Morgunblaðið - 21.05.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.05.1994, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sendiherra Rússa segir bréf Tsjemomyrdins til Davíðs Oddssonar mistúlkað á Islandi Rássar hótuðu ekki aðgerðum í Smugunni sá fjöldi íslenskra togara sem nú sé á leið í Smuguna geti þurrkað upp svæðið á örfáum vikum. Velmegun íbúa norðurhéraða Rússlands háð sjávarútvegi „Velmegun íbúa norðurhéraða Rússlands er háð sjávarútvegi og þess vegna gera íbúar þeirra hér- aða kröfu til þess að ríkisstjóm landsins grípi til tafarlausra að- gerða til að veija efnahagslega hagsmuni þeirra. Forsætisráðherra Rússlands skrifar forsætisráðherra íslands bréf og minnir á afstöðu íslands á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um fiskveiðar á alþjóð- legum hafsvæðum þar sem gert var ráð fyrir eflingu ábyrgðar strandríkjanna varðandi skyn- samlega nýtingu fískistofnanna. Með það í huga bíði Rússar eftir því að íslensk yfírvöld grípi til aðgerða sem komi í veg fyrir eftirlitslausar þorskveiðar ís- lendinga í Smugunni," sagði sendiherrann. Hann sagði að rússnesk yfírvöld hefðu sem sagt orðið við kröfu íbúa norðurhéraðanna um aðgerðir til að vernda hagsmuni sína með því að biðja íslendinga að athuga málið og koma í veg fyrir þessar eftirlitslausu veiðar. JÚRÍJ Retsjetov, sendiherra Rússlands á íslandi, segir að efni bréfs Tsjemomyrdins, forsætisráðherra Rúss- lands, til Davíðs Odds- sonar, forsætisráð- herra, vegna veiða ís- lenskra togara í Smug- unni, hafí ekki komist rétt til skila í Qölmiðl- Júr« Retejetov um hér á landi. Morgunblaðið sneri sér til sendiherrans í til- efni af umíjöllun um efni bréfs- ins og svars Davíðs Oddssonar forsætisráðherra við því. Júríj Retsjetov, sendiherra, segir ekki rétt að í bréfinu segi að veiðar íslendinga í Smugunni kalli á að Rússar grípi til tafar- lausra aðgerða eins og fram hafí komið í frétt- um hér á landi. „í bréf- inu er vakin athygli á þeirri skoðun að með veiðum íslendinga sé verið að grafa undan þorskstofnin- um í Smugunni," sagði sendiherr- ann, sem nefndi í því sambandi að í fréttaskýringu í Morgunblaðinu á miðvikudag hefði komið fram að Lést eftir vinnu- slys í Dagrúnu Bolungarvík - Maðurinn sem slasaðist alvar- lega um borð í skuttogaranum Dagrúnu frá Bolungarvík, þegar skipið var að veiðum út af Vestfjörðum í síðustu viku, lést á sjúkra- húsi síðastliðinn miðvikudag. Hann hét Guðni Kristján Sævarsson, til heimilis að Traðarlandi 10 í Bolungarvík. Hann var 37 ára og lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. Guðni Kristján Sævarsson Morgunblaðið/RAX LUCKY Vittert við'hlið Cessna 303 vélarinnar „Liberty Belle Spirit of Dreams", sem hann lenti á Reykjavíkurflugvelli. Ellefu ára drengnr flaug frá Grænlandi í gær á leið til Parísar Hátíð hér miðað við Narssarssuaq ELLEFU ára bandarískur drengur, Lucky Vittert, lenti á Reykjavíkurflugvelli síðdeg- is í gær eftir rúmlega fjögurra tíma flug frá Grænlandi. Hann ætlar til Bretlandseyja í dag ef veður leyfir, en segir ekk- ert gera til þótt hann verði veðurtepptur, Reylqavík sé hrein hátíð miðað við Narss- arssuaq. Hann áætlar síðan að ljúka þessu ævintýraflugi í París á mánudag. Lucky er ekki fyrsti 11 ára drengurinn sem flýgur yfír Norður-Atlantshaf, því Christ- opher Lee Marshall lauk þeim áfanga í júlí 1988. Sér til að- stoðar á leiðinni hefur hann flugkennarann Stan Mick og feijuflugmanninn Margaret Waltz. Lucky lenti vélinni sjálfur og segist hafa verið við stjórnvölinn bróðurpartinn af leiðinni, en ferðin hófst í St. Louis í Bandaríkjunum á mánudag. Það kostaði Lucky miklar fortölur að fá Ieyfi for- eldra sinna til að læra að fljúga, en tókst að lokum. Hann segir að hann geti ekki gert flugið að atvinnu sinni vegna slíemrar sjónar, en það geri ekkert til því hann ætli að vinna hjá Bandaríkjastjórn í staðinn. Aðgerðir r íkisstj érnarinnar og launanefndar Alþýðusambandsins og vinnuveitenda Kostnaður ríkis talinn undir 200 millj. SJÓMENN eru meðal þeirra sem ekki fá bætur um mánaðamótin. Hópar innan ASÍ fá ekki launabætur