Morgunblaðið - 21.05.1994, Page 8

Morgunblaðið - 21.05.1994, Page 8
8 LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Átta þúsund manns á atvinnuleysisskrá Samkvæmt tölum, sem birst hafa í fréttum nú síö- ustu dagana, er atvinnuleysi yfir 6%, sem svarar til þess aö 8000 manns séu atvinnulausir. Þessar tölur eru geigvænlegar. ; iiííimiiiiii "" * Cr/^iu fJOy~ Þeir eru að biðja um nánari staðsetningu, herra. Þeir finna ekki „vorið“ þitt... Tvö íslensk skip og fjögur með íslenskar áhafnir við Svalbarða Strandgæslan með klippur og* aðgerðir í aðsigi TVÖ íslensk fiskiskip, Skúmur og Drangey, hafa undanfarna daga verið á veiðum á fiskverndarsvæðinu við Svalbarða, að sögn Kaare Fuglevik, kapteins í norsku Strandgæslunni í Tromsö. Að auki eru m.a. á svæðinu fjórir togarar skráðir í Belize en með íslenskar áhafnir. Norska Strandgæslan hefur ákveðið að grípa til hertra aðgerða gegn skipum sem veiða á Svalbarðasvæðinu og hafa skip þeirra nú verið útbúin með klippum til að skera á togvíra og Fugle- vik sagði hugsanlegt að skotið yrði að skipum sem ítrekað væru staðin að veiðum á svæðinu. Morgunblaðið/Þorkell Togvíraklippurnar eru vel varðveittar hjá Land- helgisgæslunni. Leyni- vopnið KLIPPURNAR sem Landhelg- isgæslan notaði í þorskastríðum hér við land á áttunda áratugn- um til þess að klippa veiðarfæri aftan úr breskum og þýskum togurum voru leynivopn sem enginn mátti beija augum, og var þess vandlega gætt að breiða yfir þær áður en komið var í höfn. Fyrsta aðgerð Landhelgis- gæslunnar í þorskastríðinu við Breta sem hófst 1972, en þá var lögsagan færð út í 50 mílur. Var þessi atburður þegar varð- skipið Ægir klippti á togvíra ómerkts bresks togara norður af Horni, en upp frá því var oft klippt á togvíra Iandhelgis- brjóta. Klippurnar voru síðan notaðar á nýjan leik með sama árangri í þorskastríðinu sem hófst 1975 þegar lögsagan var færð út í 200 mílur. Togvíraklippingarnar vöktu athygli víða um heim og árið 1992 voru þær orðnar að ein- hverskonar útflutningsvöru, en þá var Helgi Hallvarðsson skip- herra fenginn íil að miðla Kanadamönnum af þeirri reynslu sem hann hafði öðlast í þorskastríðunum. Buðu Kanadamenn honum til skrafs og ráðagerða um það hvernig Spánvetjum og Porúgölum yrði bægt frá fiskimiðunum við Ný- fundnaland og ofveiði þeirra stöðvuð, og hafði Helgi myndir af klippunum í farteskinu og kynnti notkun þeirra. Kaare Fuglevik sagði að það yrði pólitísk ákvörðun yfirvalda hverju sinni til hvaða aðgerða Strandgæslan mundi grípa gegn skipum á svæðinu; hvort klippt yrði á veiðarfæri, skotið viðvörun- arskotum eða jafnvel gengið enn lengra, yfirvöld mundu meta hvert tilvik hveiju sinni og Strandgæsl- an fara að fyrirmælum þeirra. Hann sagðist ekki telja að neinn greinarmunur yrði gerður á því undir hvaða fána skip væru skráð þegar metið yrði til hvaða aðgerða skyldi grípa og kvaðst ekki telja að tekið yrði öðruvísi á málum íslenskra skipa en annarra í því sambandi. Kaare Fuglevik vildi ekki upp- lýsa hverrar gerðar togvíraklipp- urnar væru og hvort um væri að ræða sams konar klippur