Morgunblaðið - 17.05.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.05.1994, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Rauðir líkamningar EITT verka Dönu Roes. Lýsing Hamsuns MYNPLIST Straumur MÁLVERK Dana Roes Til 22. maí. Opið 14-18. Aðgangur ókeypis. ÞAð var mikið að gerast í Hafnar- firði laugardaginn 7. maí, því þá opnuðu nokkrar athyglisverðar sýn- ingar dyr sínar, auk þess sem staðar- haldarinn að Straumi, Sverrir Ólafs- son, bauð til uppákomu í tilefni opn- un nýrra gestavinnustofa í Listamið- stöðinni. Sjálfur var hann þó fjarri, því hann hafði verið kallaður á listahátíð á Spáni, en það sýnir kannski hversu innvígðir menn eru þar í heimsmenn- ingunni nú um stundir! Ekki verður annað sagt en að fólk hafi verið með á nótunum, og kunn- að að meta gjörninga Gaflara á menningarsviðinu daginn þann, því að allsstaðar var fullt út úr dyrum. í vistlegum nýjum vinnustofum opnaði sýning á verkum eldri nema við Myndlistarskóla Hafnarfjarðar, en í gömlu vinnustofunni, sem þó er ekki par gömul, kynnir bandaríska listakonan og Fulbright styrkþeginn Dana Roes nokkur málverk sín, sem hún hefur unnið á staðnum Eitt af því sem einkennir myndlist samtímans er rannsókn yfirborðsins, að skifta því niður í einingar og brjóta upp sjálf grunnmál þess. Það má einnig nefna ferlið, að búa til ný grunnmál, stokka myndflötinn 'upp og leika sér með tvívíða ytri byrði hans á ýmsa vegu. Ekki endilega hvað efnislega dýpt áhrærir, heldur er í þessu tilviki sjálf grindin tekin til meðferðar. Oftar en ekki nota gerendur einungis einn grunnlit við þessa iðju til að undirstrika hinn formræna áhersluþátt. Á stundum er þetta líkast því að hafa sjálfa bakhlið málverksins fyrir framan sig, eða ýmsa þætti hennar, og það eru gömul sem ný sannindi, að hún getur á stundum búið yfir býsna sérstæðri fegurð. Og að sjálfsögðu er bakhliðin náskyld forhliðinni, sem ailir eru ekki jafn meðvitaðir um. Dana Roes notar hárauðan grunn- lit, sem hún skarar stundum með svörtum og grátóna formum, bæði formlegum sem óformlegum. Mýkir harða burðargrind með bogaformi er gengur svo til í gegnum allan flöt- inn, og bogaformið getur verið hrein og skipulögð lína sem og óformleg loftræn fyrirferð. Verknaðinn nefnir hún á móðurmáli sínu „The Red body“, sem vísar til þess að innri byrði líkama mannsins er rautt. Gjömingurinn er kannski ekki svo áhrifamikill í vinnustofurýminu, vegna þess að maður hefur séð svo margar hliðstæður, en vafalítið munu sumar myndanna njóta sín betur, er þær hafa hleypt heimdraganum og fá einsog sjálfsvitund meðal annarra og ólíkra myndverka. Frammi liggur mjög smekklegt og handhægt kynningarrit, og ritar Kerry Moore stuttan en greinargóð- an formála, en hann er því miður á ensku, sem markast af því að vera fyrst og fremst ætlaður til kynningar á öðrum breiddargráðum. Hönnun og prentun annaðist Prentbær, og er litgreining og allur frágangur með því besta sem hér hefur sést. Bragi Ásgeirsson. MYNPLIST Norræna húsiö MYNDLÝSINGAR Hákon Bleken Til 22. maí. Anddyri, opið alla daga 10-19. Aðgangur ókeypis. NORÐMENN kunna að nýta sína listamenn og gera það betur og gaumgæfilegar en aðrar Norður- landaþjóðir, viðurkenna enda nauð- syn listamanna í