Morgunblaðið - 21.05.1994, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 21.05.1994, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1994 11 SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR Siglufjörður lí Isafjörður Lækkun skulda eða rým- un eigna? Siglufirði. Morgunblaðið. FJÁRMÁL bæjarsjóðs eru ofarlega í huga frambjóðenda fyrir þessar kosningar. Fulltrúar meirihlutans vekja athygli á því að skuldir hans hafi lækkað úr 731 milljón í 79 á kjörtímabilinu. Fulltrúi Sjálfstæðis- flokksins gerir lítið úr kraftaverkum í fjármálastjórn, segir að meirihlut- inn hafí lækkað skuldirnar með því að selja það sem aðrir hefðu verið búnir að skapa, m.a. veitur að and- virði 600 milljónir kr. Fimm listar eru í boði á Siglu- fírði, A-listi Alþýðuflokks, B-listi Framsóknarflokks, D-listi. Sjálfstæð- isflókks, F-listi óháðra með stuðningi Alþýðubandalags og Þ-listi venjulegs fólks. F-listi með 3 fulltrúa og Al- þýðuflokkur með 2 fulltrúa mynda meirihluta í bæjarstjóm en Sjálf- stæðisflokkur og Framsóknarflokkur sem hafa tvo fulltrúa hvor skipa minnihlutann. Þ-listinn býður nú fram í fyrsta skipti. Skuldir lækkað Kristján Möller, forseti bæjar- stjórnar og efsti maður á lista Al- þýðuflokksins, segir að stærsta málið sem bæjarstjórnin hafi tekið á sé fjár- hagsstaða bæjarsjóðs. Vegur þar mest sala á veitum og uppgjörsmál við ríkisstjóm. Kristján segir það standa upp úr á kjörtímabilinu að skuldir bæjarsjóðs hafa lækkað úr 731 milljón í 79 milljónir. Kristján segir brýnustu máiefni fyrir komandi kjörtímabil vera málefni sem eru meira tengd bæjarbúum, s.s. varan- ieg gatnagerð, umhverfismál, at- vinnumál og hin margvíslegu málefni fjölskyldunnar. Kristjáni finnst ró- legheit hafa einkennt þéssa kosn- ingabaráttu og telur það vera vegna þess að menn eru nokkuð sammála um það s_em gera þarf í nánustu framtíð. Ágreiningsefnin eru hins Kristján Björn Möller Jónasson vegar tengd skuldastöðu og þeirri fortíð. Sigurður Örn Baldvinsson, kosningastjóri F- listans segir að endurreisn bæjar- sjóðs standi upp úr eftir kjörtíma- bilið. „Helstu bar- áttumál F-listans fyrir komandi kosningar er að láta fjárhaginn ráða framkvæmdunum og halda áfram að bæta stöðu bæjar- ’sjóðs. Einnig eru atvinnumálin mjög brýn og má þar helst nefna áfram- haldandi starf við að fjölga störfum í bænum og auka ijölbreytni atvinnul- ífsins, umsvif í ferðaiðnaði, þá jafnvel í tengslum við síldarminjasafnið og síldarævintýrið sem nú þegar hefur vakið heimsathygli," segir Sigurður. Bjöm Jónasson skipar 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokks. Björn telur að það einkenni þessa kosningabaráttu að núverandi meirihluti telji sig hafa unnið eitthvert kraftaverk í fjármál- um bæjarins. „Á árunum 1987-1990 þegar Sjálfstæðisflokkurinn var í oddaaðstöðu í stjóm bæjarins var gíf- urlega mikið framkvæmt, þannig að skuldir bæjarins voru orðnar rúmlega 700 milljónir, þar af 450 milljónir vegna veitna. Þær vora síðan seldar á þessu kjörtímabili fyrir u.