og ís- lenska Landhelgisgæslan beitti í þorskastríðunum gegn Bretum. Aðgerðir við Svalbarða skila sér í Smugunni I dagblaðinu Nordlys í Tromsö birtist í gær grein þar sem m.a. var greint frá fyrirhuguðum hert- um aðgerðum vegna veiða á Sval- barðasvæðinu. Þar segir einnig að margt bendi til að hertar aðgerðir gegn veiðum skipa á Svalbarða- svæðinu muni leysa þau vandamál sem Norðmenn eigi við að etja í sambandi við veiðar í Smugunni, því svo virðist sem togarar í Smug- unni sæki fyrst og fremst í að geta kastað á Svalbarðasvæðinu á leið í og úr Smugunni. Það sé á fiskverndarsvæðinu við Svalbarða sem sjómenn geti vænst góðs afla. Kaare Fuglevik tók undir þetta í samtali við Morgunblaðið í gær. Aðspurður um íslensku skipin við Svalbarða sagði hann að Skúm- ur og Drangey hefðu sést á svæð- inu 4. maí síðastliðinn og þeim hefði þá verið gefín skipun um að hætta veiðum. Þá hefðu þau flutt sig yfir í Smuguna og þar hefði sést til þeirra 14. maí en þau hefðu verið komin að nýju á Svalbarða- svæðið síðastliðinn miðvikudag og þegar rætt var við Fuglevik síðdeg- is í gær sagði hann að Skúmur og Drangey væru þar enn, auk fjög- urra skipa sem skráð eru í Belize en eru í eigu íslenskra aðila og með íslenskar áhafnir. Þá væru þarna einnig skip skráð á Kýpur auk togaranna Zaandam og Atlantic Margaret, sem eru skráð í Dóminíska lýðveldinu en með færeyskar og pólskar áhafnir. Dagblaðið Nordlys segir að strand- gæslan muni fyrsta kastið leggja áherslu á aðgerðir gegn þeim tveimur síðastnefndu en Fuglevik vildi ekki staðfesta það og ekki segja frá hvöftær þess mætti vænta að Strandgæslan léti til skarar skríða við Svalbarða. Með 9,76 á stúdentsprófi Reyni að læra jafnt og þétt yfir veturinn Sumarkomu fylgja ár hvert útskriftir úr framhaldsskólum landsins og ekki líður á löngu þar til hvítir kollar verða áberandi. Verzlun- arskólinn brautskráði einn af fyrstu stúdentahópum vorsins í gær. Hópurinn var meðalstór, 212 nem- endur, og luku 18 nem- endur stúdents- og versl- unarmenntaprófi. Af verslunarmenntabraut út- skrifuðust 37, af lær- dömsbraut 151, úr öld- ungadeild 23 og einn ný- stúdent var utanskóla. Alls eru 900 nemendur í dagskóla Verzlunarskól- ans, á þriðja hundrað í öldungadeild og um 100 í tölvuháskóla. Met Einn nýstúdentanna, Þórólfur Jónsson, gerði sér lítið fyrir og sló einkunnamet skólans er hann fékk einkunnina 9,76. Hann er ekkert uppveðraður yfir einkunn- inni og neitar því ekki að mikill tími hafi farið í heimalærdóminn. „Mestur hluti dagsins fer í námið. Eg reyni samt að finna tíma'fyrir áhugamálin. Mikið félagslíf er í skólanum og erfitt er að sneiða hjá því. Þátttaka mín hefur líka frekar aukist með árunum,“ segir Þórólfur. En hann hefur komið nálægt ræðu- og spurningakeppn- um, skrifað greinar í skólablaðið og tekið þátt í íþróttalífinu innan skólans. Ennfremur var bóksala Verzlunarskólans í umsjá hans í vetur. Þórólfur telur ekki að lærdóm- urinn þurfí að útiloka skemmtan- ir. „Alltaf má finna tíma til þess. Annars reynir maður auðvitað að feta einhvern meðalveg.