Morgunblaðið - 17.05.1994, Síða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
MINIMINGAR
t
Maðurinn minn,
HARRÝ S. UCKERMAN,
Brekkustíg 29b,
Njarðvík,
lést að morgni 15. maí í sjúkrahúsi Keflavíkur.
Sveinbjörg E. Rasmusdóttir.
t
Elskuleg móðir okkar,
HULDA INGIBJÖRG PÉTURSDÓTTIR,
frá Hóli f Hjaltastaðaþinghá,
síðast til heimilis i Æsufelli 2,
er látin.
Geir Ómar Kristinsson,
Guðný Harpa Kristinsdóttir,
Ásdís Petra Kristinsdóttir,
Kristinn Birgir Kristinsson,
Yngvi Örn Kristinsson.
t
Maðurinn minn og bróðir,
EINAR GUÐMUNDSSON
frá Túni iFlóa,
er látinn.
Herdís Jónsdóttir,
Unnur Guðmundsdóttir og systkini.
+
Ástkær móðir okkar,
KRISTÍN GÍSLADÓTTIR,
Skipasundi 70,
lést á Kanaríeyjum 14. maí.
Guðrún B. Árnadóttir,
Inga B. Árnadóttir.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og
langalangamma,
ÍDA KAMILLA ÞÓRARINSDÓTTIR
frá Gautsstöðum,
Tjarnarlundi 16C,
Akureyri,
verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 19. maí
kl. 13.30.
Erla Stefánsdóttir,
Sigrún Stefánsdóttir, Sigurður Kristinsson,
Svandís Stefánsdóttir, Einar Fr. Malmquist,
Elsa Stefánsdóttir, Jóhann Friðgeirsson,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
+
Ástkær systir okkar,
STEFANÍA (TORFADÓTTIR) ERVIN,
Havre De Grace Md.,
Bandaríkjunum,
lést 10. maí.
Guðmundur Torfason,
Einar Torfason,
Hrönn Torfadóttir,
Mikkalína Ásgeirsdóttir,
Gunnar Torfason,
Vilborg Torfadóttir,
Kristján Ásgeirsson,
Karólína Ásgeirsdóttir.
Islenskur efnlviður
íslenskar steintegundir henta margar
afar vel í legsteina og hverskonar
minnismerki. Eigum jafnan til fyrir-
liggjandi margskonar íslenskt efni:
Grástein, Blágrýti, Líparít og Gabbró.
Áralöng reynsla.
fiS. HELGASON HF
STEINSMIÐJA
SKEMMUVEGI 48 • SÍMI 91-76677
Leitið
upplýsinga.
ifi
HREFNA TYNES
Kær vinkona mín, Hrefna Tynes,
er fallin, eða eins og við skátar
segjum er „farin heim“. Það fjölgar
um einn í himnaríki, sagði ein vin-
kona Hrefnu, þegar hún frétti lát
hennar. Hrefna var eins og sáðmað-
ur og eitt dæmi um sáðkornin henn-
ar er þriðja erindið úr kvæðinu Úlf-
ljótsvatn:
Finnst þér ekki sem þú lítir inn í landsins
eigin sál,
sem þú heyrir blæinn hjala blítt og steininn
hafa mál,
finnir angan ungra blóma færa frið í huga
þinn?
Gerðu skjyldu þína skáti, vertu ávallt
viðbúinn.
Sáðkornin hennar Hrefnu virðast
yfirleitt hafa fallið í fijóan jarðveg,
því að margoft sá hún þau bera
góðan ávöxt. - Hrefna hefur komið
víða við, bæði innan skátahreyfing-
arinnar og á öðrum vettvangi. í tvo
áratugi, 1948-1968, var hún vara-
skátahöfðingi. Hún var mjög oft
fulltrúi skáta bæði innanlands og
utan. Alls staðar var hún ljósber-
inn, sem tendraði ljósið og miðlaði
ungum og öldnum af lífgleði sinni
og visku.
Allt til dauðadags starfaði
Hrefna með St. Georgsgildunum á
íslandi og í nokkur ár var hún lands-
gildismeistari. St. Georgsgildin eru
alheimssamtök eldri skáta, sem
hafa það að leiðarljósi að ljá þeim
lið, sem á þurfa að halda. Gildin
hafa styrkt skátahreyfinguna á ís-
landi og einnig hafa gildin styrkt
skáta í þróunarlöndum, í samvinnu
við alþjóðabandalög skáta.
+
Sonur okkar, bróðir og mágur,
GUÐMUNDUR GYLFI
SÆMUNDSSON,
lést í Landakotsspítala að morgni
16. maí.
Stefania ívarsdóttir,
l'var Sæmundsson,
Guðný Hinriksdóttir,
Sæmundur Magnússon,
Lúðvfk Andreasson.
+
Móðir okkar og tengdamóðir,
GYÐRÍÐUR PÁLSDÓTTIR,
Selbúðum,
andaðist á Hrafnistu 15. maí.
Minningarathöfn verður í Dómkirkjunni föstudaginn 20. maí
kl. 15.00.
Útför hennar verður gerð frá Prestsbakkakirkju á Síðu laugardag-
inn 21. maí kl. 14.00.
Margrét Helgadóttir, Erlendur Einarsson,
Ásdi's Helgadóttir, Rodger Hodgson,
Jón Helgason, Guðrún Þorkelsdóttir.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
HERMANN SIGURÐUR BJÖRNSSON
fyrrverandi póstafgreiðslumaður,
ísafirði,
lést í Fjórðungssjúkrahúsinu, ísafirði, 14. maí.