AÐEINS aðilar að þeim stéttarfé- lögum innan ASÍ sem hafa kjara- samninga sem gilda til næstu ára- móta fá 6.000 kr. launabætumar sem launanefnd ASÍ og samtök vinnuveitenda hafa náð samkomu- lagi um að greiða launþegum 1. júní. Að sögn Þórarins V. Þórarins- sonar framkvæmdastjóra VSÍ fá þeir hópar sem ekki eru með samn- inga eða öðruvísi samninga til skemmri tíma ekki launabætumar. „Þetta er breyting á kjai'asamn- ingi vinnuveitenda og Álþýðusam- bandsins frá 21. maí í fyrra og giid- ir jafnframt um aðra þá samninga okkar sem á þeim era byggðir. Stærstu hópamir era sjómenn, þ.e. fiskimannahópurinn allur, sem er með samninga samkvæmt lögum fram í júní. Eini hópur sjómanna sem fær þetta era hásetar á kaup- skipum, en yfírmenn hefðu fengið launabætumar en þeir sögðu upp samningum á fímmtudag. Þá era það matsveinar sem era með lausa samninga, og sama á við um flug- freyjur, flugvirkja Qg rafvirkja hjá rafverktökum. Þetta eru stærstu hópamir," sagði Þórarinn. Greiðslur til lífeyrisbótaþega geta ekki hafist fyrr en 1. júlí ÁÆTLAÐ er að útgjöld ríkissjóðs vegna greiðslu launabóta til starfs- manna ríkisins 1. júní verði um 120 millj. kr. og að um 100 millj. kr. fari til bótaþega Tryggingastofnunar ríkisins. Greiðslur til lífeyris- bótaþega geta þó ekki hafist fyrr en 1. júlí, að sögn Friðriks Sophus- sonar fjármálaráðherra. Ríkissjóður fær á móti skatttekj- ur af staðgreiðslunni sem dregst frá bótaupphæðinni, bæði frá opinber- um starfsmönnum og launþegum á almenna vinnumarkaðinum, þannig að þegar upp er staðið er áætlað að hreint tekjutap ríkissjóðs vegna greiðslu launabótanna verði í hæsta lagi um 100 millj. kr., að sögn Frið- riks. Fjármálaráðherra sagði að áætl- anir lægju ekki fyrir um hvað skattaaðgerðimar, sem lofað er að grípa til í yfirlýsingu ríkisstjórnar- innar, muni kosta ríkissjóð. Þó mætti áætla varlega að samaniagt yrði tekjumissir ríkissjóðs vegna eingreiðslnanna og skattalegra að- gerða innan við 200 millj. kr. á ársgrandvelli. Tap af hlutafjáreign frádráttarbært Ríkistjómin lofar að örva fjár- festingu og nýsköpun með skatta- legum aðgerðum, m.a. um meðferð á tapi fyrirtækja vegna hlutafjár- eignar og með ívilnun til einstak- Iinga sem leggja fé í nýja fjárfest- ingu. Friðrik sagði að ekki væri búið að útfæra þetta en þessi atriði hefðu þó verið til skoðunar í ráðu- neytinu og nefndum á vegum þess. Gengið yrði frá þessum atriðum í lagaframvarpi sem lagt yrði fyrir Alþingi í haust. Sagði hann að rýmka þyrfti núverandi reglur varð- andi frádrátt á tapi fyrirtækja vegna hlutafjáreignar en ekki mætti samt opna þær með öllu. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSI, sagði að sú að- gerð ríkisstjómarinnar að heimila fyrirtækjum að færa til gjalda töp vegna hlutabréfaeignar væri mjög mikilvæg. Gildandi reglur hefðu staðið í vegi fyrir að fyrirtæki legðu fé í annan áhætturekstur s.s. til að að örva nýsköpun, þar sem þau hafi þurft að standa skil á sköttum án tillis til þess hvort hlutaféð tap- aðist. „Þetta ýtir undir að fyrirtæki verði virkari í að koma inn sem hluthafar í lítil fyrirtæki sem verið er að stofna,“ sagði hann. ■ Frestun skattgreiðslna/4 Bætur til fólks í BSRB RÍKIÐ samdi í gær við Bandalag starfsmanna ríkis og bæja um 6.000 króna launabætur til fé- lagsmanna 1. júlí. Að sögn Þorsteins Geirssonar formanns samninganefndar rík- isins er þetta samkomulag sams- konar og launanefndir ASÍ og vinnuveitenda náðu. Hann sagði að samkomulagið yrði boðið öðr- um félögum ríkisstarfsmanna. 3.490 krónur í vasann ÞEIR launþegar sem eru yfir skattleysismörkum fá 3.490 krónur í hendur af þeirri sex þúsund króna eingreiðslu, sem samkomulag hefur verið gert um, þegar staðgreiðsluskattur hefur verið dreginn frá. Það sem upp á vantar, 2.510 krónur, kem- ur í hlut ríkis og sveitarfélaga. Staðgreiðsla sem dregin er af launum nemur á þessu ári 41,84%. Stærsti hlutinn er tekju- skattur sem rennur til ríkisins en tæpur fjórðungur upphæðar- innar rennur til sveitarfélaganna í formi útsvars.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.