Morgunblaðið - 17.05.1994, Síða 54

Morgunblaðið - 17.05.1994, Síða 54
54 ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ 14 k gull Verðkr. 3.400 Stúdentastjaman hálsmen eða prjónn tlðugaveg 5 - sími 13383. | 5 i ^ÁRA .y /—' Reiðskólinn Hrauni H. Grímsnesi Reiðskóli fyrir 10-15 ára unglinga 9 daga námskeið með fullu fæði í( Verð kr. 25.800,- Júní Júlí Ágúst /jr Reiðskólinn 1 ÍX 7.-15.1 10.-18.1 4.-12.1 IkiM 18.-26.1/II 20.-28.1/II 15.-23.1/III ll/lll framhaldsnemendur Reiðskólinn Hrauni þar sem hestamennskan hefst! Ferðabær Aðalstræti 2 (Geysishús) Sími623020 Grilllijónusta ffyrir einstaklinga, fyrirtæki og félagasamtök Toku* ai okto gnllresiur KynniS ykkur verðið og þjónusíina HvarsemenUpptilfjalla, undir húsveggnum og alls staðar þar á milli. *Una’ Sumar og vetur. Fyrir 40 - 600 manns. Mætum með allt á staðinn; diska, glös, hnífapor o.þ.h. Hafsteinn Gilsson matreiðslumeistari, simi: 91-666189, bilasimi: 985-28430 Ath.: Útvegum veislutjöld fyrír 50 - 500 manns Vjð eRurTl' afmæli i aagl Wð erum 7 áre / dag og eins og önnur afmælisböm fögn- um við áfanganum. Okkur langar að þakka viöskipta- vinum okkar samstarfiö og bjóða þá, og aö sjálfsögðu alla aöra, velkomna að vera með okkur þar til við verðum 2ja, 3ja, 4ra... borgarkiungi.au C 6 8 7 2 6 6 ... eða eins lengi og allir eru glaðirl I DAG Farsi SKÁK llmsjón Margeir Pétursson Á opnu móti í Bad Wöris- hofen í Þýskalandi í vor kom þessi staða upp í viðureign Þjóðverjanna H. Kraft, sem hafði hvítt og átti leik, og Tessmer. Hviti biskupinn á b3 stendur í uppnámi en hvít- ur kærði sig kollóttan um það Sjá stöðumynd. :30. He3! (Hótar 31. Rf6+, en að leika þvi strax hefði verið stórlega misráðið. Eftir 30. Rf6+ - Bxf6, 31. Bxf6 bjargar svartur sér með 31. — Dxh3+), 30. — Dc7, 31.Rf6+ - Kf8, 32. Dh7! - Hxb3 (Nú standa margir sterkir leikir til boða, t.d. 33. Dxg7+, en hvítur fann laglegt kæfingar- mát:) 33. Dg8+! — Rxg8, 34. Rh7 mát! VELVAKANDI svarar í síma 691100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Þakkar góða þjónustu JENNÝ Hallbergsdóttir hringdi til Velvakanda því hún vildi koma eftir- farandi á framfæri fyrir hönd ánægðra gesta. „Við viljum benda á mjög góðan kínverskan veitingastað er heitir Singapore v/Reykjavík- urveg 68, Hafnarfirði. Þar er maturinn sérlega góður, á vægu verði og þjónusta öll til fyrir- myndar. Þar er svo sann- arlega hægt að eiga notalega kvöldstund. Þökkum fyrir okkur." Gæludýr Kettlingur fæst gefins SEX mánaða gullfalleg læða af blönduðu skógarkyni, sem er grá og hvít með hvítar loppur, þarf að fá gott heimili. Uppl. í síma 870624. Donna er týnd NORSKUR skógaköttur hvarf að heiman frá sér aðfaranótt laugardags- ins. Hún er brún, svört og hvít, mjög loðin, eymamerkt og er sárt saknað. Geti einhver gef- ið upplýsingar um hana vinsamlega hringið í Bryndísi í síma 811575 eða vinnusíma 620062. Tík vantar gott heimili ÍSLENSK-collie árs- gamla tík vantar gott heimili. Uppl. í síma 673708. COSPER Það verður ekkert mál að selja húsið ef allir draugarn- ir eru innifaldir í verðinu. Þær styrktu Rauða kross íslands ÞESSAR stúlkur héldu 1.483 krónur. Þær heita nýlega hlutaveltu til Hulda, Sandra, Erla og styrktar Rauða krossi Is- Marta. iands og varð ágóðinn Víkverji skrifar... Sjálfsagt hefur mörgum brugðið við að sjá útreikninga, sem birtust hér í blaðinu í fyrradag, þar sem borinn er saman endurgreiðsla á tveimur lánum, sem tekin voru 1979. Upphæðin var sú sama í báð- um tilvikum en annað lánið verð- tryggt en hitt óverðtryggt. Niður- staðan er sú, 15 árum seinna, að sá sem tók verðtryggða lánið greiddi 64% hærri upphæð en sá, sem tók óverðtryggða lánið. Kannski er hér komin að ein- hverju leyti skýring á útlánatöpum bankanna eða hvað? XXX Samtök fískvinnslustöðva hafa sent frá sér upplýsingar þess efnis, að 2,5 milljarða halli hafí orðið á rekstri 32 sjávarútvegsfyrir- tækja í landinu á síðasta ári. Þetta eru athyglisverðar tölur í ljósi þess, að hvert fýrirtækið á fætur öðru, sem skráð er á hlutabréfamarkaði héfur sent frá sér tölur um hagnað á síðasta árj. Er nú ekki kominn tími til að hagsmunasamtök sjávar- útvegsins hætti að senda frá sér meðaltöl af þessu tagi, sem segja ekkert. Það er a.m.k. lágmarks- krafa, að samtökin gefi sundurlið- aðar upplýsingar um afkomu þeirra fyrirtækja, sem hlut eiga að máli, svo að menn geti betur áttað sig á heildarmyndinni. xxx Athyglisverður skoðanamunur er kominn upp í hvalveiðimál- um á milli fulltrúa innan stjómar- flokkanna. Björn Bjarnason, for- maður utanríkismálanefndar, hefur ítrekað lýst þeirri skoðun, nú síðast hér í blaðinu í fyrradag, að við ís- lendingar værum betur komnir inn- an Alþjóða hvalveiðiráðsins. Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkis- ráðherra, hefur tekið í sama streng. Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegs- ráðherra, beitti sér á sínum tíma fyrir úrsogn úr ráðinu og hefur ít- rekað óbreytta afstöðu í þeim efn- um. Matthías Bjarnason, alþingis- maður hefur tekið undir með Þor- steini. Ekki sakar að geta þess, að Morgunblaðið lagðist á sínum tíma gegn úrsögn úr Alþjóða hvalveiði- ráðinu. xxx að vekur óneitanlega mikla at- hygli, að Edward Derwinski, hefur tekið að sér að gerast aðal- ræðismaður Islands í Chicago. Derwinski var fyrir nokkrum árum einn af æðstu stjórnendum banda- ríska utanríkisráðuneytisins. Það skiptir miklu máli fyrir svo litla þjóð, sem okkur íslendinga, að maður með slík tengsl og áhrif skuli reiðubúinn til að taka að sér trúnað- arstörf fyrir okkur með þessum hætti. Utanríkisráðuneytið hefur unnið töluvert afrek með þessari tilnefningu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.