Morgunblaðið - 17.05.1994, Síða 45

Morgunblaðið - 17.05.1994, Síða 45
4 ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ1994 45 « : « I : « 4 i i 4 4 4 4 4 i 4 4 i i i I í MORGUNBLAÐIÐ fyrstu á Siglufirði í nyrsta kaup- stað landsins. Miðnætursólin er eins og glóandi hnöttur yfír Siglu- nesinu. Ut úr íslandsfélagshúsinu koma tíu stúlkur á aldrinum 11-17 ára og á þeim má sjá að eitthvað merkilegt hefur gerst, þær eru orðnar fullgildir skátar. Sú elsta í hópnum var Hrefna Samúelsdóttir (seinna Tynes). Hún var frá upp- hafi sjálfsagður foringi okkar og alltaf síðan hefur hún verið í for- ystusveit skáta. Foringinn sem „var ávallt viðbúinn“ til starfa, hvenær sem á þurfti að halda. Það er 6. júlí 1929, stúlkurnar sem stofnuðu kvenskátafélagið Valkyijur 2. júní eru komnar til að taka nýliðaprófið og vinna skátaheitið. Komið er fram yfir miðnætti þegar allar hafa lokið prófinu. Við stöndum í hálfhring framan við íslenska fánann, mið- nætursólin hellir geislum sínum inn um gluggana og allt er logagyllt. Hrefna gengur fyrst fram og vinn- ur skátaheitið og hinar á eftir. Hún sagði seinna: „Þeim degi gleymi ég aldrei. Mér fannst ég fyrst skilja þá, hvað það er að vera skáti.“ Þessi fagra bjarta sumarnótt er táknræn fyrir Hrefnu, sem hefur „tendrað svo mörg skátaljós" á langri ævi. Hún hefur farið með okkur í útilegur, kveikt varðeldinn, þennan heilaga eld skátanna, og kennt okkur að skilja að „tign býr í tindum, traust í björgum, fegurð í fjalladölum, en í fossunum afl“. Hrefna Samúelsdóttir Tynes er „farin heim“ til guðs, eins og skát- ar segja. Ég vil þakka henni það mannbætandi starf sem hún hefur unnið og 65 ára vináttu, sem aldr- ei bar skugga á. Öllum ástvinum hennar sendi ég samúðarkveðjur. Sigríður Lárusdóttir. Tendraðu lítið skátaljós, láttu það lýsa þér, láttu það efla andans eld og allt sem göfugt er. Þá verður litla ljósið þitt Ijómandi stjarna skær, lýsir lýð alla tíð, nær og fjær. (Hrefna Tynes) Það er kominn sumardagurinn fyrsti og Skátasamband Reykja- víkur fagnar að venju með messu í Hallgrímskirkju. Þarna eru komn- ir margir góðir skátar og þeirra á meðal Hrefna Tynes. Þrátt fyrir heilsubrest er hún mætt brosandi og hlý að venju. Hrefna Tynes var eitt af akker- um skátahreyfingarinnar. Hún tendraði ljos í hjörtum margra sem eiga eftir að lifa til eilífðar. Um leið og við vottum aðstandendum hennar okkar innilegustu samúð viljum við þakka Hrefnu fyrir að leyfa okkur að njóta krafta sinna. Hún var ein af þeim sem eru ávallt viðbúnir. Skátasamband Reykjavíkur. „Þú sem eldinn átt í hjarta.“ Þessi orð Davíðs Stefánssonar eiga vel við þegar Hrefnu Tynes er minnst. Allt starf hennar í félags- málum einkenndist af slíkum eld- móði. Hvort sem hún starfaði með ungum eða öldnum. í áratugi naut Kvenfélag Neskirkju forustu Hrefnu og eitt er víst að fáir hefðu gert betur. Innri fegurð hennar var mikil og í starfi með kvenfélaginu nutu sín vel eiginleikar hennar við að bæta mannsandann og láta gldði og kærleika streyma til allra sem nálægt voru. Ákveðin í að láta allt ganga vel og hafa sem flesta með í starfí gekk hún til þeirra verka sem ákveðið hafði verið að fram- kvæma. Þær konur sem urðu þess aðnjótandi að starfa með Hrefnu í Kvenfélagi Neskirkju eiga margar og góðar minningar um farsælt starf hennar sem formanns. Við minnumst Hrefnu með virðingu og þökk. F.h. Kvenfélags Neskirkju, Jóna Sigurjónsdóttir. SJÁ.NÆSTU SÍÐU. Sumt er einf aldlega ekki hægt! Stefnum rétt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.