nú- tímaþjóðfélagi og haga sér eftir því. Meðal þess sem þeir gera, er að veita þeim viðamikil verkefni við lýsingu ritverka bestu skálda og rithöfunda þjóðarinnar og spara þar litlu til, og minnist ég hátíðarútgáfu ýmissa öndvegisrit- höfunda þeirra t.d. Kristínar Lafransdótt- ur eftir Sigrid Undset, sem Hákon Stenstad- svold lýsti um árið. Það er eitt að lesa bækur, en svo er hitt, að einnig er hægt að lesa í umhverfi sitt og samt- íð og hér koma sjónmenntir til sög- unnar. Með því að lýsa bækur er mögulegt að veita þeim sjónræna dýpt og þar með víkka skynsvið le- sandans. Þetta vissu menn til forna, og þannig voru tekstar handrita iðulega ríkulega myndskreyttir, en við upp- götvun Gutenbergs, og seinna sívax- andi útbreiðslu prenttækninnar urðu mikil hvörf. Má helst líkja þessu við lestrarnám, því að samfara því að bamið Iærir að Iesa og ný veröld opnast því, tapast upprunaleg og skynræn tilfmning þess fyrir línum, litum og formum. Þetta segja rannsóknir okkur, og þær segja okkur einnig að ljósmynd- in getur ekki komið í stað skynrænn- ar lýsingar hinnar skapandi hendi, sem telst framlenging sálarinnar. í anddyri Norræna hússins sjáum við dæmi um slíka virkjun skapandi kennda, sem er lýsing bókarinnar „Mysterier" (Leyndardómar) eftir Knut Hamsun. Hákon Bleken, höfundur mynd- anna, er eins og fram hefur komið, með þekktustu myndlistarmönnum Norðmanna í dag, og hann er einn fimmmenninganna, sem eiga verk á hinni mikilsverðu sýningu Gruppa 5 í Hafnarborg þessa dagana. Það er áberandi norskt yfirbragð yfir lýsingunum og þó eru þær mjög opnar í anda hins ftjálsborna út- hverfa innsæis, heyra undir það sem á fag- máli nefnist expres- sjónismi. Og vafalítið er þetta sýn lista- mannsins á atburða- rásinni í sjálfu ritmál- inu, án þess að hann sé beinlínis að kort- leggja hana. Frekar að hann bregði upp augnabliksmyndum af markverðum atburðum og skilum í ritverkinu. Líti maður á lýsingamar sem sjálf- stæð listaverk, eru þær að vísu áhrifaríkar sumar hveijar en stand- ast naumast samanburð við það sem maður hefur séð best frá hendi þessa listamanns. Það er hins vegar ekki áfellisdómur yfir þeim, heldur bregð- ur ljósi á ólíkt verklag við tilorðningu listaverka og að lýsing bókmennta- verks markar gerandanum ákveðnar skorður. Þessar staðreyndir hefur Bleken að vísu reynt að sprengja með því að beita hugarfluginu til hins ítrasta, en við það verða sumar myndanna lausar í forminu og yfir- bragð þeirra líkt og úr fókus. En innan um eru frammúrskarandi og tjásterkar myndir svo sem „Minutt- en“ og konuandlit sem'mun eiga að vera ímynd Mörtu Gude í bókinni. Bragi Ásgeirsson. Dýrin í Hálsaskógi Þingeyri - Bamaleikritið Dýrin í Hálsaskógi eftir Thorbjöm Egner í uppsetningu Tónlistar- skólans á Þingeyri var frumsýnt í Félagsheimiiinu á Þingeyri þann 6. maí sl. Þátttakendur í sýningunni voru um fimmtíu talsins eða allir nemendur tón- listarskólans og leikstjóri var Sigurður Blöndal, kennari. Und- irleik annaðist „Stórsveit dýr- anna“, en það er tíu manna hljómsveit skipuð nemendum og kennurum skólans. Útsetning tónlistar var í höndum þeirra Helgu Aðalheiðar Jónsdóttur, skólastjóra Tónlistarskólans, og Guðmundar Vilhjálmssonar, tón- listarkennara. í