá því bolsévikkar myrtu Nikulás II og fjölskylda hans, sem var skyld bresku konungsfjölskyldunni, eftir byltinguna 1917. Karl prins

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.