“ Námið - En hvernig er farið að því að ná svona góðum árangri? „Ég held að mikilvægasta at- riðið í þessu sambandi sé að hafa áhuga á því sem maður er að gera. Ég get ekki ímyndað mér annað en það sé mjög erfitt að ná góðum árangri í einhveiju sem maður hefur ekki áhuga á. Maður verður að geta talið sér trú um að við- fangsefnið skipti ein- hveiju máli,“ segir Þórólfur. - Hvernig skipuleggur þú nám þitt? Lestu á nóttunni? „Nei, ég hef aldrei getað til- einkað mér slík vinnubrögð. Ég hallast frekar að jöfnu vinnuálagi en rispum. Ég reyni þess vegna að læra jafnt og þétt yfir vetur- inn. Enda trúi ég því ekki að hægt sé að ná góðum árangri með því að læra aðeins tvær til þijár vikur fyrir próf. Annars er þetta eflaust mjög persónubundið og hver verður að laga sitt nám Þórólfur lónsson ►Þórólfur Jónsson hlaut 9,76 í meðaleinkunn á stúdentsprófi frá Verzlunarskóla íslands. Hann er fæddur 5. september árið 1974 í Reykjavík. Nokkr- um árum síðar fluttist fjöl- skyldan í Mosfellsbæ þar sem Þórólfur hefur alist upp. For- eldrar hans eru hjónin Jón M. Benediktsson, skrifstofustjóri á Reykjalundi og Þorbjörg Olafs- dóttir. Þórólfur er elstur þriggja barna þeirra, en hann á yngri tvíburasystur sem heita Ragnheiður og Þórhildur. að aðstæðum hveiju sinni.“ - Tekur þú einhverjar náms- greinar fram yfir aðrar? „Mér finnst mjög erfitt að gera upp á milli námsgreina. Flestar spanna svo vítt svið að alltaf er hægt að finna eitthvað áhugavert við þær. Annars var ég dálítið hneigður fyrir viðskiptagreinar þegar ég byrjaði. En ég fór fljót- lega að hallast meira að raun- greinum, þá aðallega stærðfræði og eðlisfræði." Framtíðin - Hvað tekur svo við eftir út- skriftina? „Við förum 160 til Portúgals á miðvikudaginn. Útskriftarhóp- urinn hefur verið að safna fyrir ferðinni með því að reka verslun í skólanum í vetur og reksturinn hefur gengið svo vel að hann greiðir ferðina upp að öllu leyti. Flestir verða þijár vikur úti en ein- hveijir koma fyrr heim. Þegar ég kem heim hef ég fengið vinnu á rtkisútvarpinu og kem til með að verða á næturvöktum á fréttadeild- inni.“ - Hvað verður svo í haust? „Ég ætla að fara í háskólann en er ennþá dálítið óákveðinn í hvaða grein. Raungreinarnar eru, eins og er, helst inn í myndinni. En hvort ég fer í stærðfræði, eðlis- fræði eða kannski verkfræði, veit ég ekki.“ Erfitt að ná árangri ef áhugann vantar Leikur í Bologna ÞURÍÐUR Jónsdóttir, flautuleikari, hefur verið valin til að spila einleik á tónleikum sem tónlistarskólinn í Bo- logna á Ítalíu heldur í samvinnu við óperuna í Bologna. Þuríður var valin til að leika að undangenginni keppni sem 40 bestu einleikarar skólans tóku þátt í. Einungis Ijórir bestu nemend- urnir fá að leika á tónleikunum. Þuríður kemur til með að leika ein- leik á tónleikunum sem verða 8. júní. Þuríður sagðist líta á þetta sem mik- inn heiður fyrir sig. „Það er alltaf gaman að spila með góðri hijómsveit í fallegu leikhúsi.“ Þuríður hefur undanfarin ár stund- an nám í flautuleik og tónsmíðum við tónlistarskólann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.