þ.b. 600 milljónir. Núverandi meirihluti var því að selja það sem aðrir höfðu skapað. Framkvæmdir á þessu kjörtímabili hafa verið mjög litlar. Það var byggð- ur glæsilegur leikskóli sem við sjálf- stæðismenn höfðum tekið ákvörðun um að byggja og staðsett." Björn segir sjálfstæðismenn á Siglufírði leggja áherslu á það að Siglfírðingar veiti þeim brautargengi svo ár fram- kvæmda geti hafíst á ný á Siglufírði. Sigurður Örn Baldvinsson Hveragerði Unglingarnir hófu kosningabaráttuna „ÞAÐ VORU eiginlega unglingarnir hér í bænum sem hófu kosningabarátt- una í bænum,“ segir Ingi- björg Sigmundsdóttir, efsti maður H-listans í Hvera- gerði. „Þau hófu rekstur útvarpsstöðvar og buðu tveim efstu mönnum list- anna tveggja í umræðu- þátt.“ Tveir listar eru í framboði til bæjarstjómar- innar, D-listi sjálfstæðis- manna og H-listinn, sem er sameiginlegt framboð Alþýðflokks, Framsóknar- flokks, Alþýðubandalags og óflokksbundinna kjós- enda. Knútur Braun er efsti maður á lista Sjálfstæðis- flokksins. H-listinn hefur meiri- hluta í bæjarstjórn, er með fjóra fulltrúa á móti þremur fulltrú- um Sjálfstæðisflokks. Ingibjörg segir að meirihlutinn hafi undanfarin fjögur ár unnið að því að treysta fjárhagsgrandvöll Hveragerð- is sem hafi verið mjög slæmur. Tek- ist hafí að lækka skuldir bæjarins að raungildi um 150 milljónir króna á kjörtímabilinu, sem nemur tæpum árstekjum bæjarfélagsins. Gerðar hafi verið ítarlegar efna- hagsáætlanir um fjárhag bæjarins, því hann hefði ekki efni á fljótfærni í peningamálum, segir hún. Á næsta kjörtímabili verði svo hægt að hefja framkvæmdir að nýju og þá sé brýnasta verkefnið að byggja við grunnskólann. Einnig þurfi að huga að gatnagerð, umhverfismál- um og frárennslismálum. Hún segir að atvinnumál skipi einnig verulegan sess á málefnalista flokksins, það þurfi að laða að ný fyrirtæki til dæmis með því að bærinn nýti sér hagstæð lánskjör og kaupi atvinnu- húsnæði sem selt yrði aftur til fyrirtækja á hagstæðum kjöram. Óánægðir með f ramkvæmdaley si Knútur segir að sjálf- stæðismenn séu fyrst og fremst óánægðir með fram- kvæmdaleysi H-listans undanfarin fjögur ár. Ekk- ert hafi verið aðhafst í gat- nagerðarmálum, skólamálum og hol- ræsagerð og brýnt sé að hefja fram- kvæmdir strax. Hann segir að H-listinn hafí borg- að niður skuldir í minna mæli en íbúar Hveragerðis héldu. Sjálfstæðismenn setja einnig at- vinnumálin í forgang. Einkum eigi að beina sjónum sínum að nýjum smáiðnaði. Knútur segir að þeir vilji að ráðinn verði markaðs- og atvinnumálaráð- gjafi til bæjarins. Hlutverk hans yrði að laða að ný fyrirtæki og aðstoða þau fyrirtæki sem fyrir eru í Hvera- gerði. Ingibjörg Sigmundsd. Knútur Bruun Engar persónulegar svívirðingar eða rætnar spurningar ísafirði. Morgunblaðið. TÖLUVERT fjör hefur verið hjá bæjarstjórn ísafjarðar síðustu fjögur árin. Meirihlutinn hefur sprangið tvisvar og um þessar mundir er ekk- ert meirihlutasamstarf. Þetta hefur lítið komið fram í kosningabarátt- unni. Framboðsfundur • sem haldinn var í íþróttahúsinu í vikunni var held- ur daufgerður á vestfírska vísu. Eng- ar persónulegar svívirðingar, engar rætnar spurningar til frambjóðenda í fyrirspurnatíma og tvö framíköll svo veik að fæstir tóku eftir. lafsson Bryndís Friðgeirsd. Sjálfstæðisflokkur er með þijá fulltrúa í bæjarstjórn, I-listi sem er klofningsframboð úr flokknum er með tvo, Framsóknarflokkur með einn, Alþýðubandalag einn og Al- þýðuflokkur með tvo. Kvennalisti á ekki fulltrúa í bæjarstjórn. Nú bjóða sjálfstæðismenn fram einn lista. í nýlegri skoðanakönnun Bæjarins Besta fékk D-listinn fímm menn, eða hreinan meirihluta, en hinir