Morgunblaðið - 21.05.1994, Side 12

Morgunblaðið - 21.05.1994, Side 12
12 LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1994 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Hermína Sungið fyrir fullu húsi Dalvík- A dögnunum buðu leikskólar bæjarins Fagrihvammur og Krílakot bæjarbúum í heimsókn og sýndu afrakstur vetrarstarfs- ins. Sýningar voru á myndlistarverkum barnanna og smáfólkið á Krílakoti sýndi leikþætti og söng fyrir troðfullu húsi. Foreldrafé- lög leikskólanna notuðu tækifærið til fjáröflunar og höfðu til sölu kaffi og meðlæti. Um 200 manns heimsótti börnin. Á mynd- inni má sjá upprennandi skemmtikrafta á Krílakoti. Framsókn ynni einn FR AM SÓKNARFLOKKURINN fengi fimm menn kjörna í bæjar- stjórn Akureyrar og ynni einn af Sjálfstæðisflokknum, sam- kvæmt skoðanakönnun sem DV. Við það myndi meirihluti sjálf- stæðismanna og Alþýðubanda- lags falla. Aðrir halda sínum fulltrúum. Alþýðuflokkur fengi 10,5% at- kvæða og 1 fulltrúa, Fram- sóknarflokkur 38,2%, Sjálfstæð- isflokkur 29,1% og 3 fulltrúa, og Alþýðubandalag 22,2% og 2. Hjónanámskeið NÁMSKEIÐ um fjölskylduna og hjónabandið verður haldið í Gler- árkirkju dagana 26. og 27. maí. Kennari er Eivind Fröen, norskur fjölskylduráðgjafi. Skráning fer fram í Glerárkirkju og stendur til 25. maí nk. Skólaslit SKÓLASLIT Tónlistarskólans á Akureyri verða í dag, laugardag, kl. 17 í Akureyrarkirkju. Við at- hö&iina leika píanóleikaramir Bima Helgadóttir og Davíð Þór Braga- son, Eydís S. Úlfarsdóttir lágfíðlu- leikari og Dagný Pétursdóttir orgel- leikari, sem leikur ásamt strengja- sveit Tónlistarskólans. Bærinn leigir leikskólann BÆJARRÁÐ Akureyrar sam- þykkti í gær að gera leigusamning við eigendur Dvergagils 3 þar sem var einkarekin leikskóli. Bæjarráð samþykkti að reka þar til bráðabirgða um tveggja mánaða skeið leikskóla fyrir þau börn sem þar voru og fól ráðið bæjarstjóra og bæjarlögmanni að ganga frá nauðsynlegnm samn- ingum vegna þessa. A fundi bæj- arráðs í gær var ítrekað að með þessari bráðabirgðaráðstöfun fel- ist engar skuldbindingar gagnvart þeim börnum sem hafa pláss á leikskólanum né foreldrum þeirra, en nýta á leigutímann til að leita frekari lausna á málinu. Skátatívolí SKÁTAFÉLAGIÐ Klakkur efnir til fjölskylduhátíðar í Skemmunni annan hvítasunnudag, þar verður skátatívolí sem ber yfirskriftina Með sól í hjarta. Hátíðin hefst kl. 11 og stendur til 17. Boðið verður upp á um 50 tívolíatriði sem skátarnir hafa sett saman að undanförnu. FRAMTIÐARSTAÐUR Til sölu 140 m2 íbúðarhús a 1,5 ha. spildu úr landi Skrauthóla ó Kjalarnesi. UPPLÝSINGAR VEITTAR í SÍMA 96-24471 AÐEINS 8 MILUONIR Fuiltrúar ríkisins og Akureyrarbæjar undirrita samninga um byggingu legudeildarálmu við Fjórðungssjúkrahúsið Kostnaður fyrsta áfanga 290 milljónir Morgunblaðið/Rúnar Þór GUÐMUNDUR Árni Stefánsson heilbrigðisráðherra, Halldór Jónsson bæjarstjóri og Friðrik Sophusson fjármálaráðherra undirrita samning um byggingu legudeildarálmu við FSA. Framkvæmdir hefjast á næstunni og barna- deild gæti tekið til starfa árið 1997 FRAMKVÆMDIR við nýja legu- deildarálmu við Pjórðungssjúkra- húsið á Akureyri hefjast innan skamrns en frestur til að skila inn tilboðum í verkið rennur út 8. júní næstkomandi. Samningar um bygg- inguna voru undirritaðir í gær. Guðmundur Árni Stefánsson heilbrigðisráðherra, Friðrik Soph- usson fjármálaráðherra og Halldór Jónsson bæjarsjóri á Akureyri und- irrituðu samninginn um bygging- una í gær. Um er að ræða fjögurra hæða hús, um 4.160 fermetra að stærð, og hefjast framkvæmdir nú í sumar og er gert ráð fyrir að byggingunni verði að fullu lokið árið 1998. Barnadeild, sem verður til húsa í byggingunni, verður vænt- anlega tekin í notkun um áramótin 1997-1998 og sagði Halldór að ef hagstæðir samningar nást um