Sigríður Áslaug Jónsdóttir,
Erling Þór Hermannsson, Gréta Þórðardóttir,
Sesselja Áslaug Hermannsdóttir, Páll Zophoníasson,
Ásthildur Inga Hermannsdóttir, Kristján Rafn Guðmundsson,
Björn Hermann Hermannsson, Jensína Guðmunsdóttir,
Jón Gestur Hermannsson, Berta Gunnarsdóttir,
Ásdis Sigrfður Hermannsdóttir, Árni Ragnarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Móðir mín, tengdamóðir, amma og
langamma,
MARGRÉT J. LILLIENDAHL,
verður jarösungin frá Fossvogskapellu
miðvikudaginn 18. maí kl. 15.00.
Gústaf Lilliendahl, Anna María Lilliendahl,
Jónas Rafn Lilliendahl, Margrét Katrfn Erlingsdóttir,
Atli Lilliendahl, Inge Heinrich,
Margrét Lilliendahl, Helgi E. Kristjánsson
og langömmubörn.
+
Faðirokkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ÞORLEIFUR SIGURÐSSON,
Baldursgötu 22a,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju
miðvikudaginn 18. maí kl. 15.00.
Jóna Þorleifsdóttir, Sigurður E. Þorvaldsson,
Sigurður Fossan Þorleifsson, Kristfn Jónsdóttir,
Hilmar Þorleifsson, Borghildur Guðjónsdóttir.
í tilefni 80 ára afmælis Hrefnu,
árið 1992, ákvað Bandalag ís-
lenskra skáta að gefin yrði út bók
í virðingar- og þakklætisskyni fyrir
það mikla starf sem hún hefur innt
af hendi í þágu skátahreyfingarinm
ar. Bókin nefnist Tendraðu ljós. í
henni eru sögur og landsþekktir
söngvar. Hörpuútgáfan á Akranesi
gaf bókina út svo sómi er að, enda
er framkvæmdastjóri útgáfunnar
gamall og góður skáti. Mér eru
ofarlega í huga nokkur kvöld, þegar
Hrefna og ritnefndin sátu saman.
Þá lét Hrefna sig ekki muna um
að syngja ljóðin sín um leið og við
röðuðum þeim niður eftir efni. Þá
var sem fjötrar ellinnar leystust upp
og við urðum ungar í annað sinn,
en gleðin og æskan ljómuðu um
andlit hennar. Þessar stundir verða
okkur ógleymanlegar. Þegar ég
hugsa um þessa samveru kemur í
huga mér litla, ljúfa vísan hennar
Hrefnu um gömlu skátana:
Já, árin færast yfir og ellin sýnir lit,
gamall skátahópur ber þess merki.
Hví skyldi maður örvænta þó aðeins sjáist
slit?
í sálum okkar gleðin er að verki.
I bókinni Lífsgleði, sem kom út
árið 1992, á Hrefna frásögn sem
aðallega fjallar um lífsreynslu henn-
ar á efri árum. Þar segir hún m.a.:
„Mér hefur títt verið hugsað til
þess að elliárin séu nokkurskonar
sólarlag mannsævinnar. Sólarlagið
er fagurt engu síður en sólarupp-
koman. Og sólarlag finnst mér eitt
af því fegursta sem til er af hendi
skaparans." í sömu bók segir
Hrefna: „Mér finnst það vera lýs-
andi fyrir lífsviðhorf mitt og trúna.
Hvort sem dauðinn kemur á morgun
eða eftir 10 ár, þá gildir það sem
segir í þessu fallega versi eftir sr.
Hallgrím Pétursson:
Legg ég nú bæði líf og önd
ljúfi Jesú í þína hönd.
Síðast þegar sofna fer
sitji guðs englar yfir mér.“
Þannig var sólarlagið hennar
Hrefnu. Skátar á íslandi kveðja og
þakka fyrir allt, sem Hrefna Tynes
hefur gefið þeim. Sérstakar þakkir
og kveðjur eru færðar frá vinkonun-
um í Félagi eldri kvenskáta. - Ég
og fjölskylda min þökkum Hrefnu
áralanga vináttu, sem aldrei bar
skugga á. Fjölskyldu Hrefnu send-
um við okkar innilegustu samúðar-
kveðjur. _
Áslaug Friðriksdóttir.
Hrefna Tynes er farin heim. Hún
Hrefna, sem horfði á okkur með
ljómandi leiftrandi augum, sem
vermdi okkur með brosinu sínu
bjarta, sem hlýjaði okkur með góð-
látlegum, glaðlegum og silfurtær-
um hlátrinum sínum, hún Hrefna
okkar. Þeir voru margir sem „áttu“
Hrefnu Tynes.
Ljósálfurinn og ylfingurinn sem
nutu nærveru og leiðsagnar henn-
ar, þeir „áttu“ Hrefnu.
Skátastúlkan og skátadrengur-
inn, sem lifðu sig inn í söngva henn-
ar og frásagnarheim, þau „áttu“
Hrefnu.
Gildisskátarnir vítt um landið,
sem eiga í minningasjóði sínum
ógleymanlegar skátastundir með
Hrefnu Tynes, blandaðar hjarta-
hlýju og hugsjónaeldi, lífsgleði og
lífsvisku, þeir „eiga“ Hrefnu alla
og óskipta. Og „eignarhaldið" er
gagnkvæmt. Hrefna á okkur öll,
skátasystkinin sem höfum átt því
láni að fagna að ganga með henni
götuna fram á veg. Þannig var og
er hún Hrefna okkar.
Hrefna var einstaklega vel gerð
kona, sem lét víða til sín taka á
félagslegum vettvangi. Og alls stað-
ar fylgdi henni góðvild og gleði,
kærleikur og kraftur. Það fundu
allir þeir sem með henni störfuðu.
Þeir komu betri menn en áður eftir
ERFIDRYKKJUR