flokkarnir einn hver. Töluvert um gylliboð Töluvert var um gylliboð hjá sum- um frambjóðendum á framboðs- fundinum, ef miðað er við að sam- kvæmt athugun eins frambjóðanda eru um tvær milljónir króna til fram- kvæmda á þessu ári hjá bænum þegar búið er að greiða lögbundinn kostnað og afborganir og vexti af lánum. Sigurður R. Ólafsson af A-lista Þorsteinn Jóhannesson Guðrún Stef- ánsdóttir fordæmdi misvísandi frásögn fyrsta manns B-lista af skuldastöðu bæjar- ins og benti á að annars vegar væri talað um heildarskuldir við upphaf kjörtímabilsins, en hins vegar teknar út skuldir stofnana sem bærinn á einn, á nýjum skuldalista. Bryndís Friðgeirsdóttir, fyrsti maður á G-lista, lagði áherslu á að bærinn keypti skip með kvóta og stofnaður yrði ábyrgðarsjóður smáfyrirtækja og að komið yrði upp framtíðarað- stöðu fyrir bíla- feiju. Kristinn Jón Jónsson, fyrsti maður B-lista, lagði áherslu á snjóflóðavarnir og að koma orku frá sorpeyðingarstöðinni í verð. Hann vill að bætt verði lýsing við aðflug að flugvellinum svo hægt væri að fljúga hingað að kvöldlagi. Þorsteinn Jóhannesson, fyrsti maður af D-lista, lagði áherslu á vandaðan undirbúning mála og að staðið væri við gerða samninga. Hann flutti langa kafla úr ljóði Ein- ars Benediktsson og er það nýlunda hér á pólitískum fundum. Guðrún Stefánsdóttir, fyrsti mað- ur á V-lista, varaði við skuldasöfnun sem hún sagði að væri orðin um 131 þúsund á íbúa. Hún vildi koma upp safni um sögu og þróun Ísaíjarðar, loka götum fyrir bílaumferð og hag- ræða í rekstri. Kristinn Jón Jónsson Akranes Mikið af nýju fólki í bæjarmálunum Akranesi. Morgunblaðid. KOSNINGABARÁTTAN á Akranesi fór seint af stað og hefur verið með rólegra móti. Það sem einkennir hana öðru fremur er mikið af nýju fólki sem ekki Itefur áður staðið í fremstu línu í bæjarmálastarfi flokkanna. Miðað við stöðu flokkanna frá kosn- ingunum 1990 myndu sjö ný nöfn taka sæti í bæjarstjórn nú. Alþýðuflokkur hefur nú þijá full- trúa í bæjarstjórn og Framsóknar- flokkur þijá og mynda núverandi meirihluta. Sjálfstæðisflokkur hefur tvo fulltrúa og Alþýðubandalag einn. Sömu flokkar bjóða fram nú. Það er skoðun flestra að atvinnu- mál setji mark sitt á kosningabarátt- una. Nokkurt atvinnuleysi er í bæn- um og stór fyrirtæki hafa átt í rekstr- arvandræðum, sem ekki er búið að sjá fyrir endann á. Þá eru orkumál í brennidepli og slæm skuldastaða Hitaveitu Ákraness og Borgarfjarðar setur svip á bæjarmálaumræðuna. Þá virðast flestir sammála um að fjármálastaða bæjarsjóðs sé orðin veik og í raun sé búið að ráðstafa Gunnar Guðmundur Sigurðsson Vésteinsson því fjármagni sem til reiðu er á næsta kjörtímabili. Skuldir á hættumörkum Gunnar Sigurðsson, oddviti Sjálf- stæðisflokksins, segir að helstu bar- áttumálin snúist um það hvernig fólk vilji takast á við atvinnumálin, alvarlega skuldastöðu bæjarsjóðs og orkumálin. „Skuldir bæjarsjóðs og Atvinnuþróunarsjóðs eru um 532 milljónir samanborið við 470 millj- óna króna tekjur. Hættumörk skulda sveitarfélaga eru talin á bil- inu 60-70% af tekjum. Þannig erum við 200-250 milljónum yfir þessu marki. Við eigum ekki nema eitt svar við þessu og það er að auka tekjur bæjarsjóðs og það án þess að hækka skatta. Við höfum bent á leiðir til þess,“ segir Gunnar. Hann sagði að sjálfstæðismenn vildu taka öðruvísi á orkumálunum