Morgunblaðið - 21.05.1994, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.05.1994, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ I VIÐSKIPTI Grikkland Gengis- felling yf- irvofandi Aþenu, London. Reuter RÍKISREKINN landsbanki Grikk- lands hækkaði millibankavexti í 150-500% á föstudag til þess að bjarga drökmunni, en mikil sala á gríska gjaldmiðlinum hleypti lífi í tilgátur sérfræðinga um að gengi hans yrði fellt, ef til vill strax um helgina. „Slíkar hækkanir fá ekki staðizt til lengdar og munu algerlega lama grískt efnahagslíf," sagði einn sér- fræðingurinn. Grísk yfirvöld létu til skarar skríða og hækkuðu milli- bankavextina eftir harða atlögu spákaupmanna í London og Aþenu gegn drökmunni, sem hefur staðið höllum fæti. Grísk yfirvöld kyntu undir spákaupmennskuna með því að aflétta gjaldeyrishömlum í þess- ari viku, en ekki 1. júlí eins og ráðgert hafði verið. Grikkir eru í forsæti Evrópu- sambandsins og gengislækkun kæmi sér illa fyrir þá áður en kjör- tímabili þeirra lýkur 30. júní. í stað þess að fella gengið um t.d. 10% kunna Grikkir að lækka vexti og láta drökmuna fljóta. Honda spáir góðæri Tókýó. Reuter. HONDA-bifreiðaverksmiðjurnar í Japan hafa skýrt frá því að nettó- hagnaður fyrirtækisins á 12 mán- aða tímabili til marzloka sl. hafi minnkað um 36,2%, en segir að hagnaðurinn muni rúmlega tvö- faldast á þessu ári. Fyrirtækið spáir því að nettó- hagnaður til marzloka 1995 muni nema 52 milljörðum jena miðað við 23,7 milljarða 1993/94. Það yrði fyrsta ársaukning í sjö ár. Honda segir bættar horfur 1994/95 aðallega stafa af aukinni bílasölu, einkum í Bandaríkjunum, og minna gengistapi. Rekstrarbati varð hjá Samskipum en mikið sölu- og gengistap íþyngdi félaginu Tapið var nær hálfur milljarður kr. á síðastliðnu ári HEILDARTAP Samskipa á síðasta ári varð alls um 479 milljónir króna samanborið við 489 milljónir árið áður. Dijúgan hluta tapsins má að mati forráðamanna Samskipa rekja til ákvarðana sem teknar voru á árunum 1991 og 1992 eins og t.d. kaupanna á Hvassafelli og frystiskip- inu Skaftafelli, flutninga til Grænlands og Nýfundnalands og síðast en ekki síst yfirtöku Samskipa á rekstri og þjónustu Skipaútgerðar ríkisins, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Þessar ákvarðanir leiddu til langvinns taps sem hefur haft áhrif á rekstur Samskipa æ síðan og eiga sinn þátt í afkomu ársins 1993, en það ár voru þessar ákvarðanir endanlega dregnar til baka og tap af þeim viðurkennt. Tap af rekstri og sölu Jökulfells, Dísarfells og Skaftafells nam 132 milljón- um, gengisfeliing um mitt ár þýddi 120 milljóna króna gengistap og afskrifa varð viðskiptakröfur fyrir 104 milljónir. í strandflutningum hefur verið fækkað úr þremur í eitt, siglingum til Grænlands og Nýfundnalands hætt og siglingaáætlunin til Evrópu endurskoðuð og skipum fækkað úr fjórum í tvö. Þá náðist samkomulag um mitt ár við Eimskip um sam- starf í flutningum til og frá Banda- ríkjunum og í kjölfarið var Jökulfell- ið sett í önnur verkefni. Erfiðasti hjallinn að baki Ef aðeins er litið á afkomu fé- lagsins af reglulegri starfsemi kem- ur í ljós að afkoman batnaði um 109 milljónir milli ára og að teknu tilliti til afkomu af aflagðri starf- semi er batinn milli ára um 191 milljón. Rekstrartekjur Samskipa voru FORELDRAR! - KRAKKAR! AFMÆLISVEISLA McDONALD’S ER KOMIN TIL ÍSLANDS. HAFÐU SAMBAND OG FÁDUAÐ VITA HVAÐ ER í POKANUM. alls 3.333 milljónir á sl. ári og lækk- uðu um 12,7% á milli ára. Þessi tekjulækkun stafar af þeim aðgerð- um sem gripið var til á árinu svo og almennum samdrætti í vöruinn- flutningi til landsins. Nokkrir stórir viðskiptavinir félagsins urðu gjald- þrota á árinu og meðaleiningaverð í flutningum til og frá landinu lækk- aði. Þær aðgerðir sem stjórn Sam- skipa beitti sér fyrir á sl. ári mið- uðu að því að lækka rekstrarkostn- að, lækka skuldir með sölu óarð- bærra eigna og í þriðja lagi gera félagið söluhæft þannig að dóttur- félag Landsbankans, Hömlur, gæti hætt rekstrinum. Þær leiðir sem farnar hafa verið í þessu skyni hafa m.a. falist i því að einfalda siglingakerfið. Skipum Samskip hefur því