bygginguna gæti skapast svigrúm til að heíja starfsemi hennar fyrr. Kostnaður við fyrsta áfanga legu- deildarálmunnar er áætlaður um 290 milljónir króna. „Við væntum mikils af þessari framkvæmd í framtíðinni og erum þess fullviss að hún muni styrkja bæði sjúkrahúsið og alla heilsu- gæslu á svæðinu," sagði Halldór. Guðmundur Ámi Stefánsson heil- brigðisráðherra sagði að bygging legudeildarálmunnar væri f sam- ræmi við þá stefnumörkun rík- isstjómarínnar að leggja sérstaka áherslu á að stykja sérhæfða sjúkra- húsuppbyggingu á höfuðborgar- svæðinu og Eyjafjarðarsvæðinu. „Þetta er stórverkefni á þessu sviði, sem góð samstaða er um, og ég er þess fullviss að hún muni hleypa nýju lífí í atvinnulíf í fjórðungnum," sagði Guðmundur Árni. Morgunblaðið/Rúnar Þór Eldri borgarar sýna M YN DLISTARSYNING eldri borgara verður opnuð í dag, laugardag, í félagsmiðstöðinni við Víðilund. Sýningin verður opin um hvítasunnuhelgina frá kl. 14.00 til 18.00 en henni lýkur næstkomandi mánudag. Alls sýna 13 manns verk sín en fólki hefur verið á námskeiði hjá Gunnari Dúa Júlíussyni í vetur. Þau Sigurbjörg Helgadóttir, Jón Gíslason og Irene Cook voru í óða önn að hengja upp myndirn- ar i félagsmiðstöðinni í gær. Nýr fótboltavöllur í notkun á Grenivík Grýtubakka - Magni á Grenivík lék í fyrsta sinn í sögunni fyrsta heima- leik á heimavelli, er liðið tók á móti Hörgdælingum í 4. deildinni í fyrstu Lélegt á grásleppunni Grýtubakka - Heldur hefur dregið úr grásleppuveiðinni í maí, eftir góða byrjun, að sögn Friðriks Þorsteins- sonar, og er hún hálfléleg þessa dagana. „Ætli við reynum ekki að hanga á þessu eitthvað lengur í von um skárri göngu,“ sagði Friðrik. umferð í gær, á nýjum fótboltavelli. Framkvæmdir hafa staðið yfir þrjú síðustu ár og er völlurinn af löglegri stærð. Kostnaður var áætl- aður um 3,7 milljónir króna en 500 þúsund króna framlag úr íþrótta- sjóði varð til þess að hafist var handa um framkvæmdir í upphafi. Þá lagði Grýtubakkahreppur fram 1,2 millj- ónir króna til verksins. Vaðfuglar á vellinum Gert er ráð fyrir að síðar verði gerð hlaupabraut við völlinn. Grasvöilur sem notaður var í tugi ára hefur yfirleitt ekki verið nothæf- ur til knattspyrnuiðkunar fyrr en seint í júlí vegna staðhátla. Hann hefur verið afdrep vaðfugla. Hátíðarguðs- þjónustur um hvíta- sunnuna AKUREYRARPRESTA- KALL: Hátíðarguðsþjónusta kl. 11 á hvítasunnudag. Hátíð- arguðsþjónustur á hjúkrunar- deild aldraðra Seli I kl. 14 og kl. 16 á Dvalarheimilinu Hlíð. Ferming í Miðgarðakirkju í Grímsey annan hvítasunnudag kl. 13.30. Fermd verða Helga Fríður Garðarsdóttir, Grund, og Henning Henningsson, Höfða. GLERÁRPRESTAKALL: Guðsþjónusta kl. 10 á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri. Hátíðarmessa kl. 14 í Glerár- kirkju, hátíðarsöngvar sr. Bjarna Þorsteinssonar sungn- ir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Al- menn samkoma sunnudag kl. 20. Bænasund kl. 193.0, biblía og bæn kl. 20.30 nk. fimmtu- dag. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Samkoma í umsjá ungs fólks kl. 20.30 í kvöld. Vakningar- samkoma á hvítasunnudag kl. 20. Æskulýðsfundur 9-12 ára og fræðsla fyrir nýja á mið- vikudag kl. 17.30 og grunn- fræðsla fyrir nýja kl. 20.30. Biblíulestur með Jóhanni Páls- syni og bænastund nk. föstu- dagskvöld kl. 20. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa kl. 18 í dag, laugardag, og kl. 11 á morgun, sunnudag. ■ ÞEIR sem eiga 40 og 60 ára fermingarafmæli á þessu vori ætla að minnast þessi í Ákureyrarkirkju á hvítasunnudag. Þess er einnig vænst að þeir sem eiga 10, 20, 30, og 50 ára fermingarafmæli í Akur- eyrarkirkju, en það eru árgangar fæddir 1930, 1950 og 1960 og 1970, sæki einnig messu í kirkjunni þann dag.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.