en hinir flokkarnir. Guðmundur Vésteinsson skipar annað sæti á lista Alþýðuflokksins, en hann var áður oddviti flokksins til margra ára. Guðmundur segir að skuldastaða bæjarsjóðs sé svipuð og fyrir átta árum og þá hafi enginn talað um hættumörk. „Við þurfum að huga að nýjum tækifærum og nýta hagstætt lánsfé til að auka framkvæmdir og atvinnu," segir Guðmundur. „Erfiðleikar í atvinnu- málum hafa krafist mikillar varnar- baráttu og útlit er fyrir að svo verði enn um sinn,“ segir hann. „Við eig- um ýmis sóknarfæri, t.d. í full- vinnslu afla í heimahöfn, nýjum möguleikum í ferðaþjónustu og í öðrum þjónustugreinum og endur- reisn gróinna iðnfyrirtækja." Segist Guðmundur telja að það hafi átt að vera búið að lækka gjaldskrá hita- veitunnar því rekstrarafkoma henn- ar hefði stórlagast frá 1990 og hún væri undir þeim mörkum sem geng- ið hefði verið út frá í samningum við ríkisvaldið 1987. FJÁRMÁL Vestmannaeyjabæjar og átak í atvinnumálum eru verkefni komandi kjörtímabils að mati flokk- anna þriggja sem bjóða fram nú. Talsverðar breytingar hafa orðið í framboðsmálum í Vestmannaeyjum frá síðustu kosningum. Nú eru þrír listar í framboði en fyrir 4 árum buðu fjórir flokkar fram, Sjálfstæðis- flokkur, Alþýðuflokkur, Alþýðu- bandalag og Framsóknarflokkur. Síðastnefndu flokkarnir þrír bjóða fram sameiginlegan lista þann 28. maí, V-listann, D-Iisti Sjálfstæðis- flokks er í framboði og klofnings- framboð frá Sjálfstæðisflokki, H-list- inn. Elsa Valgeirsdóttir, oddviti D-list- ans, segir að sjálfstæðismenn vilji vinna að atvinnuuppbyggingu, áframhaldandi styrkri fjármálastjórn og uppbyggingu félagslegrar þjón- ustu. Einnig verði meiri áhersla lögð á ferðamál og aukna nýsköpun í at- vinnulífi, sem muni leiða af sér fleiri atvinnutækifæri. Hún segir að skuldastaða bæjarfé- Vestmannaeyjar Fjármál og vinna á oddinum lagsins hafi batnað á kjörtímabilinu, skuldir á hvern íbúa hafí lækkað úr 114 þúsund krónurn í 88 þúsund og áfram þurfí að halda á þeirri braut. Þær framkvæmdir sem ráðist hef- ur verið í á síðasta kjörtímabili hafa nær eingöngu verið unnar fyrir frain- kvæmdafé bæjarins en ekki fyrir lánsfé. Þarf að efla nýsköpun Guðmundur Þ. B. Ólafsson, oddviti V-listans, segir að mikilvægt sé að ná niður skuldum bæjarfélagsins. Auk þess þurfí bærinn að skipta sér meira af atvinnumálunum. 1 þeim tilgangi þurfi að setja upp atvinnu- þróunarsjóð sem myndi efla nýsköp- un, sérstaklega á sviði sjávarafurða og í ferðamannaiðnaði. Annað baráttumál er að nýta sem best verktaka og fyrirtæki í Eyjum til þess að vinna verkefni á vegum bæjarins, of mikið sé um að leitað sé til fyrirtækja uppi á landi. Guðmundur segir næg verkefni framundan, en brýnt sé að finna leið- ir til að fjármagna þær án þess að auka skuldir eða hækka skatta. Allir með sömu stefnumálin Georg Kristjánsson, efsti maður á H-lista, segir að flokkarnir þrír hafi í grundvallaratriðum sömu mál á stefnuskránni. Mikilvægustu máía- flokkarnir séu atvinnumálin og fjár- hagsstaða Vestmannaeyjabæjar, en á komandi kjörtímabili þurfi að ná niður skuldum. Þá þurfi að koma upp sjóð þar sem fyrirtæki hafi aðgang að áhættufé til nýsköpunar. H-listinn vill að hugða verði að viðhaldi húseigna í eigu bæjarins, því hafi ekki verið sinnt sem skyldi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.