aðalhlutverkum voru þau Þórður Sigmundur Sig- mundsson og Signý Leifsdóttir. Atriði úr Dýrunum í Hálsaskógi. Leirverk í galleríinu „Hjá þeim“ HELGA Björnsdóttir opnar sýningu á leirverkum í gallerí- inu „Hjá þeim“ Skólavörðu- stíg 6b, á morgun miðvikudag- inn 18. maí kl. 16. Sýningin verður opin fram til 11. júní, virka daga frá kl. 12-18 og laugardaga kl. 10-14. Nýlistasafnið Kynningá írskrinú- tímamyndlist KYNNING verður haldin á írskri nútímamyndlist og að- stæðum _ myndlistarmanna í Norður-írlandi í Nýlistasafn- inu Vatnsstíg 3b, í dag þriðju- daginn 17. maí íd. 20.30. Myndlistarkonan Amanda Kay Dunsmore sem býr og starf- ar í Belfast mun standa fyrir þessari kynningu. Amanda er hér í boði Menningarmálanefnd- ar írlands og er markmið hennar að koma á tengslum milli íslands og Irlands. Sýndar verða svipmyndir frá daglegum viðburðum í Belfast ásamt litskyggnum af verkum um 20 myndlistarmanna sem starfa í Belfast. Ennfremur verð- ur sýnt myndband sem ber heit- ið „The Trouble with Art“, þar sem tekin eru viðtöl við nokkra írska myndlistarmenn. Að lokum mun Amanda kynna eigin verk, en hún opnar sýningu í setustofu Nýlistasafnsins sama dag. Upp- lýsingar um tengiliði og vinnu- stofumöguleika á írlandi munu liggja frammi og írsk tónlist verð- ur leikin. Allir eru velkomnir. Málverk og prjóna- fatnaður Húsavík - Astrid Ellingsen og Bjarni Jónsson sýna listaverk sín í Safnahúsinu á Húsavík. Þau hafa áður sýnt verk sín í bæn- um. Astrid sýnir prjónafatnað og Bjarni sýnir myndir, sem einkum sýna atvinnuhætti ís- lendinga á árum áður. Sumarskólinn sf. Sumarönn frá 30. maí-30. júní 1994 Nám fyrír framhaldsskólanemendur. Yfir 60 áfangar eru í boði. Námið er yfirleitt matshæft milli skóla. Þetta er kjörið tækifæri fyrir þá sem vilja flýta sér í námi eða bæta fyrir gamlar syndir! Taka má tvo áfanga. Verð kr. 16.900. Nám fyrir starfsmenn fyrirtœkja í markaðs- frœðun^ffyostrarhagfrœði, stjórnun, sölu- tœkni og þjóðhagfrœði. Námið er ætlað þeim sem litla þekkingu hafa á þessu efni. Verð kr. 16.900. Tölvunám fyrir starfsmeM&tfyrirtœkja í Windows, Word Og Excenflsmib er ætlað þeim sem litla eða enga tölvukunnáttu hafa. Verð kr. 16.900. Nám fyriL'ófaglœrt fólk á sjúkrahúsum í líf- fœraý$gi\ífeðlisfrœði, heilbrigðisfræði og skyndihjálp. Námið er matshæft í framhaldsskóla. Verð kr. 16.900. Nám fyrír alm<^0i$ í aðhlynningu aldraðra og sjúkra í heimahúsum. Verð kr. n.900. Nám í uppeldisfræði fyrir foreldra, dazihlttur og aðstoðarfólk á leikskólum. Verð kr. T&900. Reyndir kennarar eru í öllum námsgreinum. Innritun er í Fjölbrautaskólanum í Breibholti 17.-30. maí frá kl. 16:00-18:00. EEEESi Utankjörstaðaskrifstofa Sjélfstæðisflokksins Valhöll, Háaleitisbraut 1,3. hæð. Símar. 880900, 880901,880902 og 880915. Utankjörfundar atkvæðagreiðsla fer fram hjá sýslumanninum í Reykjavík, Ármúlaskóla, alla daga kl. 10-12, 14-18 og 20-22. Skrifstofan gefur upplýsingar um kjörskrá og allt sem lýtur að kosningum. Aðstoð við kjörskrárkærur. Stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins! Vinsamlega látið okkur vita um aila kjósendur sem ekki verða heima á kjördag, 28. maí n.k. Reyitjavi k 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.