alls fækkað skipum í áætlanasiglingum úr níu í þijú á skömmum tíma. Þá hefur verið gripið til ýmissa aðgerða sem miðuðu að því að bæta til frambúð- ar rekstrarhæfi félagsins. Stjórn- skipulag var endurskoðað á árinu 1993 og starfsmönnum hefur fækk- að úr 314 í 200 frá árinu 1992. Aðrar aðgerðir fólust m.a í því að lokaskrefin hafa verið stigin í gámavæðingu félagsins. Að öllu þessu samanlögðu telja forráða- menn félagsins að rekstrarhæfi þess hafi gjörbreyst til batnaðar og erfiðasti hjallinn sé að baki. Eins og komið hefur fram er gert ráð fyrir að nýir eigendur komi inn í rekstur félagsins á næstunni. Af hálfu núverandi stjórnar er litið svo á að helstu markmið hafi náðst í endurskipulagningu á rekstri fé- lagsins og að verulegur bati verði á afkomunni á þessu ári. Utvarpsfélagið Nýr eigandi að 4 % hlutafjár VEITINGASTAÐUR FJOLSKYLDUNN/ SUÐURLANDSBRAUT 56 /Y\ McDonaids I ■ ■ Láttu okkur um afmælisueisluna. Afmæli barns er mikilvæg tímamót í lífi þess. Við hjá McDonald's viljum aðstoða foreldra og aðstandendur við að gera afmælisdaginn sem skemmtilegastan fyrir barnið með því að bjóða upp á að halda hann hjá McDonald's. HLUTABRÉF að nafnvirði tæpar 22 milljónir króna í íslenska út- varpsfélaginu hf. skiptu um hendur í gær. Bréfin voru keypt á genginu 2,80 en undanfarið hefur viðskipta- gengi bréfa í félaginu verið 2,70- 2,75. Markaðsvirði viðskiptanna er því rúmlega 61 milljón króna, en alls er hér um að ræða 4% af heild- arhlutafé íslenska útvarpsfélagsins. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er um að ræða einn kaup- anda að hlutabréfunum í íslenska útvarpsfélaginu en viðskiptin fóru fram í gegnum Fjárfestingarfélagið Skandia og Handsal. Líkur eru á að frekari viðskipti séu í farvatninu með hlutabréf í félaginu og samkvæmt upplýsing- um Morgunblaðsins hefur sami að- ili og keypti hlutabréfín í gær lýst yfir áhuga á enn frekari kaupum í næstu viku. Nokkrir af stærri hluthöfum ís- lenska útvarpsfélagsins hafa und- anfarið lýst yfir áhuga á að selja bréf sín í félaginu. Iðntæknistofnun Þessi þjónusta, McAfmælisveisla, er nýjung hér á landi, en er mjög vinsæl hjá McDonald's erlendis. Hún léttir fyrirhöfnina fyrir foreldra, er ódýr og eftirminnileg fyrir alla. Afmælisbarnið og gestir þess fá sérstakan poka með gjöfum. Sérþjálfaður starfsmaður lítur eftir börnunum, fer í leiki með þeim og veitir verðlaun og Ijúffeng afmælisterta er á boðstólum auk hefðbundinna rétta t.d. Barnagaman. Af öryggisástæðum er miðað við að einn futlorðinn fylgi hverjum fimm börnum. Hér gefst tækifæri fyrir bæði börn og fullorðna að gera sér virkilegan dagamun á óvenjulegan hátt. Komdu eða hringdu í vaktstjórann og fáðu allar upplýsingar. LYST 8888 Leyfishaji McDonald’s íslensktfyrirtæki nabúr Síminn er 8114 1 4. Góða skemmtun og til hamingju með daginn! AA JfMcDonalds fslenskar lancfbúnaðarafurðir VEITINGASTOFA FJÖLSKYLDUNNAR, SUÐURLANDSBRAUT 56 Vörustjómunar- verkefni að hefjast SAMTÖK iðnaðarins, Iðntæknistofn- un og Iðnlánasjóður hafa sett á lag- girnir sérstakt verkefni fyrir fyrir- tæki með það að markmiði að efla vörustjórnun. Með verkefninu verður leitað leiða til að auka veltuhraða og lækka kostnað við innkaup, birgðahald, framleiðslu og dreifingu. Valin verða 10 iðnfyrirtæki til þátt- töku. Vörustjórnun (logistik) er beitt í vaxandi mæli við hagræðingu í fyrir- tækjarekstri, að því er segir í frétt frá Iðntæknistofnun. Þar segir að með markvissum aðgerðum sé hægt að auka veltuhraða og lækka ýmsan kostnað við vöruflæði fyrirtækja. Aukinn veltuhraði skili sér beint í arðsemi fyrirtækja, styttri af- greiðslutíma og auknu öryggi við afhendingar sem styrki samkeppn- isstöðu. I verkefnisvinnunni verður lögð áhersla á að lækka birgðakostnað, efla upplýsingaflæði í vöruferlinu, stytta framleiðslutíma og afhending- artíma og auka öryggi við afliend- ingu. Þá miðar verkefnið að því að auka veltuhraða fjármagns og efla samstarf við birgja. Verkefnisstjóri er Óskar B. Hauksson, verkfræðing- ur hjá Iðntæknistofnun. i I í I i i í 4 í i i í i i I i i i i i i i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.